Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 11
Föstudagur 19. júnl 1981 11 dagskrá hljóðvarps og sjónvarps SIONVARPIÐ ,GERI ÞATT UM UF OG STARF JONS SIGURÐSSONAR Þjóðhátiðarvikan i sjónvarpi ■ S.l. laugardag var ein af þessum bresku myndum i sjón- varpinu, sem allir á heimilinu hafa gaman af. Bretar gera þarna grin að sjálfum sér, — en þeir eru sérfræðingar á þvi sviði. Ekki var þó siður gert grin að þýska hernum. Þetta er hægt nú orðið, þegar svo langt er um liðið frá ógnum heim - styrjaldarinnar, en sjálfsagt hefði það hneykslað fólk ef slik- ar myndirhefðu komið fram um 1950 eða svo. Melina — Aþena — Mercouri S.l. sunnudag var þáttur i sjónvarpinu sem hét „Heims- borgin Aþena”, — en hefði reyndarheldur átt að bera nafn- ið „Melina”, þvi að leik- og söngkonan Melina Mercouri var kölluð leiðsögumaður um þessa sögufrægu borg, — en áhorfend- um virtist helst að myndin væri um leikkonuna sjálfa og hennar störf, pólitiskar skoðanir og út- legðardóm og siðan þá miklu hamingu hennar, að vera komin aftur til Aþenu. Þar ætlaði hún alltaf að eiga heima og lifa og starfa fyrir fólkið, einkum fá- tæka fólkið i „hennar kjör- dæmi”, sem hún ætlaði aldrei að svikja eða yfirgefa. Þvi ætti nú að vera borgið, blessuðu fólk- inu. Annars er Melina Mercouri stórkostlega sjarmerandi og hún hrifur áhorfandann með sér, þegar hún talar af eldmóði eða syngur grisku lögin. Það er ekki fyrr en á eftir, að það kemur i hugann, að liklega hefði þetta þótt stórt brot á hlut- leysi útvarps/sjónvarps á Is- landi, ef einhver af okkar kven- ■ Forsetinn, frú Vigdis Finnbogadóttir, leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. hetjum i pólitikinni hefði verið að kynna Reykjavik — og aðal- lega gert i þvi að láta sina eigin persónu vera i sviðsljósinu. Gott hjá Ágústi! Skólaferðvar áður á dagskrá sjónvarpsins haustið 1978, en það var gaman að sjá það aftur. Nú er Agúst búinn að gera stærri og viðameiri kvikmyndir og stendur enn i stórræðum (leikstjóri við upptöku á „Út- laganum”, myndinni um Gisla Súrsson). Skólaferðalagið var góð byrjun á kvikmyndaferli hans, en Agúst sjálfur gerði leikritið og var einnig leikstjóri. Opni glugginn (eftir smásögu Sakis) var óhugnanlega spenn- andi. Dina Merill lék eiginkon- una, sem beið eftir manninum sinum og syni úr veiðiferðinni’, og áhorfandinn bjóst við að hún þyrfti lengi að biða. En ekki var allt sem sýndist og það mátti með sanni segja að þarna væru Ovænt endalok. ,,Blöðruhátiðin mikla” „Þetta var nú meiri blöðruhá- tiðin”, sagði ein 10 ára, sem kom ánægð úr bæjarferð þann 17. júni. Krakkar hafa gaman af þessum blöðrum, einkum þegar veðrið er gott, en hálfgerður sirkusblær er yfir blöðru- og trúðasýningum, sem þykja nú sjálfsagðar á þjóðhátiðardag- inn. Sem betur fer ér það horfið að krakkar séu uppdubbaðir sem kúrekar og i hálfgerðum grimubúningum, eins og tiðkað- ist fyrir nokkrum árum á 17. júni. Hátiðleikinn mestur fyrir hádegi Annars er mesti hátiðleikinn nú orðið fyrir hádegið þann 17. Þá eru kransar settir á leiði Jóns Sigurðssonar og við styttu hans á Austurvelli, og þar fer fram hin hefðbundna dagskrá, sem setur hátiðlegan svip á daginn, lúðrablástur, karlakór, ávörp o.fl. Siðan er gengið til kirkju og hlýtt á messu og predikun biskups. Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra flutti ágætt ávarp, mátulega langt (stutt) á Aust- urvelli, og nú eru allir lands- menn búnir að læra það utan að, þvi að það var ýmist i sjónvarpi eða útvarpi öðru hverju allan daginn! En það var lika margt gott i þvi, sem fólk hefur bara gott af að festa sér i minni, svo það er allt i lagi. Allir horfðu hrifnir á Vigdisi Finnbogadóttur forseta okkar i hvitu kápunni, er hún var að koma blómsveignum fyrir við stall myndastyttu Jóns Sigurðs- sonar. Það er verst ef hún hefur hlustaðá þáttinn „A vettvangi” og orðið vonsvikin yfir þvi, að Islendingar voru ekki alveg eins vel að sér og hún bjóst við um sjálfstæðishetju tslands, Jón Sigurðsson. Væri ekki tilvalið fyrir sjónvarpið að láta taka saman ýmsan lróðleik og góða leikara flytja i leikritsgerð um Jón Sigurðsson, lif hans og starf. Þátturinn, eða þættirnir, þyrftu að vera það aðgengilegir, að jafnvel börn og unglingar hefðu áhuga á að fylgjast með. Hinn klukkutima langi popp- þáttur með Rod Stewart kom held ég á mjög skökkum tima, þvi að þeir sem hefðu haft gam- an af þeim þætti, voru önnum kafnir við að skemmta sjálfum sér og öðrum á þjóðhátiöarball- Bjarghildur Stefánsdóttir blaðamadur, skrifar um dagskrá rikisfjöl- miðlanna I liðinni viku Dagskrá sjónvarpsins 21. júní til 27. júní 1981 sjonvarp Sunnudagur 21. júni 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Barbapabbi,Tvær mynd- ir, önnur endursýnd og hin frumsýnd. Þýðandi Ragna Ragnars. Sögumaður Guðni Kolbeinsson. 18.20 Emil i Kattholti.Þriðji þáttur endursýndur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Sögumaöur Ragnheiður Steindórsdóttir. 18.45 VatnagamanPjóröi þátt- ur. Stórfiskaveiðar.Þýðandi Björn Baldursson. 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.45 Spjallað við Snorra Hjartarson. Snorri Hjartar- son hlaut bókmenntaverö- laun Noröurlandaráðs i ár, og af þvi tilefni sýndi Danska sjónvarpið þennan þátt þar sem rætt er við skáldið. Einnig er rætt viö Njörg P. Njarövikog Sigurð A. Magnússon um skáld- skapSnorra. Þýðandi óskar Ingimarsson. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 21.15 A bláþræði. Norskur myndaflokkur. Þriðji og næstsiðasti þáttur. Efni annars þáttar: Eftir sex vikna hlé er saumastofan opnuð að nýju. Saumakon- urnar hafa liöið skort og heilsan er bágborin. Karna krefur stjórnendurna um hærri laun fyrir hönd stall- systra sinna, en fær synjun. Karna hittir Edvin i mann- fagnaði, en honum hefur verið sagt upp störfum. Hann biður hana að flytjast burt með sér, en hún tekur það ekki i mál. Karna fer á bænasamkomu með móður sinni, þótt henni sé það þvert um geð. Þar segir Gyða henni, að Július, sonur Gunnars forstjóra, ætli burt, þar eð hann fái ekki að trúlofast sér. Þýðandi Jón Gunnarsson. (Nordvision - Norska sjónvarpið) 22.05 Dagskrárlok Mánudagur 22. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Múminálfarnir Sjöundi þáttur endursýndur. Þýð- andi Hallveig Thorlacius. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. 