Tíminn - 19.06.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 19. júnl 1981 ^WíÍtlítí.
„ Ekki er lengur hægt að fela sig á
bak við það^ að aðeins sé um tvo val-
kosti að ræða, risaherveldin Banda-
ríkinog Sovétríkin. Þriðja af lið héfur
nú vaknað og sér sterkan hljóm-
grunn meðal þjóða í Evrópu".
ryki í augu okkar og sagt, aö ekki
séu geymdar kjarnorkusprengjur
her, en til hvers eru þá þessar
vélar geymdar hér? Ætla banda-
risku dátarnir að fljúga vestur
um haf og sækja sprengjurnar, ef
til kastanna kemur? Mesta
njösnakerfi sem vitað er um,
SOSUS, hlustunar- og fjarskipta-
stöð ikafbátahernaði hefur einnig
bækistöðvar si'nar hér, og enn er
krafist að oliubirgðastöð af ótrú-
legri stærðargráðu verði byggð
hér til að ekki skorti brennsluefni
fyrirtækin, sem bara ógnarvopn-
in i Norður-Atlantshafi, og fleira
mætti tina til.
Þær breytingar, sem hafa orðið
á herstöðvunum á Miðnesheiði og
Stokksnesi á undanförnum árum,
eru vægast sagt hrikalegar.
Herstöðin á Miðnessheiði er
orðin lykilstöð i hernaðar- og tor-
tymingarstriði og þar með helsta
skotmark. Þetta hafa fégráðugir'
Islendingar búið okkur, selt sig
fyrir JUdasarpeninga, en ekki
haft til að bera sömu reisnina og
JUdas.
Ekki er lengur hægt að fela sig
á bak viðþað, að aðeins sé um tvo
valkosti að ræða, risaherveldin
Bandarikin og Sovétrikin. Þriðja
aflið hefur nU vaknað og á sér
sterkan hljómgrunn meðal þjóða
Evrópu. Þetta friðarhreyfing,
sem berst gegn þvi að Evrópa
verði gerð að leppriki risaher-
veldanna, og viljaláta þau Utkljá
sin mál i' eigin landi.
Þann 21. jUni hefst friðargang-
an i Evrópu. Aðalgangan fer frá
Kaupmannahöfn, en við hana
bætist göngufólk frá borgum viðs-
vegar um álfuna, stefnt er til
Parisar og lj>kur göngunni þar
með fjöldafundi &-9. ágUst. Konur
hafa frumkvæði að göngunni
undir kjörorðinu: GEGN
KJARNORKUVOPNUM.
Það eru sem sé fleiri sérvitr-
ingar til en við sem göngum frá
Keflavik og krefjumst, að Island
standi utan við vi^Unaðarkapp-
hlaup stórveldanna.
Með Friðargöngunni frá Kefla-
vik, sýnum við samstöðu með
Friðargöngunni i Evröpu. Þótt
einhverjir íslendingar séu reiðu-
búnir til að láta slátra sér og
leggja landið undir gereyðingar-
vopn, viljum við það ekki. Þess
vegna göngum við frá Keflavik til
Reykjavikur hinn 20. júni.
Framlag okkar til friðelskandi
fólks er krafan: tsland úr NATO,
herinn burt.
lamba og ærgærur hérlendis.
Skipting þessara gæra árið 1980
var u.þ.b. þannig,: Fluttar út
saltaðar úrkasts gærur ca. 85.000
stk. Fluttar út saltaðar gráar
gærur voru u.þ.b. 45.000 stk.,pikl-
aðar,eða forsútaðaru.þ.b. 550.000
stk. Teppagærur, þ.e. óklippt
skrautskinn u.þ.b. 80.000 stk.
Fullunnin fataskinn, mokka
u.þ.b. 180.000 stk.
Eins og áður sagði, hafa þessi
hlutföll haldist litt breytt siðustu
ár. Núna virðist þó ætla að verða
breyting á. Sútunar verksmiðj-
urnar á Sauðárkróki og i Reykja-
vik eru nú, að hefja framleiðslu
mokkaskinna. I verksmiðju Sam-
bandsins á Akureyri eru uppi
áform um að tvöfalda framleiðslu
á mokkaskinnum á næstu árum.
