Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 10
Föstudagur 19. júnl 1981
DAGUR í LÍFI SIGRÍÐAR INGIMARSDÓTTUR
heimilis-timinn
Ekki einleikið hvað okkur ,,kven-
félagskerlingunum” gengur bölv
anlega að komafréttum okkar
f fjölmiðla
burt, þegar ég kom niöur aö
loknu morgunbaöi rúmlega
hálfátta. Annar haföi íengið sér
kornflögur, kakómjólk og ristað
brauð, hinn mjög svo írumlegan
árbit, hangikjöt meö græn-
metissalati, afgang frá hvita-
sunnudeginum. Hangikjötiö var
alltof salt, kaupmaðurinn þyrfti
að fá orð i eyra frá mér!
Leit út um gluggann, gráviöri,
10 stiga hiti, sami kuldinn fyrir
noröan og austan, sagöi út-
varpið, sem ég hlustaði á meö
ööru eyranu, meðan ég tók til
morgunmatinn, var annars
niðursokkin i vandamál, sem
þarf að leysa á næstunni og
komst fátt annað að, eins og
gengur. Ég er ekkert sérlega
bjar'sýn sist á morgnana, er i
B-fLkknum! Bóndi minn er
hini vegar allra manna
morgunglaðastur og fór i sina
morgunleikfimi og bað að
vanda, meðan ég eldaöi hafra-
grautinn, ómissandi þátt á mat-
seðli morgunsins á helgum sem
rúmhelgum dögum.
Ég lét mat á bakka handa
pabba og tók lyfin hans. Hann
er nærri niræöur, oröin sjóndap-
ur og lasburöa nú siöasta árið,
en smátt er um rými á hjúkr-
unarheimilum aldraöra, eins og
mikið hefur verið rætt að
undanförnu, og er það vel, að
hreyfing er aökomast á þau mál
hér i velferðarrikinu.
Ég verð að hafa hraðann á
þarf að vera komin á fund i
Hátúni 12 kl.9. Þaö er Alfa-
nefndin, sem fundar þar fram-
kvæmdanefnd alþjóöaars fatl-
aðra, sem nú stendur yfir.
Þetta er okkar fundartimi 1-
2svar i mánuöi siðan i haust er
leiö. Systir min ætlar að koma
og sinna gamla manninum, ekki
skiljum við hann eftir einan
nema stutta stund nú orðiö. É g
lit yfir siðustu fundargerð og
rifja upp þau atriði, sem ég þarf
að koma á framfæri, leita sama
og ekkert að billyklum eða ööru
og ek af stað. Fundurinn er
óvenjustuttur og öll mál
afgreidd á mettima, gott! Ólöf
og Theódór hjá Sjálfsbjörgu
bjóða mér i kaffi, en ég timi ekki
að tefja þau lengi. Það er mikið
annriki á þeim bæ, aukaþing i
vændum og hátiðarhöld á
Lækjartorgi i tilefni af „árinu”.
Annars er alltaf hressandi fyrir
sálartetriö að ræöa við þetta vil-
lausa fólk og góðu félaga. Ég
nota svo þennan óvænta fritima
til aö fara niður á. Rauöarárstig
og lita á kjóla i Guðrúnu. Eftir
mikla leit og mikla þolinmæði
hjá afgreiðslustúlkunum festi
ég kaup á tveim flikum og reyni
að horfa sem minnst á íriðar
fylkingar iata, sem ég hefði
komist i á mögru árunum,
hérna áður en ég fór að nota
„skessunúmerin”, sem ég nefni
svo. Æjá, baráttan við holdin er
okkur mörgum erfið, og
þakkarvert er, að þó nokkrar
búðir hafa á siðari árum komist
að raun um, að viö þurfum lika
að klæðast sæmilega.
