Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.02.2008, Blaðsíða 8
8 1. febrúar 2008 FÖSTUDAGUR 1. Skólameistarar hvaða tveggja framhaldsskóla voru áminntir fyrir að ýkja fjölda eininga sem nemendur luku? 2. Hver er nú talinn líklegastur til að tryggja sér útnefningu repúblikana fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum? 3. Hversu margir skrifuðu und- ir mótmæli til borgaryfirvalda vegna fyrirhugaðs niðurrifs húsa í miðborginni? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 42 ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 07 10 0 1/ 08 Óþarfa gluggapóstur finnur sér leið inn á of mörg heimili í dag. Á tímum rafrænna greiðslna og vefvæðingar ætti gluggapóstur fyrir löngu að vera leifar gamals tíma, sóunar og óskynsemi. Svo ekki sé minnst á umhverfisspjöllin. Með því að fara inn á www.or.is/bodgreidslur getur þú lagt þitt af mörkum til umhverfisverndar og borgað reikningana þína með boðgreiðslum. Enginn pappír, enginn gluggapóstur, ekkert vesen. Skiptu yfir í boðgreiðslur • Ef allir viðskiptavinir OR skipta yfir í boðgreiðslur sparast 7068 kg af pappír á ári eða 295 tré. www.or.is Fyrstu 100 sem skipta yfir í boðgreiðslur fá glaðning frá Orkuveitu Reykjavíkur Er þetta ekki orðið ágætt? MENNTAMÁL Baldur Gíslason, skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík, kynnti kennurum áminningu sem menntamálaráðuneytið hefur veitt honum fyrir að oftelja fjölda nem- enda sem lokið hafa prófi, á fundi á kennarastofu skólans eftir hádegi í gær. „Ég var bara að segja kennurun- um af þessu, og svo voru fleiri mál sem ég tók fyrir,“ segir Baldur. Menntamálaráðuneytið áminnti einnig Gísla Ragnarsson, skóla- meistara Fjölbrautaskólans við Ármúla, í síðustu viku. Þá var einnig skólameisturum þriggja annarra skóla veitt tiltal. Ástæðan er sú að ráðuneytið telur skólameistarana fimm hafa ýkt tölur yfir fjölda nemenda sem luku áföngum í skólunum með prófi. Afleiðingar þess voru þær að skólarnir fengu framlög úr ríkissjóði sem námu nokkrum milljónum króna umfram það sem þeim bar, á kostnað annarra skóla, eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær. Hvorki Baldur né Gísli vilja tjá sig um málið, en þeir segjast báðir líta svo á að málinu sé ekki lokið. Í gær sagði Baldur að enn væri beðið svars frá menntamálaráðuneytinu vegna bréfs sem þeir sendu. Þar til það svar berist muni hann ekki tjá sig um málið við fjölmiðla. - bj Skólameistari Iðnskólans bíður enn svars ráðuneytis við bréfi vegna áminningar: Kynnti kennurum áminningu IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Menntamála- ráðuneytið telur ljóst að fjöldi nemenda sem luku áföngum með prófi hafi verið ýktur hjá fimm framhaldsskólum. EVRÓPUMÁL Íslendingar hafa ekki nýtt til fullnustu þá möguleika sem þeir þó hafa til að hafa áhrif á mótun og útfærslu nýrrar Evrópu- löggjafar sem þeir síðan sam- kvæmt EES-samningnum eru skuldbundnir til að innleiða í lands- lög. Þetta kom fram í máli Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra er hún mælti í gær fyrir fyrstu árlegu sérskýrslunni um Evrópumál sem utanríkisráðu- neytið gerir fyrir Alþingi í stað þess að þau séu afgreidd sem hluti af hefðbundinni haustskýrslu ráð- herra til þingsins um utanríkismál. Mælst er til þess í skýrslunni að Alþingi og fulltrúar á löggjafar- þingi Íslendinga hafi vakandi auga á málefnum innri markaðarins „mun fyrr í stefnumótunar- og lög- gjafarferlinu en hingað til hefur tíðkast“. „Það er rétt og eðlilegt að nálgast verkefni okkar á Evrópu- vettvangi sem eitt mikilvægasta hagsmunamál Íslands þar sem ríði á að sýna árvekni og meta alla stöðu rétt,“ sagði Ingibjörg Sólrún í fram- sögu sinni. „Margir hafa orðið til þess að harma á liðnum árum áhrifaleysi Alþingis sem einhvers konar stimp- ilstofnunar EES-gerða. Í því felst vanmat á möguleikum íslenskrar stjórnsýslu og alþingismanna til að hafa áhrif og til að nýta sér val sem löggjöf Evrópusambandsins oftar en ekki gefur aðildarríkjum innri markaðarins við útfærslu EES- gerða í innlendri lagasetningu,“ sagði ráðherrann. Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra tók undir þetta og vísaði í ráðleggingar í skýrslu Evr- ópunefndarinnar sem hann fór fyrir og birt var í mars í fyrra, þar á meðal að Alþingi hafi fastafull- trúa í Brussel og þingflokkar Alþingis komi á beinum tengslum við þingflokkana á Evrópuþinginu. Það er ein þeirra stofnana Evrópu- sambandsins sem hefur stóraukið áhrif sín á löggjafarferli ESB en fulltrúar Íslands og annarra EES- EFTA-ríkja hafa engan beinan aðgang að samkvæmt EES-samn- ingnum. Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar, brýndi Alþingi til dáða að beita sér með virkari hætti á þessu sviði. Ingibjörg Sólrún tók aftur á móti fram að nauðsynleg forsenda skyn- samlegrar umræðu væri að allir gerðu sér „fullkomlega ljóst að með því að kjósa EES-aðild kýs Alþingi að halda Evrópusamstarfi á stjórn- sýslustigi en kýs ekki þátttöku í pólitísku samstarfi Evrópuþjóða“. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og fleiri fulltrú- ar stjórnarandstöðunnar fögnuðu því að til þessarar umræðu væri efnt á þingi. Steingrímur sagðist þó hafa óskað sér að hún væri víð- tækari en það sem varðaði þátt- tökuna í innri markaði Evrópu. Hann þóttist líka greina talsverð- an áherslumun á málflutningi ráð- herra eftir því hvorum stjórnar- flokknum þeir kæmu úr. Tónninn í máli utanríkisráðherrans væri að hans mati allur í þá átt að Íslend- ingum væri fyrir bestu að ganga alla leið í Evrópusambandið, jafn- vel þótt það væri ekki á stefnu- skrá ríkisstjórnarinnar. audunn@frettabladid.is EVRÓPUMÁLIN RÆDD Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra mælir fyrir skýrsl- unni á þingi í gær. Í umræðunni, sem stóð allan daginn, var sjónum beint að möguleik- um Alþingis til áhrifa á mótun og útfærslu EES-gerða. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Alþingi verði skilvirkara í EES-málum Í þingumræðu um skýrslu utanríkisráðherra um Ísland á innri markaði Evrópu kom fram að Alþingi gæti beitt sér með mun markvissari hætti til áhrifa á mótun og útfærslu EES-löggjafar en gert hefur verið. EVRÓPUMÁL Tiltölulega einfalt yrði að semja um aðild Íslands að Evr- ópusambandinu og gera má ráð fyrir að það tæki stuttan tíma þar sem Ísland er nú þegar, í gegnum aðildina að EES- og Schengen- samningunum, mjög náið aðlagað Evrópusambandinu. Þetta er álit Michaels Emerson, sérfræðings í stækkunarmálum ESB við Evrópumála-ráðgjafarstofnunina Center for European Policy Studies í Brussel. Emerson var meðal framsögu- manna á lokuðum fundi Samtaka atvinnulífsins um Ísland og Evr- ópusambandið á Hótel Loftleiðum í gær. Í erindi sínu á fundinum tal- aði hann annars aðallega um þær breytingar sem hafa orðið og eru að verða á stofnanauppbyggingu og starfsháttum Evrópusambands- ins og hvernig búast má við að þær munu hafa áhrif á EES-sam- starfið. „Sé framkvæmdastjórn ESB spurð hvernig EES-samstarfið gangi mun hún segja: bara vel,“ segir Emerson aðspurður. „Fram- kvæmdastjórnin er þannig fylgj- andi óbreyttu ástandi. En kerfið sjálft stefnir í að verða æ órök- réttara,“ segir hann. Óljós skil milli málefnasviða og hinn gríðar- legi stærðarmunur aðila valdi því að það verði í æ ríkari mæli fram- kvæmdastjórnin ein sem ákveði hvaða mál beri að skilgreina sem mál sem varða gildissvið EES- samningsins og fulltrúar Íslands og hinna EES-EFTA-ríkjanna muni hafa æ minna um það að segja. - aa Álit sérfræðings við Evrópumálastofnun í Brussel: Einfalt yrði að semja um ESB-aðildFJARSKIPTI „Ég er komin með síma og þar með inn í nútímann,“ segir Bára Hjaltadóttir, ábúandi á Fellsenda í Dölum. Eins og Frétta- blaðið greindi frá sótti Bára um flutning á síma 8. desember í fyrra. Mikill dráttur varð á að Bára fengi símann færðan milli húsa á jörðinni. Bára segir símastrenginn liggja ofanjarðar en hann verði plægður í jörð í vor. Hún þakkar það Bændasamtökunum að málið var afgreitt í hvelli. Bára segist aldrei hafa verið krafin um sannanir fyrir því að hún ætti lögheimili í húsinu. „Það var farið að bera það á mig að við ættum ekki lögheimili þarna. Þá athugaði ég málið og komst að því að það hafði klúðrast hjá mínu sveitarfélagi að tilkynna flutning- inn. Þannig að þetta var svona allsherjar klúður.“ - ovd Dalakonan komin með síma: Segir málið eitt allsherjarklúður SKIPULAGSMÁL Eigendur einbýlis- húsa í Fossvogi mega loka fyrir aðgang framhjá húsum sínum frá stígakerfi hverfisins. Þetta er niðurstaða skrifstofustjóra framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar. Hjón í Fossvoginum vildu fá skýr svör um það hvort heimild, sem eigendur í einum fjögurra einbýlishúsa klasa fengu til að loka á umferð að stígakerfinu, væri fordæmisgefandi. Framkvæmda- sviðið hefur nú tekið undir þá túlkun embættis skipulagsstjóra að engin kvöð um göngustíga sé á slíkum lóðum í Fossvogi. Málið fer nú fyrir skipulagsráð. - gar Göngustígar í Fossvogi: Embættismenn staðfesta lokun VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.