Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 19. jiiní 1981
útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig-
urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns-
son. Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll
Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: lliugi Jökulsson. Blaðamenn:
Agnes Bragadóttir. Atli Magnússon. Bjarghildur Stefánsdóttir. Egill Helga-.
son. Friðrik Indriðason. Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tíminn). Halldór Valdi-
marsson. Jónas Guðmundsson. Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson,
Kristin Leifsdóttir. Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). Utlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guöjón Róbert
Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir:
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu
4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00,-Prentun: Blaðaprent h.f.
Friðar-
gangan 1981
eftir Ástrfði Karlsdóttur
Gengisskráning og
útflutningsiðnaður
■ Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hélt nýlega
aðalf'und sinn. í ársskýrslu hennar er að finna
margar athyglisverðar upplýsingar.
Á árinu 1980 nam heildarútflutningur lands-
manna 446 milljörðum gamalla króna. Af þvi
nam útflutningur iðnaðarvara 97.3 milljörðum
króna.
Útflutningur iðnaðarvara skiptist þannig, að
útflutningur áls og álmelmis nam 54.2 milljörð-
um, útflutningur kisiljárns 8 milljörðum og út-
flutningur annarra iðnaðarvara 35.1 milljarði
króna. Allt talið i gömlum krónum.
Þegar undan er skilið ál og álmelmi er hlutur
ullarvaranna langhæstur i útflutningi iðnaðar-
vara. Hann nam á siðastl. ári um 16 milljörðum
króna eða helmingi hærri upphæð en útflutnmgur
kisiljárns.
Næst komu hvers konar skinnavörur, en út-
flutningur þeirra nam 7.2 milljörðum króna.
Tölur þessar sýna, að sá iðnaður, sem byggist á
ull og skinnum fer mjög vaxandi. Ullariðnaður-
inn er orðinn mjög stór á islenzkan mælikvarða.
Sem dæmi um það má nefna, að á siðastl. ári
voru prjónavörur fluttar út fyrir ellefu milljarða
króna, ullarlopi og ullarband fyrir 3.3 milljarða
og ullarteppi fyrir 1.1 milljarð.
Markaður fyrir prjónavörur virðist sæmilegur i
mörgum löndum. Þannig nam útflutningur til
Vestur-Þýzkalands nær tveimur milljörðum
gamalla króna: til Bandarikjanna 1.9 milljarði,
Kanada 1.6 milljarði, Sovétrikjanna 1.4 milljarði,
Stóra-Bretlands 900 milljónum, Danmerkur 700
milljónum, Sviþjóðar 400 milljónum, og Sviss 400
milljónum. Þá var nokkur útflutningur til
Noregs, Austurrikis og ítaliu.
Það kom fram á aðalfundi útflutningsmið-
stöðvarinnar að útflutningur iðnaðarvara á við
erfiðleika að glima af völdum þess, að dollarinn
hefur hækkað i verði, en gjaldeyrir flestra
Evrópurikja lækkað i samanburði við hann. Meg-
inhluti iðnaðarvaranna er seldur til Evrópuland-
anna, eins og sést á tölunum um útflutning
prjónavara, sem birtar eru hér á undan. Gengis-
skráningin er að þessu leyti orðin óhagstæð fyrir
útflutning iðnaðarins.
Úr þessu er eríitt að bæta með gengisskráning-
unni, þvi að sú stefna er vafalitið rétt, að reyna að
halda gengi krónunnar sem stöðugustu. Nokkur
von er lika til þess, að munurinn milli dollarans
og Evrópugjaldeyrisins minnki aftur.
Meðan það ástand varir, er nauðsynlegt að
gerðar séu ráðstafanir til sérstaks stuðnings
þeim útflutningsgreinum iðnaðarins, sem búa við
óhagstæða afkomu af völdum gengisskráningar-
innar.
Verði ekki fljótt brugðizt við þessum vanda geta
blómlegar iðnaðargreinar, eins og t.d. prjóna-
vöruiðnaðurinn verið i hættu.
Þ.Þ.
■ A laugardaginn 20. júni leggj-
um við enn upp i göngu frá Kefla-
vik til Reykjavikur.
Vissulega munu einhverjir
hafa á orði, að þetta séu sérvitr-
ingar eða „kommar” eins og
löngum hefur heyrst frá vopna-
og hernaðarsinnum, en það aftrar
engum, sem ætlar sér að ganga
þviþeirvita fullkomlega hver til-
gangurinn er.
Það vill svo til, að á Miðness-
heiði er mesta böl, sem yfir þessa
þjöð hefur dunið. Þrjátiu ár eru
nú liðin frá þvi að Bandarikja-
menn komu hingað i annað sinn,
og hafa þeir hreiðrað um sig að
vild siðan.
Reynt hefur verið að telja
landsmönnum trú um, að þetta sé
varnarlið og án þeirra gætum við
þessi litla þjóð ekki verið Það
skyldi þó ekki vera, að þeir sem
voru hlynntir leigu á landinu, hafi
eygt þar gróðavon og nælt sér i
fáeinar krónur i leiðinni.
