Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 87
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 27
Hinn framúrskarandi
Kammerkór Langholts-
kirkju heldur tónleika með
djassívafi í kvöld. Með
kórnum kemur fram einvala
lið íslenskra djasstónlistar-
manna, en stjórnandi er Jón
Stefánsson.
Það er sannarlega ekki á hverjum
degi sem íslenskir kórar standa
fyrir djasstónleikum. Á efnis-
skránni eru skemmtileg og falleg
djasslög eftir bæði íslenska og
erlenda höfunda. Má úr þeim hópi
nefna meistara á borð við þá
Jónas og Jón Múla Árnasyni,
Magnús Eiríksson, Nils Lindberg
og tvíeykið þá John Lennon og
Paul McCartney. Flutt verða
þekkt lög á borð við Java Jive
eftir Milton Drake og Ben Oak-
land og Route 66 eftir Bobby
Troup.
Kammerkór Langholtskirkju
hefur lengi skipað sér í röð
fremstu kammerkóra á Norður-
löndum. Á meðal afreka kórsins
má nefna að hann vann gullverð-
laun á kórakeppni í Tampere í
Finnlandi árið 2003 og fyrstu
verðlaun í flokki kammerkóra á
alþjóðlegri keppni kóra í Randers
í Danmörku árið 2002. Jafnframt
hefur kórinn verið fulltrúi Íslands
á norrænum tónlistarmótum og
var sérstakur gestur á fyrsta balt-
neska-skandinavíska kóramótinu
í Ríga. Kórinn hefur að auki verið
duglegur við að taka þátt í sam-
starfsverkefnum með hérlendum
lista- og menningarstofnunum
eins og Þjóðleikhúsinu og Þjóð-
dansafélaginu og hefur þannig
tekið virkan þátt í sköpun
íslenskrar menningar.
Sem fyrr segir kemur einvala
lið tónlistarmanna fram með
kórnum í kvöld. Þeir Davíð Þór
Jónsson píanóleikari, Einar Valur
Scheving trommuleikari, Sigurður
Flosason saxófónleikari og Valdi-
mar Kolbeinn Sigurjónsson
kontrabassaleikari eru íslenskum
djassunnendum að góðu kunnir
og hafa allir unnið talsverð afrek
á hinu blæbrigðaríka sviði djass-
tónlistar. Það ætti því að verða
sannkölluð ánægja að hlýða á þá
framkvæma sinn galdur með
hinum vandaða Kammerkór
Langholtskirkju.
Tónleikarnir fara fram í Lang-
holtskirkju í kvöld og hefjast kl.
20.
vigdis@frettabladid.is
Kammerkór djassar
KAMMERKÓR LANGHOLTSKIRKJU Held-
ur djasstónleika í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGFÚS MÁR PÉTURSSON
Hinir árlegu nýárstónleikar Tríós
Reykjavíkur verða haldnir í Hafn-
arborg, menningar- og listastofn-
un Hafnarfjarðar, annað kvöld kl.
20 og verða endurteknir á mánu-
dagskvöld kl. 20 vegna mikillar
eftirspurnar.
Eftir þriggja ára hlé eru söngv-
ararnir ástsælu Sigrún Hjálmtýs-
dóttir og Bergþór Pálsson mættir
aftur til leiks með tríóinu. Fimm-
eykið mun flytja skemmtilega og
hressandi tónlist frá Evrópu og
Bandaríkjunum.
Vínartónlistin verður vitaskuld
á sínum stað á tónleikunum, en
jafnframt verður sjálfu höfuðtón-
skáldi Vínarborgar, Wolfgang
Amadeus Mozart, gefinn gaumur.
Úr amerískum söngleikjum verð-
ur meðal annars flutt tónlist úr
Porgy og Bess eftir Gershwin.
Meðlimir Tríós Reykjavíkur
eru þau Peter Máté píanóleikari,
Guðný Guðmundsdóttir
fiðluleikari og Gunnar Kvaran
sellóleikari.
- vþ
Nýárstónar Tríós Reykjavíkur
NÝÁRSGLEÐI Tríó Reykjavíkur, Sigrún
Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson
bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hinir vinalegu, bláu Strumpar
fagna fimmtíu ára afmæli sínu í
ár. Hátíðarhöldin hófust form-
lega í seinustu viku þegar slegið
var upp veislu í heimaborg
þeirra Brussel þar sem boðið
var upp á strumpaberjatertu og
gos.
Strumparnir komu fyrst fram
í bók um aðrar söguper-
sónur árið 1958, en
urðu þegar svo vin-
sælir að árið 1960 birt-
ust teiknimyndasögur
þar sem þeir voru í
aðalhlutverki.
Strump arnir náðu
svo vinsældum
um allan heim árið
1981 þegar banda-
ríska fyrirtækið
Hanna-Barbera hóf
að framleiða teiknimyndir um
þá.
Fimmtíu ára afmæli Strump-
anna verður fagnað út árið með
ýmsum uppátækjum. Stefnt er
að því að framleiða um þá þrí-
víða kvikmynd, en gera má ráð
fyrir að hún birtist í kvikmynda-
húsum á næsta ári. Einnig
stendur til að gefa sjón-
varpsþættina út í end-
urbættri útgáfu. Þá er
bara að bíða og vona
að íslenskir aðdá-
endur Strumpanna
fái notið einhverra
af þessum góðu
afmælis gjöfum. - vþ
Strumpað í fimmtíu ár
ÆÐSTISTRUMPUR Hann
kann ýmislegt fyrir
sér í strumpi, enda allra
Strumpa elstur.
eftir Yasminu Reza
Leikstjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir
VÍGAGUÐINN
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Frumsýning á Smíðaverkstæðinu 25. janúar
Kúgaður fjölskyldufaðir sem er búinn að fá gjörsamlega nóg...
Kaldrifjaður fulltrúi hins jakkafataklædda yfirgangs og lögmála
frumskógarins...
Óaðfinnanleg eiginkona sem á í örvæntingarfullri baráttu um athygli
eiginmannsins við gemsann hans...
Hugsjónakona sem uppfull af heilagleika býr yfir öllum
lausnunum á vandamálum heimsins...
Þekkir þú svona fólk?
Það veit ekki á hverju það á von!
Sjáðu og heyrðu meira á www. leikhusid.is
þri. 22/1 forsýn. uppselt
mið. 23/1 forsýn. uppselt
fös. 25/1 frumsýn. uppselt
lau. 26/1 uppselt
19 jan uppselt
25 jan uppselt
30 jan örfá sæti laus
27 febrúar
28 febrúar