Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 8
 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR LÖGREGLUMÁL Yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu er heimilt að setja upp nýtt bakvaktafyr- irkomulag rannsóknarlögreglumanna, án samráðs, þar sem bakvaktir eru hluti af vinnuskyldu þeirra. Þetta segir í meginatriðum í svari sem yfirstjórn lögreglunnar hefur borist frá starfsmannaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins. Breytingar á fyrirkomulagi bakvakta voru kynnt- ar rannsóknarlögreglumönnum 28. desember síðastliðinn. Þær eru liður í sparnaði sem lagður er á rannsóknardeildirnar. Með því á að spara ellefu milljónir króna. Um 99,5 prósent af rekstrarkostn- aði deildanna eru launakostnaður. Sparnaðurinn er liður í því að halda embættinu innan ramma fjárlaga. Mikill hiti hefur verið í rannsóknarlög- reglumönnum vegna breytinganna. Tugir þeirra hafa sagt sig frá nýju vaktafyrirkomulagi. „Við ætlum að fara betur yfir þetta í okkar ranni um helgina,“ segir Steinar Adolfsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. „Okkar afstaða er óbreytt. Við teljum bakvaktirnar ekki hluta af vinnuskyldunni nema samþykki meiri- hluta rannsóknarlögreglumanna liggi fyrir. Það liggur ljóst fyrir að vinnuvikan er fjörutíu stundir. Það er ekki hægt að skipuleggja vinnuna umfram það nema með samþykki. Það er beinlínis ákvæði um það í upphafi kafla í kjarasamningi um vinnu- tíma.“ Steinar undirstrikar að lögreglustjóri hafi boðað samráð og samvinnu við rannsóknarlögreglumenn um breytingar á fyrirkomulagi vinnutíma. Ekki náðist í Friðrik Smára Björgvinsson, sem hefur umsjón með breytingunum, við vinnslu fréttarinnar. jss@frettabladid.is FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Hefur veg og vanda af fram- kvæmd breytinga á bakvaktafyrirkomulagi. Bakvaktir hluti af vinnuskyldu lögreglu Yfirstjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að breyta fyrirkomulagi á vinnutíma rannsóknarlögreglumanna án samráðs. Landssamband lögreglu- manna er á öðru máli. Tugir hafa sagt sig frá nýju vaktafyrirkomulagi. FÆREYJAR Sambandsflokkurinn verður stærsti flokk- urinn á færeyska lögþinginu eftir kosningarnar í dag, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var af Fynd fyrir dagblaðið Sosialurin, fær Sambandsflokkurinn 22,5 prósent fylgi og átta þingsæti, einu fleira en í kosningunum fyrir fjórum árum. Hinir flokkarnir tveir sem ásamt Sambandsflokknum hafa starfað saman í stjórn síðastliðið kjörtímabil – Jafnaðar- mannaflokkurinn og Fólkaflokkurinn – halda báðir sínum sjö þingmönnum samkvæmt könnuninni, en Þjóðveldisflokkurinn missir fylgi og er nú spáð sex þingsætum í stað átta síðast. Minni flokkarnir auka báðir við sig; Miðflokknum er spáð þremur og Sjálfstjórnarflokknum tveimur sætum, sem er í báðum tilvikum einu þingsæti meira en síðast. Verði úrslitin á þessa lund kemst Kaj Leo Johannesen, formaður Sambandsflokksins, í sterka stöðu til að gera tilkall til lögmannsembættisins sem Jóannes Eidesgaard, formaður Jafnaðarmanna- flokksins, hefur gegnt síðan 2004. - aa Lögþingskosningar fara fram í Færeyjum í dag: Sambandsflokki spáð sigri KAJ LEO JOHANNESEN JÓANNES EIDESGAARD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.