Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 26

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 26
MENNING 6 E r ekki orðið svo mikið af auðugum íslenskum athafna mönnum í London?“ spurði starfs- maður Christie’s nýlega. „Við förum örugglega bráðum að sjá íslenska listamenn á uppboðunum hér í London.“ Og mikið rétt, það er þegar farið að gerast: verk eftir Ólaf Elíasson var boðið upp ásamt norrænum verkum í London á liðnu ári. Jöklasería hans var seld á 142 þúsund pund – met- verð fyrir verk Ólafs á uppboði. Nú þegar efnahagsuppsveiflan tekur dýfu gæti orðið bið á að metið verði slegið þó það sé ekki víst: aldrei hafa jafnmargir átt mikið fé sem þeir eru fúsir að leggja í list. Í síðustu uppsveiflu, sem lauk uppúr 1990, voru mörg met slegin – verð á uppboðum um mitt síðasta ár voru 18 prósentum hærri en verð sem fengust 1990 þegar verð reis hæst áður en það fór að dala. Það sem einkennir verðhækkan- ir listaverka undanfarin misseri er að ný lönd eru komin á listakortið. Verk eftir rússneska, kínverska, indverska og suðurameríska lista- menn eru allt í einu í háum kúrsi. Skýringin er einföld: það er orðið nóg af auðmönnum frá þessum löndum til að kaupa verk landa sinna. Þá er ekki að sökum að spyrja: verðið hækkar. Hátt verð þýðir þó ekki að list sé almennt dýr. Helmingur samtíma- listar sem selst í Evrópu fer á undir 100 þúsund krónum. Og það er því ekki vonlaust að safna list þrátt fyrir fréttir um ofurverð – þá er bara að finna þá sem hafa enn ekki vakið athygli. Nýir listaspútnikkar Nýmælið í uppsveiflu verðs á lista- verkum eru tvímælalaust lista- menn frá löndum sem hafa ekki verið með á landakorti samtíma- listar. Samtíma listamenn frá Rúss- landi standa á góðum grunni þar sem list eftir byltinguna hefur þegar eignast sína kafla í listasögunni. Áður voru listamenn þar aðþrengdir og ofsóttir en nú blómstrar samtímalistin þar og verðið á einstökum listamönnum hefur líka þegar þotið rækilega upp. Moskva er önnur stærsta borg Evrópu, á eftir London, en þar eru hins vegar hlutfallslega fleiri millj- arðamæringar en um getur annars staðar, nema kannski í Reykjavík. Listalíf Moskvu hefur þrifist marg- víslega á auðnum: þrjú af fimm helstu galleríunum voru stofnuð af eiginkonum auðmanna og starfs- menn Christie’s halda fyrirlestra þar um hvernig eigi að byggja upp listasafn. Á seinni hluta 20. aldar var sam- tímalist litin hornauga og þreifst neðanjarðar eða listamenn urðu landflótta. Konseptlistamaðurinn Ilya Kabakov (f. 1933), sem er Íslendingum kunnur eftir sýningu á Listasafni Reykjavíkur 2006, varð reyndar ekki landflótta en flutti til New York 1992 eftir að hafa búið hér og þar á Vesturlöndum frá 1987. Verk Kabakovs eru nú sýnd í Moskvu og margir af hans kynslóð eru í miklum metum. Það eru ekki bara landar sem kunna að meta verk hans: árið 2000 taldi ArtNews hann í hópi tíu mætustu listamanna samtímans. Þó hann sé þekktasti núlifandi rússneski listamaðurinn og verk hans seljist fyrir hundruð milljóna króna án hjálpar rússneska markaðarins – teikningar eftir hann seljast á 400 þúsund krónur og uppúr – eru verk hans sýnd og seld í Moskvu. Fyrsta kínverska samtímalistasafnið Samtímalist í Kína á sér allt aðra sögu því hún hefur þróast út frá vestrænni list, sem á sér ekki hlið- stæðu í kínverskri list, með tilvísun- um í kínverska hefð. Hún á upptök sín á 8. áratugnum meðal listamanna sem voru í andófi við ríkjandi hug- myndafræði og voru litnir hornauga af kerfi sem gerði allt til að halda aftur af samtímalistinni. Ritskoðunar gætir í listum eins og á öðrum svið- um í Kína svo listalífið þar á undir högg að sækja þegar um er að ræða