Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 70
42 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Í kvöld hefjast undan- úrslitin í Eurovision- forvali Ríkissjónvarpsins í Laugardags lögunum. Nú eru tólf lög eftir sem berj- ast þrjú og þrjú í fjórum þáttum. Tvö lög komast áfram úr hverjum þætti eftir almenna símakosningu þannig að á úrslitakvöldinu verða átta lög sem keppa um farmiðann til Serbíu. Það eru lög Hafdísar Huldar, Magnúsar Þórs og Gumma í Sál- inni sem etja kappi í kvöld. Magni og Birgitta Haukdal sungu dúett þegar „Núna veit ég“ eftir Hafdísi Huld heyrðist í fyrsta skipti. Vegna misskilnings er Birgitta komin í sína árlegu skíðaferð til Ítalíu og því mun Magni standa vaktina einn í kvöld. Hvorki hann né höfundurinn hafa þó áhyggjur af Birgittuleysinu og bjóða upp á rokkaðri útgáfu af laginu en áður. Friðarsöngur Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Lullaby for Peace, kemur næstur. Það er hið mislita tríó Ínu Valgerðar Pétursdóttur, Seth Sharp og Berglindar Óskar Guðgeirsdóttur sem syngur sem fyrr. Boðið verður upp á lítillega breytta útgáfu sem ku kraftmeiri en sú fyrri. Síðasta lag kvöldsins er „Gef mér von“ eftir Guðmund Jónsson, sungið af gullbarkanum Páli Rósinkranz. Síðast var hann studd- ur af fjölmennum gospelkór úr Hvítasunnusöfnuðinum. Nú mega þátttakendur á sviði ekki vera fleiri en sex svo það er ljóst að gospelkórinn kemur niðurskorinn til leiks. Í þættinum verður grín og glens Tvíhöfða á sínum stað og reynslu- boltinn Eyjólfur Kristjánsson verður gestadómari kvöldsins. Magni, friðarlag og gospel í kvöld 9002001 Núna veit ég eftir Hafdísi Huld. 9002002 Lullaby to Peace eftir Magnús Þór Sigmundsson. 9002003 Gef mér von eftir Guðmund Jónsson. > BECKHAM OG SNOOP Rapparinn Snoop Dogg og fót- boltamaðurinn David Beck- ham hyggjast hefja samstarf þegar fram líða stundir. Þar er þó ekki um fótbolta eða tón- list að ræða, því félagarnir ætla að leggjast í hönnun og fram- leiðslu á inniskóm, sem eru þeim báðum hugleiknir. „Þetta eru þau viðbrögð sem ég bjóst við,“ segir uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson um gagnrýni Odds Eysteins Friðrikssonar á störf sín í Fréttablaðinu í gær. Þar deildu þeir hart um keppnina Fyndnasti maður Íslands og síðuna Uppi- stand.is, sem Rökkvi stjórnar nú ein- samall. Rökkvi segir það ósannindi hjá Oddi að halda því fram að enginn hafi viljað bóka sig sem uppi- standara. „Í apríl sagði ég við Odd að ég vildi hætta. Hann vildi það alls ekki og sagðist geta bókað mig mjög mikið. En ég sá það aldrei skila sér. Ef Oddi fannst allan tímann ég vera skemmd vara átti hann að hafa sam- band við mig og segja að hann vildi ekki vera umboðsmaðurinn minn,“ segir Rökkvi. Hann bætir því við að Oddur hafi sagt hann vera mjög góðan uppi- standara eftir að hann datt út í undan- keppni um Fyndnasta mann Íslands. „Ég vil ekki segjast vera betri uppistandari en hinn og þessi en það er í rauninni hlát- ur áhorfenda sem mælir það.“ Rökkvi segist hafa vitað með góðum fyrirvara að salurinn myndi velja sigurvegarann en vissi ekki fyrr en rétt fyrir keppnina að desibil-mælir yrði notaður. Aðallega er hann þó ósáttur við framleiðslu fyrsta þáttarins sem hann kom fram í og segir hann Odd einnig hafa viðurkennt það fyrir sér. Rökkva finnst einnig ómálefnalegt að Oddur segi hann selja sig ódýrt með góð- gerðaruppistandi sínu. „Ég hef oft áður verið í góðgerðaruppistandi og hef líka borgað í góðgerðarmál óháð uppistandi. Ég vil ekki segja að ég sé einhver dýrl- ingur. Ég vil bæði koma mér á framfæri, ganga vel í uppistandi og einnig styrkja góð málefni. Mér finnst að hann eigi ekki að reyna að eyðileggja fyrir mér þegar ég er að eyða mínum frítíma í að styrkja gott málefni.“ - fb Sakar Odd um ósannindi RÖKKVI VÉSTEINSSON Uppistandarinn Rökkvi segir að Oddur fari með ósannindi. 26. janúar ■ The Girl in the Golden Dress eftir Andreu Gylfadóttur, Bjartur Guðjónsson syngur. ■ In Your Dreams eftir Davíð Þorstein Olgeirsson, höfundur syngur. ■ Hvað var það sem þú sást í honum? eftir Magnús Eiríksson, Baggalútur flytur. 2. febrúar ■ Leigubílar eftir Magnús Eiríksson, Hrund Ósk Árnadóttir og Pálmi Gunnarsson syngja. Fullkomið líf eftir Örlyg Smára, Eurobandið flytur. ■ Hvar ertu nú? eftir Dr. Gunna, Dr. Spock flytur. 9. febrúar ■ Ho, ho, ho, We Say hey, hey, hey eftir Barða Jóhannsson, Mercedes Club flytur. ■ Don’t Wake Me Up eftir Margréti Kristínu Sigurðardóttur, Ragn- heiður Gröndal syngur. ■ The Wiggle Wiggle Song eftir Svölu Björgvinsdóttur, Haffi Haff syngur. NÆSTU UNDANÚRSLITAKVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.