Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 2

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 2
2 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR frábær verð um veröldina - bókaðu í dag! Kairó Dubai Bankok Manila Verð eru flug fram og til baka frá Reykjavík (4 flug á viku) og fela í sér þjónustugjald, skatta og flugvallargjöld. Einn smellur á www.klmiceland.is fyrir besta miðaverðið, bókun á netinu, upplýsingar um flug, flugpunkta og þar fram eftir götunum. Rafræn miðakaup gera ferðalagið þitt auðveldara. klmiceland.is frá ISK 68.900 frá ISK 85.400 frá ISK 101.500 frá ISK 110.700 Stöðvaður tvær nætur í röð Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði tvo ökumenn í fyrrinótt sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar mannanna, 18 ára piltur, hafði einnig verið stöðvaður nóttina á undan grunaður um sama athæfi. LÖGREGLUMÁL Fimm erlendir karlmenn, sem réðust á lögreglu- menn við skyldustörf aðfaranótt 11. janúar síðastliðins, hafa verið úrskurðaðir í farbann til 1. febrúar. Áður höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í viku. Mennirnir, sem eru á aldrinum 19 til 25 ára, veittust að hópi lögregluþjóna sem voru við fíkniefnaeftirlit í miðborginni. Lögreglumennirnir höfðu ekki haft afskipti af mönnunum. Fjórir lögregluþjónar leituðu sér aðhlynningar á slysadeild eftir árásina og er einn þeirra enn frá vinnu. - þo Árás á lögregluþjóna: Fimm menn settir í farbann Brutust inn í Eden Brotist var inn í Eden í Hveragerði í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fóru innbrotsþjófarnir inn um glugga á salerni. Unnið er að endurbótum á húsinu um þessar mundir og því var lítið um verðmæti þar. Þjófarnir eru ófundnir. LÖGREGLUFRÉTTIR SPÁNN Spænska lögreglan hand- tók í gær fjórtán meinta hryðju- verkamenn í Barcelona. Efni til sprengjugerðar fundust við hús- leit á heimilum þeirra. Lögregla lagði hald á tölvur mannanna, far- síma og fleira sem talið er að geti varpað ljósi á fyrirætlanir þeirra. Tólf mannanna eru frá Pakistan en tveir frá Indlandi. Spænska leyniþjónustan hefur varað Portúgala, Frakka og Breta við því að hryðjuverkaalda sé yfirvofandi. Málið er enn í rann- sókn og ekki er útilokað að fleiri verði handteknir. Alfredo Perez Rubalcaba, inn- anríkisráðherra Spánar, segir margt benda til þess að hinir handteknu hafi lagt á ráðin um hryðjuverk í landinu og að þeir tengist alþjóðlegum hryðjuverka- samtökum. Á síðastliðnum fjórum árum hafa um þrjú hundruð meintir hryðjuverkamenn verið hand- teknir í landinu. Tuttugu og einn hryðjuverkamaður situr inni fyrir aðild að hryðjuverkunum sem framin voru í Madríd árið 2004. - ve Fjórtán meintir hryðjuverkamenn handteknir í Barcelona: Ótti við hryðjuverkaöldu EINN HINNA GRUNUÐU Spænska lögreglan handtók fjórtán menn eftir að efni til sprengjugerðar fundust við húsleit. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMARKAÐUR Rafiðnaðarmenn féllust á að leggja til hliðar fram yfir helgi fullbúinn kjarasamning sem þeir lögðu fram og kröfðust að skrifað yrði undir á fundi með Samtökum atvinnulífsins (SA) fyrir helgi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að viðræðurnar „nuddist áfram.“ Í samningnum er gert ráð fyrir að lægstu taxtar hækki um 20 þús- und, almenn launahækkun verði 3,5 prósent og að orlofsdögum fjölgi um tvo. Samningurinn gildi fram í nóvember eða janúar á næsta ári. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að atvinnurekendur grát- biðji rafiðnaðarmenn um að fara inn á sömu braut og áður en ríkis- stjórnin hafnaði skattatillögum ASÍ. Rafiðnaðarmenn dragi í efa að þeim sé alvara og hafi því farið fram á að þeir leggi eitthvað fram sem geti vakið traust. Samningur- inn hafi verið lagður til hliðar meðan atvinnurekendur safni saman gögnum. Vilhjálmur Egilsson segir að fundað hafi verið sitt á hvað síð- ustu daga og uppbyggilegar og nauðsynlegar viðræður átt sér stað. Umræðurnar snúist um samningslengd. „Ef einhver samstaða næst um lengri samning þá vona ég að menn fari að ræða þetta í stærri hóp. Við höfum alltaf sagt að við viljum gjarnan leysa láglauna- málin eins og kostur er og eyða öllu púðrinu sem við höfum í það. Þá þurfum við að sjá fram á að stöðugleiki sé fram undan og að við séum að komast inn í umhverfi þar sem verðbólgan fer niður. Það er okkar óskastaða,“ segir Vilhjálmur. - ghs Kjaraviðræðurnar einkennast af karpi um samningslengd: Viðræðurnar nuddast áfram PIRRAÐIR OG ÞREYTTIR Atvinnurek- endur grátbiðja rafiðnaðarmenn að fara inn á sömu braut og áður, að mati Guðmundar Gunnarssonar, formanns Rafiðnaðarsambandsins. LÖGREGLUMÁL Tveir starfsmenn Tollgæslunnar eru grunaðir um að hafa stolið veski af konu á skemmtistað í Reykjavík í fyrrinótt. Frá þessu er greint á fréttavef Vísis. Mennirnir tveir viku sér að konunni og sögðust vera að sinna fíkniefnaeftirliti á vegum Toll- gæslunnar. Þeir vildu fá að skoða í veski hennar en áður en hún vissi af hlupu þeir á brott með veskið. Konan og vinir hennar náðu að handsama annan manninn og kalla á lögreglu sem handtók manninn. Lögreglan rannsakar málið og staðfestir að mennirnir hafi verið með einkennisbúnað merktan Tollgæslunni. Fíkniefnaeftirlit í miðborginni er ekki í höndum Tollgæslunnar. - þo Þjófar á ferð á skemmtistað: Tollgæslumenn stálu veski PERSÓNUVERND Breska persónuverndarstofnunin ICO (The Information Commissioner´s Office) hyggst kanna hvernig persónuupplýsingar eru geymdar og varðar á vef Facebook. Rannsóknin kemur í kjölfar athugasemda frá breskum notanda Facebook sem lokaði Facebook- síðunni sinni en komst að því að hann gat ekki eytt að fullu upplýs- ingum um sig sem hann hafði skráð þar. Þótt upplýsingarnar séu ekki lengur sýnilegar öðrum Facebook- notendum eru þær ennþá vistaðar á netþjónum Facebook. Samkvæmt upplýsingum frá Facebook geta notendur eytt öllum sínum upplýsingum af netþjónum Facebook með því að skrá sig inn og eyða upplýsingunum lið fyrir lið sem kann þó að reynast seinlegt. „Eitt af því sem við höfum áhyggjur af er að ábyrgðin virðist vera notendanna að eyða sínum gögnum,“ sagði Dave Evans, sérfræðingur hjá ICO, í viðtali við BBC. Facebook-vefurinn er vistaður í Bandaríkjunum en Evans telur engu að síður að bresk lög kunni að eiga við. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að stofnunin hafi ekki í hyggju að skoða Facebook- vefinn þótt hundruð Íslendinga séu þar með síður. „Jafnvel þótt við hefðum skoðun á meðferð persónuupp- lýsinga á Facebook þá er það ekki okkar hlutverk að hafa afskipti af því. Dómstólar meta hvort menn fari yfir strikið og íslensk lög ná ekki yfir vefi sem vistaðir eru erlendis,“ segir Sigrún og bætir því við að lög um persónuvernd í Bretlandi séu talsvert frábrugðin því sem þekkist hér á landi. Sigrún bendir á að það sé ekkert einsdæmi að upplýsingar