Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 12

Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 12
12 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR UMRÆÐAN Skipulagsmál Hugmyndir um að reisa þjónustukjarna á Álftanesi hefur verið lengi í mótun. Nú hillir í að úr rætist og fram- kvæmdir hefjist sam- kvæmt skipulagstillögu að „Grænum miðbæ“. Byggðin á nesinu hefur vaxið ört síðan áform um alþjóðaflugvöll voru slegin af 1973. Hér er gott að búa, fjöldi íbúa hefur tvöfaldast á hverjum áratug sem kallar á ýmsa þjónustu. Opin arkitektasamkeppni um skipulag miðsvæðis 1991 skilaði tólf tillögum og var tveimur skip- að í verðlaunasætið, en tími fram- kvæmda var ekki kominn. Megnið af svæðinu er óhentugt byggingar- land, fyrrum mýri sem skiptist á marga landeigendur sem samein- uðust um framræstinguna. Áform um framkvæmdir lágu niðri þar til önnur verðlaunatillagan var útfærð í samvinnu við höfundana og samþykkt af sveitarstjórn 1999. Þar var gert ráð fyrir lágreistri, strjálli byggð með litlum afmörk- uðum þjónustukjarna og góðu vegasambandi. Enn strönduðu framkvæmdirnar, m.a. á óljósri eignaskiptingu á svæðinu. Þegar einkaaðilar náðu síðar að kaupa stærsta hluta svæðisins komst á ný skriður á undirbúning framkvæmda, en nýir eigendur þrýstu á um meira byggingar- magn. Árið 2003 var höfundur að hinni verðlaunatillögunni frá arki- tektasamkeppninni 1991 fenginn til að vinna aðra skipulagstillögu. Þegar ný tillaga með þéttri byggð var kynnt á íbúafundi sama ár mætti hún allharðri andstöðu. Mót- mælin risu hátt og þegar tillagan var tilbúin í formlegt kynningar- ferli hafði öflug grasrótahreyfing myndast. Stuttu fyrir síðustu sveitar stjórnarkosningar var skipu lagið engu að síður sam- þykkt, en meirihluti bæjarstjórnar ákvað að bíða með framkvæmdar- leyfi þar til úrslit kosninganna lægju fyrir. Skemmst er frá því að segja að nýskipuð bæjarstjórn leitaði sátta og samþykkti einróma að efna til nýrrar arkitektasamkeppni, svo- kallaðrar framkvæmdakeppni, enda allir sammála um að draga ekki öllu lengur uppbyggingu þjón- ustukjarna. Undirbúningsnefnd útbjó í samvinnu við Arkitektafélag Íslands vandaða keppnislýsingu byggða á þarfagreiningum, fyrri samþykktum og væntingum Álft- nesinga á íbúaþingum. Dómnefnd- in, sem skipuð var þremur fag- mönnum og einum fulltrúa frá hvoru framboði, var einróma í nið- urstöðu sinni um að tillaga frá GASSA arkitekter uppfyllti best þær forsendur sem gefn- ar voru, af þeim átta sem skilað var inn. Í áliti nefndarinnar var tillög- unni m.a. hampað fyrir góða lausn á umferðar- flæði um miðsvæðið og að skólasvæðinu, að helm- ingur bílastæða verði í bílageymslum neðanjarð- ar og að áhersla er lögð á óhefta ferð gangandi um svæðið og um leið víkj- andi umferð ökutækja. Sérstaða landslagsins er undir- strikuð með samhangandi grænu yfirbragði, sem næst fram með skipulagi sameignarlóða í stað afgirtra einkalóða og að hús standa út yfir sökkulinn, sem lyftir þeim frá fletinum. Opin stölluð vatnsrás þvert og endilangt um miðsvæðið, með rólegu streymi grunnvatns, minnir á framræstar mýrar og tjarnir á nesinu. Tillagan gerir skýra kröfu um vandaða hönnun bygginga og forðast