Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 20.01.2008, Qupperneq 84
24 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR ➜ VIKAN ■ Á uppleið Snjósport. Jibbí! Nú kyngir niður snjó og allir geta skellt sér á skíði, bretti og snjóþotur. Haframjöl og kartöflur. Uppistaða matseldar á krepputímum. Skautatískan. Þröngar ullarpeysur, víð pils og eyrnahlífar. Matarboð. Of kalt til að fara í bæinn og ekkert skemmtilegra en að sitja með vinum yfir rauðvíni og góðri súpu. Gáfuleg tímarit. Mun smartara að sjást lesa Sjónaukann eða TMM heldur en slúður um hverjir voru hvar. Hverjum er ekki sama. Sjónvarpsdag- skráin. Nú er virkilega hægt að sitja fyrir framan kassann á síðkvöldum þegar þættir eins og Dexter eru að koma aftur. ■ Á niðurleið Allt tal um megrun og föst- ur. Ef þið nennið virkilega að standa í þessu þá skuluð þið hætta að drepa aðra úr leiðindum. Þröng belti í mittið. Okkur fannst þetta frábær hugmynd í byrjun desember en virkar ekki eftir jóla- svallið. Jólaseríur. „Æ þetta er svo sætt, eigum við ekki að hafa þær áfram?“ Svarið er nei. Gyllt og silfur- litað. Við erum komin með ógeð á glamúrnum eftir áramótin. Bindi og skyrta við gallabuxur. Nei strákar, þetta er ekki töff. Miðbærinn. Fara ekki öll kenni- leiti að hverfa? Greinilega enginn sem veit hvað þeir eru að gera i skipulagsmálunum. MÆLISTIKAN Mánudagur og þriðjudagur Frívakt hjá Kristjáni Þór. „Þá tekur maður það bara rólega og sinnir fjölskyldunni,“ segir Kristján Þór. Slökkviliðsmenn eru þó alltaf til taks ef á þarf að halda. Stundum krefjast aðstæður þess að allir starfsmenn hjálpi til. Miðvikudagur Kristján Þór á dagvakt. Vaktin hefst hálf átta að morgni og lýkur hálf átta að kvöldi. Slökkviliðsmenn fara í ræktina um tíuleytið og sinna útköllum, sjúkraflutningum og öðru yfir daginn. Fimmtudagur Dagvakt. Líkt og daginn á undan er Kristján Þór mættur á vaktina klukkan hálf átta. Blaðamaður og ljósmyndari hitta hann áður en slökkviliðið fer saman í ræktina um tíu. Starfsaðstæður er skoð- aðar hátt og lágt. Eftir hádegið taka Kristján Þór og Guðmundur varðstjóri á móti blaðamanni og ljósmyndara að nýju og kynna fyrir þeim undirstöðuatriði reykköfunar. Föstudagur Næturvakt. Vinna slökkviliðsins er vaktavinna. Unnið er á tveimur tólf tíma vöktum. Kristján Þór er nú kominn á næturvakt. Ljósmynd- ari hittir hann fyrir á heimili sínu áður en hann fer á næturvaktina. Borðað er í fyrra fallinu þar sem vaktin hefst hálf átta. Unnið er alla nóttina og fram á morgun. Laugardagur Næturvakt. Oftar en ekki er meira að gera hjá slökkviliðinu um helgar en aðra daga. Stórslysalaust hafði verið hjá slökkviliðinu þegar Fréttablaðið fór í prentun. VIKA Í LÍFI REYKKAFARA „Þetta getur verið svolítið puð í nokkurra hundraða gráðu hita,“ segir Kristján Þór Henrysson, slökkviliðs- maður og reykkafari í Slökkviliði höfuðborgarsvæðis- ins, að lokinni örstuttri æfingu þar sem hann leiddi blaðamann um húsakynni slökkviliðsins í fullum reykkafaraskrúða. Með fimmtán til tuttugu kílóa súrefniskút á bakinu og hlíf fyrir augum, fékk blaðamaður smjörþefinn af