Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 76
MENNING 56
G
rigory Pasko vinnur oftast einn
án verndar gegn stöðugum hót-
unum. Með því að skrifa um
ástand mannréttinda og umhverf-
ismála í Rússlandi í dag tekur
hann mikla áhættu. Hann hefur starfað sem
blaðamaður undanfarin tuttugu og fimm ár
og upplifað miklar breytingar í kjölfar Per-
estrojku Gorbatsjovs og falls Sovétríkjanna,
þíðu og aukið frelsi fjölmiðla og síðan aftur
hertar reglur í ríki Pútíns.
Pasko fæddist í Úkraínu árið 1962 og
stundaði nám í blaðamennsku við herflota-
háskólann í Lvov. Hann flutti til Valdivostok
og skrifaði fyrir flotablaðið Vojeva Vachta
(Varðturninn). Í október 1997 var hann hand-
tekinn við heimkomu frá Japan og sakaður
um njósnir. Sannleikurinn var sá að Pasko
hafði kvikmyndað starfsmenn rússneska
flotans varpa kjarnorkuúrgangi í hafið þrátt
fyrir alþjóðlegt bann við því. Í kjölfarið var
honum varpað í fangelsi en sleppt árið 2003
en þó aðeins skilorðsbundið. Hann var svipt-
ur gráðum sínum hjá flotanum og margar
lygar birtar um hann sem „svikara og
njósnara“ í opinberum fjölmiðlum. Nú berst
hann fyrir máli sínu hjá mannréttindadóm-
stólnum í Strassbourg.
Grigory Pasko hefur m.a. fengið Human
Rights Watch verðlaun árið 2002 og í sept-
ember 2007 hlaut hann þýsku friðarverð-
launin sem kennd eru við rithöfundinn Erich-
Maria Remarque. Í yfirlýsingu dómnefndar
sagði að Pasko hlyti verðlaunin fyrir bók
sína Rauða svæðið og vegna þess að hann
væri „virkur baráttumaður frelsis og mann-
réttinda“.
Bókin Rauða svæðið fjallar um dvöl Pask-
os í fangelsi og vinnubúðum norðvestur af
Vladivostok. Hún byggir að stórum hluta á
dagbók sem hann skrifaði með örsmárri
skrift á ýmsa miða. Sagan minnir um margt
á bók Solschenitsyns, Dagur í lífi Iwans Den-
issowits. Pasko segir frá ómanneskjulegum
aðstæðum og yfirvöldum. Hvernig 35 menn
skiptust á að sofa í hörðum rúmum í þröng-
um klefa þar sem lífið var háð geði yfir-
manna og varða. Pasko veiktist og skilaboðin
frá lögfræðingum, þegar þeir loks fengu að
koma til hans, voru ekki uppörvandi. Hann
skrifar um angist, von og algera örvæntingu
á mjög ljóðrænan og sterkan hátt. Lýsingar
hans á lofti eða fremur skorti á því í yfirfull-
um fangaklefum eru oft yfirþyrmandi og
ekki auðveldar aflestrar. Aftur á móti er ein-
lægni höfundar og hugleiðingar um lífið og
manneskjurnar fullar lífi og kímnigáfu. Létt-
ur og lifandi stíll Paskos er eflaust ein af
ástæðum þess að bókin hefur hlotið góðar
viðtökur í Þýskalandi. Nú er verið að þýða
bókina á ensku og fyrirhugaðar útgáfur á
fleiri tungumálum. Hann skrifaði einnig
aðra bók um lífið í fangelsi sem heitir Hun-
angskakan. Bæði verkin voru prentuð í einni
bók á rússnesku fyrir tveimur árum. En
flutningabíllinn sem ók öllu upplaginu úr
prentsmiðjunni „hvarf“ ofan í stórfljót á
leiðinni til Moskvu. Þannig misstu lesendur í
Rússlandi af því að fá að lesa sögur Paskos
úr fangelsi Rússlands í dag. Áhrifaríkar frá-
sagnir sem gætu allt eins verið frá tímum
Dostojevskís eða úr Gúlagi Stalíns.
Í Stokkhólmi talaði Pasko meðal annars á
fundi á vegum Amnesty um líf hundraða
þúsunda fanga í Rússlandi í dag og „steinald-
arstig“ reglnanna sem þar gilda. „Fangar
mega til dæmis aðeins hringja heim fjórum
sinnum á ári,“ sagði hann.
Við setjumst niður saman eftir kvöldfund-
inn hjá Amnesty og ég get ekki stillt mig um
að kvarta yfir einum fundargesta: Rúss-
neskumælandi konu sem stöðugt spurði
Pasko frekjulega eins og hann væri í yfir-
heyrslu. Pasko lítur á mig öruggur og segir:
„Þessi kona var frá leyniþjónustunni, FSB.“
Ertu viss?
„Já,“ segir hann án þess að brosa: „Þegar
ég er í útlöndum að tala, til dæmis í Banda-
ríkjunum, þá skoða ég hópinn og get alltaf
séð strax hverjir eru frá sendiráði Rússlands
eða FSB.“
Ertu ekki hræddur við að halda áfram að
skrifa?
