Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 58
B obby Fischer, fyrr- verandi heimsmeist- ari í skák, lést á Landspítalanum að kvöldi 17. janúar, 64 ára að aldri. Dánar- orsökin var nýrnabilun, en Fischer hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfarið hálft ár. Fischer öðlaðist heimsfrægð fyrir skák- hæfileika sína og var af mörgum talinn fremsti skákmaður sögunnar. Goðsögn í lifanda lífi Áhrif Fischers á skákheiminn eru óumdeild að sögn Friðriks Ólafs- sonar, stórmeistara og fyrrver- andi forseta Alþjóða skáksam- bandsins FIDE, sem kynntist Fischer vel þegar þeir öttu marg- sinnis kappi á skákmótum. „Fischer varð goðsögn í lifanda lífi. Ég fylgdist vel með honum því við vorum í miklu návígi. Gat ég því fylgst með æsku hans, fram- förum og styrkleika. Hann varð nánast ótrúlegur þegar leið á feril hans. Þess vegna held ég að ég geti fullyrt að það standi honum enginn framar í skáksögunni. Með fullri virðingu fyrir öðrum tel ég að hann sé besti skákmaður sögunnar.“ Undir það tekur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksam- bands Íslands. „Fischer var tær snillingur skáklistarinnar og bar höfuð og herðar yfir alla sína sam- tíðarmenn. Hann kemur fram sem algjört undrabarn, algjörlega á eigin forsendum. Á þessum tíma einokaði austurblokkin skákheim- inn og Sovétríkin áttu í raun heimsmeistaratitilinn í skák. Fischer kemur síðan af eigin rammleik og með fullkomna ástríðu fyrir skáklistinni. En síðan hættir hann að tefla, þegar hann er á toppnum árið 1972, og hættir þá að gera það sem hann elskaði út af lífinu. Eftir það fer hann meira og meira inn í sína skel og týnist í eigin heimi.“ Lífið búið við tap Persónuleg kynni Friðriks og Fischers hófust fyrir hálfri öld, árið 1958. „Við kynntumst þegar við vorum báðir að tefla á svo- nefndu millisvæðamóti sem er liður í heimsmeistarakeppni. Ég sé hann ennþá fyrir mér sem fimmtán ára strák. Hann var langur og grannur og var með afar sérstaka takta strax þetta ungur. Hann vissi alveg hvað hann vildi og hvert hann stefndi.“ Friðrik og Fischer voru í senn vinir og miklir keppinautar á 6. og 7. áratugnum. Friðrik segir eitt atvik frá þessum tíma sér sérstak- lega minnistætt. „Ég man að ein- hvern tímann vorum við að borða morgunmat saman og hann var mikið að velta fyrir sér næsta and- stæðingi sínum á mótinu, Júgó- slava sem hét Bertok, að hann væri stórhættulegur maður. Honum var gífurlega illa við að tapa eins og skiljanlegt er. Mér fannst þessi hræðsla hans þó farin að vera fullmikil og sagði við hann: „Bobby, þó þú tapir einni skák þá er lífið ekki búið.“ Þá horfði hann á mig og sagði: „Þú getur kannski leyft þér að hugsa svona, en það get ég ekki.“ Ég áttaði mig ekki á því fyrr en þarna hvað þetta var djúpt í honum. Hann tapaði líka afskaplega sjaldan og var nánast ósigrandi á seinni hluta ferilsins. Það var viðburður ef hann tapaði.“ Fischer vildi ekki tefla á Íslandi Árið 1972 varð Fischer heims- meistari í skák þegar hann sigr- aði Sovétmanninn Boris Spasskí í skákeinvígi á Íslandi. Talað var um einvígi aldarinnar og er þetta mesti viðburður skáksögunnar að mati Friðriks. „Við Íslending- ar getum verið mjög stolt af því að þetta einvígi skyldi haldið hér og að við eigum hlutdeild í þess- um viðburði.“ Hefði Fischer fengið að ráða á sínum tíma hefði einvígið þó ekki farið fram á Íslandi, að sögn Friðriks. „Það gekk mikið á til að fá hann hingað til lands. Rimman stóð á milli Íslands og Júgóslavíu um hvort ríkið fengi að halda einvígið. Fischer vildi tefla í Júgóslavíu og Spasskí á Íslandi. Svo stóð til að skipta einvíginu á milli þannig að fyrri tólf skákirnar færu fram á Íslandi og seinni tólf í Júgóslav- íu. En þegar til kastanna kom gáfust Júgóslavar upp enda var spennan farin eftir fyrstu skák- irnar og ljóst var í hvað stefndi.