Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 60
32 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR Strumpar Íslands Strumparnir eiga stórafmæli um þessar mundir og eru þeir 50 ára. Af því tilefni fékk Júlía Margrét Alexandersdóttir nokkra þjóðþekkta álitsgjafa til að segja til um hvaða Íslendingar gætu fundið sitt alteregó í Strympu, Hrekkjastrumpi, Kjartani galdrakarli og öllum hinum íbúum Strumpaþorps. Í því landi má meðal annars finna Megas í hlutverki Kjartans galdramanns og Dabba Grensás sem köttinn Brand. AUÐUR JÓNSDÓTTIR RITHÖFUNDUR BRAGI VALDIMAR SKÚLASON BAGGALÚTUR STEFÁN PÁLSSON SAGNFRÆÐINGUR ➜ ÁLITSGJAFAR FRÉTTABLAÐSINS KJARTAN GALDRAKARL B: „Megas. Ég held hann hljóti að geta samsamað sig óárennilegum einfara sem sér litla bláa karla í hverju horni. Auk þess væri ógleymanleg sjón að sjá hann arka um Öskjuhlíðina með háf í hendi, íklæddan svörtum kufli og rauðum bomsum – hvæsandi „ég hata strumpa!“ A: „Mér dettur ósjálfrátt Davíð Oddsson í hug. Kannski af því hann var mjög lengi forsætisráðherra og gamal- reyndir forsætisráðherrar hljóta að brugga leyniráð eins og Kjartan galdrakarl. Er það ekki hluti af djobbinu? Auk þess er hann galdrakarlalegri að sjá en Geir, já hreinlega líkur Kjartani galdrakarli.“ S: „Halim Al. Íslendingar hafa aldrei eignast annan eins erkióvin.“ KÖTTURINN BRANDUR B: „Það þarf að vera einhver sem er tilbúinn að leggja sér til munns eitt- hvað blátt, iðandi ógeð sem enginn veit almennilega hvað er, án þess að hugsa sig um tvisvar. Og sleikja sjálfan sig á eftir. Það hlýtur að vera Pétur Jóhann Sigfússon.“ A: „Þar sem Davíð er Kjartan fer vel á því að Illugi Gunnarsson þingmað- ur sé Brandur því hann var aðstoðar- maður hans síðustu árin í embættinu.“ S: „Dabbi Grensás: Skaðvaldurinn sem lumbrar á litlu strumpun- um og allir óttast.“ ÆÐSTISTRUMPUR B: „Kári Stefánsson, ekki spurning. Ímyndið ykkur hann bara með rauða skotthúfu og í smekklegum rauðum gammósíum blandandi eitthvert torkennilegt sveppaseyði í tilraunaglasi.“ A: „Guðmundur Pálsson, útvarps- maður og Baggalútur með meiru, því hann hermdi svo vel eftir strumpunum í tólf ára bekk að kennarinn okkar þurfti að færa krakka á milli borða í skólastof- unni til að þau hættu að hlæja.“ S: „Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði. Auk þess að vera skeggjaður eins og æðstistrum- pur og trúarleiðtogi (strumparnir minna mjög á sérstrúarsöfnuð) þá er Hilmar yndislega strumpalegur í þess orðs jákvæðustu merkingu.“ LETISTRUMPUR B: „Benni Hemm Hemm. Hann er bara eitthvað svo værðarlegur.“ A: „Allir þingmennirnir – sem vantar oft og iðulega í salinn þegar verið er að sýna umræður á Alþingi í sjónvarpinu. Líka þessa sem geispa mikið og minna frekar á syfjaða unglinga að afgreiða í sjoppu en fulltrúa þjóðarinnar á þingi.