Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 10

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 10
10 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS BITBEIN Árni Páll Árnason spyr: Fyrirtæki verða ekki tjóðruð Spurningin um stöðu gjaldmiðilsins er sennilega áleitnasta spurningin sem uppi er í íslenskum stjórn- málum í dag. Sú staðreynd hefur hins vegar ekki borist til Stjórnarráðsins þar sem formaður Sjálf- stæðisflokksins fer með völd. Hann skellir skolla- eyrum við þeirri staðreynd að við séum í vanda og látum spákaupmönnum einhvers staðar úti í heimi það eftir að leika sér með hagsmuni Íslendinga. Yfir þessu er ekki mikil reisn fyrir ríkisstjórnina. Þetta þýðir að viðskiptalífið grípur til sinna ráða. Breyttir tímar Tímarnir breytast og mennirnir með. Landamæri, í þeim skilningi sem menn lögðu áður í það hugtak, eru að þurrkast út. Fólk, fjármagn, viðskipti og þjón- usta flæða frítt á innri markaði Evrópu. Þar erum við og þar viljum við vera. En nú er aftur komið að tímamótum. Í minni tíð sem viðskiptaráðherra setti ég fram þá skoðun að tímabært væri að velta fyrir sér upptöku evru hér á landi. Annaðhvort einhliða eða að reynt yrði að fá aðild að Efnahags- og myntbandalagi ESB (EMU) án ESB-aðildar. Það sem ég hafði í huga var ekki síst það að vekja umræðu um málið. Neikvætt svar við þessum bollaleggingum um mögulega aðild að EMU barst frá embættismönnum ESB. Samsvar- andi svar hefur borist frá seðlabankastjóra Evrópu- bankans. Það að taka einhliða upp evru hefur verið til umræðu af og til síðan og flestir sjá að það er ýmsum erfiðleikum háð. Eins hafa aðrir gjaldmiðlar verið nefndir svo sem svissneskur franki og dollari. Forsætisráðherra telur liggja beinast við að taka upp dollara ef að eitthvað eigi að ræða slíka hluti. Að gera upp í öðrum gjaldmiðli Við höfum nýtt tímann illa. Umræðan um íslensku krónuna heldur áfram og ekki líður svo vika að ekki sé boðað til ráðstefnu um málið. Viðskiptaþing verður haldið um miðjan febrúar og er yfirskriftin „Íslenska krónan – byrði eða blóraböggull?“ Staðan er sú að evran tekur sig sennilega upp sjálf sem er ekki góður kostur. Við búum í frjálsu þjóðfélagi. Fyrirtæki verða ekki tjóðruð við stein. Þeim fyrirtækjum sem starfa á alþjóðavettvangi ber engin skylda til að hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ég efast þó ekki um að þau vilji það helst og það er afar mikilvægt fyrir íslenskt efnahagslíf. Þess vegna verða lög og reglur að vera þannig að þeim sé mögulegt að nota annan gjaldmiðil í uppgjöri sínu en íslensku krónuna. Séu íslensk lög og reglur í andstöðu við það í dag þarf að gera breytingar. Heimildin þarf að vera rúm Þegar ákvæði voru sett í lög um ársreikninga árið 2002 sem heimiluðu fyrirtækjum að sækja um heimild til færslu bókhalds og samningar ársreikn- ings í erlendum gjaldmiðli var markmiðið að rýmka og bæta starfsskilyrði fyrirtækja. Ætlun löggjafans var að ívilna með þessum hætti fyrirtækjum sem hefðu drýgstan hluta starfsemi sinnar í erlendum gjaldmiðli og hefðu meira tjón en ávinning af uppgjöri í íslensku krónunni. Undarleg afgreiðsla Ársreikningaskrár Undanfarið hefur mikið verið fjallað um synjun Ársreikningaskrár á erindum Landic Property og Kaupþings um heimild til uppgjörs í evru. Það sem einkennir báðar þessar umsóknir er að íslenska krónan er léttvæg í