Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 6

Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 6
6 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR DÓMSMÁL „Ég tel að það sé mjög skynsamlegur kostur,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, um að vísa erlendum brotamönnum, sem fengið hafa refsidóm hér, til afplánunar í heimalandinu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í fyrradag er hafin vinna að þessu markmiði í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nokkur hópur erlendra ríkisborgara er í rannsóknarmeðferð og ákæru- stigi á höfuðborgarsvæðinu vegna ætlaðra brota. „Þetta er meðal annars spurn- ing um að vera ekki að auka og efla tengsl milli innlendra og erlendra brotamanna, sem óhjá- kvæmilega gerist þegar menn dvelja í lengri tíma saman í fangelsi,“ segir Stefán enn frem- ur. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, tekur í sama streng, en þar sætir einnig hópur erlendra ríkisborg- ara rannsókn lögreglu. „Ég tel að það sé margfaldur ávinningur af slíku fyrirkomu- lagi,“ segir Jóhann. „Í fyrsta lagi höfum því miður reynslu af því að sambönd hafa myndast í fangelsi, sem menn hafa nýtt sér. Þetta er mjög fyrirbyggj- andi ráðstöfun hvað það varðar. Í öðru lagi er þetta spurning um útgjöld ríkisins. Ég fagna þessu frumkvæði ráðherra mjög.“ - jss Fangelsisvist erlendra ríkisborgara sem brjóta af sér hérlendis: Skynsamlegt að senda fanga út JÓHANN R. BENEDIKTSSON Margfaldur ávinningur. BANDARÍKIN, AP Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á förum úr ráðuneytinu. Þetta tilkynnti Condoleezza Rice utanríkisráð- herra í Washington í fyrradag. Það var Burns sem fyrir hönd Bandaríkjastjórnar hringdi í Geir Haarde, þáverandi utanríkisráð- herra, í mars 2006 til að tilkynna um brottför varnarliðsins. Burns hefur ráðið sig til starfa hjá fyrirtæki í einkageiranum. William Burns, sendiherra í Moskvu, tekur við af Burns. - aa Aðstoðarráðherra hættir: Burns víkur úr ráðuneyti Rice Á ÍSLANDI Nicholas Burns ásamt Carol van Voorst sendiherra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Sextán ára stúlka hefur verið sakfelld í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að skvetta gosbjór yfir lögregluþjón. Vegna aldurs var henni ekki gerð sérstök refsing, og fellur hún niður ef stúlkan kemst ekki í kast við lögin á næstu tveimur árum. Skvettan átti sér stað við Geislagötu á Akureyri í maí í fyrra þegar hópur fólks gerði aðsúg að lögreglubíl með tveimur lögregluþjónum. Þegar þeir reyndu að skakka leikinn greip rúmlega tvítugur maður utan um annan lögregluþjóninn og hélt honum á meðan stúlkan skvetti yfir hann bjórnum. - sþs Sextán ára stúlka sakfelld: Skvetti gosbjór yfir lögreglu AUSTURRÍKI, AP Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu hefur sent stjórnvöldum í Hvíta- Rússlandi andmæli gegn fangels- un fyrrverandi aðstoðarritstjóra dagblaðsins Zhoda. Aðstoðarritstjórinn, Alexander Zdvizhkov, hlaut nýverið þriggja ára fangelsisdóm fyrir að hafa endurbirt í blaðinu skopmyndir af Múhameð spámanni, sömu myndir og áður höfðu vakið mikið fjaðrafok eftir að þær birtust í danska Jótlandspóstinum. Miklos Haraszti hjá ÖSE segir stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hafa notfært sér skopmyndadeilurnar til að losna við gagnrýnisrödd úr fjölmiðlum. - gb Skopmyndadeila misnotuð: Fangelsi fyrir endurbirtingu SKIPULAGSMÁL „Hér í reitnum hefur ríkt hin svokallaða dópgrenndar- aðferð byggingaverktakans, þar sem slíkum lýð er leigt húsnæði öðrum nágrönnum til skelfingar og lífsraunar meðan verktakinn bíður þess átekta að óskir hans verði uppfylltar í kerfinu,“ segir í harðorðu mótmælabréfi íbúa á Baldursgötureit til Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborg- ar en nýlega kynnti sviðið tillögu að deiliskipulagi Baldursgötu- reits. Vilja íbúarnir meina að tillagan sé runnin undan rifjum verktaka sem keypt hefur tvö hús á svæðinu með þau áform að rífa þau og byggja ný. Í bréfinu krefja íbúarnir borgaryfirvöld um að þau gæti hagsmuna þeirra en þeim finnst að borgin meti fjárfestingar verk- takans meira en þeirra eigin. Þá er í bréfinu farið yfir mót- mæli íbúanna lið fyrir lið og gera þeir meðal annars athugasemdir við að húsakönnun hafi ekki farið fram á vegum borgarminjavarðar eins og þeir telja að eigi að gera. „Ég held að þarna sé einhver tóm þvæla á ferðinni,“ segir Arnar Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Baldursgötu ehf. sem á umrædd hús, um gagnrýni bréfsins á verk- takafyrirtækið. Hann segir að búið sé í öðru húsinu en hitt standi autt enda ónýtt. Aðspurður hvort þeir hafi orðið varir við óánægju íbúanna segir hann þá hafa reynt að bregðast við henni jafn óðum, til dæmis með því að loka auða húsinu þegar inn í það hefur verið brotist. „Það hefur verið hringt nokkrum sinnum í mig út af þessu.