einhæfar staðlaðar einingar og hæfilegt rými, sem er haganlega fyrir komið við eina aðalgötu, er ætlað undir þjónustubyggingar. Syðst á svæðinu er gert ráð fyrir veglegu menningar- og náttúrusetri ásamt tengdri atvinnustarfsemi, sem væntanlega á eftir að skapa mörg tækifæri fyrir íbúa í bæjarfélag- inu og stuðla að blómlegu mann- lífi, eða eins og segir í dómnefnd- arálitinu: „Tillagan endurspeglar sérstakar og framsýnar hugmyndir um miðsvæði, sem á trúverðugan máta sýnir hvernig móta megi manneskjulegt umhverfi, með hliðsjón af þeim náttúrulegu gæðum sem svæðið býður upp á.” Verðlaunatillagan hangir nú uppi til kynningar og afgreiðslu. Þrátt fyrir vandaða vinnu er vitanlega eitt og annað sem mætti óska sér öðruvísi. Eitt af þeim atriðum sem hefur eðlilega fengið sérstaka athygli er bílaumferð í námunda við skólana, enda liggja mörk skipulagsins að skólasvæð- inu, þar er daglega mesta umferðarálagið við stærsta vinnu- stað samfélagsins og vegfarendur flestir börn. En það þarf að gera ráð fyrir notkun bíla og því hefur gatan meðfram skólalóðinni verið hönnuð með það í huga að aksturs- hraði verði lítill en yfirsýnin góð. Lengi má gott bæta og til þess er kynningarferlið að kalla eftir athugasemdum og ábendingum um betri lausnir. Það er ekki laust við að eftir- væntingar gæti á Álftnesi. Tillag- an er óvenjuleg og miklar kröfur gerðar til allra sem að þessu koma. En nú þegar óvissa ríkir í fjár- málaheiminum eygja margir möguleika í því sem ber af og vekur athygli. Fyrirhugaður „Grænn miðbær“ á Álftanesi og áform sveitarfélagsins um friðun stórra opinna svæða, með skír- skotun til verndun Skerjafjarðar, er dæmi um bjarta framtíðarsýn heima í sveitinni sem Álftnesingar eru stoltir af. Höfundur er formaður skipulags- og byggingarnefndar á Álftanesi. UMRÆÐAN Forsetakosningar Nokkur endurstokkun varð í stjórnarliðinu við síðustu alþingiskosn- ingar, mörg ný andlit komin á þing og í ráð- herrastóla. Á meðal nýlið- anna eru einstaklingar sem hafa talað fyrir auknu lýðræði í landinu og þróun til beins lýðræðis. Ég skora á þessa einstaklinga og íslensk stjórnvöld að standa vörð um lýðræðið og sofna ekki á verð- inum hvorki í alþingis-, sveitar- stjórna- eða forsetakosningum þjóðar innar. Hollt væri íslensku lýðræði áður en stjórnvöld boða aftur til forsetakosninga að fá óhlutdræga skýrslu unna af Öryggis- og Sam- vinnustofnun Evrópu um aðdrag- anda kosninganna 2004. Því miður óttast ég að þá renni tvær grímur á þessa ágætu eftirlitsstofnun. Leiðarahöfundar íslenskra fjöl- miðla hafa lýst áhyggjum yfir sviðsettu lýðræði í Rúss- landi og sagt rússneskar forsetakosningar ólýð- ræðislegar vegna óhóf- legrar umfjöllunar fjöl- miðla þar um forsetann og embættisverk hans í aðdraganda kosninganna, meðan öðrum frambjóð- endum var gefinn lítinn kostur á að kynna sín stefnumál. Ég minni á göngu mína til ritstjóra Morgunblaðsins 7. maí 2004 er ég færði honum meira en mannhæðarhátt spjald þakið úrklippum blaðsins, tugi síðna um störf og baráttumál sitjandi for- seta og í hinni hendinni agnarlitla grein, nánast á stærð við gott frí- merki, sem var frétt Morgunblaðs- ins um mitt framboð til Forseta Íslands. Óhjáhvæmilega minnir þetta