rekstri fyrirtækjanna beggja og vegur innan við 30%. Evran er hins vegar ekki sá gjaldmiðill sem vegur þyngst af erlendum gjald- miðlum í rekstri félaganna og því leiðir túlkun laganna til þess að danskar eða sænskar krónur séu nærtækari kostur. Báðir eru þeir gjaldmiðlar hins vegar nátengdir evru og því eðlilegast út frá viðskiptaforsendum að fyrirtækin sækist eftir uppgjöri í sterkasta gjaldmiðlinum, enda ætla þau sér sókn á Evrópumarkaði. Þessi bókstafsskýring kann að eiga stoð í lagatext- anum en á sér enga stoð í raunveruleikanum og vinnur gegn markmiði laganna. Svíar eru skuld- bundnir sem aðilar að ESB til að taka upp evru og því tjaldað til einnar nætur ef íslenskum fyrirtækj- um er vísað í það geitarhús að leita ullar. Túlkun stjórnvalda tekur á sig mynd fáránleikans þegar því er haldið fram að danska krónan og evran séu tveir aðskildir gjaldmiðlar. Danska krónan er fasttengd evrunni með formlegu samkomulagi og það er því hrein hundalógík að túlka hlutdeild í evrum og dönskum krónum sem hlutdeild í tveimur ólíkum gjaldmiðlum. Ástæðulaus mismunun Niðurstaða Ársreikningaskrár skapar óeðlilegan og ástæðulausan aðstöðumun milli þeirra fyrirtækja sem eiga viðskipti á einu gjaldmiðilssvæði, svo sem á evrusvæðinu eða í Bandaríkjunum, í samanburði við fyrirtæki sem starfa á neytendamarkaði í mörgum löndum Norður-Evrópu. Það er líka fáránlegt ef fyrirtækin þurfa að halda áfram að gera upp í krónum, sem vegur rétt um fjórðung í rekstri hvors um sig. Við eigum auðvitað áfram að skilyrða heimild til uppgjörs í erlendum gjaldmiðli því að fyrirtæki eigi höfuðstarfsemi sína utanlands. Við eigum hins vegar ekki að mismuna fyrirtækjum eftir því hvar í útlöndum þau stunda starfsemi og beita útúrsnún- ingum til að þvinga íslensk fyrirtæki til að nota krónuna. Ef stjórnvöld telja sig ekki geta veitt fyrirtækjum sem sannanlega hafa drýgstan hluta starfsemi sinnar erlendis eðlilegt svigrúm á grundvelli gildandi laga, þarf einfaldlega að skýra lagatextann til að skapa íslenskum fyrirtækjum eðlilegt starfsumhverfi. Á að breyta reglum um heimildir fyrir- tækja til að gera upp í erlendri mynt? VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON Enginn talaði meira Guðjón Ólafur Jónsson framsóknar- maður kann að stappa sínu fólki saman eins og alræmd nýárskveðja hans ber vitni. Þar þakkar hann stuðninginn sem hann hefur notið innan flokksins í gegnum tíðina. Þá ábyrgð hafi hann axlað með því að tala mest allra stjórnarliða þá fjórtán mánuði sem hann sat á þingi fyrir flokkinn „og einhvern tímann var tekið eftir hvað ég sagði“. Guðjón minnir hins vegar á að sundur- þykkja og óeining megi ekki verða flokkn- um að falli. Til dæmis verði að kveða í kútinn kjaftasögur um að frambjóðendur hafi eytt hundruðum þúsunda króna í fatakaup á kostnað flokksins fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar. Með svona vini... Þessar gróusögur koma flatt upp á flokkssystkin Guðjóns. Og flesta aðra reyndar. Að minnsta kosti hefur enginn annars gefið sig fram sem þykist hafa heyrt þann kvitt að framsóknarmenn hafi skartað sig á kostnað flokksins. En það er rétt hjá Guðjóni Ólafi, nú þarf Framsókn að leið- rétta slíkar sögur. Þökk sé honum. Sjálfsagt hugsa ófáir framsæknir til hvers þeir þurfi á pólitískum andstæðingum að halda með mann á borð við Guðjón Ólaf innan sinna raða. Vinslit í