list með pólitískar skírskotanir. Til skamms tíma var ekki neitt samtímalistasafn í Kína en nú er komið slíkt safn í Peking, kennt við Ullens. Belgíski baróninn Guy Ullens hefur auðgast á matvinnslu- fyrirtækjum sem hann hefur selt til að koma á fót listamiðstöð í gamalli verksmiðju sem var teiknuð af þýskum arkitekt af Bauhaus-skól- anum og endurbyggð af franska arkitektinum Jean-Michel Wilmotte. Miðstöðin hýsir um 100 gallerí, bæði kínversk og útlend, auk bókabúða og kaffihúsa. Miðstöðin á að safna upplýsingum um kínverska sam- tímalist og koma henni á framfæri á fjölbreyttan hátt. Áhuga Ullens má rekja til þess að faðir hann var í utanríkisþjónust- unni og bjó í Kína á 4. áratugnum. Ullens byrjaði að safna gamalli kín- verskri list og eldri list, átti meðal annars safn vatnslitamynda eftir enska listamanninn Turner (1775- 1851) sem hann seldi á uppboði í fyrra fyrir rúman milljarð til að leggja í listamiðstöðina sem hýsir líka safn 1.500 kínverskra nútíma- verka sem Ullens og Myriam kona hans hafa safnað. Ullens hefur lýst því yfir að hann vilji koma á framfæri breiðu úrvali af því besta sem kínversk samtíma- list hafi upp á að bjóða – ekki veiti af kynningu því aðeins örfáir kín- verskir listamenn hafi náð alþjóð- legri athygli og ofurverði sem gefi engan veginn mynd af hræringum þar. Ef Ullens fær að starfrækja miðstöðina í friði verður hún án efa þungamiðja kínverskrar samtíma- listar og kynningar hennar heima og heiman. Bretland: athafnaskáld og há verð Charles Saatchi hóf að safna verk- um eftir unga breska listamenn samhliða því að hann byggði upp alþjóðlega auglýsingaskrifstofu með bróður sínum Maurice. Saatchi fæddist í Bagdad 1943 en ólst upp í London og þar opnuðu þeir bræður auglýsingastofu 1970. Fimmtán árum síðar var þetta orðið alþjóð- legt veldi með rúmlega 600 stofur um allan heim. Stofan var einn af birtingarmynd- um uppgangsins á 9. áratugnum og þá um leið breska samtímalistin sem Saatchi hóf að safna. Menn þreyttust ekki á að býsnast yfir milljónunum sem hann greiddi fyrir óuppbúna rúmið hennar Trac- ey Emin, sundurskorinn hákarl Damien Hirst og limlesta tindáta Dino og Jake Chapman. Verkunum kom hann fyrir í sýningarskála í Swiss Cottage í Norður-London og þangað þyrptust listunnendur til að berja augum það nýjasta nýja í breskri list – list sem var svo ný að hún var ekki komin á söfnin. Safn Saatchis ýtti örugglega á Tate-safn- ið að stofna Tate Modern svo segja má að arfleifð Saatchis sé ekki Margir af þeim sem hafa auðg- ast í síðustu uppsveiflu hafa notað peningana til að safna list.“ HVAÐ RÆÐUR VERÐI LISTAVERKA: GÆÐIN – EÐA EFNAHAGUR LANDA LISTAMANNA? Í uppsveifl unni tóku auðugir menn að sinna söfnun og miðlun lista- verka með áberandi hætti. Tengsl auðs og listsöfnunar hafa lengi verið mikil og mörg stór söfn eru til sem byggja á listaáhuga atvinnurekenda. Hér á landi má minna á safn Þorvalds í Síld og fi sk og Ingibjargar konu hans, safn Markúsar Ívarssonar, safn Ragnars Jónssonar í Smára og Bjargar konu hans, safn Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar. En hvað er nú á seyði ef litið er á heimsmarkaðinn og heimamarkað myndlistar á Vesturlöndum? MYNDLIST SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Kona skeiðar fram hjá þrískiptu málverki eftir írska málarann Francis Bacon sem hann málaði á árunum 1974-1977 í minn- ingu ástmanns síns. Verkið verður selt á uppboði Christie´s- uppboðshússins í London 7. febrúar og er talið víst að það seljist fyrir hæsta verð sem goldið hefur verið fyrir verk listmálara frá bresku eyjunum. MYND: AFP PHOTO/JOHN ENOCH
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.