Það er þvi ljóst að veruleg aukn-
ing verður i umsvifum sútunar-
iðnaðarins á næstu árum.
Til þess að þetta megi takast
vel þarf að auka þekkingu á sút-
un, þ.e. mennta starfsmenn til
þessa iðnaðar. Aðeins 2 sútunar^
meistarar eru nú starfandi hér-
lendis, og mér vitanlega, er að-
eins einn aðili á leiö til náms.
Þarna þarf úr að bæta og rikir
skilningur á þvi meðal forsvars-
manna þessa iðnaðar. Ég er einn-
ig þeirrar skoðunar að með sam-
starfi við erlenda aðila, sem
margir hafa margra alda reynslu
i sútun megi flyta verulega fyrir
framförum i þessum iðnaði.
Markaðsforystu
mjög ábótavant
Að minu mati hefur markaðs-
færsla isl. skinna hingað til verið
mjög ábótavant. Eiginleg sölu-
starfsemi hefur ekki átt sér stað.
Hálfsútuð skinn hafa verið seld
sömu aðilum ár eftir ár. Stærstu
viðskiptavinir hafa verið Pólverj-
ar, Finnar og Sviar. Fullunnin
skinn hafa verið seld til
skandinaviulandanna og innan-
lands, og þá til fárra aðila. Af
þessum viðskifta háttum hefur
leitt, að þekking á óskum mark-
aðsins hefur verið mjög takmörk-
uð. Til að ná góðum árangri i
þessari iðngrein sem öðrum, þarf
staðgóða þekkingu á óskum við-
skiptavina, aðeins þannig næst
hagkvæmasta samsetning á
framleiðslu hverju sinni.
Framleiðslu verðmæti isl.
skinna var á siðasta ári u.þ.b. 15
milj. $, er þá ekki talin með út-
flutt sKÍnna ull. Ég tel ekki frá-
leitt fyrir þessa iðngrein að setja
sér það markmið að árið 1990
verði nær allar gærur sem hér
falla til og eru hæfar til mokka
sútunnar fullunnar hér. Miðað við
verðlag i dag, yrði framl. verð-
mæti þá u.þ.b. 25 milj. $. Þ.e.
framl. verðmæti yxi i raun um
66%. Lauslega má ætla, að sút-
unar iðnaðurinn gæti þá veitt
300-350 manns atvinnu.
Skilyrði þess, að þetta megi
takast, er, eins og áður sagði, að
átak verði gert til að auka þekk-
ingu á framleiðslu og markaðs-
málum.
Aukning á f jölda
mislits fjár
Ég get ekki látið hjá liða, að
minnasthér á eitt vandamál, sem
þessi iðnaður á nú við að striða,
en það er aukning á fjölda mislits
fjár. Gærur sem ekki eru hvitar
u.þ.b. 20%. Verðmæti þessara
gæra sem hráefnis til sútúnar er
ekki nema 60% af verðmæti
hvítra gæra. Þetta byggist á þvi,
að dökkar eða flekkóttar gærur
verða aðeins notaðar i dökk
mokkaskinn. Hvítar gærur má
lita í hvaða lit sem er.
Þessari þróun, þ.e. f jölda dökks
og mislits fjár þarf að snúa við.
Undantekning eru þó gráar gærur
sem lengi hafa verið i hærra verði
en hvitar. Sá verðmunur virðist
þó fara minnkandi.
Möguleikar ! skinnaiðn-
aði
Staða skinnasaums á íslandi, er
vægast sagt bágborin. Nú er að-
eins ein stór skinnasaumastofa
starfrækthér. Ef skinnasaumur á
ekki að leggjast niður hér á landi
þarf að auka framleiðni hans.
Samhliða þvi þarf að gera stór-
fellda markaðssókn. Þetta verður
trauðla gert, án þess að til komi
velvilji og aðstoð opinberra aðila.
Eftir að hafa séð hversu vel
hefur tekist til með framl. og sölu
á ísl. ullarvörum á siðustu árum,
er vissulega freistandi að ætla að
eins gæti tekist til I skinnaiðnað-
inum.
