Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 88

Fréttablaðið - 20.01.2008, Side 88
28 20. janúar 2008 SUNNUDAGUR folk@frettabladid.is Ghostface Killah var maður ársins í hip-hoppinu árið 2006 þegar hann sendi frá sér tvær fínar plötur, meistaraverkið Fishscale og viðbótina More Fish. The Big Doe Rehab kom út í lok síðasta árs og er sjöunda plata Ghostface, eða Tony Starks eins og hann heitir réttu nafni. Hún er fín, ein af betri rappplötum síðasta árs, en stenst ekki alveg samanburðinn við Fishscale. Það er allt eins og það á að vera á The Big Doe Rehab. Plötu- bæklingurinn er þakinn myndum af 100 dollara-seðlum, á framhlið umslagsins er huggulegur og léttklæddur kvenkyns meðferðar- fulltrúi að láta vel að Ghostface og ég taldi a.m.k. 23 „fuck“ í upphafslaginu sem er rúm mínúta. Ghostface er ein af flottari röddunum í rappheiminum og hann klikkar ekkert á The Big Doe Rehab frekar en fyrri daginn. Tónlistarlega hljómar þetta kunnuglega, soul-skotnir taktar og grípandi viðlög. Fimm laganna á plötunni eru gerð af Sean C og LV sem eru meðlimir í Hitmen-genginu hans P Diddy, en þeir komu einmitt sterkir inn á bestu hip-hopp-plötu síðasta árs að margra mati, American Gangster með Jay-Z. Það eru nokkur frábær lög á The Big Doe Rehab, t.d. Walk Around, We Celebrate, Tony Sigel a.k.a. the Barrel Brothers, Yolanda‘s House og Supa GFK. Á heildina litið fín plata. Trausti Júlíusson Allt eftir bókinni TÓNLIST The Big Doe Rehab Ghostface Killah ★★★★ Wu-Ta ng meðlimurinn Ghostface Killah fylgir eftir plötutvennunni Fishscale og More Fish með ágætis plötu sem stenst þó ekki samanburð við meist- araverkið Fishscale. > PHARRELL OG VUITTON Pharrell Williams mun hanna skartgripalínu fyrir tískumerk- ið virta Louis Vuitton. Williams hefur áður gert sólgleraugnalínu fyrir tískuhúsið, sem naut mikilla vinsælda. Skartgripalínan mun heita Blason. Gripirnir verða verðlagðir á allt frá 130.000 til 40 milljóna króna. Það er ekki hægt að segja annað en að ofurfyrirsætan Kate Moss kunni að lyfta sér upp. Hún varð 34 ára gömul síðastliðinn miðvikudag, og hafði fyrirfram lofað því að fagna tímamótunum með 34 klukkutíma veisluhöldum. Veislan hófst klukkan tvö um eftirmiðdaginn, þegar Moss skálaði í kampavíni við vinkonur sínar á Dorchester- hótelinu í London. Hún hafði leigt tvær hæðir á um tvær og hálfa milljón króna. Kvöld- maturinn var snæddur á veit- ingastað hótelsins, China Tang, í félagsskap vina og vanda- manna, en þaðan lá leiðin í einkapartí á skemmtistaðnum Punk. Fjölmargar stjörnur fögnuðu með fyrirsætunni, en á meðal gesta voru Kelly Osbourne, David Williams úr Little Britain og Ronnie Wood úr Rolling Stones. Kate klæddist stjörnuprýdd- um samfestingi frá Chanel og skartaði gullstjörnu yfir aug- anu í partíinu. Hún passaði þannig ágætlega inn í yfirlýst þema partísins, sem var glys- rokk. Moss yfirgaf Punk um þrjúleytið og hélt aftur á Dor- chester-hótelið, en í þetta sinn í Royal Penthouse svítuna. Sú svíta var áður heimili soldáns- ins af Brúnei þegar hann dvaldist í London, og er á meðal dýrustu hótelsvíta í heimi. Nóttin kostar ríflega 17 þúsund pund, eða yfir tvær milljónir króna. Fyrirsætan yfirgaf svo Dor- chester-hótelið um sexleytið, og hélt á heimili vinkonu sinn- ar, Rose Ferguson. Þaðan fór hún um átta að morgni, og hélt á heimili sitt í St. John’s Wood með nokkra vini og nokkrar vodkaflöskur í farteskinu. Þrátt fyrir að hafa ekki náð 34 tíma veislu stóð fyrirsætan sig því annars harla vel. Íburður í afmælisveislu Kate DÝRT AÐ VERA KATE Kate Moss kann að halda upp á afmælið sitt. Hún eyddi að minnsta kosti 4,5 milljónum króna á Dorchester- hótelinu í London. Óli Geir er á góðri leið með að verða partíkóngur Íslands. Hann er skemmtanastjóri á Trix í Keflavík og á Breið- inni á Akranesi. Þá rekur hann partífyrirtækið Agent. is sem heldur upp á eins árs afmæli sitt á Nasa 1. febrúar og á Sjallanum 2. febrúar. „Þetta byrjaði rólega hjá mér,“ segir Óli, „en nú er þetta orðið „fúltæm djobb“. Ég er bæði að halda partí, flytja inn tónlistar- menn og að sjá um umboðs- mennsku. Ég hef sem dæmi verið með XXX kvöld víðs vegar um land. Þar er boðið upp á gæða plötusnúða, frítt áfengi, breikara og undirfatasýningu.“ Skemmtanalífið í Keflavík hefur oft verið með skrautlegra móti, en Óli segir það vera orðið dannaðra en það var. „Þetta er orðið rólegra enda eru núna átta staðir hérna í bænum. Djammið dreifist því á marga staði, en það er náttúrlega alltaf troðfullt á Trix.