Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 28
MENNING 8 Í slenskt leikið efni varð fágæti í sjónvarpi hér á landi strax upp úr 1980. Þegar Stöð 2 komst í gang 1986 jókst veru- lega hlutur innlends efnis en minnst af því var leikið, margt leik- araskapur af ýmsu tagi: léttmeti. Þessar tvær stöðvar bitust ekki um að framleiða leikið efni, raunar var líkast því að þær forðuðust það og báru gjarnan við peningaleysi. Tilkoma aukinnar og nýrrar sam- keppni á sjónvarpsmarkaði 1996 leiddi til aukins framboðs en allt var það undir öðrum merkjum: aftur einhvers konar leikaraskapur, veruleikasjónvarpið hvolfdist yfir landsmenn. Með nýrri öld tóku að sjást merki þess að eitthvað væri að gerast: Fóstbræður, Stelpurnar, slíkir stuttir sketsaþættir runnu slóð hins aldurhnigna Spaugstofugengis og tilraunir hófust að gera íslensk sit- com: Fornbókabúðin, Kallakaffi, Reykjavíkurnætur reyndust allar falla í grýtta jörð, en voru samt mikilvægir hlekkir í keðju sjón- varps hér á landi. Höfundum tókst ekki að ná hylli sjónvarpsáhorfenda í hinu vandmeðfarna formi sitcom- þátta enda var barist við háþróaðan iðnað breskra og bandarískra fram- leiðanda; Seinfeld og Friends, Cheers og Frasier voru yndi sjón- varpsneytenda. Skjótur framgang- ur Skjásins var aftur sönnun þess að markaðinn hungraði eftir innlendu efni. Vatnaskil Allir litir hafsins 2006 verða að telj- ast einhvers konar kaflaskil í þess- um efnum. Það tók fimm ár að koma þriggja þátta röð í framleiðslu. Framleiðendurnir máttu á endan- um treysta á erlent fjármagn svo hún yrði til, og til að hafa varann á var efnið klippt í bíómynd sem sýna má í sjónvarpi erlendis. Röðin var sýnd í sænska sjónvarpinu á kjör- tíma og náði ágætri athygli. Harkaleg umræða um fjölmiðla á Alþingi sem fór um allt samfélagið, og samfara því umdeilt frumvarp um breytingu á rekstrarformi Rík- isútvarpsins, hafði sitt að segja. Eigendaskipti á Íslenska útvarpsfé- laginu – Stöð 2 – leiddu til stefnu- breytingar þar á bæ og tók að rofa til um framleiðslu á leiknu efni. Kvikmyndaiðnaðurinn gekk enda í gegnum tæknilega endurnýjun og framleiðslutækin urðu ódýrari, ný kynslóð krafta var komin til sögunnar. Þórhallur Gunnarsson hafði getið sér gott orð sem dagskrárgerðar- maður á RÚV og Stöð 2 þar sem hann starfaði, þegar Páll Magnús- son réði hann til starfa á RÚV en hann tók þar við starfi dagskrár- stjóra innlends efnis í apríl síðast- liðnum. Hann lýsti þegar yfir vilja sínum til að auka hlut leikins efnis og til að styrkja hlut sjónvarpsins í framleiðslu sjálfstæðra framleið- anda fyrir sjónvarpið leitaði hann til einkaaðila og gerði umdeildan samning við Ólafsfell, fyrirtæki í eigu Björgólfs Guðmundssonar sem mun á næstu þremur árum leggja til drjúga fjármuni til fram- leiðslu leikins efnis – 50 milljónir á ári næstu þrjú árin. Hitt haustsins Samkeppnisaðilar hjá 365 sem rekur Stöð 2 voru þá þegar teknir að undirbúa leiknar þáttaraðir: í tíð Heimis Jónassonar dagskrárstjóra þar var tekin ákvörðun um fram- leiðslu á Næturvaktinni, sem sýnd var fyrri hluta vetrar við frábærar undirtektir. Þættirnir voru nánast sitcom, en ekki teknir í veri heldur á raunverulegri bensínstöð í Reykjavík og höfðu því yfirbragð dýrari framleiðslu. Það var Saga Film sem vann þættina fyrir Stöð 2. Þeir komu síðan út fyrir fáum vikum á diskum og seldust í yfir tuttugu þúsund eintökum. Saga Film vann einnig í fyrrasumar sér- pantaða þáttaröð, Pressuna, sem nú skemmtir áskrifendum Stöðvar 2 og hefur Ríkisútvarpið legið undir ámæli fyrir að vera seinna á ferð- inni í framleiðslu leikins efnis en áskriftarstöðin. Þriðji stóri aðilinn á markaði sjónvarpsefnis, Skjárinn, hefur farið sér hægt í framleiðslu á leiknu efni: þættirnir um Silvíu Nótt voru framleiddir í þremur syrpum og urðu alls 25 á árunum 2005 til 2006, Sigtið var framleitt í tveimur syrp- um og urðu þeir alls sextán árið 2006, þættirnir um Venna Páer urðu alls átta sama ár. Kristjana Thors, dagskrárstjóri á Skjá einum, segir að þar hafi verið hugsað fyrir þátt- töku í þeirri miklu samkeppni sem blasi við um áhorfendur og auglýs- ingafé. „Við erum minnsta stöðin á þessum markaði og getum ekki keppt við þá stóru um fjölda þáttaraða á dagskránni,“ segir hún. Þar hafa menn einkum litið til þró- unar á íslenskum gamanþáttum og eru fleiri en einn slíkur á teikni- borðinu. Bæði Venni Páer og Sigtið fengu styrki úr sjóðum Kvikmynda- miðstöðvar. Kristjana segir þróun beinast að röðum sem séu 8-10 þætt- ir, en fjármögnun sé erfið og sækja verði fjármagn í einkageirann auk opinberra styrkja. Hún gerir ekki ráð fyrir að leikið innlent efni sjáist á Skjánum fyrr en í byrjun árs 2009. „Þetta er spennandi þróun,“ segir „Sæll“ Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri. Lungann úr vetrardagskrá RÚV næstu árin verður leikið efni í hverri viku. Kristjana Thors dagskrárstjóri Skjás 1. Atriði úr Manna- veiðum – þáttaröð sem RUV sýnir á páskum og er í fjórum hlutum sem hver er nærri 45 mínútum. Ólafur Darri Ólafsson, Atli Rafn Sigurðarson og Gísli Örn Garðars- son, ásamt ungri konu í hlutverki lögregluþjóns. MYND/REYKJAVÍK FILMS. ÁR SERÍUNNAR Lengi máttu íslenskir sjónvarpsáhorfendur bíða eftir því að þátta- raðir færu í gang á ís- lenskum stöðvum sem væru í líkingu við leikið efni frá nálægum þjóð- um. Nýir menn og breytt stefna á sjónvarpsstöðv- unum þremur sem bjóða upp á slíkt efni að megin- hluta varð sýnileg á þessu hausti. Í samtölum við ábyrgðaraðila í íslenskum kvikmynda- og sjónvarps- iðnaði er ljóst að ekki verður aftur snúið. SJÓNVARP PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.