“ S: „Helgi Björnsson söngvari. Söng sérkennilegasta jóla- texta allra tíma, um manninn sem ætlar að gera allt fyrir ástina sína og gefa henni dýrustu djásn – ef hann þá nennir því …“ FÝLUSTRUMPUR B: „Barði Jóhannsson. Mér er til efs að nokkur gæti túlkað hinn algera og skilyrðislausa lífsleiða, bland- aðan hæfilegri fyrirlitningu, betur.“ A: „Egill Helgason, því hann fór í fýlu út í viðmæl- anda í þættinum sínum sem var ekki á sama máli og hann. Viðmælandinn var Viðar Þorsteinsson heimspekingur og umræðurnar snerust meðal annars um tjáningarfrelsið.“ S: „Mörður Árnason. Aþþíbara.“ GRÆÐGISSTRUMPUR B: „Jói Fel. Þarf að ráða við að vera síétandi en komast samt í sömu sokkabuxurnar, ár eftir ár.“ A: „Ósýnilegi vinnuveitandinn sem misnotar svonefnt erlent vinnuafl, öðru nafni vinnandi fólk, til að græða peninga.“ S: „Finnur Ingólfsson. Hætti á þingi eftir að hafa komið milljörð- um í eigin hendur og ætlaði svo aftur á þing af því að hann langaði til þess.“ STRYMPA B: „Þorgerður Katrín – treysti fáum betur til að spjara sig í óstýrilátum hópi lítilla, blárra karla.“ A: „Fjallkonan sem slík. Er hún ekki með svipað höfuðfat og Strympa? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í fjallkonubúningi er ábyggilega mjög strympuleg.“ S: „Jónína Benediktsdóttir. Í íslenska bissnesheiminum – líkt og í Strumpalandi – eru hundrað kallar sem líta allir eins út, en bara ein kona sem lætur til sín taka: Strympa/Jónína Ben.“ LJÓÐASTRUMPUR B: „Hmm, sífellt þyljandi upp ljóðræn og innblásin sannindi sem enginn vil heyra? … Andri Snær.“ A: „Gerður Kristný er til dæmis ljóða- strumpur. Eða öllu heldur ljóða- strympa.“ S: „Þorsteinn Davíðsson. Er svo vel að sér í ljóðum Tómasar Guðmundssonar að það skilaði honum dómarasæti.“ GÁFNASTRUMPUR B: „Ármann Jakobsson, með réttu gleraugun að vopni og vísifingurinn á lofti væri hann fullkominn.“ A: „Það eru svo margir gáfnastrumpar að það er ekki þverfótandi fyrir þeim. Sem betur fer eru þeir gáfaðir á mismunandi hátt, já og mismikið jafnvægi í fjölgáfum þeirra. Ætli ég nefni ekki bara Pál Valsson, rithöfund og bókmenntaráðunaut Forlagsins. Hann er einn jafngáfað- asti gáfnastrumpur sem ég þekki.“ S: „Sigurður Líndal. Víðlesinn og alltaf tilbúinn að prédika með puttann á lofti. Bakar sér hins vegar engar vinsældir, þótt hann kunni að hafa lög að mæla.“ HREKKJASTRUMPUR B: „Auðunn Blöndal á það embætti skuldlaust.“ A: „Hallgrímur Helgason því hann hrekkir þjóðina svo skemmtilega í Roklandi.“ S: „Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hefur í áraraðir hótað þjóðinni með yfirvofandi fugla- flensu og allir fjölmiðlar hlaupa apríl í hvert sinn.“ SMÍÐASTRUMPUR B: „Gulli Helga – hann vantar í raun bara dindil- inn.“ A: „Þeir stjórnmálamenn sem vilja frekar gera upp gömlu húsin í miðbæ Reykjavíkur en rífa þau. Vonandi gerist Dagur B. Eggertsson smíðastrumpur og smíðar notalega borg. Já, er ekki bara best að útnefna hann?“ S: „Sturla Böðvarsson. Hann lét smíða Grímseyjarferju með þeim árangri að endurbættur dallur kostar álíka og farþega- þota.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.