Fréttablaðið - 06.01.2008, Side 62

Fréttablaðið - 06.01.2008, Side 62
30 6. janúar 2008 SUNNUDAGUR HVAÐ SEGIR MAMMA? „Nýr bíll? Neeei, en það verður ýmislegt framkvæmt í sumar get ég sagt þér. Ég á stórt hús sem má margt gera við,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, einn margra metsöluhöfunda nýafstaðinna bókajóla. Bókaútgefendur og höfundar eru himinlifandi með bóksölu þessarar bókavertíðar. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, er fjöldi titla sem fór vel yfir tíu þúsund eintaka sölu. Hann nefnir til sögunnar Hagkaupsbókina, Útkall eftir Óttar Sveinsson, Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttur, Guðna eftir Sigmund Erni og Ösku eftir Yrsu Sigurðardóttur að ógleymd- um konunginum sjálfum Arnaldi Indriðasyni en Harðskafi hans var prentuð í hátt í þrjátíu þúsund ein- tökum. Þýddar bækur sem fóru vel yfir tíu þúsund seld eintök eru Leyndarmálið, Harry Potter og Þúsund bjartar sólir. Þá var breið sala bóka á bilinu fimm til tíu þús- und eintök og þannig fóru bæði Hrafn Jökulsson með bók sína Þar sem vegurinn endar og Óttar M. Norðfjörð með Hníf Abrahams hátt í tíu þúsund seld eintök. „Þetta eru mestu bókajól sög- unnar, miðað við umfang útgáf- unnar og hversu mikill fjöldi bóka fer yfir tíu þúsund eintök. Þetta er mikil lyftistöng fyrir alla. Inn- koma fyrir forlögin, innspýting fyrir bransann almennt og sýnir að varan er sterk. Allt hið jákvæðasta mál,“ segir Kristján. Hann bendir á að þegar hann var að byrja í bókaútgáfu fyrir rúmum tíu árum hafi þótt meiriháttar árangur að ná fimm þúsund ein- taka sölu. Þróunin hefur verið hröð. Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá Veröld, er að vonum kátur en tvær bóka hans, Aska og Guðni, seldust í um tólf þúsund eintökum. „Mesta sala Veraldarsögunnar. Arnaldur er kóngurinn. Um það verður ekki deilt. En það er eng- inn kóngur án drottningar!“ segir Pétur og vísar til Yrsu. Kóngurinn Arnaldur var prent- aður í um þrjátíu þúsund eintök- um. Miðað við hefðbundna samn- inga milli útgefenda ber rithöfundur 23 prósent úr býtum af heildsöluverði bókar. Þumal- puttaregla er sú að í krónum talið sé um að ræða 600 krónur á ein- tak. Þá er eftir að taka með í reikn- inginn að skil eftir jól til útgef- enda eru nokkur og aukast eðli málsins samkvæmt eftir því hversu vel selst af hverri bók um sig. En að gefnum þeim forsend- um að 25 þúsund eintök sitji eftir hjá ánægðum lesendum Arnaldar má meta það sem svo að hann fái í sinn hlut fimmtán milljónir. Yrsa er þá að fá í sinn hlut um 6,6 millj- ónir (miðað við ellefu þúsund ein- tök eftir skil) sem og Óttar. Vigdís og Bíbí og svo Sigmundur Ernir og Guðni deila með sér sömu upp- hæð. Það virðist því sem liðin sé sú tíð að rithöfundar séu soltnir í kröm, berklaveikir í kvistherbergi að skrifa sín meistaraverk? „Já,“ segir Kristján, sem reynd- ar telur lunga rithöfunda ekki ofg- óða af sínu. Og þeir líta ekki á starfslaun sem verulega tekjulind, þau komi og fari og séu háð duttl- ungum matsnefnda hverju sinni. „Rithöfundar hafa verið óhress- ir með þetta fyrirkomulag, að fá prósentur af heildsöluverði í stað fastrar tölu. En það er engin leið til baka. Menn verða einfaldlega að taka þátt í markaðsstarfi og þessi jól sanna að stefna hvað varðar frjálst bókaverð er rétt. Samkeppni á bókamarkaði og aðgengi að vörunni eykur hlut- fallslega veltu.“ jakob@frettabladid.is ARNALDUR INDRIÐASON: FÆR UM 15 MILLJÓNIR Í SINN HLUT Loðnir um lófana eftir feit bókajól Hvað er að frétta? Það er nú alltaf eitthvað að frétta. Augnlitur: Mógrænn. Starf: Leikkona. Fjölskylduhagir: Fínir. Hvaðan ertu? Frá Hafnarfirði. Ertu hjátrúarfull? Já, frekar. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dexter. Uppáhaldsmatur: Japanskur. Fallegasti staðurinn: Kerlingarfjöll. iPod eða geislaspilari: iPod. Hvað er skemmtilegast? Að leika sér. Hvað er leiðinlegast? Að taka til. Helsti veikleiki: Óöryggi. Helsti kostur: Hugrekki. Helsta afrek: Dóttir mín. Mestu vonbrigðin: Veit ekki. Hver er draumurinn? Að sá sem stal tölvunni minni skili henni aftur, vegna alls sem var þar inni, eins og myndir og fleira persónu- legt. Hver er fyndnastur/fyndnust? Hemmi Gunn og Laddi. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Nöldur. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan. HIN HLIÐIN LAUFEY ELÍASDÓTTIR LEIKKONA Draumurinn að endurheimta tölvuna „Ritskoðun er of sterkt orð að nota. En það liggur við. Eða hvað á maður að halda þegar berst bréf frá Vöku-Helgafelli þar sem segir: Of mikil ádeila. Ekki hægt að gefa þetta út?“ spyr Eyvindur P. Eiríksson rithöfundur. Eyvindur sendi nýverið frá sér bókina „Glass“ en ekkert forlag fékkst til að gefa hana út. Leitaði hann víða en enginn vildi snerta við og voru margvíslegar ástæður gefnar fyrir því, mistrúverðugar að mati höfundar sem telur einfaldlega ádeiluna í bókinni á íslenskt þjóðfélag slíka að útgefendur þori ekki. Undirtitill bókarinnar er „saga af glæpum og glöpum“ og strax í tileinkun, áður en bókin hefst, er boltinn upp gefinn: „Þau eiga kröfu á þá geð- sjúku gróðapunga, sem í dag stjórna þessu landi og þessum heimi. Kröfuna til framtíðar.“ Eyvindur, sem er verðlaunahöfundur, hlaut bókmenntaverð- laun Halldórs Laxness árið 1997 fyrir „Landið handan fjarskans“, gaf hverjum þingmanni eintak af bókinni. Rithöfundurinn gaf einnig borgarfulltrúum Glass – telur bókina eiga erindi við hina pólitísku pótintáta. Eyvindur segist svo sem ekkert vera sérstaklega mikill bölsýnismaður en bendir á að þróunin sé hröð og mörg dæmi um að allt fari á hinn versta veg. „Þegar þú tekur fyrir þætti í nútímasamfélagi sem eru vafasamir og þróar þá áfram á neikvæðan hátt. Eins og getur gerst og hefur gerst fær maður yfirleitt fram skelfilega niðurstöðu,“ segir Eyvindur sem nú situr úti í Noregi við skriftir en sambýliskona hans er norsk. Hann segir kannski í lagi að hann, kominn yfir sjötugt, rífi kjaft. Hann hafi engu að tapa. Eyvind- ur hefur enn ekki heyrt neitt frá pólitíkusum þeim sem hann gaf bókina en vonast til þess að svo fari. Hann býst við að standa fyrir máli sínu. - jbg Gaf þingmönnum forboðna bók EYVINDUR P. EIRÍKSSON Skrifar um geðsjúka gróðapunga sem í dag stjórna þessu landi. „Það er eiginlega allt frosið núna út af þessu verkfalli og öll verkefni eru í biðstöðu. Og maður er kannski ekki fyrstur í goggun- arröðinni, það eru aðrir karlar á undan manni,“ segir kvikmynda- leikstjórinn Baltasar Kormákur en lítið hefur þokast áfram í útrásinni til Ameríku að undan- förnu sökum verkfalls handrits- höfunda í Hollywood. Eins og kom fram í fjölmiðlum á síðasta ári sýndu nokkrir erlendir framleið- endur Baltasar áhuga eftir gríðarlega velgengni Mýrinnar og fékk leikstjórinn sendan fjöldann allan af misgáfulegum handritum. En eftir að verkfallið skall á hefur varla verið skrifaður stafur á blað í draumaborginni. Annars þarf leikstjórinn ekkert að kvíða neinum verkefnaskorti þótt allt sé stopp í hinni stóru Ameríku. Hann var staddur í Svíþjóð þegar Fréttablaðið náði tali af honum og var að litgreina kvikmyndina Brúðgumann sem verður frumsýnd á þessu ári en hún er að einhverju leyti byggð á leikritinu Ívanov eftir Tsjekov. Og svo er Baltasar í einu aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Reykjavík- Rotterdam sem leikstýrt er af Óskari Jónassyni. - fgg Bandaríkin í biðstöðu YRSA SIGURÐARDÓTTIR Fær um 6,5 milljónir í sinn hlut. ÓTTAR SVEINSSON Selur útkallsbækur sínar í stórum stíl – 6,5 milljónir til hans. GUÐNI OG SIGMUNDUR Deila sáttir með sér 6,5 milljónum. VIGDÍS OG BÍBÍ Vinkonurnar góðu skipta með sér 6,5 milljónum. ARNALDUR Kóngurinn trónir langefstur á sölulista. „Hann byrjaði ungur að sprella, er mikil félagsvera og eigin- lega bara fæddur til að vera í aðalhlutverkinu. Ég er rosa- lega ánægð með hvernig hefur gengið hjá honum og vona að þetta verði frábær sýning fyrir norðan. Svo er ekki verra að hann er í Gyllta áttavitanum, það er gott að fá reynslu á sem flestum sviðum.“ Margrét Ósk Árnadóttir, móðir Viktors Más Bjarnasonar sem leikur í Fló á skinni og talar inn á Gyllta áttavitann. 28. 01. 1979 KLIPPIÐ HÉR! - Ekkert hlé á góðum myndum Ekkert hlé Minna af auglýsingum Engin truflun321 2 fyrir 1 allar frumsýningarhelgar gegn framvísun þessarar úrklippu. www.graenaljosid.is - Skráning í Bíóklúbb Græna ljóssins margborgar sig „Það sem Haynes hefur gert hér, er í raun að búa til Bob Dylan lag og þar að auki eitt hans besta!“ - Jeff Beresford-Howe, Film Threat „Frumlegasta og skemmtilegasta mynd ársins!“ - Stephanie Zacharek, Salon.com KVIKMYND EFTIR TODD HAYNES UM MÖRG ANDLIT OG ÆVISKEIÐ BOB DYLAN Tónlistin úr myndinni fáanleg í næstu plötubúð ÉG ER EKKI ÞAR FRUMSÝND 4. JANÚAR Í REGNBOGANUM „Kvikmynd ársins!“ - J. Hoberman, Village Voice

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.