Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 4
4 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR                   ! # $ %   %   &       '(    )&  * # $  +,-. /-. 01 2-. /-. 2-. 01 +2-. +3-.!1 +4-. 01 5-. +4-. +3-. +,-. +6-!1 +5-.!1 44-.!1            !   "   # $ $% !! &'() *% !+    # $   !  , #-  ! -$ $ %. ! $ $   !  / 0  11 -+-$ # 0 2!0      !  % -+  !$  $ -+$ 3   !   4 5 6 7  &)%-$)  $ .!0   7 8+,9+5   8  :" 7 :" 829;<  !90:5;  ; -/    KENÍA, AP Þriggja daga mótmæla- aðgerðum stjórnarandstöðunnar í Kenía lauk í gær en frekari aðgerðir eru boðaðar, meðal annars verkföll og að sniðganga verslanir. Blóðug átök hafa verið alla dagana, og sýnu verst síðasta daginn. Stjórnvöld segja átökin í gær hafa kostað fjóra menn lífið og að 25 hafi særst. Átök milli ættbálka hafa verið tíð í kjölfar kosninganna 27. desember síðastliðinn. Fólk af kikuyu-ættbálknum, sem er ættflokkur Kibakis forseta, hefur verið hrakið í stórum stíl frá heimkynnum sínum. - gb Mótmælalotu lokið í Kenía: Verkföll boðuð næstu dagana ÓEIRÐIR Í NAÍRÓBÍ Óeirðarlögreglan í vari bak við vegg í Kibera-hverfinu í Naíróbí. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrver- andi alþingismaður Framsóknarflokksins, segir misklíð hafa skilið flokkinn eftir í djúp- um öldudal. Hann segir að uppgjöf og áhuga- leysi einkenni flokksstarfið og sögur gangi á meðal framsóknarmanna um misnotkun for- ystumanna í Reykjavík á sjóðum flokksins. Þetta kemur fram í bréfi Guðjóns sem hann sendi þúsundum framsóknarmanna í Reykja- vík í vikunni, og er merkt sem trúnaðarmál og dagsett 15. janúar. „Versnandi staða flokks- ins og misklíð undanfarinna ára í okkar röðum hefur leitt til minni áhuga flokksmanna“, segir í bréfinu. Og Guðjón heldur áfram: „Undanfarna mánuði hef ég í vaxandi mæli fundið fyrir uppgjöf fólks. Fleiri og fleiri hafa gefist upp, hætt að starfa og sumir jafn- vel sagt sig úr flokknum.“ Spurður um tilurð bréfsins segir Guðjón að hann hafi viljað vekja athygli á stöðu flokks- ins, sérstaklega í Reykjavík. „Eins og menn vita hafa verið mikil átök manna á milli í flokknum. Það er varla ofsagt að tala um mis- klíð í því sambandi.“ Guðjón segir bréfinu ekki sérstaklega beint til forystumanna flokksins eða að um vantraustsyfirlýsingu á þá sé að ræða. Guðjón gerir það að umtalsefni sínu að forystumenn flokksins hafi fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2006 misnotað sjóði flokksins til fatakaupa fyrir hundruð þúsunda. „Það er engin ásökun í þessu heldur vísa ég bara til þess að þessar sögur ganga í flokknum. Ég vil gefa mönnum tækifæri til að leiðrétta þær,“ segir Guðjón. Spurður um hverjir eigi í hlut segir Guðjón: „Ég vísa til forystumanna í borgarstjórn, þeir eru ekki svo margir.“ Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, segir bréf Guðjóns ekki svaravert. „En það er umhugs- unarefni hvað honum gengur til að senda bréf sem þetta, þar sem hann upphefur sjálfan sig á kostnað annarra. Þetta er eiginlega sorglegt og hann verður að eiga þetta við sig. Mín skoðun er sú að flokkur sem hefur við svona innanmein að stríða getur ekki vonast til að ná árangri.“ Spurður um fatakaupin segir Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri flokksins, að hann kannist „hreint ekki við slíkt og það langt því frá“. Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, vildi ekki tjá sig um bréfið að öðru leyti en því að efni þess hafi komið henni mjög á óvart. Heimildir Frétta- blaðsins herma að gríðarlegrar óánægju gæti meðal framsóknarfélaganna í Reykjavík og brugðist verði við bréfinu á næstu dögum. Ekki náðist í Guðna Ágústsson, formann Framsóknarflokksins, í gærkvöldi. - shá Segir uppgjöf og áhugaleysi einkenna starf Framsóknar Fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokksins segir flokksstarfið einkennast af áhugaleysi og uppgjöf. Misklíð sé orsökin. Hann segir „gróusögur grassera“ í flokknum um misnotkun forystumanna. DÓMSMÁL Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að kjálkabrjóta lögregluþjón. Hann kýldi hann í andlitið aðfaranótt aðfangadags á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, þegar hann var beðinn að fara úr skónum. Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki muna vel eftir atburðum kvöldsins. Vitnum, lögreglumönn- um og fangaverði bar hins vegar saman um að maðurinn hefði slegið lögreglumanninn hnefahögg í andlitið að tilefnislausu. Til viðbótar við fangavist var maðurinn látinn greiða máls- varnarlaun verjanda síns. - sþs Vildi ekki fara úr skónum: Dæmdur fyrir að slá lögreglu GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Bréfið, sem merkt er trún- aðarmál, kallar Guðjón hugleiðingu um stöðu flokksins. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR BJÖRN INGI HRAFNSSON Í frétt um rækjuiðnað á Íslandi á fimmtudag segir: „Samherji hf. á Akur- eyri lokaði rækjuverksmiðju sinni í vik- unni og sagði upp rúmlega 20 starfs- mönnum.” Hið rétta er að Samherji hf. mun loka rækjuverksmiðju sinni í lok mars og ekki er búið að segja upp starfsmönnum verksmiðjunnar ennþá. Samherji vinnur að því að finna störf fyrir þá sem missa vinnunna í mars. LEIÐRÉTTING GENGIÐ 18.1.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 125,6062 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 65,1 65,42 127,54 128,16 95,14 95,68 12,761 12,835 11,884 11,954 10,098 10,158 0,605 0,6086 102,76 103,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR VINNUMARKAÐUR Lítið þokast í kjaraviðræðum Starfsgreinasam- bandsins, SGS, og Flóabandalags- ins við Samtök atvinnulífsins, SA, hjá ríkissáttasemjara. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að engar efnislegar umræður um innihald samnings hafi átt sér stað. Töluverðan tíma taki að móta næstu skref þegar viðræður séu komnar talsvert á skrið og hrökkvi svo til baka eins og gerðist í byrjun janúar. „Við erum að móta næstu skref. Þegar við erum komnir í gegnum þá vinnu getur þetta gerst hraðar í framhaldinu.“ „Við höfum verið að ræða þetta og annað,“ segir hann. „Við höfum ekkert verið að fara aftur á bak en heldur ekki áfram.“ Viðræðunefnd SGS hefur ákveð- ið að tilnefna fulltrúa í aðgerða- nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til að knýja á um gerð kjarasamnings. Aðgerðanefnd mun skila tillögum sínum í næstu viku ef ekkert þokast næstu daga. Verkalýðshreyfingin vill eins árs samning og hafnar löngum samningi. Sú hugmynd hefur samt komið fram að gera fjögurra ára samning sem samanstæði af tveimur samanhangandi tveggja ára samningum. Samningurinn gæti losnað eftir tvö ár eða fram- lengst um tvö ár. Í honum væri launaþróunartrygging. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að verið sé að ræða þessa hugmynd. Nýr samningafundur verður á mánudaginn. - ghs Starfsgreinasambandið tilnefnir fulltrúa í aðgerðanefnd: Lítið þokast í kjaraviðræðum SIGURÐUR BESSASON Formaður Eflingar segir að verið sé að móta næstu skref í viðræð- unum. Nefnd mönnuð upp á nýtt Borgarstjóri og samgönguráðherra ætla að endurskipa samráðsnefnd sem skoðar ný flugvallarstæði fyrir Reykjavík. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.