Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 19. júnl 1981
stuttar f réttir
iFra
ér m
í Borgarnesi: Borgarfjaröarbrúin hefur natt í lor meo
jög aukna umferö um staöinn.
Mikil aukning
ferðamanna
BORGÁRNES: „Hér i
Borgarnesi er að korna
sumaryfirbragð á hlutina.
Þannig var mikið hér af ferða-
fólki um hvitasunnuna”, sagði
Ólafur Sverrisson, kaup-
félagsstjóri i samtali við Tim-
ann.
Hann sagöi umferð um
Borgarnes hafa aukist mjög
mikið við tilkomu Borgar-
fjarðarbrúarinnar. Þessa hafi
að vi'su oröið vart strax i
fyrrasumar þegar brúin var
opnuð, að umferðin jókst mik-
ið, en væri enn meira áberandi
mj. Flestir koma að sjálfsögðu
frá Reykjavik eöa nágrenni.
Borgarnes væri þvi nokkuð
hæfilegur áningarstaður
svona til að rétta Ur sér og fá
sér einhverja hressingu. HEI
Stefán frá
Heiði kjörinn
heiðursborgari
MVVATNSSVEIT: Á fundi
sveitarstjórnar Skútustaða-
hrepps i fyrra mánuði var
Stefán Sigfússon einróma
kjörinn heiðursborgari Mý-
vatnssveitar og vildi sveitar-
st jórinn á þann hátt votta hon-
um virðingu og þökk fyrir
mikil og heilladrjúg störf i
þágu Myvetninga.
Stefán SigfUsson frá Heiði i
Myvatnssveit varð 80 ára
þann 5. jUnisl.en hann fæddist
i Skógarseli i Reykdælahreppi
iS-Þingeyjarsýslu. Kona hans
var Björg Jónsdóttir frá
Geirastöðum i Mývatnssveit,
en hUn lést fyrir tveimur ár-
um . Stefán á tvær dætur á lifí,
þær Ingibjörgu, sem er i
Reykjavik gift Herði Karls-
syni og Mörtu, sem gift er Sig-
uröi Báröarsyni, Erluhrauni
10 i Reykjahliö og á Stefán þar
heiniili nú. AM
,,Hálf skugga-
legar horfur”
ÖGURHREPPUR: „Hér eru
hálf skuggalegar horfur með
sprettu enda eru tUn rétt að
veröa græn,” sagði Baldur
Bjarnason, bóndi i Vigur i ísa-
fjarðardjUpi i samtali við
Timann.
„Svo kemur þarna kal i við-
bót, sem er talsvert,” sagði
Baldur. Hann sagði að sumir
bændur i ögurhreppi væru
ekki bUnir að bera á. Allt væri
þetta mun seinna en venju-
lega, og fyrirsjáanlegt að
sláttur gæti varla hafist fyrr
en i' jililok. —JSG.
Gagnfræða-
skólanum
slitið
AKUREYRI: Gagnfræða-
skóla Akureyrar var slitið ný-
lega. 1 ræðu skólastjóra,
Sverris Pálssonar, kom fram,
að nemendur i vetur voru alls
654, en kennarar 67, þar af 39
fastráðnir.
Af heilbrigðissviði 3. árs
brautskrást á þessu skólaári
29 sjUkraliðar, en námslok
þeirra dreifast á timabilið
janUar - ágUst. Úr 3. bekk við-
skiptasviös luku 9 nemendur
verslunarprófi hinu meira.
Grunnskólaprófi luku 140
nemendur, þar af náöu rétti til
framhaldsnáms 112. Meðaltal
stiga f einstökum greinum á
samræmdu grunnskólaprófi
hjá nemendum skólans var
yfirleitt alllangt yfir lands-
meðaltali. KL
,,Góöur
grasvöxtur”
A U S T U It -
LANIIEYJAHREPPUR:
„Grasvöxtur er orðinn mjög
góður hjá okkur miðað við
árstima, og Utjörð er einnig
mjög góð,” sagði MagnUs
Finnbogason, bóndi á Lága-
felli i Austur-Landeyjahreppi,
i stuttu samtali við Timann.
MagnUs sagöi að kal væri
dálitið i hreppnum, en hvergi
stórvægilegt. I heild væri
ástandið ekki slæmt, miðað
við það sem væri annars stað-
ar.
„Ég reikna með að sláttur
byrji um mánaðamótin,”
sagði MagnUs. —JSG
Átak gegn
áfengi
REYKJAVÍK: Fjölmargir aðil-
ar hér á landi, þ.á.m. stjórn-
málaflokkarnir, iþróttahreyf-
ingin, verkalýðssamtökin, ýmis
liknarfélög, auk þeirra sam-
taka, sem hafa bindindismál •
sérstaklega á stefnuskrá sinni,
hafa tekið höndum saman um
aö vinna gegn vaxandi vanda af
neyslu áfengis og annarra
vimuefna, en Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin hefur, sem
kunnugt er, beint til aðildar-
þjóða að reyna með öllum til-
tækum ráðum að minnka
heildarneyslu áfengis.
Á þessu ári munu þessi sam-
tök vinna undir heitinu Átak
gegn áfengi. Markmiðið er að
hafa áhrif til breytinga á við-
horfi til áfengisneyslu, svo að
heildarneysla minnki og Ur
áfengistjóni dragi.
