Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 14
14 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR
IVANA TRUMP ATHAFNAKONA
ER 59 ÁRA Í DAG
„Að líta glæsilega út er
besta hefndin.“
Ivana Trump var gift millj-
arðamæringnum Donald
Trump en skildi við hann
eftir að upp komst um fram-
hjáhald hans. Núverandi
elskhugi Ivönu er 36 ára.
Audrey Hepburn fæddist í
Belgíu 1929. í seinni heims-
styrjöldinni flutti fjölskyldan
til bæjarins Arnhem í Hollandi
undan ágangi nasista og tók
Audrey upp nafnið Edda van
Heemstra svo enskt nafn
hennar vekti ekki athygli nas-
ista. Hún lærði ballett í Hollandi
og dansaði á uppákomum til
styrktar hollensku andspyrnu-
hreyfingunni. Hún sá daglega
lestarvagna hlaðna gyðingum
fara um lestarstöðina í Arnhem
sem hafði djúp áhrif á hana. Eftir
stríð flutti hún til Amsterdam
og þaðan til London til að læra
dans en snéri sér að leiklistinni
því það gaf meira í aðra hönd.
Hepburn átti glæstan feril sem
kvikmyndaleikkona og nægir að
nefna Breakfast at Tiffany‘s og
My Fair Lady. Hún var tvígift og
tvískilin og átti tvo syni. Þegar
hún lést í Sviss árið 1993 hafði
hún átt í áralöngu sambandi við
Robert Wolders, hollenskan leik-
ara, en þau giftust aldrei.
ÞETTA GERÐIST: 20 JANÚAR 1993
Audrey Hepburn kveður
Ris, áfangaheimili fyrir alkóhólista,
var stofnað fyrir rúmlega þrjátíu árum
og gaf út af því tilefni afmælisritið
Ljósaskil eftir Þóri S. Guðbergsson.
„Við gáfum út þessa sögu okkar því við
vildum ekki láta þennan tíma glatast,“
segir Guðlaugur Sveinsson, forstöðu-
maður Rissins, en hann hefur veitt
heimilinu forstöðu frá upphafi.
Guðlaugur rifjar upp þegar nokkr-
ir eldhugar tóku sig saman og leigðu
hluta af húsnæði í Brautarholti fyrir
þá sem hvergi gátu höfði sínu hallað.
„Á þessum tíma voru menn að ræða
mál þeirra sem voru hingað og þang-
að í afvötnun, þetta var um svipað leyti
og SÁÁ var að fara af stað og það var
vakning í þessum málum, nýbúið að
opna afvötnunarstöð á Vífilsstöðum
og þar voru nokkrir framtakssamir
menn sem vildu opna stað fyrir þá sem
áttu hvergi höfði sínu að halla,“ segir
hann og heldur áfram. „Þetta hékk illa
saman til að byrja með. Þetta var gras-
rótarhópur og menn voru í vandræðum
með fjármagn, við vorum að fara út í
eitthvað sem við áttuðum okkur ekki
á að þyrfti mikla peninga til að reka.
Það var til dæmis stofnað til happa-
drættis með bíl í verðlaun og það var
alls konar basl og vitleysa í byrjun en
það var farið af stað af hugsjón,“ segir
Guðlaugur.
Til að byrja með fékk heimilið inni á
hóteli í Brautarholti en þurfti að víkja
þegar sumargestirnir komu. Þá lá leið-
in niður á Tryggvagötu þar sem heim-
ilið var í þrjú ár áður en það flutti upp
í Stakkholt, en er nú staðsett á Snorra-
braut 52. Um tuttugu manna hópur
gistir heimilið og segir Guðlaugur
þetta vera fastan kjarna en einn til
tveir innritast hjá honum á mánuði.
„Dvalartíminn átti að vera til þriggja
mánaða en það hafði bara ekkert upp á
sig því menn fóru að kvíða brottfarar-
deginum strax. Þá lengdum við tímann
í hálft ár en síðan hættum við bara að
setja tímamörk og menn hafa ílengst
hér mislengi. Það má segja að kjarninn
sé árangur heimilisins í raun,“ úskýrir
Guðlaugur og segir svona starfsemi
forsendu þess að menn geti lifað eðli-
legu lífi eftir að hafa misst allt.
„Þetta sáum við frá upphafi, menn
komu úr meðferð, sátu niðri á Umferð-
armiðstöð og vissu ekkert hvert þeir
áttu að fara og sumir hverjir búnir að
drekka frá sér allt. Þessi staður hefur
bjargað mörgum frá því að hrein-
lega drepast. Það er ekkert flóknara
en það,“ segir Guðlaugur. „Bakkus er
grimmur, það þýðir ekkert að semja
við hann og eina ráðið er að gefast upp.