„Ég skrifa um staðreyndir. Fyrir mig er
bara til eitt yfirvald og það er sannleikurinn.
Ég er ekki meðlimur í neinum stjórnmála-
flokki eða nokkrum samtökum. Það sem ég
geri og hef verið að gera þessi tuttugu og
fimm ár sem ég hef starfað sem blaðamaður
er að segja sannleikann.“
Eftir dvölina í fangelsi og vinnubúðum var
þér boðið að ritstýra tímariti fyrir fanga.
Hvernig stóð á því?
„Það var viðskiptajöfur í Moskvu sem
langaði til að leggja peninga í þannig blað og
þá var farið að leita að blaðamanni með
háskólamenntun, reynslu af ritstjórn og sem
hafði setið í fangelsi. Og ég var eini maður-
inn sem kom til greina. Ég ritstýrði þessu
tímariti í eitt ár og það naut mikilla vinsælda
meðal fanga. Þeir sendu okkur sögur, ljóð og
annað í þúsundatali. En eftir eitt ár var blað-
ið skyndilega lagt niður.“
Pasko starfaði síðan á blaðinu Novaya
Gazeta og deildi skrifstofu með Önnu Polit-
kovskaju í þrjú ár. Þau ferðuðust oft saman
um Rússland eða til útlanda: „Síðan var ég
ritstjóri tímaritsins Ecologia i Pravo. Tíma-
ritið, sem var fjármagnað með erlendu fé,
fjallaði um umhverfismál og mannréttindi.
En vegna hinna nýju laga um óháð félaga-
samtök sem komu í veg fyrir erlenda fjár-
mögnun varð ég að leggja blaðið niður vorið
2007.“
Nú birtast greinar Paskos um Rússland á
ensku á internetinu. Jafnvel þótt hann skrifi
um grafalvarleg efni þá er stíll hans oft
skemmtilega írónískur og hittinn. Allar
greinar hans má lesa á blogginu: www.
robertamsterdam.com
Nú ertu að skrifa um gasleiðsluna sem
Nord Stream áætlar að leggja gegnum
Eystrasalt.
„Já, ég kvikmynda líka og tek viðtöl við
fólk í löndunum sem þetta verkefni snertir.“
Er það ekki líka hættulegt, hið ríkisrekna
Gasprom á jú 51 prósent í verkefninu?
„Ef ég skrifa um það að gamlar ömmur í
Rússlandi fái ekki gas inn í húsin sín þar sem
leiðslan er lögð, þrátt fyrir að þeim hafi
verið lofað því, þá er það ekki hættulegt.
En..“ segir hann alvarlegri: „Ef ég fer að
grafast fyrir um það hvers vegna kostnaður
við leiðsluna hefur margfaldast frá því
fyrstu áætlanir voru kynntar, já, þá getur
það orðið hættulegt fyrir mig.“
Æ færri blaðamenn í Rússlandi vinna eins
og þú?
„Þeir eru enn til eins og til dæmis Andrey
Novonkov frá Ribinsk. Það eru um það bil
einn eða tveir þannig blaðamenn í hverjum
landshluta og auðvitað fleiri í Moskvu.
Pasko skiptir nú um umræðuefni: „Ég hef
tekið eftir því í Rússlandi að í fyrsta lagi er
verið að setja æ fleiri fyrrverandi KGB
menn á dómarastóla. Annað sem ég hef tekið
eftir er að gömlum prófessorum og deildar-
stjórum í háskólunum er hent út og KGB-
menn settir í staðinn. Stjórnendur og stjórn-
ir háskóla og stofnana eru að fyllast af þeim
sem eru hliðhollir Pútín.“
Og hvað gera þeir?
„Þeir eru að endurrita skólabækurnar.
Ekki bara söguna. Þeir breyta áherslum.“
Hvernig?
„Á níunda áratugnum kom bylgja af nýjum
lögum um frjálsara markaðskerfi í Rúss-
landi, sem komu í staðinn fyrir gömlu sov-
ésku lögin. En um leið og Pútíntímabilið
hófst fóru þeir að „lagfæra“ þessi lög. Þess-
ar breytingar eru ekki slæmar af því að þær
séu vondar heldur vegna þess að þær eru
lögfræðilega slæmar. Þeir byrjuðu á breyt-
ingum en nú eru þeir farnir að henda þessum
tuttugu ára gömlu lögum og einfaldlega
semja ný sem henta þeim. Og þetta geta þeir
gert vegna þess að Dúman er algerlega undir
valdi þeirra.“
Og hvað er svona slæmt við þessi nýju lög?
„Til dæmis nýju lögin um ferðir til og frá
Rússlandi, innflytjendalög. Þeir bættu aðeins
einni grein við.
HELVÍTI Á JÖRÐ
Staða frjálsra fjölmiðla í Rússlandi veldur víða áhyggjum en hags-
munaaðilar tengdir ríki og valdablokkum í landinu hafa tangarhald
á fjölmiðlum.
FJÖLMIÐLAR HELGA BREKKAN
Kunnur baráttu-
maður fyrir ritfrelsi
í Rússlandi Pútíns,
Grigory Pasko.
M
YN
D
: H
EL
G
A
B
RE
KK
A
N