Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 17

Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 17
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 17 Skráning hafin á landsbanki.is Skráning á fjármálakvöld fer fram á landsbanki.is eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000. Verið velkomin. Dagskrá fjármálakvölda 24. jan. Höfðabakki Fjármál heimilisins 7. feb. Akranes Fjárfestingartækifærin 21. feb. Laugavegur 77 Skattamál 6. mar. Mjódd Skattamál 27. mar. Vesturbær Fjárfestingartækifærin 3. apr. Ísafjörður Fjármál heimilisins 10. apr. Fjarðargata, Hafnarfj. Fjárfestingartækifærin Dagskrá fjármálakvölda hefst alltaf kl. 20.00 Efni einstakra námskeiða: Fjárfestingartækifærin Framtíð krónunnar, vaxtamál, útlitið á fjármálamörkuðum. Fjármál heimilisins Rætt er um heimilisbókhald, sparnaðarleiðir, vaxtakjör og hvaða lánamöguleikar henta hverju sinni. Skattamál Sérfræðingar Landsbankans í skattamálum fara yfir skatta- umhverfið á Íslandi, ýmis álitaefni varðandi skattlagningu fjármagnstekna og hagnýt atriði við framtalsgerð. 20 08 rekja til veikinda hans en hann hefur í tólf ár glímt við geðhvarfa- sýki. Ertu ekki bara geðveikur? „Ég hef alltaf talað mjög opinskátt um mín veikindi. Í gegnum tíðina þegar erfið mál hafa verið á döfinni hefur verið reynt að draga trúverð- ugleika minn í efa með því að vísa til þess hve hreinskilinn ég hef verið í tengslum við minn geðsjúk- dóm. Þetta hefur verið gert og var oft gert til dæmis þegar ég vann við dagskrárgerð eða þegar ég beitti mér í málefnum Geðhjálpar. Það þykir hentugt að reyna að kasta rýrð á mig vegna veikindanna. Ef það er svo að aðilar innan Öryrkja- bandalagsins ætla að freista þess sama og gert hefur verið, hvort sem það er vegna greinargerðarinnar sem ég lagði fyrir aðalstjórn um hússjóðinn eða annars sem ég hef sagt, er það lýsandi fyrir þann vanda sem komin er upp innan bandalagsins. Þarna eru einstaklingar sem standa fyrir gamla tíma og verja núverandi fyrirkomulag í búsetu- málum fatlaðra. Ef þeir kjósa að verja þetta fyrirkomulag með því að ýja að því að sá sem berst fyrir breytingum sé ekki með öllum mjalla eru þeir að beita elsta trix- inu í bransanum. Það hefur verið notað á stjórnmálamenn, fjölmiðla- fólk og fleiri í gegnum tíðina. Mér finnst slíkar aðdróttanir þó segja miklu meira um þá sem beita slíkum brögðum en þann sem verið er að benda á,“ segir Sigursteinn og tekur fram að hann sé mjög yfirvegaður yfir þeirri stöðu sem komin sé upp. „Ég veit þó að margir í minni stöðu væru það ekki,“ bætir hann við og brosir kímnislega og ekki verður annað séð en hann líti úr fyrir að vera sallarólegur. Má fólk ekki bara deyja eitt? Í harðorðri greinargerð Sigursteins um málefni þeirra sem búa í Hátúni og starf hússjóðsins, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, ber margt misjafnt á góma. Greint er frá því að dæmi séu um að fólk hafi legið látið inn í íbúðum sínum svo vikum skipti áður en það hefur fundist. Þá er sagt frá því að sum- staðar sé svo bágborin hreinlætis- aðstaða að hreyfihamlað fólk hafi ekki komist í bað svo vikum skipti. Sagt er frá dauðaslysi sem varð eftir að maður með framheilaskaða brenndist í sturtu þar sem ekki voru hitastillar á blöndunartækjunum en úrbótum á því hafði Sigursteinn tvívegis ýtt á eftir. Þessum aðfinnslum svaraði Garðar Sverrisson, fyrrverandi for- maður Öryrkjabandalagsins og núverandi formaður hússjóðsins, þannig til í Fréttablaðinu í vikunni. „Samkvæmt mínum upplýsingum var búið að skipta um hitastýrð blöndunartæki í 200 af 240 íbúðum og fjárveiting komin til að ljúka verkinu þegar þetta hörmulega slys varð síðastliðið sumar. Það breytir ekki því að ef einhver ber hér ábyrgð þá erum það við og engir aðrir,“ segir Garðar. Ummælum Sigursteins um að ekki hafi verið reynt að koma í veg fyrir að fólk lægi látið í íbúðum sínum í langan tíma svaraði Garðar: „Hvað varðar þennan líkfund þá er hann fjarri því að vera einsdæmi í okkar samfélagi en er auðvitað sorglegur eins og aðrir slíkir. En það er ekki upp- byggilegt að nota svona harmleiki til að varpa sök á leigusala sem hefur takmarkað vald til að fylgjast daglega með leigjendum sínum. Við verðum að átta okkur á að hér er um að ræða einkaheimili sjálf- stæðra einstaklinga sem hafa síð- asta orðið um hvort og þá hversu mikla þjónustu, eftirlit og önnur afskipti þeir kjósa.