Fréttablaðið - 06.01.2008, Page 16
16 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR
Á
ári hverju kemur
fjöldi erlendra
ferða- og blaða-
manna til Íslands til
að kanna hvað sé til
í frásögnum af þjóð-
trú landsmanna, ekki síst álfatrú.
Upplýsingar þess fólks byggj-
ast yfirleitt á rannsókn sem
Erlendur Haraldsson prófessor
gerði hér á landi árið 1974. Sú
rannsókn leiddi í ljós að mun fleiri
Íslendingar trúðu á yfirnáttúruleg
fyrirbæri en gengur og gerist hjá
öðrum þjóðum. Niðurstöðurnar
vöktu mikla athygli og hafa oft-
sinnis verið notaðar í umfjöllun-
um um Ísland.
Skemmst er að minnast stórrar
greinar sem birtist í New York
Times árið 2005 þar sem blaða-
maður talaði á gamansaman hátt
um skrýtnu þjóðina sem bjó í sátt
og samlyndi með álfum og draug-
um á 21. öldinni. Einhverjum sárn-
aði umfjöllunin og bent var á að
verið væri að vísa til þrjátíu ára
gamallar könnunar. Margt hefði
breyst frá þeim tíma. Var ekki lík-
legt að þjóðin hefði misst tengsl
við hulduverur og forynjur? En
svo reyndist ekki vera.
Árin 2006 og 2007 réðust Félags-
vísindastofnun og þjóðfræðingar í
Háskóla Íslands í aðra könnun á
þjóðtrú og trúarviðhorfum Íslend-
inga. Rannsóknin var að mestu
byggð á þeirri sem prófessor
Erlendur hafði áður gert, en bætt
var inn nýjum spurningum með
tilliti til breytinga sem höfðu orðið
í samfélaginu og tilkomu svokall-
aðra nýaldartrúarbragða. Um þús-
und manns tóku þátt í könnuninni
og niðurstöðurnar þóttu athyglis-
verðar; þrátt fyrir allar þær breyt-
ingar sem orðið höfðu í veröldinni
voru trúarviðhorf Íslendinga nær
óbreytt.
Vængjaðir álfar dansa hipphopp og
vikivaka
Terry Gunnell, dósent í þjóðfræði
við Háskóla Íslands, segir niður-
stöðurnar hafa komið sér veru-
lega á óvart. „Það þarf ekki að
hafa mörg orð um þær feikilegu
breytingar sem orðið hafa í
íslensku samfélagi síðustu þrjátíu
ár en það virðist ekki hafa haft
mikil áhrif á þjóðtrúna.“ Hann
áréttar þó að orðið „trú“ sé flókið
hugtak.
„Hingað kemur mikið af fjöl-
miðlafólki og ferðamönnum sem
halda að Íslendingar fari reglu-
lega út í móa að kvöldlagi til að
fylgjast með litlum vængjuðum
og stóreygðum álfum dansa ein-
hvers konar hipphopp eða viki-
vaka í kringum steina,“ segir
Terry.
„Það áttar sig ekki á því að trú
Íslendinga á yfirskilvitleg fyrir-
bæri er mun flóknari en svo. Þetta
snýst meira um tilfinningu eða
viðhorf Íslendinga til umhverfis-
ins og tengsl við þann menningar-
lega orðaforða sem Íslendingar fá
með móðurmjólkinni.“ Hann segir
það ríkt í Íslendingum að hafna
ekki möguleikanum á að eitthvað
geti verið til staðar þótt þeir sjái
það ekki.
„Áhugi útlendinga á þjóðtrú
útlendinga – og ekki síst álfatrú –
endurspeglar einnig vissa eftir-
sjá, eða nostalgíu,“ bendir hann
því næst á en hann telur slíkar til-
finningar oft kvikna við lestur og
áhorf bóka og mynda á borð við
Hringadróttinssögu og Bjólfs-
kviðu. „Við búum í vísindasamfé-
lagi þar sem allt er klappað og
klárt, og skólar kenna staðreyndir.