“ Friðrik segir að hart hafi verið lagt að Fischer að tefla á Íslandi og þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, meðal annars beitt sér í málinu. „Þetta var orðið ansi pólitískt enda álitið uppgjör milli tveggja póla: Sovétríkjanna og vestur- veldanna. Fischer var uppálagt að bregðast ekki bandarísku þjóðinni og hann varð þjóðhetja þegar hann vann þetta einvígi. Meðferðin sem hann mátti síðan sæta af hálfu Bandaríkjanna seinni árin er hins vegar til skammar. En það sem gerði að lokum útslagið með að Fischer sættist á að tefla á Íslandi var að breskur auðmaður lagði til fjár- muni og sagði beinlínis: „Komdu, sýndu að þú sért ekki hræddur.“ Ég veit ekki af hverju hann kom en það varð úr.“ Fischer íslenskur ríkisborgari Fischer fékk íslenskan ríkisborg- ararétt árið 2005 þegar RJF-hóp- urinn beitti sér fyrir því að fá hann fluttan hingað til lands frá Japan þar sem hann hafði verið hnepptur í fangelsi. Ástæðan var einvígi Fischers og Spasskís í Júgóslavíu árið 1992, en með því rauf Fischer viðskiptabann sem Bandaríkin höfðu sett á Júgóslav- íu og hlaut hann dóm fyrir. Hann sneri aldrei til Bandaríkjanna eftir það heldur dvaldist víða um heim þar til hann var fangelsaður í Japan. Guðfríður Lilja segir Fischer hafa verið ákaflega ánægðan þegar hann kom til Íslands með að sleppa úr prísundinni í Japan. „Auðvitað var hann með hlýju í hjarta. En svo var hann auðvitað þannig gerður að hann lifði hann fyrst og fremst í eigin hugar- heimi.“ Guðfríður segir það dálítið merkilegt að dánardag Fischer beri upp á afmælisdag Davíðs Oddssonar, þar sem sá síðar- nefndi hafi einmitt verið örlaga- valdur í lífi Fischers. „Það var í raun og veru Davíð sem tók ákvörðun um komu Fischers til Íslands sem þáverandi utanríkis- ráðherra. Þetta var frekar umdeilt á sínum tíma. Svo var líka einstakt að Alþingi veitti honum samhljóða ríkisborgara- rétt. Og ég er mjög stolt af því að Íslendingar komu svona fram við hann og réttu hjálparhönd þegar hann var einn og yfirgefin. Mér finnst við eiga að vera stolt af því. Það er í það minnsta betra að hann hafi verið í eigin heimi hér heldur en í fangelsi í Japan.“ 30 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR Stöðumyndin að ofan er úr skák Donalds Byrne og Fischers, sem tefld var árið 1956 í New York á Rosen- wald-mótinu, óopinberu meistaramóti Bandaríkjanna. Fischer, sem var með svart, átti leik í stöðunni og dró glæsilega fléttu fram úr erminni: 17...Be6!! Með þessum leik fórnar Fischer drottningunni, en fær í staðinn óstöðvandi sókn. Framhaldið varð: 18. Bxb6 Bxc4+ 19. Kg1 Re2+ 20. Kf1 Rxd4+ 21. Kg1 Re2+ 22. Kf1 Rc3+ 23. Kg1 axb6. Öll spjót standa nú á hvítum. Svartur hefur rifið upp kóngsstöðu hvíts, er liði yfir og hefur öfluga sókn. Skákinni lauk með máti í 41. leik. „Þessa skák tefldi Fischer aðeins þrettán ára gamall gegn einum af sterkustu skákmeisturum Bandaríkjanna, en hún hefur verið kölluð skák aldarinnar,“ segir Friðrik Ólafsson stórmeistari. „Hún er gríðarlega flókin strax frá byrjun og virðist Fischer vera kominn í ógöngur þegar hann snýr taflinu sér í hag með glæsilegri fléttu. Þetta sýnir hversu ótrúlega taktíska hæfileika hann hafði strax á þeim aldri, og tefldi upp á hvassar stöður á þeim tíma, en síðar átti svo dýpri skilningur á strategíu skákarinnar eftir að bætast við. Viss þrjóska stóð Fischer hins vegar fyrir þrifum framan af ferlinum, sérstaklega var hann gjarn á að tefla sömu byrjanirnar aftur og aftur, sem gerði það mjög auðvelt að búa sig undir að mæta honum. Að lokum breytti hann þó til og víkkaði sjóndeildarhringinn, sem endaði á því að hann kom Spasskí í opna skjöldu hvað eftir annað í einvíginu í Reykjavík.