Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. júnf 1981
7
erlent yfirlit
erlendar fréttir
■ FRÉTTAMENN velta nú vöng-
um yfir þvi, hvort Begin muni
láta flugher Israels ráðast á eld-
flaugar Sýrlendinga i Libanon
fyrir þingkosningarnar, sem fara
fram 30. júni. Niðurstaðan hjá
mörgum er sU, að sennilega muni
þetta ráðast af kosningahorfun-
um.
Begin muni ekki hika við að
fyrirskipa árás, ef hann telur
kosningahorfurnar tvisýnar.
Begin hefur margsagt, aö hann
muni láta eyðileggja eldflaugarn-
ar, ef Sýrlendingar flytji þær ekki
burtu innan stutts tima. Hann
hafi hins vegar fallizt á að láta
Bandarikjamenn fá nokkurn tima
til sáttaumleitana. 1 blöðum i
ísrael gætir nú mjög þeirrar
skoðunar, að fullreynt sé, að
þessar tilraunir beri dcki árang-
ur, og þaö sé aðeins til mála-
mynda að vera að halda þeim á-
fram.
Samkvæmt þvi hefur Begin
þegar orðið óbundnar hendur til
að fyrirskipa árás. Hann mun
ekki láta nein andmæli Banda-
rikjast jórnar aftra sér, ef hann
telur sig tryggja kosningasigur
sinn á þennan hátt.
FA DÆMI eru um jafn skyndi-
lega breytingu á fylgi stjórn-
málaflokka og orðið hefur i Israel
siðustu vikumar.
Skoðanakannanir, sem fóru
fram í janUar, bentu til þess, að
Likud, sem er flokkur Begins,
fengi ekki nema 20 þingmenn
kjörna, ef kosið væri þá, en
Verkamannaflokkurinn um 60.
Skoðanakönnun, sem fór fram
siðustu dagana fyrir árásina á
kjarnorkuverið i írak, benti til,
Begin er I baráttuhug.
Sýrlendinga?
Það fer eftir kosningahorfunum
að Likud fengi þá 43-45 þingmenn
kjörna, en Verkamannaflokkur-
inn 37-40. Aðrir flokkar, sem tald-
ir voru li'klegir til að fá þingsæti,
hölluðust meira að Likud en
Verkamannaflokknum. Sam-
kvæmt þessu var Begin tryggð
stjórnarforustan áfram.
Staða Begins var stjórnmála-
lega einserfiö i janúar og hugsazt
gat. Verðbólgan var farin að
nálgast 200%. Gjaldþrot var taliö
vofa yfir ekki færri en 800 fyrir-
tækjum. Ati vnnuleysi fór ört vax-
andi og hending var, að hermað-
ur, sem varað ljúka herþjónustu,
fengi atvinnu. Arið 1980 höfðu 25
þús. manns flutt úr landi, en inn-
flytjendur voru ekki nema 10 þús-
und.
Vinsælustu ráðherrarnir höföu
hrökklaztUr rikisstjórninni vegna
ágreinings við Begin t.d. Moshe
Dayan utanri'kisráðherra og Ezer
Weizman varnarmálaráðherra
Shimon Peres, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hagaði sér eins
og hann tæki við stjórnarforust-
unni i byrjun júli. Verkamanna-
flokkurinn lagði fram ábyrga og
vel unna stefnuskrá um endur-
reisn efnahagsins og framtiðar-
stjórn á vesturbakkanum svo-
nefnda og Gazasvæðinu. Peres
tilkynnti hvaða menn myndu
skipa helztu ráðherrasætin.
Begin fór sér hægt á meðan að
Peres undirbjó þannig valdatöku
sina. Fljótt vakti hann þó athygli
á veikum þáttum i þessum undir-
búningi hjá Peres.
M.a. væru nærri allir hinir
væntanlegu ráðherrar fyrrver-
andi Evrópu-gyðingar eöa af-
komendur Evrópu-gyðinga. Gyð-
ingar, sem væru komnir frá
Asiu eða Afrikulöndum, væru
hafðir Ut undan, enda þótt þeir
væru mikill meirihluti lands-
manna.
Þá fór Begin háðulegum orðum
um tillögurnar varðandi Vestur-
bakkann. Samkvæmt þeim ætlaði
Peres að færa Yasser Arafat
Vesturbakkan á silfurfati.