Menn vilja hafa eitthvað dulið í
heiminum; og í síbreytilegri end-
urnýjaðri veröld er gott að þekkja
til róta sem sýna tengsl við liðinn
tíma.“
Draugatrú vex í nútímanum
Einhverjum gæti komið á óvart að
þrátt fyrir að stöðugleiki ríki í trú-
armálum virðist trú á reimleika
hafa aukist á undanförnum árum.
Terry segir að nokkrar ástæður
geti legið að baki því. „Húsin hafa
elst, fólk þekkir ekki sögu fyrri
íbúa nema að litlu leyti og því
getur andrúmsloftið orðið lævi
blandið. Um leið hefur lífið á
landsbyggðinni fjarlægst veru-
leika borgarbúa, fjöldi bæja farið
í eyði og því hefur sveitin fengið á
sig dulúðlegri blæ en áður. Þá má
ekki gleyma áhrifum Hollywood-
kvikmynda. Segja má að kvöld-
vaka nútímans sé sjónvarpið. Fyrr
á tímum sögðu menn börnum
draugasögur, nú horfa þau á hryll-
ingsmyndir. Svo hefur Harry Pot-
ter eflaust haft sitt að segja fyrir
yngri kynslóðina; skólinn hans er
auðvitað fullur af draugum. Það
kemur því ekki á óvart að fleira
ungt fólk trúir á reimleika en þeir
eldri.”
Flökkusögur samtímans
En þjóðtrú getur tekið á sig önnur
form sem tengjast ekki því yfir-
náttúrulega. Og líklega má því
telja að þjóðsögur fortíðarinnar
minni um margt á flökkusögur
samtímans. Fólk er jafnan tregt til
að trúa þeim en þykir engu að
síður gaman að heyra þær og segja
frá. En þessar sögur lýsa enn ótta
fólks við hið ókunnuga. Til að
mynda hafa sögur af viðskiptavin-
um í verslunum verið vinsælar að
undanförnu svo sem: Kona fer í
verslun og spyr ungling, sem er að
afgreiða, um tvær tilteknar vörur.
Ungi afgreiðslumaðurinn bendir á
þær og segist konan þá ætla að fá
hvort tveggja – og á við báðar vör-
urnar. Unglingurinn rekur annað-
hvort upp stór augu eða svarar á
þá leið að „hvort tveggja“ sé ekki
til. Þá bjargar annar ungur starfs-
kraftur honum fyrir horn og segir:
„Já, ég lenti líka í þessu í gær. Hún
meinar að hún ætlar að kaupa
bæði.“ Eins er vinsæl saga af
afgreiðslumanni sem segir við-
skiptavini að lambhúshettur sé
líklega að finna í kjötborðinu, þar
sem hann heldur að verið sé að
biðja um kjötvöru.
Terry segir líklegt að sögur sem
þessar endurspegli ótta Íslend-
inga við að tapa tungumáli sínu, og
um leið viðbrögð við hið ókunn-
uga. Það tengist bæði þeirri hugs-
un að unglingar kunni ekki rétta
íslensku sem og því hve margt
erlent starfsfólk sé á landinu. Síð-
astnefnda ókyrrðin birtist einnig í
öðrum sögum.
„Eftir að Asíubúar fluttu til
Norðurlanda spruttu til dæmis
upp sögur af kattakjöti og öðru
skrýtnu sem átti að vera í erlend-
um mat,“ segir Terry. Rætt hefur
verið um hvort fólk hafi í rauninni
lagt trúnað á slíkar sögur eða
hvort þær hafi aðallega verið
sagðar til skemmtunar. Flökku-
sögur af þessu tagi segir Terry
vera við lýði um allan heim.