“ Hann segir engar kvartanir hafa borist sér vegna leigjenda í hinu húsinu og vísar því á bug að leigjendur séu ein- hverjir vafasamir karakterar. „Þetta er bara í ferli hjá borginni,“ segir hann um framhaldið. Hjá lögreglu fengust þær upp- lýsingar að einu sinni hefði borist kvörtun vegna húss númer 34 og var það vegna hávaða. Tvær kvart- anir hefðu svo borist vegna inn- brota í auða húsið. Nokkur hópur íbúanna átti fund með Svandísi Svavarsdóttur, for- manni Skipulagsráðs Reykjavík- urborgar og segir Harpa Þórsdóttir, íbúi á Þórsgötu, fund- inn hafa verið ágætan. „Við fórum yfir velflest þau atriði sem óánægja okkar elur á og skoðuð- um mjög vel þær teikningar sem við höfðum, sem og umsagnir um reitinn frá Skipulags- og bygg- ingasviði,“ segir Harpa en „það voru ákveðin vonbrigði að hún sagðist engu geta lofað.“ olav@frettabladid.is Íbúarnir saka verk- taka um þvinganir Íbúar á Baldursgötureit krefjast þess að Reykjavíkurborg gæti hagsmuna þeirra. Verktakinn bíður þess að málið ljúki sínum ferli hjá borginni. BALDURSGATA 34 OG 32 Hús í eigu Baldursgötu ehf. sem styrinn stendur um en íbúar á reitnum segja deiliskipulagstillögurnar komnar frá eigendum húsanna sem beiti brögðum við að koma málinu í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR UTANRÍKISMÁL Starfsmenn Þróunar- samvinnustofnunar (ÞSSÍ) sem nú starfa á Srí Lanka verða ekki kallaðir heim að sinni, þrátt fyrir að vopnahlé sé runnið úr gildi og íslenskir og norskir friðargæslu- liðar búnir að yfirgefa landið. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á fundi með fréttamönnum um ástandið á Srí Lanka í kjölfar brotthvarfs friðar- gæsluliða frá landinu. Tveir íslenskir starfsmenn ÞSSÍ eru í landinu auk fjögurra heima- manna. Ingibjörg segir stöðu mála í landinu í dag ekki kalla á það að þessari starfsemi verði hætt, en ef landið fari í „stríðsham“ verði staðan endurmetin. Átta íslenskir friðargæsluliðar af þeim níu sem voru í landinu eru nú farnir þaðan, aðeins yfirmaður friðargæslunnar þar í landi varð eftir ásamt tíu Norðmönnum til að sinna frágangi. Ingibjörg segir að á fundi með þeim friðargæsluliðum sem nú séu komnir heim hafi þeir látið í ljós áhyggjur af ástandinu í land- inu, ekki síst lífi og aðbúnaði almennra borgara. Á næstunni verða verkefni Íslensku friðargæslunnar metin. Ingibjörg segir að brotthvarfið frá Srí Lanka gæti opnað fyrir möguleika á því að taka við nýjum verkefnum eða að styrkja verk- efni sem þegar eru í gangi. - bj Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar munu verða enn um sinn á Srí Lanka: Endurskoðað ef stríð brýst út ERFIÐ STAÐA Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi stöðuna á Srí Lanka við fréttamenn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÖFN Bæjarstjórn Hveragerðis hefur samþykkt samkomulag við einkahlutafélagið Dulheima um uppbyggingu á skemmti- og fræðslugarði um ásatrú. Að því er segir í fundargerð bæjarstjórnar mun garðurinn bera nafnið Auga Óðins. Þar verði forn heimsmynd germanskra manna, ásatrú, gerð ljóslifandi með nútímatækni. Samstaða var um málið í bæjarstjórn og munu forsvarsmenn Dulheima halda kynningarfund fyrir bæjarbúa á næstunni. Auga Óðins hefur verið valinn staður undir Hamrinum í Hveragerði. - gar Dulheimar opna Auga Óðins: Hvergerðingar fá ásatrúarsafn ALLSHERJARGOÐI Skemmtigarður um ásatrú er í burðarliðnum. ÁTVR Á SEYÐISFIRÐI Vill vita um verndunaráform Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- ráðherra um hvaða áform séu uppi um innréttingarnar í fyrrum verslun ÁTVR á Seyðisfirði. Vill hún vita hvort fyrirtækið eða ráðuneytið hyggist beita sér fyrir verndun innréttinganna. Aflaverðmæti eykst milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 68,5 milljörðum króna á fyrstu tíu mán- uðum ársins 2007 samanborið við 64,3 milljarða á sama tímabili 2006. Aukningin nemur 4 milljörðum króna eða 6,5 prósentum milli ára. Aflaverð- mæti í október var 6 milljarðar sem er sambærilegt við október 2006. SJÁVARÚTVEGUR Ert þú á vetrardekkjum? Já 79% Nei 21% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgist þú með Evrópumótinu í handbolta? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.