Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 78

Fréttablaðið - 20.01.2008, Síða 78
MENNING 58 Hún hljóðar svona: „Þeim sem sækir um vegabréfsáritun má neita ef viðkomandi hefur skrifað eða sagt eitthvað niðrandi um Rússland eða stjórn þess.“ Rúmlega þrjátíu erlendum blaðamönnum hefur verið neitað um vegabréfsáritun í skjóli þessarar nýju greinar laganna. Ástæðan sú að þeir hafa ein- hvern tíma skrifað grein sem stjórnvöldum er ekki að skapi. Nýjasta dæmið er Natalia Morar sem bjó og vann í Moskvu en var neitað um að koma inn landið í desember. Hún er enn í Moldavíu og ekkert gerist í hennar máli og á meðan heldur hún áfram að búa hjá móður sinni í Moldavíu.“ Hvað gerist með erlenda blaðamenn í Rússlandi? „Vinur minn Boris Reichester í Moskvu skrifar fyrir þýska vikuritið Focus. Lögregl- an lemur hann af og til.“ Hvernig þá? „Þeir handtaka hann, fara með hann á stöð- ina og berja hann hressilega. Síðan er honum sleppt. Ég hef tekið eftir því að þýsku blaða- mennirnir virðast vera þeir sem eru hvað hugrakkastir í skrifum sínum. Það er almennt vitað að Pútín elskar Þýskaland og því mun enginn þora að reka þýska blaðamenn frá Rússlandi. Af því „okkur líkar Þýskaland“ er minni hætta á því að þeim verði kastað út, þeir eru bara lamdir af og til. Þetta var bara eitt dæmi um nýju lögin,“ heldur Pasko ákveðinn áfram: „Það eru önnur lög sem eru algerlega hræðileg og þau eru kölluð andsvarslög gegn hryðjuverkum og hryðjuverkastarfsemi.“ Hvernig virka þau? „Ef ég til dæmis skrifa að Pútín sé þjófur og slæmur fyrir Rússland og sé að láta myrða Rússa og hafi hafið glæpsamlegt stríð í Tsjet- sjeníu, þá er hægt að ákæra mig samkvæmt þessum nýju lögum fyrir hryðjuverk og dæma í fangelsi.“ En nú birtast skrif þín bara á netinu á ensku. Er það ekki öruggara? „Anna (Politkovskaja) hélt hún væri óhult vegna þess að hún væri þekkt á Vesturlöndum en svo reyndist ekki. (Anna var myrt fyrir utan heimili sitt í Moskvu árið 2006.) Pútín hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði að hún væri ekki þekkt í Rússlandi. Þegar hún var myrt var hún að vinna að grein um fjármála- starfsemi sem tengdist stríðinu í Tsjetsjeníu og þá var greinilega tekin ákvörðun um að taka hana af lífi. Og ég veit að ef þeir ákveða að stöðva mig þá munu þeir ekki vara mig við.“ Heldur? „Heldur drepa mig beint.“ Nú þegjum við um stund því það er ekkert hægt að segja, þar til Pasko segir: „Skrifaðu vinsamlegast ekki í greinina þína það sem franskur blaðamaður gerði um daginn.“ Hvað skrifaði hann? „Að ég birti greinar mína á and-rússnesku síðunni www.robertamsterdam.com. Þetta er ekki and-rússneskt heldur bara staður þar sem nýjustu greinar, kvikmyndir og upplýs- ingar um það sem er að gerast í Rússlandi birtast á fimm tungumálum. Ég hef verið beðinn um að skrifa greinar í rússnesk blöð undir dulnefni en það vil ég ekki.“ Nú hefur fjöldi Rússa yfirgefið landið. Hefur þú ekki hugleitt það? „Ef fjölskyldu minni verður hótað þá mun ég gera það. En ég er blaðamaður og Rússland og rússneska er mitt mál. Þetta er stórt land og svo mikið meira en bara Pétursborg og Moskva. Þótt ég skrifi núna fyrir þessa net- síðu þar sem greinar mínar birtast á ensku þá er ég alltaf að skrifa um Rússland.“ Á Amnestyfundinum talaðir þú um að sam- tökin ættu að taka mál Mikhaíls Khodorkov- skí upp á sína arma, hvers vegna? „Vegna þess að hann hefur ekki fengið réttláta meðferð. Allt málið gegn honum er gegnumsýrt af andúð Pútíns á honum og hvert lögbrotið fylgt á fætur öðru. Amnesty skilgreinir samviskufanga á sérstakan hátt en ég vona samt að í anda þessara mikilvægu mannréttindasamtaka sé hægt að veita honum og fleirum í Rússlandi aðstoð. Það er mikilvægt að vekja athygli á því að mann- réttindi þeirra séu brotin,“ segir Grigory Pasko sem er þakklátur fyrir stuðninginn frá Amnesty og tuttugu og fjögur þúsund bréf sem meðlimir samtakanna um allan heim skrifuðu á meðan hann sat í fangelsi. Hvers vegna skrifaðir þú þessar tvær bækur um lífið í fangelsum? „Ég skrifaði bækurnar til þess að veita innsýn í þennan heim og hvernig maður breytist við þessa reynslu. Þrátt fyrir að svipaðar sögur hafi verið sagðar fyrr.“ Hann segir að lokum alvarlegur: „Einhver sagði að fangelsi í Rússlandi væru eins og helvíti á jörð en það er ekki rétt. Þau eru helvíti á jörð.