Með þvi að Islendingar eru i
hernaðarbandalagi og hafa leigt
landiðundir herstöð, er það orðið
eitt mikilvægasta hervigi, bæði
sem framvörður Bandarikjanna
og skotmark Sovétrikjanna.
Hér eru hafðar tvær flugvélar
af AWAC gerð, sem er fullkomn-
asta tæki til að stýra kjarnorku-
vopnum i mark. Enn er kastað
Markaósfærslu
íslenskra skinna
mjög ábótavant
eftir Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóra
■ Skinnaiðnaði, má skipta i tvo
hluta, sútun og skinnasaum. Með
sútun, er átt við að skinnið, eða
öllu heldur proteinið, það er gert
úr, er látið taka efnabreytingum,
sem gera það mýkra og sterkara.
Sútun rotver einnig skinnið. Með
„mekaniskri” vinnslu, eftir sút-
un, er mýkt skinnsins aukin enn
meir. Skinn eru ýmist afháruð
fyrir sútun, kallast þá sútað
skinnið leður, eða ef hárið er látið
haldast á skinninu i vinnslu, það
er kallað loðsútun.
Islenska gæran, er gott hráefni
til loðsútunar. Kostir hennar eru
þeir að hún er létt en sterk. Gæði
ullarinnar eru slik, að æ algeng-
ara geristaðúr islenskum gærum
séu framleiddir loðfeldir, þ.e.
hárinu sé snúið út. Þessir kostir
islensku gæranna eru þess vald-
andi, að fatnaður úr islenskum
mokkaskinnum er nú seldur á
töluvert hærra verði en væri hann
úr annarskonar gærum. Sútað
fataskinn er siðan hráefni til
skinnasaums. Hérlendis er veru-
legtframboð á hráefnum til þessa
iðnaðar þ.e. gærum af sauðfé.
Framboð á öðrum skinnum er
a.m.k. enn sem komið er óveru-
legt. Hér mun þvi einvörðungu
verða rætt um úrvinnslu á gær-
um.
Saga sútunar
hérlendis
Aöur en lengra er haldið vil ég
gera stuttlega grein fyrir sögu is-
lenska sútunar iðnaðarias.
SUtunarsaga okkar íslendinga
er þvi miður heldur fátækleg og
getum við ekki státað af neinum
siðvenjum (i þeim iðnaði) eins og
margar aðrar þjóðir geta gert.
Talið er að landnámsmenn hafi
kunnað að fitusúta skinn og sútað
þau þannig fram undir Sturlunga-
öld. Þá er talið að þeir hafi eitt-
hvað fengist við sútun með berki.
Heimildir um sútun eftir
Sturlungaöld og fram undir sið-
ustu aldamót eru fáar, og má ætla
að hún hafi mikið til lagst niður.
Þó var, þegar innréttingarnar
voru settar á stofn i Reykjavik,
hafin þar sútun en hún gekk illa
og var fljótlega lögð niður.
Árið 1923 stofnaði Sambandið
gærurotunarstöð á Akureyri, þ.e.
affitunarstöð hún var rekin i
nokkur ár, en seinna var stofnað
upp úr henni Skinnaverksmiðjan
Iðunn. Hún var endurbyggð eftir
bruna 1969 og er nú meðal full-
komnustu sútunarverksmiðja i
Evrópu.
1 Reykjavik var stofnuð sútun-
arverksmiðja árið 1926. Þessi
verksmiðja gengur siðan kaupum
og sölum milli ýmsra aðila. Þar
til 1969 að Loðskinn h f. keypti
vélakost hennar og stofnsetti
verksmiðjusina á Sauðárkróki og
starfar hún enn og er rekin af
myndarskap. Sláturfélag Suður-
lands stofnaði sina verksmiðju
1963 i Reykjavik og er hún starf-
rækt þar ennþá.
Henta best
til framleiðslu
á mokkaskinnum
íslensku gærurnar henta best
til framleiðslu á loðsútuðum
klipptum skinnum þ.e. mokka-
skinnum. Notkun þessara skinna i
vestur Evrópu hófst ekki i veru-
legu mæli fyrr en upp úr miðri
öld. Hugsanlega má rekja það til
þess að hermenn Hitlers vörðust
kulda vesturvigstöðvanna með
mokkaflikum. Eins og áður sagði
eru nú starfræktar þrjár sútanir
hérlendis, á Akureyri, Sauðár-
króki og i Reykjavik.
Þær tvær siðast nefndu hafa
hingað til nær eingöngu fengist
við forsútun, piklun, en eru nú
báðar að fara af stað með fram-
leiðslu á mokkaskinnum. Á Akur-
eyri, hafa mokkaskinn verið
framleidd siðan 1970. Segja má að
siðan þá hafi verið um stöðnun að
ræða i þessum iðnaði, samsetning
framleiðslunnar þ.e. vinnslu-
gráða hefur ekki aukist.
Fullunnin fataskinn
180 þúsund
Gera má ráð fyrir þvi, að ár-
lega falli til 900—950 þúsund