sem fólk telji sig hafa eytt leynist lengi á veraldarvefnum. „Þetta er vissulega áhyggjuefni og hlutur sem fólk verður að vera meðvitað um. Norðmenn hafa til dæmis farið þá leið að gefa út kynningarefni fyrir ungt fólk þar sem það er hvatt til þess að hugsa betur um það hvaða upplýsingar það setur á netið. Við höfum hugleitt svipaðar leiðir,“ segir Sigrún en aukin fræðsla er eitt af meginmarkmiðum Persónuverndar á árinu 2008. thorgunnur@frettabladid.is Bresk persónuvernd skoðar Facebook Bretar hafa áhyggjur af því að óþarfa persónuupplýsingar séu vistaðar á net- þjónum Facebook. Forstjóri hinnar íslensku Persónuverndar segir að fólk þurfi að vera meðvitað um hvaða upplýsingar það setur á netið. SIGRÚN JÓHANNES- DÓTTIR FORSTJÓRI PERSÓNUVERNDAR VINSÆLL VEFUR Bretar hafa áhyggjur af því að netþjónar Facebook geymi áfram persónuupplýsingar sem fólk telur sig hafa eytt. Facebook er netsamfélag eða tengslanet á veraldar- vefnum þar sem fólk getur skráð inn upplýsingar um sig og tengst öðrum notendum víða um heim. Vefurinn er tilvalinn fyrir þá sem vilja endurnýja kynni við gamla vini eða leita uppi gamla skólafélaga og samstarfsmenn. Facebook var stofnað í Bandaríkjunum árið 2004 og náði fljótt gríðarlegum vinsældum. Árið 2007 var Facebook vinsælasti vefurinn meðal bandarískra ungmenna. Virkir notendur Facebook eru fleiri en 60 milljónir og talið er að á hverjum degi bætist 250.000 nýir notendur í hópinn. HVAÐ ER FACEBOOK? SLYS „Þetta er í rannsókn hjá okkur en að svo stöddu er ekki vitað hvað gerðist eða hvers vegna sætið losnaði,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfé- lags Íslands, en sæti í Dash 8- 100 flugvél flugfélagsins losnaði í ókyrrð í aðflugi til Egilsstaða á föstudag. Árni segir að í kjölfar slyssins hafi sæti í dash-vélum flugfélags- ins verið skoðuð. Svandís Svavarsdóttir borgar- fulltrúi sat í sætinu sem losnaði. Hún fékk höfuðhögg og tognaði á hálsi. „Þetta var óskemmtileg lífsreynsla en mér líður ágæt- lega,“ sagði Svandís í samtali við Fréttablaðið í gær. - þo Sæti losnaði í flugvél: Skoðuðu vélar í kjölfar slyssins SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Fartölvu stolið af heimili Brotist var inn á heimili í austurborg- inni síðdegis í gær og stolið þaðan fartölvu. Gluggi hafði verið spenntur upp meðan húsráðendur voru að heiman. Þjófurinn er ófundinn. BANDARÍKIN, AP Michael Bloom- berg, borgarstjóri í New York, er sagður velta því fyrir sér af fullri alvöru að sækjast eftir að verða forseta- efni Repúblik- anaflokksins í kosningunum í nóvember, þrátt fyrir að forkosningar séu þegar hafnar. Sjálfur hefur hann ítrekað sagst ekki vera í framboði, en lætur þó stöðugt kanna hvaða möguleika hann hefði á sigri. Nýjustu áform hans um að lækka fasteignagjöld í New York um 65 milljarða króna eru sögð auka líkur hans á að ná til kjósenda. Í næstu viku fer hann til Texas og Flórída, sem eru meðal fjölmenn- ustu ríkja Bandaríkjanna. - gb Borgarstjórinn í New York: Sagður búa sig undir framboð MICHAEL BLOOMBERG Guðjón Ólafur, skapa fötin flokkinn? Karnabær og co, pottþétt! Guðjón Ólafur Jónsson segir í bréfi, sem hann sendi framsóknarmönnum í Reykja- vík, frá gróusögum um forystumenn flokksins sem hefðu notað sjóði Fram- sóknarflokksins í fatakaup fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. SPURNING DAGSINS
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.