Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 18
 19. janúar 2008 LAUGARDAGUR skrifstofur FÖSTUDAGUR, 11. JANÚAR Undir fögru skinni... Í fréttum var þetta helst: „Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, starfandi forsætisráðherra, styður þá ákvörðun flokksbróður síns, Árna M. Mathiesen, að skipa Þor- stein Davíðsson sem héraðsdómara og segir óþolandi að menn séu látnir gjalda þess hverra manna þeir eru.“ Það er fremur gagnsætt lýð- skrum að reyna að gera piltinn sem skipaður var hér- aðsdómari að fórn- arlambi í þessu máli. Enginn hefur fundið þeim unga manni neitt til foráttu. Öll umfjöllun bein- ist að ráðherra sem að flestra dómi hefur gert sig sekan um mjög alvarleg embætt- isafglöp og ríkisstjórn og Alþingi sem slær skjaldborg um spillta og forneskjulega stjórnarhætti. Orðið „smjörklípa“ hefur öðlast nýja merkingu í málinu, og á endur- nýjun lífdaganna að þakka fyrir- ferðarmiklum stjórnmálamanni sem hélt því miður að list stjórn- málanna fælist í að afvegaleiða eða drepa á dreif umræðu um alvarleg mál með útúrsnúningum og orð- hengilshætti. Slík smjörklípu-framkoma var kölluð „fals“ hér áður fyrr og þeir menn sagðir falskir sem þóttust ekki sjá augljósan mun á réttu og röngu. Dæmi um slíkt eru til að mynda máltæki eins og: Oft er smjörklípa undir fögru skinni. SUNNUDAGUR, 13. JANÚAR Takmarkaðir námshæfileikar Ég er orðinn háður námskeiðum. Besta aðferðin sem ég kann til að halda heilanum í mér í sæmilegu formi er að fara með hann á nám- skeið bæði í tungumálum og öðru sem ég hef áhuga á svo að hann fái ný og ný viðfangsefni og viðhaldi þannig þoli, styrk og skerpu. Síðan ég uppgötvaði þessa heilsu- rækt hugans hef ég farið á ýmis námskeið og nú síðast í morgun mætti ég á námskeið í kínversku. Það var stórkostlega skemmtilegt. Það eru þau merkilega góðu áhrif sem nudd og nálastungur hjá Kín- verjum í Heilsudrekanum hafa haft á gigtina í mér sem valda því að mig langar til að fræðast meira um Kína og kínverska menningu. Ef það á fyrir mér að liggja að ferðast til Kína með frú Sólveigu einhvern tímann í framtíðinni langar mig að geta boðið góðan daginn á máli þar- lendra. Kennarinn er frábær. Hún heitir Qing og heldur því fram að það sé auðveldara fyrir Íslending að læra kínversku en fyrir Kínverja að læra íslensku – burtséð frá því að við komumst af með fáeina bókstafi meðan þeir nota fleiri þúsund og fimmhundruð rittákn. Í Kínaveldi eru töluð ótal mörg tungumál og mállýskur en það er Mandarínska sem Qing vill reyna að kenna okkur. Námið hefst sem betur fer ekki á því að læra utan- bókar nokkur þúsund falleg tákn heldur látum við rómverska bók- stafi duga til að byrja með. Slík staf- setning heitir pinyin og gerir það að verkum að það virðist ekki alveg óyfirstíganlegt að læra pínulítið hrafl í kínversku. Því miður get ég samt ekki byrj- að fyrir alvöru á náminu fyrr en eftir nokkrar vikur, því að núna er það næst á dagskrá hjá mér að bregða mér af bæ í rúman mánuð til að gera enn eina atlöguna að því að skrifa bók sem hefur sýnt mér mik- inn mótþróa undanfarin ár. Námshæfileikar mínir hafa þróast á athyglisverðan hátt gegnum tíðina. Þegar ég var ungur mundi ég allt en skildi ekkert. Núna skil ég allt en man ekkert. MÁNUDAGUR, 14. JANÚAR Bjögginn og Baugsmiðlarnir Fór með Finni vini mínum í versl- unarleiðangur að kaupa nýja ofna í Bolholt og nýja vatnsdælu. Á þessu hef ég álíka mikið vit og sumir stjórnmálamenn á muninum á réttu og röngu. Samt þykir Finni gott að hafa mig með og gera mig samábyrgan fyrir ákvörðunum sem hann tekur sjálfur. Öfugt við ríkisstjórn- ina finnst mér skyn- samlegt að fara í einu og öllu eftir tillögum manns sem hefur meira vit en ég á hlutunum. „Björgólfur Guðmundsson ræður nú 50,2% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 Stunda,“ samkvæmt því sem fram kemur í Viðskiptablaðinu í morgun. Það styttist þá væntanlega í að Mogginn fái gælunafnið Bjögginn og næsti kaflinn í fjölmiðlasögunni fjalli um Bjöggann og Baugsmiðl- ana. Á dv.is getur að líta athyglis- verða frétt. Hún er svona: „Óbeit Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra á Kaupþingi, Baugi og tengdum fyrirtækjum er alkunna og hefur seðlabankastjór- inn í gegnum tíðina látið ýmis ummæli falla um aðstandendur fyrirtækjanna. Nokkrum vikum fyrir jól voru Davíð og Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, á meðal þeirra sem sóttu ársfund Alþjóðabankans í Washington DC. Meðan á fundin- um stóð lenti þeim félögum harka- lega saman vegna þess vilja Kaup- þings að gera upp í evrum. Davíð mun þá hafa tekið upp gamla takta og látið í ljósi vilja til aðgerða gegn fyrirtækinu verði kröfum um evruuppgjör haldið til streitu.