Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 16
20 Föstudagur 19. jiiní 1981 Nýju Fjölfætlurnar: meiri vinnslubreidd aukin afköst sterkbyggóari ÞORf ÁRMÚLA11 Tálknafjörður Til sölu eru eftirtaldar eignir i Tálkna- firði: 1. íbúðarhús að Túngötu 37 2. Verslunarhús i landi Mið-Tungu, með á- höldum. 3. Trésmiðaverkstæði með vélum við Strandveg. Tilboðum sé skilað fyrir 25. júni n.k. Upplýsingar i sima 94-2521, eftir kl. 19. Starf í sveit Einstæð móðir með eitt barn, óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar i sima 98-1908. Auglýsið f Tímanum VÖRUBÍLSTJÓRAR - VINNUVÉLAEIGENDUR Loftbremsuvarahlutir VELVAN6UR HF. Hamraborg 7 - 202 Kópavogur - Simar: 42233, 42257 íþróttir Þjódhátídarmótid í frjálsum: Hreinn kastaði yfir 20 metra Glæsilegt drengjamet Kristjáns ■ Kristján Harðarson UBK og Hreinn Halldórsson KR voru tvi- mælalaust menn mótsins á þjóð- hátiðarmótinu i frjálsum iþrótt- um sem fram fór i Laugardalnum á 17. júni. Kristján Harðarson setti nýtt drengjamet i langstökki er hann stökk 7,05 metra en eldra metið sem var 6,99 metrar átti Friðrik Þór Óskarsson. Verður þetta að teljast mjög góður árangur hjá Kristjáni sem aðeins er 16 ára en drengjaflokkur er skipaöur drengjum 18 ára og yngri. Hreinn Halldórsson kasiaði nú i fYrsta skiptið yfir 20 metra á þessu ári sem verður að teljast mjög góður árangur hjá Hreini sé tekið tillit til þess að aðeins fyrir þremur mánuðum var hann skor- Hreinn Halldórsson, kastar hér kúlunni yfir 20 metrana. Timamyndir G.E Gulu og rauðu spjöldin ■ Byrjað var að nota gulu og rauðu spjöldin fyrst i millirikja- leikjum eftir heimsmeistara- keppnina á Englandi 1966. En þar komu upp eins og svo oft áð- ur tungumála erfiðleikar, milli leikmanna og dómara, en spjöldin áttu að leysa það vandamál, sem og þau hafa gert. ísland varð svo eitt af fyrstu þjóðum heims, til að nota þau i deildakeppnum. Nú, ekki höfum við tungumála vanda- málið, þvi skyldi ísland og aðr- ar þjóðir þá taka þetta upp. Ein aðalástæðan fyrir þvi var sú, að þegar dómarinn sýnir guit eða rautt spjald, þá fer ekki á milli mála hvað er að ske. Leikmenn jafnt sem áhorf- endur sjá að leikmanni haföi verið hegnt fyrir brot sitt. Dóm- arar fengu lika aðhald. Með þessu vissu allir að dómarinn hafði sýnt leikmanni gult eða rautt spjald. Dómarar sem van- rækja að senda skýrslu til Aga- nefndar, eiga á hættu, að fá þunga refsingu. Áður en spjöidin voru tekin i notkun, var oft erfitt fyrir á- horfendur, sérstaklega, að vita hvort dómarinn, hefði áminnt leikmann, eða ekki. Það var og er algengt, að dómarinn tali við leikmann án þess að hann sé að áminna hann. Eftir leik hér áð- ur fyrr, var það oft mikil spurn- ing, hvort dómarinn hefði gefið áminningu, eða ekki. En nú i dag fer það ekki framhjá nein- um. Oft heyrast þær raddir, að dómarar séu of spjaldaglaðir. Ekki ætla ég að leggja dóm á það, en aftur á móti finnst mér, að við dómarar séum of hörund- sárir, ef leikmenn æsa sig skyndilega upp við okkur, og er- um við þá oft fljótir til að sýna gula spjaldið, og of oft viil það bregöa við, að við sleppum leik- manni við gult spjald, fyrir grófan leik, skömmu seinna. En þetta minnir mig á, að erlendur þjálfari sem hér starfaði fyrir nokkrum árum, sagði að dóm- ararnir hér, væru meö stór eyru, en litil augu, nóg um það að sjálfsögðu. Mig langar að minnast á eitt atvik, sem kom fyrir mig i leik nú i vor i heimsmeistarakeppn- inni milli Skotlands og Israels. Það voru liðnar nokkrar minút- ur af leiknum, er ég sýndi isra- elska leikmanninum Avi Choen, (en hann er atvinnumaður hjá Liverpool), gula spjaldið fyrir að halda mótherja með báðum höndum. Hann varð mjög undr- andi yfir þvi að vera áminntur fyrir þetta brot. Hann lét álit sitt i ljós, og ástæðan fyrir þvi að Guðmunaur Haraldsson skrifar: hann var óhress, var sú, að hann sagði, að hann væri ekki búinn að koma við knöttinn og þvi ætti ekki að áminna hann. Sem sagt hann mátti gera það sem hann vildi, þangað til að hann kæmi við knöttinn. Eins og kom hér fram fyrr i greininni, er það skylda dómara að senda Aganefnd K.S.l. skýrslur um áminningar og brottvikingar af leikvelli. Á það að gerast innan tveggja daga frá leik. A siðasta ári fjallaði nefndin um 558 mál, og þegar þetta er skrifað hefur hún afgreitt 132 mál fyrir þetta keppnistimabil. Að sjálfsögðu eru áminningar i yfirgnæfandi meirihluta, brott- vikningar eru sem betur fer mjög fáar. Ef leikmaður er áminntur af dómara án þess að vera visað af leikvelli, skal veita honum refsistig, sem ákvarðast af eðli brotsinssem hér segir: A)Gróf- an leik, fjögur refsistig, B) Að láta sér um munn fara móðg- andi ummæli um leikmann, dómara, linuverði, eöa áhorf- endur, þrjú refsistig, C) Að gagnrýna ákvarðanir dómara, tvö refsistig, D) Að yfirgefa leikvöllinn um stund án þess að tilkynna dómara það, eitt refsi- stig, E) Aðra minni háttar ó- prúðmannlega hegðun, eitt refsistig. Þegar leikmaður hef- ur hlotið tiu refsistig, skal hann svifturréttitilaðleika einnleik. Verði refsistig fleiri geymast þau, og nái þau að komast i fimmtán á timabilinu, skal leik- manni refsað með tveggja leikja banni. Leikmanni skal visað af leik- vellifyrir: Endurtekningu á lið- um a, b, c, d, e. Ef um endurtek- in brot er að ræða, skal Aga- nefnd taka ákvörðun um frekari refsingu i hverju einstöku til- viki. Og hérkoma þrjár spurning- ar: A) Hvað á dómari að gera, ef fyrirliðar beggja liða eru sam- mála þvi, að sleppa leikhléinu, og byrja siðan hálfleik strax, en einn leikmaður vill fá leikhlé. Hvað gerir þú sem dómari? B) Ef tekin er vitaspyrna má meðspilari spyrnandans stað- setja sig i rangstöðu þegar spyrnan er tekin? Hvað gerir þú sem dómari? C) Leikmaður sækir að marki andstæðinga, þegar mótherji, bregður honum aftan frá, i fall- inu gripur leikmaðurinn knött- inn, áður en dómarinn hefur flautað. Hvað dæmir þú? a) Hendi, b) aukaspyrnu á þann sem brá leikmanninum, c) dómarakast. Guðmundur Haraldsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.