Hulduverur fengu að dafna
Tryggð Íslendinga við menningu
þjóðtrúarinnar er þó afar sérstök
og á vart sinn líka í hinum vest-
ræna heimi, fyrir utan ef til vill í
vesturhluta Írlands, en þar virðist
fólk álíka opið fyrir hugsanlegri
tilvist hulduvera og álagabletta og
hér á landi. Telur Terry að sameig-
inlegur keltneskur arfur leiki þar
kannski stórt hlutverki, sem og
hve seint nútíminn hélt innreið
Álfatrú og ómálga afgreiðslufólk
Íslendingar trúa álíka mikið á huldufólk og drauga og þeir gerðu fyrir þrjátíu árum. Þetta sýndi viðamikil könnun sem Terry
Gunnell, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, stýrði á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Karen D. Kjartansdóttir
ræddi við Terry um ástæður þess að þjóðtrúin hefur fengið að dafna nær óbreytt meðal fólks þótt samfélagið hafi breyst.
ÁLFAR
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 13% 19% 37% 17% 8% 5%
2006 13% 22% 32% 16% 8% 9%
1974 10% 18% 33% 15% 17% 7%
REIMLEIKAR
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 7% 16% 41% 18% 13% 4%
2006 6% 18% 36% 20% 15% 6%
1974 10% 23% 34% 12% 9% 12%
SAMBAND VIÐ FRAMLIÐNA Á VEL HEPPNUÐUM MIÐILSFUNDUM
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 10% 16% 34% 19% 16% 5%
2006 7% 14% 37% 21% 16% 6%
1974 3% 8% 34% 21% 21% 13%
SKYGGNIGÁFA
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 7% 9% 35% 22% 25% 2%
2006 5% 8% 34% 26% 25% 2%
1974 2% 5% 31% 26% 31% 5%
BERDREYMI
Óhugsanlegt. Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 6% 11% 45% 23% 10% 5%
2006 3% 5% 41% 25% 23% 2%
1974 1% 2% 37% 29% 25% 6%
FORSPÁRHÆFILEIKAR
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 6% 11% 45% 23% 10% 5%
2006 3% 9% 49% 22% 11% 5%
1974 1% 2% 37% 29% 25% 6%
ÆTTARFYLGJUR
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 10% 22% 38% 14% 7% 6%
2006 12% 21% 39% 12% 6% 10%
1974 5% 12% 35% 21% 16% 11%
ÁLAGABLETTIR
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 9% 17% 40% 16% 10% 8%
2006 9% 20% 38% 17% 8% 8%
1974 5% 14% 35% 22% 11% 13%
FRAMHALDSLÍF
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 7% 10% 33% 21% 22% 7%
2006 5% 10% 33% 27% 21% 4%
1974 2% 5% 20% 20% 40% 5%
NAFNAVITJUN
Óhugsanlegt Ólíklegt Mögulegt Líklegt Visst Enga skoðun
2007 9% 13% 38% 18% 17% 6%
2006 7% 16% 37% 20% 13% 6%
* Tæplega þúsund manns tók þátt í könnuninni sem framkvæmd
var árin 2006 og 2007
AÐ GERA RÁÐ FYRIR ÞVÍ ÓSÝNILEGA Terry Gunnell segir það hafa líklega bjargað fólki frá upphafi að gera ráð fyrir tilveru einhvers jafnvel þótt það sjái það ekki með berum
augum. „Veiðimaður sem gerir ráð fyrir að hætta geti hugsanlega leynst á bak við stóran stein á jú meiri mörguleika á að lifa daginn af en sá sem fer beint á bak við hann án
þess að velta því fyrir sér hvort hugsanlega geti þar leynst hætta,” útskýrir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐHORF ÍSLENDINGA TIL ÓÚTSKÝRÐRA FYRIRBÆRA
Það er líka svolítið hlægilegt að þeir sem gera grín að
þjóðtrú Íslendinga eru oft bókstafstrúarmenn á orð guðs,
eða eru sannfærðir um að terroristar leynist úti um allt.