“ Á þessi rök blæs Sigursteinn. „Það er augljóst að einstaklingar í Hátúni hafa ekki verið að fá þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Ef ég skil nýjan formann hússjóðsins rétt, sér hann ekki ástæðu til að gera miklar breytingar. Hann virðist ekki telja ástæðu til að breyta íbúa- samsetningunni í Hátúni ef marka má fréttir, þar sem 300 fatlaðir ein- staklingar búa í sömu fjölbýlishús- unum. Það finnst mér furðulegt þar sem hann hefur til dæmis setið fundi Evrópusamtaka fatlaðra sem og fundi norrænna heildarsamtaka fatlaðra og þar hlýtur hann að hafa hlustað á skýr sjónarmið um að fatl- aðir eigi skýlausan rétt á því að lifa inni í blönduðu samfélagi, taka þátt í því í stað þess að lifa einangraðir á jaðri þess. Það sé jafnrétti sem eigi að berjast fyrir en ekki fyrir því að þeir búi við útskúfun í þar til gerð- um blokkum og í lélegra og minna húsnæði en aðrir gera kröfur um. Það er hugsun sem vikið var frá fyrir um þrjátíu árum annar staðar á Vesturlöndum og hefði auðvitað átt að gerast hér líka. Það er þó rétt hjá honum að það getur komið fyrir að fólk deyi eitt og lítið sé við því að gera. Það er samt annað mál þegar slíkt kemur ítrekað upp innan húsnæðis Öryrkjabandalagisns. Þó að litið sé svo á að Hátún 10 sé fjölbýlishús verður ekki með neinu móti sagt að það sé venjulegt fjölbýlishús. Fólk er valið þar inn með allt öðrum hætti en tíðkast í öðrum slíkum húsum, það þarf að fylla út upplýs- ingar um sína fötlun og aðrar per- sónuupplýsingar, þar eru húsverðir allan sólarhringinn, þar er dyrum læst að nóttu til rétt eins og á stofn- unum. Íbúðir þar eru miklu minni en gengur og gerist og fæstar þeirra uppfylla reglugerðir um hollustu- vernd. Flestir íbúarnir búa einir og það er ein helsta ástæðan fyrir því að meiri líkur eru á því að fólk deyi eitt og sé seinna vitjað en gerist í öðrum húsum. Eftir að upp komst að kona hafði legið látin á herbergi sínu vikum saman árið 2005 kallaði ég alla saman og vildi láta tryggja að þessi staða kæmi ekki upp í félagslegum íbúðum. Því miður brást stjórn hús- sjóðsins ekki við með fullnægjandi hætti. Mér þykir miður að núverandi formaður taki slíka atburði ekki meira alvarlega en marka má á af hans ummælum.“ En er ekki rangt að kenna hússjóðn- um um allt sem miður fer innan íbúða Öryrkjabandalagsins? „Það er alveg rétt að ábyrgðin er ekki aðeins hússjóðsins. Hann hefur tekið við einstaklingum sem kerfið vill ekki eða er ekki tilbúið að þjóna með eðlilegum hætti. Þá verður Hátúnið eins konar endastöð eins og lýst er í greinargerð þjónustu- veitanda,“ segir Sigursteinn og vísar í álitsgerð sem fagfólk vann um lífið í Hátúni að beiðni hans. Niðurstaða þess hóps sem vann skýrsluna var að aðstæður í Hátúni hefðu ekki góð áhrif á fólk og betra væri að útbúa smærri íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun þar sem það hefði meiri tengsl við samfélagið en gerist í Hátúni. „Nær allt það fólk sem ég þekki hefur hrakað við að búa þarna. Það hefur ekki verið að endurhæfast, finna nýjan tilgang, heldur aðeins hrakað.“ En hvað með könnun sem sýndi mikla ánægju meðal íbúa Hátúns? „Þessi könnun sem Félagsvísinda- stofnun gerði er því miður ekki marktæk nema að hluta til. Í fyrsta lagi þá er ekki hægt að leggja fram svona spurningalistakönnun sem framkvæmd er að beiðni hússjóðs- ins. Við skulum athuga það að fólkið sem býr þarna á allt sitt undir hús- sjóðnum. Hitt er að fólkið sem er þarna lítur svo á að það eigi alls ekk- ert val um neitt annað en að vera þarna eða á götunni. Svörin verður því að skoða með hliðsjón að þessu. Það voru þó atriði í könnuninni sem mér þóttu áhugaverð. Til dæmis að 39 prósent svarenda lýstu yfir óánægju með viðhorf starfmanna hússjóðsins gagnvart sér. Þannig að það verður nú ekki sagt að þessi könnun leiði aðeins jákvæðar niður- stöður í ljós. Ég myndi gjarnan vilja að Félags- vísindastofnun gerði aðra könnun þar sem reynt væri að komast nær kjarnanum. Það er jú full ástæða til að kanna aðstæður eins og þær sem eru í Hátúni 10, þá sérstaklega þar sem þetta kunna að vera síðustu blokkir sinnar tegundar í Vestur- Evrópu. Alls staðar annars staðar hefur þetta fyrirkomulag verið lagt niður.