“ - mt Sýnishorn af snilligáfu Fischers Fremsti skákmaður sögunnar Hinn sérvitri skáksnillingur Bobby Fischer er látinn. Fischer er af mörgum sagður fremsti skákmaður sem uppi hefur verið og náði hann snemma undraverðum árangri í skáklistinni. Á hátindi ferilsins dró Fischer sig í hlé en sneri úr því til að heyja örlaga- ríkt einvígi í trássi við viðskiptabann. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir og Magnús Teitsson kynntu sér sérstæða ævi Fischers. Hinn gamli vinur og keppi- nautur Fischers, Boris Spasskí, var afar sleginn við að heyra fregnina af andláti Fischers, að sögn Einars S. Einarssonar, eins forsvarsmanna RJF-hópsins sem vann að því að fá Fischer til Íslands. „Þeir tveir voru mjög nánir og þegar ég greindi Spasskí frá andlátinu sagði hann: „My brother is dead.“ Hann vissi þó að það gæti brugðið til beggja vona með veikindin. Einnig sagðist hann ætla að koma og vera við jarðarför Bobbys ef hún yrði á Íslandi. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um hvar hún verður að sögn Einars heldur er það í höndum japanskrar unnustu Fischers, Miyoko Watai, sem er væntanleg nú um helgina. Var hún hér síðast milli jóla og nýárs. Fischer hélt sig mikið út af fyrir sig síðustu æviárin og einangraðist meira eftir því sem leið á. Undir það síðasta hélt hann fyrst og fremst sambandi við Miyoko og nágranna sinn Garðar Sverrisson sem var einn forsvarsmanna RJF-hópsins. Fischer bjó á hæðinni fyrir ofan Garðar. „Við áttum mikil og góð samskipti við hann. Við ferðuðumst til dæmis mikið um landið saman. Hann var mikið náttúrubarn og hafði yndi af dýra- og fuglalífi. Bobby var fjölskylduvinur sem við söknum sárt.“ Garðar segir Fischer hafa verið mjög annt um að halda einkalífi sínu út af fyrir sig. „Hann mat það mikils ef menn virtu það við hann. Ég og mín fjölskylda reyndum alla tíð að gera það og þess vegna vil ég helst ekki tjá mig um hans einkahagi.“ Bróðir minn er látinn FRIÐRIK ÓLAFSSON GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR ➜ ÆVI BOBBY FISCHER 9. mars 1943 Robert James Fischer fæðist í Chicago í Bandaríkjunum. Móðir hans er hjúkrunarkona af þýsk- um gyðingaættum og faðirinn þýskur eðlisfræðingur. Þau skilja þegar Bobby er tveggja ára. Maí 1949 Sex ára lærir Bobby að tefla við eldri systur sína Joan. Sjö ára er hann svo heltekinn af skák að móðir hans setur auglýsingu í dagblað þar sem hún biður börn í nágrenninu um að tefla við hann. Átta ára er hann farinn að keppa á skákmótum. Júlí 1956 Þrettán ára verður Fischer yngsti skákmaður sögunnar til að verða Bandaríkjameistari unglinga. Fjórtán ára verður hann Bandaríkja- meistari í fyrsta skipti af átta. Fimmtán ára öðlast hann stórmeistaratitil yngstur í sögunni. 1. september 1972 Bobby Fischer verður heimsmeistari í skák þegar hann sigrar Sovétmanninn Boris Spasskí í einvígi í Reykjavík með tólf og hálfum vinningi gegn átta og hálf- um. Þremur árum síðar afsalar hann titlinum til Anatolí Karpov vegna deilu við skipuleggjendur um fyrirkomulag heimsmeistaraeinvígis. September 1992 Fischer snýr aftur úr einangrun til að mæta Spasskí á ný í Júgóslavíu. Fischer sigrar en er ákærður í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkin höfðu sett viðskiptabann á Júgóslavíu. 13. júlí 2004 Fischer er handtek- inn í Japan og hótað að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Er níu mánuði í fangelsi áður en Alþingi samþykkir að veita honum íslenskan ríkisborgararétt. 24. mars 2005 Fischer kemur til Íslands. 17. janúar 2008 Robert James Fischer deyr 64 ára gamall á Land- spítalanum vegna nýrnabilunar. EINVÍGIÐ ÖRLAGARÍKA Boris Spasskí og Bobby Fischer takast í hendur í upphafi einvígisins í Júgóslavíu 1992 sem Fischer háði í trássi við viðskiptabann. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.