Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 28

Fréttablaðið - 20.01.2008, Page 28
MENNING 8 Í slenskt leikið efni varð fágæti í sjónvarpi hér á landi strax upp úr 1980. Þegar Stöð 2 komst í gang 1986 jókst veru- lega hlutur innlends efnis en minnst af því var leikið, margt leik- araskapur af ýmsu tagi: léttmeti. Þessar tvær stöðvar bitust ekki um að framleiða leikið efni, raunar var líkast því að þær forðuðust það og báru gjarnan við peningaleysi. Tilkoma aukinnar og nýrrar sam- keppni á sjónvarpsmarkaði 1996 leiddi til aukins framboðs en allt var það undir öðrum merkjum: aftur einhvers konar leikaraskapur, veruleikasjónvarpið hvolfdist yfir landsmenn. Með nýrri öld tóku að sjást merki þess að eitthvað væri að gerast: Fóstbræður, Stelpurnar, slíkir stuttir sketsaþættir runnu slóð hins aldurhnigna Spaugstofugengis og tilraunir hófust að gera íslensk sit- com: Fornbókabúðin, Kallakaffi, Reykjavíkurnætur reyndust allar falla í grýtta jörð, en voru samt mikilvægir hlekkir í keðju sjón- varps hér á landi. Höfundum tókst ekki að ná hylli sjónvarpsáhorfenda í hinu vandmeðfarna formi sitcom- þátta enda var barist við háþróaðan iðnað breskra og bandarískra fram- leiðanda; Seinfeld og Friends, Cheers og Frasier voru yndi sjón- varpsneytenda. Skjótur framgang- ur Skjásins var aftur sönnun þess að markaðinn hungraði eftir innlendu efni. Vatnaskil Allir litir hafsins 2006 verða að telj- ast einhvers konar kaflaskil í þess- um efnum. Það tók fimm ár að koma þriggja þátta röð í framleiðslu. Framleiðendurnir máttu á endan- um treysta á erlent fjármagn svo hún yrði til, og til að hafa varann á var efnið klippt í bíómynd sem sýna má í sjónvarpi erlendis. Röðin var sýnd í sænska sjónvarpinu á kjör- tíma og náði ágætri athygli. Harkaleg umræða um fjölmiðla á Alþingi sem fór um allt samfélagið, og samfara því umdeilt frumvarp um breytingu á rekstrarformi Rík- isútvarpsins, hafði sitt að segja. Eigendaskipti á Íslenska útvarpsfé- laginu – Stöð 2 – leiddu til stefnu- breytingar þar á bæ og tók að rofa til um framleiðslu á leiknu efni. Kvikmyndaiðnaðurinn gekk enda í gegnum tæknilega endurnýjun og framleiðslutækin urðu ódýrari, ný kynslóð krafta var komin til sögunnar. Þórhallur Gunnarsson hafði getið sér gott orð sem dagskrárgerðar- maður á RÚV og Stöð 2 þar sem hann starfaði, þegar Páll Magnús- son réði hann til starfa á RÚV en hann tók þar við starfi dagskrár- stjóra innlends efnis í apríl síðast- liðnum. Hann lýsti þegar yfir vilja sínum til að auka hlut leikins efnis og til að styrkja hlut sjónvarpsins í framleiðslu sjálfstæðra framleið- anda fyrir sjónvarpið leitaði hann til einkaaðila og gerði umdeildan samning við Ólafsfell, fyrirtæki í eigu Björgólfs Guðmundssonar sem mun á næstu þremur árum leggja til drjúga fjármuni til fram- leiðslu leikins efnis – 50 milljónir á ári næstu þrjú árin. Hitt haustsins Samkeppnisaðilar hjá 365 sem rekur Stöð 2 voru þá þegar teknir að undirbúa leiknar þáttaraðir: í tíð Heimis Jónassonar dagskrárstjóra þar var tekin ákvörðun um fram- leiðslu á Næturvaktinni, sem sýnd var fyrri hluta vetrar við frábærar undirtektir. Þættirnir voru nánast sitcom, en ekki teknir í veri heldur á raunverulegri bensínstöð í Reykjavík og höfðu því yfirbragð dýrari framleiðslu. Það var Saga Film sem vann þættina fyrir Stöð 2. Þeir komu síðan út fyrir fáum vikum á diskum og seldust í yfir tuttugu þúsund eintökum. Saga Film vann einnig í fyrrasumar sér- pantaða þáttaröð, Pressuna, sem nú skemmtir áskrifendum Stöðvar 2 og hefur Ríkisútvarpið legið undir ámæli fyrir að vera seinna á ferð- inni í framleiðslu leikins efnis en áskriftarstöðin. Þriðji stóri aðilinn á markaði sjónvarpsefnis, Skjárinn, hefur farið sér hægt í framleiðslu á leiknu efni: þættirnir um Silvíu Nótt voru framleiddir í þremur syrpum og urðu alls 25 á árunum 2005 til 2006, Sigtið var framleitt í tveimur syrp- um og urðu þeir alls sextán árið 2006, þættirnir um Venna Páer urðu alls átta sama ár. Kristjana Thors, dagskrárstjóri á Skjá einum, segir að þar hafi verið hugsað fyrir þátt- töku í þeirri miklu samkeppni sem blasi við um áhorfendur og auglýs- ingafé. „Við erum minnsta stöðin á þessum markaði og getum ekki keppt við þá stóru um fjölda þáttaraða á dagskránni,“ segir hún. Þar hafa menn einkum litið til þró- unar á íslenskum gamanþáttum og eru fleiri en einn slíkur á teikni- borðinu. Bæði Venni Páer og Sigtið fengu styrki úr sjóðum Kvikmynda- miðstöðvar. Kristjana segir þróun beinast að röðum sem séu 8-10 þætt- ir, en fjármögnun sé erfið og sækja verði fjármagn í einkageirann auk opinberra styrkja. Hún gerir ekki ráð fyrir að leikið innlent efni sjáist á Skjánum fyrr en í byrjun árs 2009. „Þetta er spennandi þróun,“ segir „Sæll“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri. Lungann úr vetrardagskrá RÚV næstu árin verður leikið efni í hverri viku. Kristjana Thors dagskrárstjóri Skjás 1. Atriði úr Manna- veiðum – þáttaröð sem RUV sýnir á páskum og er í fjórum hlutum sem hver er nærri 45 mínútum. Ólafur Darri Ólafsson, Atli Rafn Sigurðarson og Gísli Örn Garðars- son, ásamt ungri konu í hlutverki lögregluþjóns. MYND/REYKJAVÍK FILMS. ÁR SERÍUNNAR Lengi máttu íslenskir sjónvarpsáhorfendur bíða eftir því að þátta- raðir færu í gang á ís- lenskum stöðvum sem væru í líkingu við leikið efni frá nálægum þjóð- um. Nýir menn og breytt stefna á sjónvarpsstöðv- unum þremur sem bjóða upp á slíkt efni að megin- hluta varð sýnileg á þessu hausti. Í samtölum við ábyrgðaraðila í íslenskum kvikmynda- og sjónvarps- iðnaði er ljóst að ekki verður aftur snúið. SJÓNVARP PÁLL BALDVIN BALDVINSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.