Kjólakaup og stöðu-
mælasektir
Ég var svo lengi að mæðast
yfir þessum innkaupum, að Litli
Rauður (bíllinn minn) var kom-
inn með grænt flagg, þegar ég
kom loksins út. Þar bættist
tuttugu króna stöðumælasekt
viö kjólinn og jakkann. Ég kom
svo heim klukkan langt gengin i
tólf og hvolfdi vænum skammti
af morgunáhyggjum og fleiru
yfir systur mina blásaklausa, en
hún tók öllu með kristilegri
þolinmæði, og mér leið betur á
eftir. Systirin þolinmóða hélt til
sinnar (úti) vinnu og ég tók til
léttmeti i hádegismatinn handa
okkurþrem. Ég ákvað aö fresta
tiltektum og þvottum til morg-
uns, og leitaði uppi sneplana
mina. Það eru minnismiðar
sem liggja oft hingað og þangað
um húsiö. Þar stóð eitt og ann-
að, sem ég hafði loíað ýmist
sjálfri mér eöa öðrum að gera
„upp úr helginni,” best að ráð-
ast til atlögu.
Um leið og ég setti simtólið i
samband, hafði gleymt þvi um
morguninn, kvað við hringing,
og var þar komin kurteis kona,
Friða Björrtsdóttir á Timanum,
spurði hvort ég væri til i að
skrifa um einn dag úr lifi minu.
Ég held, aö ég hafi verið frekar
viðskotaill við Friðu, en lofaði
þó að gera mitt besta, leiðist að
láta ganga eftir mér, bað hana i
leiðinni að eiga nú tal á næst-
unni við forystusveit Kven-
félagasambandsins, en þaö hélt
landsfund á Laugarvatni fyrstu
dagana i júni, sem var ekki
ómerkari en margar ráðstefn-
ur, sem tiundaðar eru með
nákvæmni iöllum blöðum.Friði
tók þessu ljúfmannlega, hvernig
sem efndirnar veröa. Það er
ekki einleikiö, hvað okkur
„kvenfélagskerlingum” gengur
bölvanlega að koma fréttum af
fundunum hjá okkur á framfæri
i fjölmiðlum. Þeir eru liklega
svona „óinteressant”, vantar i
þá hasar og hneykslisviðburði
eða hvað er að?
Jæja, Vilhjálmur hélt til vinnu
eftir matarhléið. Hann annast
vanalega fiskinnkaup fyrir
heimilið og vildi endilega kaupa
rauðmaga einu sinni enn og fékk
samþykki eftir nokkurt þref, en
rauðmaginn varð nú að góðri
ýsu, og út á hana höföum við
fyrirtaks flot af salta hangikjöt-
inu um kvöldið, — ég hætti við
að skamma kaupmann-
inn. — Það létti til úti, og
innra með mér, þegar leið á
daginn, loks var komið sólskin á
báðum stöðum. Ég tók til við
simtölin, þegar pabbi var kom-
inn upp til min og gat rölt um
með þvi að styðjast við handrið
uppi á gangi og lagt sig á milli i
nágrenni við mig og simann. Ég
byrjaði á erindisrekstri fyrir
Húsfreyjuna, og mér tókst eftir
nokkur simtöl aö ljúka þvi, sem
mér var falið á siöasta ritstjórn-
arfundi. Við erum fimm i rit-
stjórninni og skiptum með okk-
ur verkum i bróðerni.
Heimilisinnkaupin gat ég gert
simleiðis, svo kom næsti
minnismiði: Snæfellsnes,
einkum að norðanveröu, stóð
þar. Þetta þýðir i stuttu máli,
að fyrstu vikuna i júli er
norrænt húsmæðraorloí á
Hvanneyri, og ég lofaði aö vera
fararstjóri á ferð um nesið, sem
ég þekki þó mest að sunnan-
verðu. Við ætlum að kynna
leiðina og áfangastaöi meö
samfelldri dagskrá kvöldið fyrir
ferðina og hafa myndasýningu,
einkum ef veðrið skyldi nú
bregðast og Vesturfjalla-
kóngurinn — Snæfellsjök-
ull — fela sig bak við ský, það
væri sjónarsviptir. Ég var að
visu búin að safna á einn stað
bókum og kortum og gera ferða-
áætlun, en fór nú að leita aö
myndum að vestan i heimilis-
safninu, sem er heldur illa
skipulagt.
