Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 — 19. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MENNTADAGUR IÐNAÐARINS 2008 Ráðstefna um námsefnisgerð fyrir iðn- og starfsnám Miðvikudaginn 23. janúar frá kl. 9.00 til 12.00 í nýju Íþrótta- og sýningarhöllinni Laugardal Skráning á www.si.is Hjólhýsasýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Polar hjólhýsum helgina 19.-20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Léttar veitingar í boði! Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 20 Pólitískar ráðningar „Þetta snýst ekki um þann sem er ráðinn, heldur um hina sem ekki fá að njóta sannmælis“, skrifar Ellert B. Schram. Í DAG 11 SJÓNVARP Íslenskir sjónvarpsáhorf- endur eiga á næstu misserum von á mun meira framboði af leiknu íslensku sjónvarpsefni en hingað til hefur verið. Að minnsta kosti fimm leiknir sjónvarpsþættir eru í bígerð og fleiri á teikniborðinu. Stöð 2 sýndi Næturvaktina fyrri hluta vetrar við góðar undirtektir og nú standa yfir sýningar á Press- unni. Á teikniborðinu er svo Dag- vaktin, framhald Næturvaktarinnar. Þá undirbýr stöðin réttardrama sem kallast Réttur og þriðja leikna þáttaröðin sem búið er að taka ákvörðun um að framleiða er gam- anþáttaröðin Sylgja með Ilmi Kristj- ánsdóttur í aðalhlutverki. Pálmi Guðmundsson, sjónvarpsstjóri á Stöð 2, segir ætlunina að leggja um 300 milljónir í leikna innlenda þætti á næstu misserum. Í Sjónvarpinu verða Mannaveiðar frumsýndar um páskana en þætt- irnir byggja á Aftureldingu, sögu Viktors Arnar Ingólfssonar. Þá eru á komandi hausti fyrirhugaðar sýn- ingar á þáttaröðinni Svörtum engl- um sem byggir á sögum Ævars Arnar Jósepssonar. Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri á RÚV, gerir ráð fyrir að á næstu misser- um verði á vetrardagskrá leikið innlent efni í rúmar tuttugu vikur af þeim rétt þrjátíu sem vetrar- dagskráin varir. sjá Menningarblað Mikil gróska í dagskrárgerð hjá íslensku sjónvarpsstöðvunum: Aldrei meira af leiknu efni FÓLK Gengið hefur verið við samninga um útgáfu á Skipinu, bók Stefáns Mána, við helstu forlög í Evrópu. Má þar nefna hið þýska Ullstein, franska forlagið Gallimard og sænska forlagið Albert Bonnier en áður hafði útgáfurisinn Gyldendal keypt útgáfurétt bókarinnar í Danmörku. - jbg / sjá síðu 38 Stefán Máni í útrás: Slegist um út- gáfu Skipsins STEFÁN MÁNI STJÓRNMÁL „Ég tel að ef við losnum ekki undan þeirri áþján að þurfa að eiga í deilum innan okkar eigin raða þá treysti ég mér varla til að halda þessu áfram,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Nýverið sendi Guðjón Ólafur Jónsson, fyrrum þingmaður flokksins, bréf þar sem hann sagði flokksstarfið einkennast af áhugaleysi og nefndi gróusögur um misnotkun forystumanna flokks- ins. Guðjón Ólafur segist hafa sent bréfið í stað jólakorta sem hann gat ekki gert vegna annríkis. „Þetta eru einhverjar skrítnustu jólakveðjur sem ég veit um,“ segir Björn Ingi. - jse / sjá síðu 4 Björn Ingi Hrafnsson: Íhugar stöðu sína í Framsókn SAMFÉLAGSMÁL „Við höfum varpað fram þeirri hugmynd að hann verði jarðaður í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum,“ segir Einar S. Einars- son, einn forsvarsmanna RJF- stuðningshópsins. Einar segir að hópurinn hafi fundað um það hvernig skuli að útförinni staðið og hafi allir verið sammála um að hann fengi að hvíla í íslenskri jörð. „Það verður náttúr- lega að huga að því að það þarf gott aðgengi að legstað jafn frægs manns og Fischer var og það er ekki ólíklegt að þangað muni ferða- menn leggja leið sína um ókomin ár.