KL
Orlofsheimili í
Hrafnagilsskóla
REYKJAVÍK: 0rlofsheimili
reykvískra hUsmæðra verður að
Hrafnagilsskóla i Eyjafirði
sumarið 1981.
Rétt til að sækja um orlofs-
dvölá heimilinu hafahUsmæður
i Reykjavik, sem veita eða hafa
veitt heimili forstöðu. Auk þess
munu hUsmæður af Norðurlandi
og Vestfjörðum dveljast að
Hrafnagilsskóla. Þegar er
ákveðin för með 7 hópa. Miöað
er við 50 gesti frá Reykjavik og
lOaðnorðan hverju sinni. Fyrsti
hópurinn fer laugardaginn 4.
fréttir
Störfum í framleiðslugreinum fjölgar lítið
á höfuðborgarsvæðinu:
88% NYRRA STARFA
ERU I ÞJÓNUSTU!
■ Af 5.915 nýjum störfum er
bættust við i Reykjavik og á
Reykjanesi á árunum 1973-1978
voru aöeins 736 i framleiðslu-
greinum eða 12,4%. En 5.179 störf
bættust við i þjónustugreinum á
þessu svæði, eða 87,6% þetta kom
fram hjá Sigurði Guömundssyni,
skipulagsfræöingi, á ráðstefnu
um atvinnumál á höfuðborgar-
svæðinu. Alandinu i heild fjölgaöi
störfum á þessu timabili um
11.142, þar af voru 8.065 eða 72,4%
i þjónustugreinum en 3.077 i
framleiðslugreinum, sem að lang
mestu leyti er á landsbyggðinni,
utan Reykjavikur og Reykjaness.
A þessu suö-vestur horni lands-
ins bUa nær 59% þjóöarinnar en
aðeins um 53% hinna nýju starfa
bættust þar við.
Ný störf á landsbyggðinni á
þessu tfmabili voru 5.227, þar af
2.341 starf við framleiðslugreinar
eða 44,8%, en 2.886 viðþjónustu-
greinar eða 55,2%. Langsamlega
hæst var hlutfall framleiöslu-
greinanna á Norðurlandi-vestra
eða nær 71% sem voru 539 störf. A
Vesturlandi voru um 33% nýju
starfanna i' framleiðslugreinum,
38,6% á Suðurlandi og á milli 42 til
46% á öðrum svæðum landsins.
—HEI
■ Lýðháskólinn I Skálholti.
Skólaslit í Skálholti
Styrktarsjóður stofnaður
í tengslum við lýðháskólann
■ Vetrarstarfi Skál-
holtsskóla var slitið ný-
lega. Guðsþjónusta var
haldin i Skálholtskirkju
en siðan var samkoma i
skólanum þar sem
fluttar voru ræður og á-
vörp.
Styrkirnir veitast i haust, en um-
sóknir skulu berast sjóðsstjórn
um hendur rektors fyrir lok jUni-
mánaðar n.k.
Sr. Heimir Steinsson rektor
flutti að lokum skólaslitaræðu og
afhenti nemendum námsferils-
vottorð.
Margþætt sumarstarf er fyrir-
hugaö i' Skálholti, bæöi kirkjuleg
námskeið og ráðstefnur.
—BSt.
Biskup Islands, herra Sigur-
björn Einarsson rakti aðdrag-
anda skólahalds i Skálholti og
hugmyndir kirkjunnar um þessa
menntastofnun. Skirskotaöi bisk-
up sérstaklega til kristniboösárs
og til hlutverks Skálholtsskóla
sem kirkjulegrar miöstöðvar.
Skólinn var fullsetinn i vetur,
fastir nemendur skólans uröu 32
talsins en leiötoganemar 43,
þannig að alls komu 75 nemendur
við sögu skólans þetta ár. Leið-
togamenntunin er i samvinnu við
æskulýðsstarf þjóökirkjunnar.
Var þaö nýlunda i vetur, og gaf
góða raun.
Félagslif var öflugt i Skálholti,
og lauk vetrarstarfinu með „Vor-
gleði” Skálhyltinga i félagsheim-
ilinu Aratungu i skólalok.
Biskup greindi frá þvi i ræðu
sinni, að stofnaður hefði verið
„Styrktarsjóður Þóröar Jónsson-
ar — Foreldraminning”. Skal
sjóði þessum varið til að „styðja
starísemi lýðháskólans i Skálholti
i þvi hlutverki hans að mennta is-
lenskan æskulýð i kristnum fræð-
um og móta hann i kristilegum
anda” eins og segir i skipulags-
skrá.
Á þessu ári eru veittir tveir
styrkir Ur sjóðnum. Er hann
boðinn tveimur nemendum Skál-
holtsskóla skólaárið 1980-81, sam-
tals kr. 5.000.00 öörum til fram-
haldsnáms i kristilegum lýöhá-
sköla erlendis en hinum til leiö-
togaþjálfunar i Skálholtsskóla.
■ Flugleiðir hafa tekiö upp nýjan einkennisbúning fyrir flugfreyjur
félagsins. Nýi búningurinn er i bláum litum, dökkblá dragt, hattur,
frakki og siöbuxur en blússa hvlt. Þá veröur vinnufatnaöur, þ.e. svunta
og sitt vesti, einnig blátt.
Fiugfreyjubúningnum fylgir hliöartaska, skór og hanskar.
Þaö er fyrirtækið Módelmagasln, Jón Þórisson sem hefur saumaö bún-
ingana. Timamynd (G.E.