Framsókn Vinstri græni friðarsinninn Stefán Pálsson gerir bréf Guðjóns Ólafs að umtalsefni á bloggsíðu sinni og veltir fyrir sér hvað búi að baki: „En hvernig eða það – voru ekki Björn Ingi og Guðjón Ólafur vopnabræður og trún- aðarvinir? Ég man ekki betur en að það hafi verið Guðjón Ólafur sem dró Binga í Framsókn- arflokkinn. Hvernig slettist upp á vinskapinn? Það skal enginn segja mér að ofgreiddir fatapeningar séu hin raunverulega ástæða…“ Bergsteinn@frettabladid.is Þeim fyrirtækjum sem starfa á alþjóðavettvangi ber engin skylda til að hafa höfuðstöðvar sínar hér á landi. Ég efast þó ekki um að þau vilji það helst... E kki eru nema fáeinir áratugir síðan mennirnir fóru að átta sig á því að til þess að jörðin og henn- ar gæði gætu nýst niðjum okkar um ókomna fram- tíð þyrfti hugarfarsbyltingu. Í fyrstu var rödd þessi mjóróma og fjöldinn afgreiddi hana sem sérvisku fámenns hóps. Smám saman hefur þó þessum hópi, sem talar fyrir framtíð jarðarinnar, vaxið ásmegin og rödd hans er nú sífellt sterkari og heyrist víðar. Í vikunni var sögð sú frétt að dregið hefði úr óflokkuðu heimilissorpi í Reykjavík þrátt fyrir að íbúum borgarinnar hefði fjölgað. Að vísu var um lítils háttar samdrátt að ræða en fréttin var góð í ljósi þess að fram að árinu 2007 hafði óflokkað heimilissorp aðeins aukist. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri hjá umhverfis- sviði Reykjavíkurborgar, þakkaði þessa þróun í fréttinni því að fólk væri duglegra en áður að skila flokkuðu sorpi á endur- vinnslustöðvar og í grenndargáma. Einnig þakkaði hann þessa þróun vinsældum endurvinnslutunnunnar og bláu tunnunnar svokölluðu en með þeim býðst fólki að henda flokkuðu sorpi heima hjá sér. Hugarfarsbreytingin sér víða stað. Til dæmis voru umhverfis mál á dagskrá, í mismunandi myndum, hjá tveimur pistlahöfundum Fréttablaðsins í gær. Gerður Kristný fjallaði um gleðina samfara því að gefa frekar en að henda, um gagn- semi þess að húsgagn, tæki eða flík sem ekki nýttist einum, kæmi öðrum til góða. Anna Margrét Björnsson var í tískupistli sínum á sömu nótum en yfirskrift hans var Siðferðileg tíska. Auk þess að hvetja tískudrósir til að kaupa notuð föt, benti hún á mikilvægi þess að vera meðvitaður um hvað á undan væri gengið áður en ný flík væri komin á slá í tískuverslun, eiturefnanotkun, vafasöm meðferð á fólki og eldsneytiseyðsla við flutning, til dæmis. Greinar Gerðar Kristnýjar og Önnu Margrétar eru dæmi um að hin áður pasturslitla rödd umhverfissinna verður stöðugt sterkari og margbreytilegri. Ljóst er að þessi bylgja mun bara stækka, og hún verður að stækka. Við verðum að halda áfram að flokka sorpið okkar en megum ekki láta þar við sitja. Hver og einn verður að taka ábyrga afstöðu til neysluvenja sinna. Er hægt að draga úr notkun á öllum mögulegum umbúðum og öðru því sem einnota er, bleyjum og plastfilmum, svo dæmi séu tekin? Er hægt að draga úr eldsneytisnotkun, ferðast fyrir eigin afli og nýta betur almenningssamgöngur? Þetta eru áleitnar spurningar sem auðveldara er að hafa skoðun á en framkvæma í raun. Það er svo þægilegt að skjótast bara á jeppanum út í búð að kaupa tilbúinn mat í ómældu magni af umbúðum og svo í líkamsræktina á eftir til að vinna upp hreyfingarleysið. Umhverfismálin eru á allra vörum. Framtíð jarðar á dagskrá STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.