Ur islenskum gærum eru nú
framleidd milli 5 og 6 milj. ferfeta
af fataskinnum. Þetta ætti að
nægja til að framleiða u.þ.b. 140
þús. flikur. Framleiðslu verð-
mæti þeirra má ætla að sé ekki
undir 54milj. $. Ef rétt er haldið á
spöðunum og okkur tekst að búa
þessum iðnaði lifvænleg skilyrði
ætti hann að geta flust inn i land-
ið. Skinnaiðnaðurinn i heild gæti
þá veitt 700-900 manns atvinnu og
flutt út vörur að F.O.B. verðmæti
50-60 milj. $. Til samanburðar má
getaþess að verðmætiútflutnings
ullarvara, var á siðasta ári 33
milj. $, lagmetis 10 milj. $, og áls
113 milj. $.
9
orðaleppar
Málböðull
■ Egill Skallagrimsson kall-
að skáldið málþjón. Orðið
málböðull er vist díki til. En
mig langar til að nota það um
þá, sem ganga að þvi eins og
hverju öðru verki að reka á
dyr og koma fyrir kattarnef
snjöllum orðum.
Ekki er rúm þeirra þö autt
eftir skilið. Einhver boðflenna
er látin skipa sætíð. Herfileg-
ust boðflenna er aðskotaorðið
sex.sem útrýmir fjölda orða,
með næmum blæbrigðum, allt
frá grófyrðum til dýrasta
skáldskapar. Talshættírnir,
grófir, fyndnir, spaklegir,
yndisfagrir — allir hverfa
þeir, og við eigum ekkert eftir,
nema eitt, vesæltþriggja stafa
aðskotaorð: sex.
Ekki eru allir menntamenn
jafn ánægðir með ágengni
nautstirðra klúðuryrða, sem
lesendur hnjóta um. ólafur
Jónsson segir, að minni og
þemaséu vandræðaorð. Hann
eyðir nær heilli blaðsiðu, (i
Skimi 1978) til að skýra mun-
inn á fléttu og föblu i skáld-
skap. En þetta heitír lika plot,
segir hann. Þvi má bæta við,
að plot ersama og ferliog ferli
er sama og uppistaða eða
söguþráður, en virðist annars
geta þýtt margt fleira ef þvi er
að skipta.
Hverseiga snjöll og auðskil-
in orð að gjalda?
Þeir, sem halda, að tökuorð,
meðferð þeirra eða þýðing á
islenzku, sé eitthvert ihlaupa-
verk og fijótunnið, ættu að lesa
ritgerð Þorsteins Gylfasonar,
,,AÖ hugsa á islenzku”, i
Skirni 1973.
Ég var að lesa bókmennta-
grein. Gaman væri að vita,
hvort öllum þykir hún auðskil-
in. Sýnishorn: „ Ljóðin eru
myndræn og sjónræn, en um
leið abstrakt, einföld að uppi-
stöðu, en fjölbreytileg i til-
brigðum -. Ljóðaflokkurinn er
pas de troies milli þriggja
þema eða tákna, sem mynda
fyrsta samleik sinn i fyrsta er-
indi - . Sjálfið er veran, sem
skynjar náttúru og tima ljóð-
anna. Stundum er sjálfið virkt
-. NUtíð sjáifsins er tírni sorg-
arinnar og timi náttúrunnar
og svefnsins-. Lýsingarorðin
dýpka ekki hina rökrænu og
hlutstæðu merkingu nafnorð-
anna, heldur brjóta hana niður
og auka hana nýjum viddum,
sem liggja þversum gegnum
venjulegan merkingarskyld-
leika tungumálsins og tengja
merkingasviðiná nýjan hátt- .’
Hér hefur „málþjónninn”
ekki reynzt neitt tryggðahjú.
Oddný
Gudmundsdóttir
skrifar
föndurhornid i
Rugguhestur
úr klemmum
■ Innmatur i skrokknum er
blikkdós meö loki. Berið lim á
lokið svo það geti ekki opnast.
A myndinni sést i aðalatrið-
um hvernig klemmurnar
mynda hestinn. Notið annað-
hvort túpulim eða þá hvítt
griplim.
Taglið er gert úr sundur-
röktum nælonkaðli, en taumar
eru Ur leðri.
Gauti
Hannesson
skrifar