Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 19. júnl 1981 fréttii 17. júnf: Fjórtán fengu fálkaordu ■ 17. júní sæmdi f.'orseti ts- lands, Vigdis Finnbogadótt- ir, eftirtalda menn heiðurs- merki hinnar islensku fálka- orðu: Berg G. Glslason, fram- kvæmdastjóra riddara- krossi, fyrir störf að flug- málum. Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóra Rafmagns- veitna rfkisins, riddara- krossi, fyrir störf i þágu raf- orkumála. Guðinund Danielsson, rithöf- und, riddarakrossi, fyrir bókm enntastörf. Guðriínu A. Símonar, söng- konu, riddarakrossi, fyrir störf að tónlistarmálum. Halldór Sigfússon, fv. skatt- stjóra, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. Frú Helgu B jörnsdóttur. riddarakrossi, fyrir störf að liknar- og félagsmálum. Hjálmar R. Bárðarson, sigl ingamálastjóra, stórridd- arakrossi, fyrir embættis- störf. Hjört E. Þórarinsson, bónda Tjörn I Svarfaðardal, ridd- arakrossi, fyrir störf að fé- lagsmálum Séra Jón Auðuns, fv. dóm- prófast, stórriddarakrossi, fyrir embættisstörf. Kristján J. Gunnarsson, fræðslustjóra i Reykjavik, riddarakrossi, fyrir störf að fræðslumálum. Laufeyju Tryggvadóttur, formann Náttúrulækninga- félags Akureyrar, riddara- krossi, fyrir störf að félags- málum. Pétur Sæmundsen, banka- stjóra, riddarakrossi, fyrir störf að iðnaðarmálum. Snorra Jónsson, fv. forseta Alþýðusambands islands, riddarakrossi, fyrir störf að félagsmálum. Þór Magnússon þjóðminja- vörð, riddarakrossi, fyrir embættisstörf. ■ Fjallkonan, Helga Stephensen, flytur ávarp sitt. « I ■ I ■ I m i B Nýstúdentar bera biómsveig aö minnisvaröa Jóns Sigurðssonar. A eftir þeim fylgja Vigdls Finnbogadóttir forseti og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra. Timamyndir Ella. ■ Ungir sem aldnir fylgdust meö hátlðarhöldunum. ■ Mikill fjöldi manna var viö- staddur flest atriði þjóðhátiðar- dagsins i Reykjavik og mun sjaldan hafa tekist betur til með hátiðina. Margt spilar þar inn i og ekki sist að ölvun var nu mun minni en oft heíur verið á undan- förnum árum. Mest var um að vera i kringum Bernhöftstorfuna og þar safnaðist mestur mannfjöldi saman. Þar var boðið upp á götuleikhús, og trúðar skemmtu, en auk þess lék Lúörasveitin fyrir framan MR, jasshljómsveit tónlistarskóla FHt lék á Hótel-tslandsplaninu og söngflokkur á Austurvelli. Hátiðin hófst fyrir hádegi með þvi að iagðir voru blómsveigar að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli Avörp> þar fluttu Þor- sieinn Eggertsson formaður þjóð- hátiðarnei'ndar, Gunnar 1 íiorodd- sen forsætisráðherra og ávarp f jallkonunnar flutti Helga Stephensen. I ávarpi sinu sagði Gunnar Thoroddsen m.a. ,,Jón Sigurðsson sagði að eitt af skilyrðunum fyrir þvi að geta orðið nýtur maður væri að þola stjórn og bönd, — þau væru jafn nauðsynleg fyrir lif einstakra manna sem þjóða. Frelsiðán tak- mörkunar væri ekki frelsi, heldur agaleysi og óstjórn. Þessi orð komu mér i hug um daginn þegar hvitasunnuhelgin var vanvirt og friðhelgi hinna fegurstu griðastaða rofin með smánarlegu framferði, áfengis- æöi og spellvikjum á viðkvæmri náttúru landsins. Nú er islenska þjóöin svo lán- söm að eiga vel gefið, glæsilegt og dugandi æskufólk, þótt sum ung- menni rati i þá ógæfu að gerast brotleg við sitt innsta eðli og sam- visku. En útbreiðsla og áhrif vimugiafa og eiturefna eru orðin slíkt vandamál að öll þjóðin verð- ur að búast til varnar. Æskan sjálf fyrst og fremst, æskulýðs- félög og önnur félagsmálasam- tök, kirkja, skólar, sveitarstjórn- ir, rikisvaldið, allir verða að leggjast á eitt i þessu fyrirbygg- ingar- og björgunarstarfi.” Auk skemmtiatriða i miðbæn- um voru útisamkomur i úthverf- um borgarinnar, Breiðholtsleik- húsið við Fellaskóla, og Tóti trúður og Eirikur Fjalar við Ar- bæjarskóla. Mikil þátttaka var i útiskemmt- unum viða um landið. Á Akureyri fjölmenntu menn á atriði dagsins og þar sáu rúmlega 5000 manns ,,TheHellDrivers”en um kvöldið komu þúsundir manna á Ráðhús- torgið þar sem dansleikur var haldinn. Dansleikur var haldinn i Laugardalshöll hér i Reykjavik og þóttnokkuð væri um ölvun þar fór allt að mestu friðsamlega fram. —FRl BGunnar Thoroddsen forsætisráðherra flytur ávarp sitt. m Götuleikhúsið vakti athygli. Tlmamynd GE. ÞJÓDHATÍDIN TÖKST AFAR VEL — ölvun mun minni en oft áður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.