“ Eitt sinn skáti, ávallt skáti! ÞRIÐJUDAGUR, 15. JANÚAR Helför á Laugavegi Nú er þingið hafið og steypuvél- arnar farnar að snúast fyrir alvöru. Það er ekki skrýtið að utanríkisráðherrann okkar skuli vera að verða jafnþjökuð og Hall- dór Ásgrímsson á svipinn – minnir helst á manneskju sem hefur stig- ið ofan í eitthvað sem ekki á að liggja á gangstéttinni í siðmennt- uðu samfélagi. Í dag kom loksins að því að ég gæti farið út til að moka af tröpp- unum. Það er gaman að fá snjóinn. Jólalegt um að litast þótt jóla- sveinarnir séu farnir úr rauðu ein- kennisbúningunum og komnir aftur í dragtir og jakkaföt. Á Laugavegi 12 í Start Art stend- ur núna yfir mjög óvenjuleg myndlistarsýning eftir einhvern vandaðasta listamann Íslands, Sigrid Valtingojer. „Ferð án end- urkomu“ heitir þessi áhrifamikla sýning og er innblásin af ferðalagi hennar til að taka þátt í hjálpar- starfi í Palestínu. Einfaldur og áhrifamikill texti fylgir myndun- um, sem fjalla á einlægan hátt um þá helför sem Ísraelsmenn hafa búið Palestínumönnum og heimur- inn stendur hjá og hefst ekki að. Það ættu allir sem labba Lauga- veginn að líta við á þessari mögn- uðu sýningu og rifja upp kunnáttu sína í kristilegum kærleika við þessar frásagnir frá Landinu helga. FIMMTUDAGUR, 17. JANÚAR Að stöðva lekann Í dag var ég að hugsa um hvað afneitun getur verið hættuleg. Skipstjórinn á Titanic stóð í þeirri trú að hið volduga skip gæti ekki sokkið og áttaði sig ekki á því fyrr en á hafsbotni að það var mis- skilningur. Það kostaði 2.000 mannslíf. Jafnvel þótt ríkisstjórn hafi 70% stuðning í augnablikinu og haldi að hún geti flotið yfir hvað sem er þá hefur hefur ríkisstjórnarfleyið steytt á ísjaka almenningsálitsins. Í sporum Alþingis mundi ég taka fjármálaráðherrann og troða honum í gatið til að stoppa lekann. Hann hefur gengið fram af þeim hluta þjóðarinnar sem hefur sið- gæðisvitund. Og það er mun stærri hópur en þessi 70% stuðningur sem stjórnin státar af! Frétti í kvöld að borgarráð finni sér ekkert þarfara að gera en fjalla enn eina ferðina um delluhug- myndina um Gröndalshús – sem einhverjir bírókratar hjá borginni hafa fengið á heilann að troða inn í Grjótaþorpið. Það er merkilegt að borgaryfir- völd í Reykjavík skuli finna þá einu aðferð til að heiðra látið skáld að rífa húsið hans og endurbyggja í öðru bæjarhverfi og flæma burt lifandi listamenn í leiðinni! Af hverju er ekki frekar sett upp snotur stytta af Benedikt Gröndal en að rífa húsið sem hann bjó í til að breyta því í gistiheimili fyrir útlenda rithöfunda? Meiri stæll væri á því hjá borgaryfirvöldum að slá í púkk með Tarantino og kaupa Vogakastalann af Sverri Stormsker og útbúa þar kames undir súð handa erlendum skáld- um í leit að andagift. Reyndar hefur borgaryfirvöld- um verið bent á þá einföldu lausn á þessu máli að setja Gröndalshúsið niður á auða lóð á horni Garða- strætis og Túngötu þar sem það væri ekki fyrir neinum og ekkert þyrfti að víkja annað en risastór steinhnullungur frá Lithaugalandi sem hvort sem er þyrfti að komast á betri stað – helst í námunda við fjörugrjót. Ef þetta útlenda grjót verður ekki fjarlægt fyrr en síðar munu komandi kynslóðir halda að Grjóta- þorpið dragi nafn sitt af þessum innfluttu grjót- hnullungum. Svo er þó ekki. Stöðvum lekann! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um smjörklípu, Gröndal, Tarantino og Stormsker, takmarkaða námshæfileika, heilsurækt fyrir heilabúið og nauðsyn þess að stöðva lekann sem er kominn að ríkisstjórninni – jafnvel þótt hún geti ekki sokkið fremur en Titanic. KÆRA DAGBÓK Þráinn Bertelsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.