20.45 tþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson 21.15 Saxófónninn Danskt sjónvarpslei krit eftir Morten Henriksen. Leik- stjóri Hanne Madsen. Aðal- hlutverk Lars Höy, Susanne Lundberg og Kirsten Ole- sen. Leikritiö fjallar um ungan mann, sem er hrifinn af tveimur stúlkum og verð- ur að velja á milli þeirra. Þýöandi Sonja Diego. (Nordvision — Danska sjón- varpið) 22.45 Dagskrárlok Þriðjudagur 23. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sögur úr sirkus. Loka- þáttur. Þýðandi Guðni Kol- beinsson. Sögumaöur Július Brjánsson. 20.45 Um loftin blá Heimilda- mynd um flugferðir fram- tiðarinnar og notagildi gervitungla Þýöandi Bogi Arnar Finnbogason. 21.15 Óvænt endalok Æðsti maðurÞýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.40 Vegamál Umræður i sjónvarpssal. 22.30 Dagskrárlok Miðvikudagu*' 24. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Tommi og Jenni 20.45 Sársauki Kanadisk heimildamynd um sárs- aukaskyn. Meðal annars er fjallaö um nálarstunguað- ferðina og nýjar leiðir til að deyfa sársauka, sem áður var ólæknandi. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.25 Dallas Sjöundi þáttur. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.15 Dagskrárlok Föstudagur 26. júni 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfinni 20.50 Skonrok(k) Þorgeir Ast- valdsson kynnir vinsæl dæg- urlög. 21.20 Whicker I Kaliforniu 1 þessum þætti hittir Alan Whicker ung hjón i Kali- forniu. Bóndinn er fegrun- arlæknir og endurskapar húsfreyju sina eftir þörfum. Þýðandi Jón O. Edwald. 21.50 Varúð á vinnustaö Fræöslumynd um húðsjúk- dóma af völdum skaðlegra efna á vinnustað. Þýðandi Bogi Amar Finnbogason. 22.00 Dagdrottningin(Belle de jour) Frönsk biómynd frá árinu 1966, gerð af Luis Bunuel. Aðalhlutverk Catherine Deneuve, Jean Sorel, Michel Piccoli og Genevieve Page. Sévérine er gift góöum manni, sem elskar konu sina afar heitt. En hún er ekki fyllilega ánægð i hjónabandinu og tdcur að venja komur sinar i vændishús. Myndin er alls ekki við hæfi barna. Þýð- andi Ragna Ragnars. 23.35 Dagskrárlok Laugardagur 27. júni 17.00 fþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 19.00 Einu sinni var Tiundi þáttur. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. Lesarar Einar Gunnar Einarsson og Guðni Kolbeinsson. 19.30 Hlé 1945 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Löður Gamanmynda- flokkur. Þýöandi Ellert Sig- urbjörnsson. 21.00 Altir leika þeir ragtime Kanadiskur sjónvarpsþátt- ur um sögu ragtime-tónlist- ar frá þvi fyrir aldamót. Meöal tónlistarmanna i myndinni eru Joe „Fing- ers” Carr, Max Morath, Ian Whitcomb, og Eubie Blake, 94ra ára, sem segir frá kynnum sinum af Scott Joplin. Þýðandi Bogi Amar Finnbogason. 21.50 Mannraunir Mudds læknis (The Ordeal of Dr. Mudd) Ný, bandarisk sjón- varpsmynd. Leikstjóri Paul Wendkos. Aðalhlutverk Dennis Weaver, Arthur Hill, Susan Sullivan og Nigel Davenport. Samuel Mudd sveitalæknir er vakinn árla morguns. Til hans eru komnir tveir menn, og er annar þeirra fótbrotinn. Læknirinn býr um brotiö og býöur mönnunum gistingu, en þeir virðast á hraðferð. Nokkru siðar kemur i ljós aö hinn slasaöi er leikarinn John Wilkes Booth, maður- inn sem skaut Abraham Lincoln. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 00.05 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.