á „rússneskt lýðræði“. Heimsfrægur prófessor, sem kom úr Kastljósi RÚV þannig klipptur að allar tilvitnanir um mitt for- setaframboð, embætti forseta Íslands og friðarmál var horfið, líkti þessu við það sem gerðist í Júgóslavíu undir einræðisherran- um Slobodan Milosevic. Kosningaárið 2008 hófst með endurtekningu frá 2004 á öfgafull- um hræðsluáróðri stuðningsmanna Ólafs Ragnars Grímssonar um kostnað við kosningar. Ég fæ ekki betur séð en að forsetakosningar gætu orðið tekjulind fyrir einstök sveitarfélög því samkvæmt nýjum fjárlögum fá þau fasta upphæð kr. 430 á hvern kjörgengan mann úr ríkissjóði og 300 þús. fyrir hvern kjörstað. Sveitarfélög er gæta aðhalds í kostnaði gætu í raun hagnast á kosningum. Þar að auki fer allt kosningafé strax í umferð hérlendis og kemur þannig að mestu til baka í sköttum og gjöld- um. Ekki úr vegi að Alþingi kynni sér tækniþróun samtímans með til- liti til rafrænna kosninga og þannig má í framtíðinni kjósa um forseta og önnur þjóðþrifamál með litlum tilkostnaði. Fjarstæða er að halda því fram að kosningar séu þungur baggi á þjóðarbúinu og slíkur mál- flutningur er bein aðför að undir- stöðum lýðræðisins. Ótækt er að öskurapar ljósvakans í blogg- heimum og fjölmiðlum í eigu eða undir stjórn stuðningsmanna ein- stakra stjórnmálamanna eða skoð- ana komist upp með að éta lýðræðið til agna. Oddviti yfirkjörstjórnar eins stærsta kjördæmis landsins, Þór- unn Guðmundsdóttir gerðist beinn þátttakandi á Stöð2 í aðför gegn íslensku lýðræði. Ég spyr oddvit- ann 9 spurninga sem ég bíð eftir svörum við og vona að hún sjái sóma sinn í að svara. Eftir uppákomu Þórunnar á Stöð2 eiga spurningarnar fullt erindi til odd- vita yfirkjörstjórnar síðustu forsetakosninga. Ég tók að mér að kynna íslensku þjóðinni nýja hugmyndafræði í friðarmálum. Ég tala af einlægni fyrir breyttum áherslum hjá emb- ætti Forseta Íslands. Nokkrar hug- myndanna hafa nú séð dagsins ljós þótt Forsetinn hafi því miður ekki ljáð málinu lið. Friðarstofnun Reykjavíkur var stofnuð af Borg- arstjóra árið 2006 og mér skilst að háskóladeild í friðarmálum rísi á Keflavíkurflugvelli. Sitjandi forseti hefur ekki tekið friðarmálin upp eins og hann marglofaði í kosningasjónvarpi árið 1996 að ónefndum loforðum til mín persónulega. Það er áhyggjuefni ef næstu 4 ár tapast með áframhaldandi aðgerðaleysi manns sem virðist ætla að sitja til eilífðarnóns. Strax 1996 lýsti ég því yfir að ég sækist ekki sérstaklega eftir starfi forsetans nema til að vinna friðar- málum brautargengi. Ég hét hverjum þeim frambjóðanda stuðning sem tæki að sér baráttu- mál Friðar 2000. Tilboðið stendur enn. Ég vona að ég þurfi ekki enda- laust að ganga friðargönguna til Bessastaða og íslensk þjóð geti komið sér saman um frambjóðend- ur sem ekki tala tungum tveim og sem af einlægni taka friðarmálin uppá arma sína. Þeir sem vilja kynna sér hugmyndir okkar um breyttar áherslur hjá Forseta Íslands geta kynnt sér vefinn www. forsetakosningar.is Höfundur er formaður Friðar 2000. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Sviðsett lýðræði á Íslandi KRISTINN GUÐMUNDSSON Hillir undir „grænan miðbæ“ á Álftanesi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.