Látum úða af ótta við
„flóttaliðið”
Siðdegisblöðin duttu inn úr
dyrunum. Ég las með athygli
grein eftir Martein Skaftfells
um garðaúðun með eiturefnum
ég er eins og hann .sannfærð
um að hún ætti ekki aö vera
nauðsynleg, það ætti ekki að
þurfa banvænt eitur til aö eyða
óværu á trjám og runnum. En
þessi garðaúðun fer eins og
eldur i sinu um allan bæ um
þetta leyti árs og margir gera
eins og við, láta úða af ótta viö
að fá annars „flóttalið” úr nær-
liggjandi görðum yfir sig, annað
einshefurgerst. Siminn hringdi
öðru hverju, þar á meðal voru
þrir aðilar að tilkynna þátttöku i
málþingi (symposium) i
Færeyjum um þjónustu við
þroskahefta i strjálbýli. Þetta
þing er i ágúst á vegum Norður-
landasamtaka um mál vangef-
inna og ég hefi verið tengiliður
stjórnar þeirra hérlendis i
nokkur ár. Dæturnar, sem
farnar eru „að búa” spjöiluöu
báðar við mig eins og þær gera
nærri daglega. Vilhjálmur kom
úr vinnunni, hafði snarlega
fataskipti og fór i golf eins og
hans er vandi á sumrin; kom
heim i kvöldmatinn.
Ég horfði á sjónvarps-
fréttir..orkuþing var sett i dag,
ekki sá ég þar nokkurn kven-
mann, orkumálin eru vist ekki
„kvennamál”, samt þurfum við
eins og karlpeningurinn orku til
að knýja flest þaö sem léttir
okkur störfin og hefir gerbylt
heimilishaldi siðustu árin,
meðal annars, en sem sagt,
engin kvenpersóna á orkuþingi.
Erum við svona áhugalausar
um þessi mál eða karlarnir
svona ráðrikir og málglaöir á
vettvanginum?
Nátthagi kúnna á
Kleppsbúinu
Eftir fréttir fór ég út i garð,
þar horfðu nokkrar keisara-
krónur ásakandi á mig upp úr
pappakassa, en i honum voru
þær fluttar sunnan úr Hafnar-
firði á laugardaginn fyrir hvita-
sunnu og var orðið mál að kom-
ast i mold. Ég kom þeim fyrir,
vökvaði vel og bað þær aö þrif-
ast jafnvel hér i Njörvasundinu
og á Jófriðarstaðaveginum.
Sitthvað fleira dundaði ég i
garðinum, gerði nokkra atlögu
að skriðsóley og efltingu sem
herjar á garðinn af einskis
manns landinu eða öllu heldur
bæjarlandinu hér utanvið, en
það var gott að vera úti i kvöld-
loftinu. Skelfing leiðist mér
samt gnýrinn frá hraðbrautinni
austan við húsiö. Þar var áður
og ég ætla endilega að fylgjast
með honum. En þá kemur
neyðarkall úr Grænuhlið, þ.e.
Grænuhliðinni hérna i austur-
bænum. Barnfóstra Kára, sem
er rúmlega 3ja mánaða, er ráð-
þrota og örvæntingaríull vegna
feiknalegra og þrálátra orga i
sveininum, sem ekkisofnar eins
og hann átti þó að gera. Ég,
amma Kára, segi barnfóstr-
unni, móðurbróður Kára, að
reyna að halda honum i skeíjum
og bia honum dálitið, meðan ég
aðstoði langafa Kára við að
komastiháttinn og taka pillurn-
ar sinar, siðan skuli ég koma til
bjargar. En það stóð heima
strokkur og mjaltir, þvi að ég
var aö fara út úr dyrunum,
þegar tilkynning barst úr
Grænuhliðinni um að piltur væri
steinsofnaður, og svaf hann af
nóttina. Ég lét langafa vita um
málalokin, þá var umræðuþætt-
inum að ljúka og ég missti vafa-
laust af spaklegum umræðum
nokkurra karla um þessa fjöl-
miðla, sem eru inni á gafli hjá
okkur hvern dag, sem guö gefur
yfir. Ekki lögðu konur þarna
orð i belg frekar en á orkuþing-
inu, þvi notum við svona litið
jafnréttið og málfrelsið, er það
kannske af leti?
