Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. júní 1981 5 fréttir Reykjavíkurborg samþykkir aukaf járveitingu til sumarvinnu skólafólks: KOSINABIIR ORDiNN UM SJÖ MiLUÓNIR ■ Borgarráð sam- þvkkti á siðasta fundi sinum 450 þús. kr. auka- fjárveitingu til sumar- vinnu skólafólks. Þessi fjárveiting nægir til þess að veita 20 unglingum vinnu i tvo mánuði. Fjá rveiting Reykja- vikurborgar vegna sumarvinnu skólafólks er þá komin upp i um 7 milljónir, kr. á þessu ári. Enn eru um 50-60 unglingar sem verða I6ára á árinu sem ekki hefur verið hægt að veita Urlausn. Stafar það ekki af fjármagns- skorti, heldur gengur erfiðlega að finna verkefni fyrir unglingana. „Ég tel að það þurfi að vinda bráðan bug að þvi að leysa vanda þessara krakka”, sagð Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður i samtali við Timann. Um 300 fleiri umsóknir bárust á þessu sumri til Ráðningarstofu Reykjavikurborgar frá skólafólki um vinnu, en i fyrra. Að sama skapi hefur Reykjavikurborg ráðið til sin fleira skólafólk en i fyrra. Kás. ■ Stjórnendur Samvinnubankans kynna „Launaveltuna". Timamynd: GE Nýjung f lánastarfsemi fslenskra banka: „Launavelta” hjá Samvinnu- bankanum ÍH ■ Prentsmiðjan Oddihefur veriö undirlögð af simaskrám siðustu dagana, en sú ágæta bók veröur afhent sfmnotendum á skrárinnar er 105 þúsund eintök og er hún 576 blaðsiöur. mánudag. Upplag Timamynd: GE ■ ,,bað þekkist varla annars staðar i heiminum að fastir við- skiptavinir banka þurli að fá við- tal við bankastjóra til þess að fá smærri lán,” sagði Kristleifur Jónsson, bankastjóri Samvinnu- bankans, þegar hann kynnti fyrir fréttamönnum nýja „Launa- veltu” bankans. Launaveltan felst i þvi að þeir viðskiptavinir Samvinnubankans sem láta leggja laun sin beint inn á reikning i bankanum, og sömu- leiðis tryggingahafar sem hafa svipuð viðskipti, geta fengið lán hjá bankanum án þess að þurfa fyrst að eiga viötal við banka- stjóra. Lánin verða háð ákveönum reglum, þannig að eftir 6 mánaöa launareikningaviðskipti mun við- skiptavinur eiga kost á 5.000, kr. láni, eítireins árs viðskipti 10.000 kr. láni, og eltir tveggja ára viö- skipti 20.000kr. láni. Lántakendur geta valið um lánstima, sem lengstur getur þó oröiö 18 mánuð- ir. Kristleifur Jónsson kvaöst ekki eiga von á að þetta nýja kerfi leiddi til aukningar útlána frá bankanum. Hér væri fyrst og fremst um einíöldun og aukið hagræði fyrir viðskiptavini að ræða. Launaveltan er nýjung i islenskri bankastarfsemi. —JSG Hvað greiða borgarfulltrúar ískatta? Yfirlæknirinn ber mest úr býtum ■ Að þessu sinni ætlum viö að glugga i skatta nokkurra borgarfulltrúa. Fyrir valinu urðu Adda Bára Sigfúsdóttir, Birgir lsleifur Gunnarsson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Magnús L. Sveinsson, Páll Gislason og Sigurjón Pétursson. Af þessum sjö borgarfulltrú- um greiðir Páll Gislason, yfir- læknir, mesta skatta, eða rúmar 7,6 millj. gkr. Næstur honum kemur Björgvin Guðmundsson, skrifstofustjóri viðskiptaráðu- neytisins, en i þriðja sæti er Birgir tsíeifur Gunnarsson. Þess má geta að 12. júni sl. voru nokkrir Reykjavikurþing- menn teknir fyrir, þ.á.m. Albert Guðmundsson og Guðrún Helgadóttir, sem einnig eru bæði borgarfulltrúar. Þar kom fram að Albert greiðir rúmar 9 millj. gkr. í skatta. Hins ve.gar greiðir Guðrún rúmar 6 millj. gkr. i skatta. En höldum okkur við þessa sjö borgarfulltrúa sem nefndir voru i upphafi. Það fer ekkert á milli mála að Páll Gislason hef- PállGislason Björgvin Guðmundsson Birgir tsleifur Gunnarsson Allt i gömlum krónum: Nafn: Páll Gislason Björgvin Guðmundsson Birgir ísl. Gunnarsson Magnús L. Sveinsson Sigurjón Pétursson Kristján Benediktsson Adda Bára Sigfúsdóttir X X % •v X 4.917.214 132.968 2.002.000 7.603.083 3.457.217 135.937 1.840.000 5.782.674 3.672.119 89.215 1.529.000 5.582.501 3.704.146 55.630 1.421.000 5.444.659 3.425.378 26.288 1.345.000 5.046.101 1.888.856 73.289 948.000 3.093.313 1.021.656 104.728 647.000 1.888.665 16.851.851 15.488.215 12.870.370 11.961.279 11.321.548 7.979.797 5.446.127 ATH: Skattar ársins 1980, vegna tekna ársins 1979. Laun hafa að meðaltali hækkaða.m.k. um 60-70% frá lokum ársins 1979. ur borið mest úr býtum, ef tekj- ur eru áætlaðar út frá álögðu út- svari, og hefur haft tæpar 17 millj. gkr. i tekjur árið 1979. Næstur honum kemur Björgvin Guðmundsson, sem haft hefur tæpar 15,5 millj. gkr. i tekjur. Segja má að þessir tveir borgarfulltrúar séu i sérflokki hvað tekjur snertir. Næstir þeim koma Birgir Isleifur Gunnarsson, Magnús L. Sveinsson og Sigurjón Péturs- son,sem eru með tekjur á bilinu tæpar 13 millj. gkr. niður i tæpar 11,5 millj. gkr. Þar á eftir kem- ur Kristján Benediktsson með tæpar 8 millj. kr. og Adda Bára Sigfúsdóttir með tæpar 5,5 millj. kr. En látum töfluna tala sinu máli. Það skal tekið fram eins og fyrri daginn, aö hér er um að ræða skatta ársins 1980, sem lagðir eru á vegna tekna ársins 1979. Frá árslokum árið 1979 hafa launatekjur i landinu hækkaðaðmeðaltali um 60-70%, þannig að áætlaðar tekjur borgarfulltrúanna veröa að skoðast i þvi ljósi. Kás

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.