Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 20.01.2008, Blaðsíða 87
SUNNUDAGUR 20. janúar 2008 27 Hinn framúrskarandi Kammerkór Langholts- kirkju heldur tónleika með djassívafi í kvöld. Með kórnum kemur fram einvala lið íslenskra djasstónlistar- manna, en stjórnandi er Jón Stefánsson. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íslenskir kórar standa fyrir djasstónleikum. Á efnis- skránni eru skemmtileg og falleg djasslög eftir bæði íslenska og erlenda höfunda. Má úr þeim hópi nefna meistara á borð við þá Jónas og Jón Múla Árnasyni, Magnús Eiríksson, Nils Lindberg og tvíeykið þá John Lennon og Paul McCartney. Flutt verða þekkt lög á borð við Java Jive eftir Milton Drake og Ben Oak- land og Route 66 eftir Bobby Troup. Kammerkór Langholtskirkju hefur lengi skipað sér í röð fremstu kammerkóra á Norður- löndum. Á meðal afreka kórsins má nefna að hann vann gullverð- laun á kórakeppni í Tampere í Finnlandi árið 2003 og fyrstu verðlaun í flokki kammerkóra á alþjóðlegri keppni kóra í Randers í Danmörku árið 2002. Jafnframt hefur kórinn verið fulltrúi Íslands á norrænum tónlistarmótum og var sérstakur gestur á fyrsta balt- neska-skandinavíska kóramótinu í Ríga. Kórinn hefur að auki verið duglegur við að taka þátt í sam- starfsverkefnum með hérlendum lista- og menningarstofnunum eins og Þjóðleikhúsinu og Þjóð- dansafélaginu og hefur þannig tekið virkan þátt í sköpun íslenskrar menningar. Sem fyrr segir kemur einvala lið tónlistarmanna fram með kórnum í kvöld. Þeir Davíð Þór Jónsson píanóleikari, Einar Valur Scheving trommuleikari, Sigurður Flosason saxófónleikari og Valdi- mar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari eru íslenskum djassunnendum að góðu kunnir og hafa allir unnið talsverð afrek á hinu blæbrigðaríka sviði djass- tónlistar. Það ætti því að verða sannkölluð ánægja að hlýða á þá framkvæma sinn galdur með hinum vandaða Kammerkór Langholtskirkju. Tónleikarnir fara fram í Lang- holtskirkju í kvöld og hefjast kl. 20. vigdis@frettabladid.is Kammerkór djassar KAMMERKÓR LANGHOLTSKIRKJU Held- ur djasstónleika í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGFÚS MÁR PÉTURSSON Hinir árlegu nýárstónleikar Tríós Reykjavíkur verða haldnir í Hafn- arborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, annað kvöld kl. 20 og verða endurteknir á mánu- dagskvöld kl. 20 vegna mikillar eftirspurnar. Eftir þriggja ára hlé eru söngv- ararnir ástsælu Sigrún Hjálmtýs- dóttir og Bergþór Pálsson mættir aftur til leiks með tríóinu. Fimm- eykið mun flytja skemmtilega og hressandi tónlist frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vínartónlistin verður vitaskuld á sínum stað á tónleikunum, en jafnframt verður sjálfu höfuðtón- skáldi Vínarborgar, Wolfgang Amadeus Mozart, gefinn gaumur. Úr amerískum söngleikjum verð- ur meðal annars flutt tónlist úr Porgy og Bess eftir Gershwin. Meðlimir Tríós Reykjavíkur eru þau Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. - vþ Nýárstónar Tríós Reykjavíkur NÝÁRSGLEÐI Tríó Reykjavíkur, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson bregða á leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hinir vinalegu, bláu Strumpar fagna fimmtíu ára afmæli sínu í ár. Hátíðarhöldin hófust form- lega í seinustu viku þegar slegið var upp veislu í heimaborg þeirra Brussel þar sem boðið var upp á strumpaberjatertu og gos. Strumparnir komu fyrst fram í bók um aðrar söguper- sónur árið 1958, en urðu þegar svo vin- sælir að árið 1960 birt- ust teiknimyndasögur þar sem þeir voru í aðalhlutverki. Strump arnir náðu svo vinsældum um allan heim árið 1981 þegar banda- ríska fyrirtækið Hanna-Barbera hóf að framleiða teiknimyndir um þá. Fimmtíu ára afmæli Strump- anna verður fagnað út árið með ýmsum uppátækjum. Stefnt er að því að framleiða um þá þrí- víða kvikmynd, en gera má ráð fyrir að hún birtist í kvikmynda- húsum á næsta ári. Einnig stendur til að gefa sjón- varpsþættina út í end- urbættri útgáfu. Þá er bara að bíða og vona að íslenskir aðdá- endur Strumpanna fái notið einhverra af þessum góðu afmælis gjöfum. - vþ Strumpað í fimmtíu ár ÆÐSTISTRUMPUR Hann kann ýmislegt fyrir sér í strumpi, enda allra Strumpa elstur. eftir Yasminu Reza Leikstjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir VÍGAGUÐINN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Frumsýning á Smíðaverkstæðinu 25. janúar Kúgaður fjölskyldufaðir sem er búinn að fá gjörsamlega nóg... Kaldrifjaður fulltrúi hins jakkafataklædda yfirgangs og lögmála frumskógarins... Óaðfinnanleg eiginkona sem á í örvæntingarfullri baráttu um athygli eiginmannsins við gemsann hans... Hugsjónakona sem uppfull af heilagleika býr yfir öllum lausnunum á vandamálum heimsins... Þekkir þú svona fólk? Það veit ekki á hverju það á von! Sjáðu og heyrðu meira á www. leikhusid.is þri. 22/1 forsýn. uppselt mið. 23/1 forsýn. uppselt fös. 25/1 frumsýn. uppselt lau. 26/1 uppselt 19 jan uppselt 25 jan uppselt 30 jan örfá sæti laus 27 febrúar 28 febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.