“ Eins árs afmæli Agent.is verð- ur fagnað með hingaðkomu enska plötusnúðsins Dave Spoon, sem er stórt nafn í bresku house- og elect- ronic-senunni og vel þekktur fyrir lag sitt „At Night“. „Þetta er meiri háttar flottur tónlistarmaður og lög með honum eru í spilun á Flash og Voice á Akureyri,“ segir Óli. „Hann er eitt virtasta, ferskasta og besta nafnið í þessum geira í dag.“ Forsala er hafin í Levis-búð- unum í Reykjavík og í Gallerý 17 í Keflavík og á Akranesi. Síðasta sumar stóð Óli fyrir froðupartíum. „Það var tilraun sem gafst vel,“ segir hann. „Fólk hér vill fá fjölbreytni í skemmt- analífið og þessi Íbíza-stemning sem froðuvélin býr til hitti í mark. Ég er að flytja inn enn öflugri froðuvél frá Bandaríkjunum fyrir næsta sumar.“ Óli segir mikla töfrasápu notaða í froðuvélina. „Þetta er sérstök froðuvélasápa og ég þarf að kaupa hana inn með. Að sjálfsögðu skemmir hún ekki föt og fer ekki í augun. Það er mikið maus í kring- um þetta. Í eitt gott partí fara kannski tíu stórar frystihúsatunn- ur af blandaðri sápu. Við erum að tala um eitt tonn. Eftir partíin liggur froðan um allt eins og snjó- skaflar, en það er ekkert mál að moka henni í burtu. Ég er líka að leigja vélarnar út og er búinn að fylla ófáa skóla af froðu.“ Það er ýmislegt spennandi í bígerð hjá Agent.is og í maí er til dæmis von á einu stærsta nafninu í R&B hipp hoppinu. Óli er þó ófáanlegur til að gefa upp hver þetta er fyrr en dæmið er komið í höfn. gunnarh@frettabladid.is Enn öflugri froðuvél FROÐUKÓNGUR ÍSLANDS Óli Geir heldur upp á eins árs afmæli Agent.is. Hér er hann með vinum sínum á góðri stund. Penninn hefur keypt ráðandi hluta í írsku kaffihúsakeðjunni Insomnia fyrir 16 milljónir evra, eða um 1,5 milljarða íslenskra króna. Þetta kom fram í Irish Times í gær. Fyrirtækið haslar sér þar með enn frekari völl í kaffibransanum, því auk írsku keðjunnar á Penninn nú Te og kaffi á Íslandi, kaffihús og teframleiðslufyrirtæki í Litháen og kaffibrennslu í Lettlandi. Insomnia er stærsta kaffikeðj- an á Írlandi með fjörutíu útibú í stærstu borgunum. Meira að segja risakaffihúsakeðjan Starbucks á ekki roð í fyrirtækið. Pennamenn hyggja á útrás með andvökukaff- ið, bæði á að opna tuttugu útibú til viðbótar á Írlandi og koma keðj- unni á markað í öðrum löndum. Ekki er þó fyrirhugað að opna útibú frá Insomnia hérlendis, enda kaffimarkaðurinn líklega full- mettaður hér með Kaffitári, Te og kaffi og fleiri fyrirtækjum sem seðja kaffiþorsta landsmanna. Penninn kaupir andvökukaffi HASLAR SÉR VÖLL Í KAFFIBRANSANUM Kristinn Vilbergsson, til vinstri, er eigandi Pennans. Lindsay Lohan mun vinna nokkrar vaktir á bráðamóttöku og í líkhúsi. Þetta er hluti af refsingu hennar fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Lohan var hand- tekin í tvígang á síðasta ári, fyrir að aka undir áhrifum áfengis og kókaíns og að aka ógætilega. Hún náði samningum við ákæruvaldið og hlaut því skilorðs- bundinn 36 mánaða dóm, og afplánaði 24 tíma í fangelsi. Lohan var einnig gert að fara á 18 mánaða námskeið um áfengi og vinna í tíu daga í sam- félagsþjónustu. Lohan hefur þegar skilað ein- hverjum tímum í samfélags- þjónustu hjá Rauða krossin- um, en til að uppfylla skilyrði dómsins mun hún þurfa að vinna tvær fjögurra tíma vaktir á neyðarmóttöku á sjúkrahúsi, og í tvo daga í líkhúsi. Lindsay í líkhúsið SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA Í LÍK- HÚSI Lindsay Lohan mun þurfa að vinna í líkhúsi og á neyðarmóttöku sjúkra- húss til að uppfylla skilyrði dóms sem hún hlaut fyrir ölvunarakstur á síðasta ári. Innritun í símum 588-3630 og 588-3730, eða í skólanum að Síðumúla 17, tölvu- póstur: ol-gaukur@islandia.is Í boði er fjölbreytt nám með vönduðu námsefni fyrir alla aldursflokka, bæði byrjendur og þá sem kunna eitthvað fyrir sér. Nánari upplýsingar um skólann og námsleiðir er að fá á heimasíðunni: www.gitarskoli-olgauks.is eða í skólanum á innrit- unartíma, en innritað er alla virka daga kl. 14:00 til 17:00. ww w.g itar sko li-o lga uks .is Hægt að fá leigða HEIMAGÍTARA kr. 3500 á önn INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 G A U K U R – G U T E N B E R G Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is 588-3630 588-3730 síða sta i nnri tuna rvik a

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.