GAGNSÓKN sina hóf Begin þó
fyrst i' siðastl. mánuði, aö þvi
undanskildu, að hann var áöur
búinn að skipta um fjármálaráö-
herra. Hinn nýi f jármálaráðherra
■ Skynsemi dugir Peres ekki.
hóf strax miklar niðurgreiðslur
á vöruveröi og mæltist það vel
fyrirhjá þeim, sem ekki hugsuðu
um afleiðingarnar.
Begin hefur fyrst og fremst
talað til tilfinninganna meðan
Peres hefur haldið áfram að skir-
skota til skynseminnar. Segja má
að aðalsókn Begins hafi hafizt
með miklum svivirðingum um
Helmut Schmidt kanslara og
siðan um Þjóðverja yfirleitt. Svi-
virðingar um Þjóðverja falla i
góðan jarðveg i Israel og ekki
bætti það fyrir Peres, að hann og
Schmidt eru skoðanabræður.
Begin taldi, að orCén ein myndu
ekki nægja heldur yrði hann aö
sýna í verki að annar væri ekki
harðskeyttari þjóðernissinni en
hann. Þetta taldi hann sig sýna
með þvi að láta skjóta niöur sýr-
lenzkar herþyrlur i Libanon. Það
leiddi til þess, aö Sýrlendingar
settu upp eldflaugarnar er deilt
hefur verið um siðan. Sú deila
hefur orðið mikið vatn á
kosningamyllu Begins.
Næst kom svo árásin á kjarn-
orkuverið i Irak. Hún hefur
mælzt vel fyrir i Israel. Næstum
má segja, aðhún hafi gert Begin
að þjóðhetju. I kjölfar hennar
hefur Begin birt margar stór-
yrtar yfirlýsingar, sem virðast
falla i góðan jarðveg.
I sambandi við árásina á kjarn-
orkuverið, hefur Begin komið
höggi á Peres. Begin lét Peres
vita strax um áramótin, að slik á-
rás væri i undirbúningi. Eftir
sigur Mitterrands i Frakklandi
skrifaði Peres Begin bréf, þar
sem hann lagði til aö slikri árás
yrði frestað, en rætt i staðinn við
Mitterrand og hann beöinn um að
tryggja, að Frakkar létu Irökum
ekki i hendur efni eða tæki, sem
gerðu þeim kleift að framleiða
kj arnorkuspreng ju.
Begin segir nú, að Peres hafi
verið eini maðurinn, sem hafi
ráðið sér frá að gera árásina.
Meðan flestir fundir eru fá-
mennir hjá Verkamannaflokkn-
um, streyma þúsundirnar á fundi
hjá Begin. I ræðum sinum skýtur
hann spjótum i allar áttir. Nú er
Helmut Schmidt ekki lengur eini
vestræni stjórnmálamaðurinn,
sem fær skammir. Þeir Wein-
berger varnarmálaráðherra
Bandarikjanna og Carrington
utanrikisráöherra Breta fá einnig
sinn skammt.
Flest þykir nú benda úl, að
Begin vinni stórsigur. Ef til vill
telur hann sig samt ekki öruggan,
nema hann ráðist á Sýrlendinga
og eyðileggi eldflaugarnar.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Segja Vesturveldin
hindra sjálfstæði Namibíu
■ Einingarsamtök Afriku
gagnrýndu i gær harölega viö-
horf Vesturvelda gagnvart
framtiðarsjálfstæöi Namibiu.
Utanrikisráöherrar aöildar-
rikja samtakanna, sem sátu á
fundi i Nairobi i gær, hafa sent
frá sér endurnýjaðar kröfur
um að landið hljóti sjálfstæði
nú þegar. Saka ráðherrarnir
Vesturveldin um að hindra al-
þjóðlegar tilraunir til þess að
ná þvi marki.
Ráðherrarnir gagnrýndu
Bandarikjamenn sérstaklega
og sökuðu þá um að makka við
Suður-Afrikumenn.
Stjórnvöld i Bandarikjunum
hafa iýst þvi yfir, að ef svo
virðist sem möguleikar áætl-
ana um sjálfstæði Namibiu til
þess að verða að veruleika séu
litlir sem engir, myndu
Bandarikin draga sig út úr til-
raunum til að hrinda þeim i
framkvæmd.