“ ... gömlum prófess- orum og deildar- stjórum í háskólun- um er hent út og KGB-menn settir í staðinn. Stjórnendur og stjórnir háskóla og stofn- ana eru að fyllast af þeim. Ljósmyndaspjald á götu í Moskvu en enginn glímir við Pútín. M YN D : H EL G A B RE KK A N H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N www.haskolautgafan.hi.is - s. 525 4003 HEGRAVARPIÐ Lise Tremblay Smásagnasafn sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi höfundar Kanada fyrir einfaldan og beinskeyttan stíl. Sögurnar lýsa lífi íbúa í smábæ í Québec-fylki, sem byggja afkomu sína á veiðimönnum, fuglafræð- ingum og borgarbörnum í leit að ró. Fyrir þetta verk hlaut höfundurinn ein merkustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Kanada. 2.800,- kr. Afburðaárangur Agnes Hólm Gunnarsdóttir og Helgi Þór Ingason Um stjórnunaraðferðir sem grundvallast á gæðastjórnun og rannsóknir á fyrirtækjum sem náð hafa afburðaárangri. Hvaða aðgerðir og aðferðir eru líklegar til að stuðla að afburðaárangri í rekstri fyrirtækis eða stofnuna. Í þessari bók er leitast við að skapa yfi rsýn yfi r nokkrar vel þekktar rannsóknir á þessu sviði, sem og nokkrar vinsælar stjórnunaraðferðir. 139 bls. 3.990,- kr. Ljóðmæli Einars Sigurðssonar í Eydölum Einar Sigurðsson var höfuðskáld þjóðarinnar í árdaga lúthersks siðar hér á landi.Bókin skiptast í þrjá hluta. Inngangur fjallar um sálmakveðskap í lútherskum sið og ævi Einars í Eydölum. Þá tekur við kveðskapur Einars, alls 45 sálmar og kvæði. Í síðasta hluta, Skýringum og athugasemdum, er gerð rækileg grein fyrir einstökum sálmum og kvæðum og varðveislu þeirra. Bókinni fylgja heimildaskrá, handritaskrá og nafnaskrá. 5.600 kr. Villa á öræfum / Allein durch die Einöde eftir Pálma Hannesson Tvímála útgáfa á sívinsælum hrakningasögum Pálma Hannessonar, f.v. rektors MR og alþing- ismanns. Þær leika meira að segja hlutverk í glæpasögum Arnaldar Indriðasonar þar sem söguhetjan Erlendur er sífellt að lesa þær og má kannski halda því fram að þær gegni því hlutverki þar að undirstrika íslensk sérkenni þessa rannsóknalögreglumanns. Bókin er á tveimur tungumálum, íslensku og þýsku, og er mikill fengur að þessu verki fyrir áhugamenn um hálendið og þessar hrakninga- sögur sem hafa verið ófáanlegar árum saman. 3.300,- kr. Söngvarnir frá Písa Ezra Pound Söngvarnir frá Písa teljast til stórvirkja í ljóða- bókmenntum Vesturlanda og eru að margra mati hápunkturinn í hinu mikla æviverki Ezra Pound sem hann nefnir Cantos. Ljóðafl okk- urinn er ortur í fangabúðum Bandaríkjahers norðan við Písa á Ítalíu 1945, en þar sat Pound um nokkurra mánaða skeið, ákærður fyrir landráð og með dauðadóm vokandi yfi r sér. Hann gerir upp líf sitt og les brot úr því saman við rústir Evrópu sem og við leiftur úr liðinni sögu og þá goðsagnakjarna sem hann taldi óforgengilega. 3.400,-kr. Leitin lifandi Líf og störf sextán kvenna Sextán konur, sem allar hafa lokið doktors- námi við erlenda háskóla, eiga kafl a í bókinni. Þær starfa við ýmsa háskóla landsinss og hafa allar, um lengri eða skemmri tíma, stundað eigin rannsóknir og miðlað þeim ríkulega í ræðu, kennslu og riti. Í bókinni greina konurnar frá eigin fræða- og rannsóknarsviði, hvernig áhugi þeirra á því vaknaði og hvernig þeirra eigin lífssaga og persónuleg reynsla hafði áhrif á starfsval þeirra. Þær fjalla einnig um hugmyndafræðilega þróun innan síns fræðasviðs og hvernig hún hefur endurspegl- ast í lífi þeirra, störfum og rannsóknum. 3.500,- kr. Félagsfræði rótfestunnar Kenningar um uppruna og eðli borgarsam- félagsins Enriques del Acebo Ibáñez Hér er gerð grein fyrir þróun borgarsamfélaga sem fyrirbæri nútímans en um leið sem afsprengi fyrri samfélagshátta. Fjallað er um helstu kenningar frumkvöðla félagsfræðinnar sem snúa að þróun samfélagsins. Höfundurinn fl éttar saman kenningum sínum og túlkunum um rótfestu og rótleysi við myndun borgar- samfélagsins og sýnir hvernig brautryðjendur félagsfræðinnar á 19. og 20. öld tókust á við félagslegt eðli nýja samfélagsins sem einkenndist m.a. af stórborginni. 3.500,- kr. Menntun, forysta og kynferði Guðný Guðbjörnsdóttir, prófessor Hvaða máli skiptir menntun fyrir framgang kvenna og karla til forystustarfa? Er það ekki þeirra sjálfra að stýra menntun sinni? Hvers vegna beindist umræðan um jafn- rétti kynjanna í skólum nýverið og óvænt að stöðu drengja?. 325 bls. 4.300,- kr Almanak HÍ 2008 Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræð- ingur reiknaði og bjó til prentunar. Auk dagatals eru margvíslegar upplýs- ingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla, yfi rlit um hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra. 96 bls. 1.285,- kr
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.