Ég tók árbók Ferðafélagsins
með mér i rúmið, ætlaði að
glugga meira i Snæfellsnes
norðanvert, en þetta var þá
óvart árbókin um Þingvelli frá
1930, og ég datt ofan á skemmti-
legar leiðarlýsingar að og frá
staðnum eftir Helga frá Brennu,
móðurbróður Jóns Múla og
þeirra systkina, þar á meðal
kafla um Leggjabrjót (milli
Botnssúlna og Búrfells niður i
Botnsdal i Hvalfirði). Þarna
rakst ég á visu sem ég hef
kunnað frá þvi ég man eftir mér
og sungið i algerðu hugsunar-
leysi i öll þessi ár, visuna um
tunnuna, sem valt. Læt ég vis-
una fylgja, hér, rétta, i stað
mataruppskriftar, ásamt skýr-
ingu Helga. „Við Biskupskeldu
(á leið að Leggjabrjót) er bund-
in alþekkt visa eftir sira Jón frá
Bægisá:
Tunna valt og úr henni allt
ofan i djúpa keldu
skulfu lönd, en brustu bönd,
botngjarðirnar héldu.
Það vildi til i alþingisreið frá
Leirá, að hryssa, sem Tunna
hét, lá i keldunni, brjóstgjörð og
afturgjörð héldu, öll önnur bönd
brustu: þá kvað sira Jón vis-
una.”
nátthagi kúnna á Kleppsbúinu,
og siðar leikvangur krakkanna,
klettaholt, mýrar og móar,
dvergasteinar og Álfhóll. Nú ris
hvert stórhýsið af öðru við
Elliðaárvoginn, vinnuvélar
hamast þar liðlangan daginn og
hakka i sig þessa gömlu Paradis
hagablóma, mófugla og krakka,
sem nú eru orðin fullorðið fólk,
reyndar. Esjan og Hengillinn
ásamt fleiri prúðum og lit-
auðugum fjöllum blasa þó enn
við i kvöldskininu, vonandi
hverfa þau mér ekki bak við há-
hýsi á næstunni. Grasið á blett-
inum bylgjast i golunni. Ég
verð að fara að hóa i þann
slynga sláttumann, sem ætlar
að koma með orf og ljá og slá
fyrirmig. Þetta er enn ein aðför
að ótætis mosanum en þetta ráð
hafði ég úr grein i Mogganum
eftirHákon Bjarnason f.v.skóg-
ræktarstjóra, spennandi að sjá
hvernig til tekst, og heyið skal
hann Jón minn Björnsson fá
handa hestunum sinum.
Er það kannski af leti?
Inni er hafinn umræðuþáttur i
sjónvarpinu um bæði „vörpin”,
■ i Sigriður Ingimars-
dóttir er 57 ára heima-
vinnandi húsmóðir, gift
Vilhjálmi Árnasyni
lögfræðingi, á sex börn,
2 eru enn í heimahús-
um. Hefur unnið að fé-
lagsmálum i áhuga-
mennsku s.l. 20 ár
a.m.k. Starfsvettvang-
ur i þessari röð: Styrkt
arfél. vangefinna i
íteykjavik, Öryrkja-
bandalag íslands,
Bandalag kvenna i
Reykjavik og Kvenfé-
lagasamband íslands.
Þriðjudagur 9. júni. Vaknaði
rúmlega 7, heyrði til yngstu
barnanna á bænum, 18 ára tvi-
burastráka, niöri i eldhúsi. Þeir
voru á leið i sumarvinnuna eftir
langthelgarfri og sáu sjálfir um
sinn morgunmat eins og þeir
eru vanir. Þeir voru á bak og
Sigriöur Ingimarsdóttir (Timamynd GE)