“ Ýmsir hafa sagt að framganga þín í þessu máli hafi skaðað Öryrkja- bandalagið? „Ég er bundinn samvisku minni og sannfæringu og þegar svona gerist að varaformaður minn fer gegn mér með þessum hætti og þarna komast til valda aðilar sem ég hef enga ástæðu til að treysta að geri nauð- synlegar breytingar á húsnæðis- kerfinu þá hlýt ég að taka þá ákvörð- un sem ég tók. Ég get ekki annað ef ég hef hagsmuni fatlaðra að leiðar- ljósi. Það er alveg rétt að æðsta skylda formanns Öryrkjabandalagsins er að gæta hagsmuna þess og fatlaðra. Það kann að vera best gert með upp- gjöri til lengri tíma litið, ég mat það svo að það hefði verið óhjákvæmi- legt. Ég ætla ekki að hylma yfir því sem þarna hefur verið að gerast og er að gerast. Þannig vinn ég ekki. Ég á von á því að formenn aðild- arfélaganna séu að fara yfir þá stöðu sem komin er upp og að það fólk sjái það og skilji að mér var nauðugur kostur einn að gera það sem ég gerði. Ég geri mér þó grein fyrir því að í fljótu bragði getur það virkað sem svo að uppsögn mín hafi verið til skaða til skamms tíma litið. Aðal- atriðið er þó hvað kemur út úr þessu uppgjöri, það verður að leiða til þess að Öryrkjabandalagið gangi í gegnum endurnýjun lífdaga og fari að líta til þess sem hefur verið að gerast í nágrannalöndum okkar, til dæmis í Svíþjóð, Danmörku og Fær- eyjum,“ segir hann og brosir þegar síðastnefnda landið er nefnt og úrskýrir að þar hafi gríðarlega gott starf verið unnið í málefnum fatl- aðra sem Íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar. „Nú er ég geng- inn út úr þessu en eins og ég segi þá vona ég að uppgjör mitt verði til þess að fólk innan bandalagsins líti yfir farinn veg og komist að þeirri niðurstöðu að breytingar á því fyr- irkomulagi sem hefur verið viðhaft verði að koma til framkvæmda.“ En hvert liggur leið? „Ég hef nóg að gera,“ segir Sigur- steinn og brosir leyndardómsfullt við spurninguna. „Það eru nokkur verkefni sem ég er að skoða en of snemmt er að segja frá. Það er þó ljóst að ég er ekki að fara yfirgefa málefni sjúkra og fatlaðra. Að þeim málum hef ég unnið af ástríðu og þau orðið stór hluti af mínu lífi. Ég myndi því svíkja sjálfan mig ef ég færi frá þeim verkefnum. Þau eru mörg sem bíða hér heima og erlend- is. Ég finn það að það er eftirspurn eftir geðveikum formanni með reynslu. Þesa dagana hef ég verið að sinna tvíburunum mínum sem verða bráðum fjögurra ára. Þau eru reyndar börn bestu vinkonu minnar en mér finnst ég eiga mikið í þeim. Síðan var ég að fjárfesta í risa- sleggju og kúbeinum. Það vakti nokkra athygli í byggingavöru- versluninni þegar ég stormaði með vopnin að kassanum þar sem ég var spurður hvað ég væri nú að fara að gera af mér. Nú er sem sagt kominn tími fyrir niðurrif í bílskúrnum þannig að það rými verði í framtíð- inni eitthvað annað en bara rusla- kompa!“ Sigursteinn Másson er fæddur 11. ágúst árið 1967. Hann hefur víða komið við á starfsferlinum, meðal annars unnið sem fréttamaður, við dagskrárgerð, verið formaður Geðhjálpar og hefur nú nýlátið af störfum sem formaður Öryrkja- bandalags Íslands. Hann er giftur Caio Namur Milreu og á þriggja ára tvíbura. SIGURSTEINN Hússjóður Öryrkjabandalagsins nefnist Brynja. Sjóðurinn er sjálfs- eignarstofnun, stofnaður 22. febrúar 1966. Hlutverk sjóðsins er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir. Tekju- stofn sjóðsins frá upphafi er leigu- tekjur og frá árinu 1987 til viðbótar framlag frá Öryrkjabandalagi Íslands sem úthlutar Brynju - Hússjóði ágóðahlut af Íslenskri getspá. Sjóð- urinn á nú um 640 íbúðir. Meirihluti þeirra er á höfuðborgarsvæðinu, þar af 240 í Hátúni 10. HÚSSJÓÐUR ÖRYRKJABANDAGLSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.