Ef menn gera það ekki þá drepur hann
bara,“ bætir hann við með þunga.
Hann segir framtíð heimilisins
óljósa en þörfin sé fyrir hendi sem
aldrei fyrr. Skilning vanti hins vegar
hjá þeim sem fari með peningavöldin.
„Okkur vantar klárlega meira fjár-
magn enda ekki hægt að standa í þessu
af eldhuga einum saman. Hins vegar
höfum við verið að skila góðu starfi
og eigum góða bandamenn og ætlum
að reyna að halda þessu starfi áfram
í einhverri mynd enda þannig mála-
flokkur að hann á ekki að hafa neitt í
flimtingum,“ segir Guðlaugur Sveins-
son, forstöðumaður Rissins, að lokum.
heida@frettabladid.is
ÁFANGAHEIMILIÐ RIS: ÞRJÁTÍU ÁR FRÁ STOFNUN HEIMILISINS
Bakkus erfiður andstæðingur
FORSTÖÐUMAÐUR FRÁ UPPHAFI Guðlaugur Sveinsson segir heimilið hafa bjargað mörgum frá því að hreinlega drepast. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Svava Stefánsdóttir
frá Fáskrúðsfirði, Hjallaseli 55,
áður Mjóstræti 4,
andaðist í Seljahlíð föstudaginn 11. janúar. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. janúar kl.
13.00.
Snæbjörn Aðalsteinsson Kristín Lárusdóttir
Þórdís Aðalsteinsdóttir Gísli Guðnason
Kristborg G. Aðalsteinsdóttir Rafn Guðmundsson
Stefán Aðalsteinsson Elín Geira Óladóttir
Anna Aðalsteinsdóttir Robert Molodziejko
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengda-
faðir og afi,
Richard Svendsen (Rikki)
Suðurhólum 24, Reykjavík,
lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu-
daginn 17. janúar. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni
í Reykjavík 24. janúar kl. 15.00.
Úlfheiður Ingvarsdóttir
Ingvar Hinrik Svendsen Iðunn Vaka Reynisdóttir
Hermann Markús Svendsen
Elísabet Alma Svendsen
og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og
vinarhug vegna fráfalls elskulegs eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
Stefáns Hermanns Eyfjörð
Jónssonar
Dalbraut 14, Reykjavík.
Hjartans þakkir færum við starfsfólki deildar H-2 á
Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Þórey Gísladóttir
Jón Bjarni Eyfjörð Stefánsson Svanborg Oddsdóttir
Elís Stefán Eyfjörð Stefánsson Sigríður Albertsdóttir
Jóna Gísley Eyfjörð Stefánsdóttir Geirmundur Geirmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum innilega auðsýnda samúð
og vinarhug við fráfall og útför elskulegs
sonar okkar og bróður,
Jakobs Hrafns
Höskuldssonar
Bröndukvísl 14, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við Björgunarsveitum
Landsbjargar.
Höskuldur Höskuldsson Aðalheiður Ríkarðsdóttir
Rakel Sara Höskuldsdóttir
Lea Ösp Höskuldsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þórður Jón Pálsson
kennari, Aflagranda 40,
áður Melhaga 5, Reykjavík,
sem lést 12. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá
Neskirkju kl. 13.00 þriðjudaginn 22. janúar.
Elín Þórðardóttir Reinhold Kristjánsson
Steinunn Þórðardóttir Hrafn Bachmann
Aðalsteinn Þórðarson Guðrún Jóhannesdóttir
Kjartan Þórðarson Helga Kristín Einarsdóttir
Gunnar Þórðarson Hafdís Kjartansdóttir
Barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
okkar og langamma,
Elín Oddný Halldórsdóttir
Einilundi 10a, Akureyri,
lést á Dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 15. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
21. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hennar er bent á minningarkort
Öldrunarheimila Akureyrar eða önnur líknarfélög.
Svanhvít Jónsdóttir Herbert Herbertsson
Elín Anna Guðmundsdóttir Sigurður Gunnarsson
Brynja Guðmundsdóttir
Jóhann Pétur Herbertsson
Guðrún Elín Herbertsdóttir
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Kristín Jóhannsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju 21. janúar kl. 13.00.
Jóhann Sævar Erlendsson Þuríður E. Baldursdóttir
Anna Rósa Erlendsdóttir Guðni Ágústsson
Kristín Erla Guðnadóttir Brynjar Víðisson
Arnar Páll Jóhannsson
Jóhann Baldur Jóhannsson
Magnea Mjöll Ingimarsdóttir