starfinu. Starfsumhverfi reykkafara er lífshættulegt öllum öðrum en fagmönnum á sviði björgunar. Agað starfs- lag, yfirvegun og vilji til þess að bjarga mannslífum drífur menn áfram, oft við óbærilegar aðstæður. Oftar en ekki fá menn reykinn í fangið, þegar hafist er handa. „Vaktin byggist meira og minna á því að vera í viðbragðsstöðu enda veit maður aldrei hvenær kallið kemur. Allt byggist því á að vera viðbúinn kallinu. Slökkviliðsgallinn er því alltaf klár og bílarnir einnig,“ segir Kristján Þór. Menntun slökkviliðsmanna er talsvert mikil. Fornámið er áttatíu stundir en til þess að verða atvinnuslökkviliðsmaður þarf að lágmarki hálfs árs starfsreynslu og skyldunám sem er um 540 stundir. Því þarf að ljúka innan þriggja ára. „Námskeiðahald og viðbótarnám er algengt í þessu starfi og maður sækir sér þekkingu eins og maður hefur tíma til,“ segir Kristján um leið og hann fer ásamt Guðmundi Halldórssyni varðstjóra í útkall niður í Nauthólsvík. Það reyndist sem betur fer ekki vera neitt. Með reykinn í fangið Slökkviliðsmenn hafa staðið í ströngu undanfarna mánuði en jólahátíðarnar eru oftar en ekki mikill annatími hjá slökkviliðsmönnum. Magnús Halldórsson blaðamaður og Eyþór Árnason ljósmyndari fylgd- ust með Kristjáni Þór Henryssyni, reykkafara í Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, á vaktinni í vikutíma. KRISTJÁN ÞÓR OG GUÐMUNDUR Kristján Þór og Guðmundur varðstjóri sjást hér við sérútbúinn köfunarbíl sem ávallt er til taks ef á þarf að halda. Hann var ræstur út vegna gruns um að maður hefði farið í sjóinn í Nauthólsvík þegar blaðamaður og ljósmyndari voru í heimsókn. Í RÆKTINNI Slökkviliðsmenn reyna að fara í líkamsrækt einu sinni á hverri vakt, ef tími gefst til. Slökkviliðið er með samning við líkamsræktarstöðina Hreyfingu þar sem þessi mynd er tekin. Auk þess er góð líkamsræktaraðstaða í Skógarhlíðinni. Kristján Þór sést hér einbeittur við æfingar í fótpressu. Guðmundur Halldórsson varðstjóri stendur skammt undan og fylgis með félaga Kristjáns Þórs í bekkpressu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Í FAÐMI FJÖLSKYLDUNNAR Kristján Þór sést hér við matarborðið ásamt Ásgerði H. Jóhannsdóttur konu sinni og börnum þeirra fjórum, Sandra Björt níu ára, Janus Þór þrettán ára, Aron fjögurra ára og við hlið mömmu sinnar sést glitta í Ara sem er tveggja ára. Á boðstólum er hefðbundinn og næringarríkur matur; hakk og spagettí. Að honum loknum var tólf tíma næturvakt framundan. MEÐ BLAÐAMANN Í ÓGÖNGUM Kristján Þór sést hér leiða blaðamann um ímynd- aðar hættuslóðir. Reykkafarar í slökkviliðinu fara reglulega á einfaldar æfingar til þess að halda sér við. „Það er ekki síst mikilvægt til þess að fá góða tilfinningu fyrir tækjunum,“ sagði Kristján Þór áður en lagt var í hann. Eins og sést á myndinni lætur Kristján Þór þungann hvíla á aftari fæti þegar hann fikrar sig áfram. Sá fremri er notaður til þess að kanna hvort undirlagið sé traust en í brennandi húsum, þar sem skyggni er ekkert og hitinn óbærilegur, getur ótraust gólf verið stórhættulegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.