S-AFRIKA: Formaður stéttarfélags þeldökkra blaðamanna i S-
Afriku, sem jafnframt er ritstjóri dagblaðs i Jóhannesarborg,
varhandtekinn i gær, þá eru þeir leiðtogar þeldökkra launþega i
S-Afriku, sem undanfarið hafa verið handteknir og látnir dúsa i
fangelsi um tima, án réttarhalda, orðnir yfir eitt hundraö og
fimmtiu.
GENF: Alþjóöa Verkalýðssambandið samþykkti i gær, á fundi
sinum i Genf, að auka fjárhagsaðstoð sina við þeldökka verka-
menn i S-Afriku.
FRAKKLAND: Hinn nýi utanrikisráðherra Frakka, hefur
staðfest, að Frakkland hyggist ekki selja vopn til S-Afriku i
framtiðinni.
ITALÍA: Leiötogi italska Lýðveldisflokksins hefur skýrt forseta
landsins frá þvi, að nú geti honum tekist að mynda nýja rikis-
stjórn i landinu.
KARABtSKA HAFIÐ: Breskt herskip tók i gær flutningaskip i
Karabiska hafinu og gerði upptæk i þvi tuttugu og sjö tonn af >
fikniefninu marijúana. Áætlað verðmæti farmsins er þrettán
milljónir sterlingspunda.
Habib fær enn
aukinn tíma
Öryggisráðið for-
dæmi en refsi ekki
■ Bandarikjamenn og Irakar
hafa komið sér saman um for-
dæmingaryfirlýsingu, sem
íulltrúar rikjanna munu
leggja sameiginlega fyrir
öryggisráð Sameinuðu þjóö-
anna, vegna árásar Israela á
kjarnorkuver i Irak, fyrir
nokkru. Segir i fréttum frá
aðalstöövum Sameinuðu þjóð-
anna, að yfirlýsingin sé mála-
miðlunartillaga, orðuð þann-
ig, að ekki komi til þess að
neitunarvaldi verði beitt i
öryggisráðinu, gegn henni. i
henni er farið fram á að
öryggisráðið fordæmi árás
Israelanna á kjarnorkuveriö,
en ekki minnst á neinar relsi-
aðgerðir.
Yfirlýsingin er samin af
Kirkpatrick, sendiherra
Bandarikjanna hjá S.Þ. og
utanrikisráðherra Irak. Þau
hafa undanfarið setið á löng-
um fundum um yfirlýsinguna,
á skrifstofu aðalritara S.Þ.
■ Philip Habib, sérlegur
sendimaður Reagans Banda-
rikjaforseta i Mið-Austurlönd-
um, hefur undanfarið átt fundi
með Begin, forsætisráðherra
Israel. Eftir fundina lýsti Beg-
in þvi yfir, að lsraelar væru
fúsir til þess að gefa sáttaum-
leitunum Habib, sem enn
reynir að finna íriðsamlega
lausn á deilu Israela og Sýr-
lendinga, meiri tima. Begin
bætti þó við, að tækist Habib
ekki að finna pólitiska lausn á
deilunni, þannig að Sýrlend-
ingar yröu á brott meö loft-
varnaeldflaugar sinar i Liban-
on, myndu lsraelar beita her-
valdi gegn þeim, ef nauösyn-
legt reyndist.
Aðspurður um það, hvort
Israelar myndu ráðast gegn
eldflaugastöðvum Sýrlend-
inga fyrir væntanlegar þing-
kosningar i Israel, i lok þessa
mánaðar, sagði Begin, að
málið væri ekki kosningamál.
Habib heldur til Saudi-
Arabiu i dag, þar sem hann
mun ræða við ráðamenn. Talið
er að möguleikar hans til að
ná árangri hafi enn minnkað,
frá þvi sem var, vegna árásar
Israela á kjarnorkuveriö i
Irak. Arásin hefur sameinað
arabariki mjög i fordæmingu
þeirra á Israelsmönnum.
■ Begin, forsætisráöherra tsrael, og Hafez Assaa, torseti Sýr-
lands, hafa hvorugur látið hiö minnsta undan sfga I deilu rfkj-
anna, þrátt fyrir tilraunir Habib til aö koma sáttaumleitunum af
stað.