“ Einar leggur þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir einnig að rætt hafi verið um að útförin verði að hluta opinber. Unnusta Bobbys Fischer er væntanleg til landsins í byrjun næstu viku. „Hann átti líka systur- dætur í Bandaríkjunum sem hafa sitt að segja í þessu líka en við höfum enn ekki heyrt neinar óskir frá þeim.“ Kristján Valur Ingólfsson Þing- vallaprestur segir að málið þyrfti fyrst að fara til umfjöllunar hjá Þingvallanefnd en síðar yrði að taka ákvörðun um það á Alþingi. „Það tók nú engan tíma að útvega Bobby Fischer ríkisborgararétt þannig að það þyrfti sennilega ekki svo langan tíma að ákveða hvar hann ætti að liggja ef það verður gert hér á landi,“ segir Þingvalla- prestur. En hvernig líst honum á hugmyndina? „Mér finnst svona í fljótu bragði ekki líklegt að Bobby Fischer hefði sjálfur viljað liggja á Þingvöllum og við prestarnir reyn- um fyrst og fremst að taka mið af því sem hinn látni hefði valið. En ég væri vissulega til í að koma að þessu ef til þess kæmi.“ Ef að þessum hugmyndum verð- ur mun Fischer hvíla við hlið þjóð- skáldanna Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. - jse Vilja að Fischer verði grafinn á Þingvöllum Þeirri hugmynd að Bobby Fischer fái að hvíla í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum hefur verið varpað fram í RJF-hópnum. Hann myndi þá hvíla við hlið þjóð- skáldanna Einars Benediktssonar og Jónasar Hallgrímssonar. UMRÆÐA Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, bætast í hóp fastra penna hjá Fréttablaðinu í dag. Þau skiptast á skoðunum í þættinum Bitbein á leiðarasíðu, annan hvorn sunnudag. Árni Páll ríður á vaðið og spyr hvort breyta eigi reglum um heimildir fyrirtækja til að gera upp í erlendri mynt. - bs / sjá síðu 10 Nýir pennar hjá Fréttablaðinu: Valgerður og Árni Páll takast á FYRIRLIÐINN FÓR FYRIR LIÐINU Guðjón Valur Sigurðsson tók við fyrirliðabandinu af Ólafi Stefánssyni og leiddi íslenska handboltalands- liðið til sex marka sigurs á Slóvakíu á EM í handbolta í gær. Guðjón Valur fagnar hér einu af sjö mörkum sínum. Íslenska liðið er komið með annan fótinn í milliriðil eftir sigurinn en liðið mætir Frökkum í lokaleik riðilsins í kvöld. Sjá síðu 34-35 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Spillti fyrir Keegan Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolt- on í ensku úrvals- deildinni í gær. ÍÞRÓTTIR 32 Síðustu dagar Sirkuss FRÆGASTI BAR REYKJAVÍKUR SYNGUR SITT SÍÐASTA 22 Skrifar um smákrimma Söngvarinn og hönn- uðurinn Karl Örvars- son hefur skrifað kvikmyndahandrit um íslenska smákrimma. FÓLK 38 Bakkus erfiður andstæðingur Þrjátíu ár eru frá stofnun áfanga heimil- isins Ris. Guðlaugur Sveinsson hefur veitt heimilinu forstöðu frá upphafi. TÍMAMÓT 14 LÆGIR Á LANDINU - Minnkandi norðanátt, 3-10 m/s, stífastur aust- an til. Snjókoma eða él á norðan- og austanverðu landinu, annars fremur bjart. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR 4      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.