Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 44

Fréttablaðið - 01.02.2008, Side 44
 1. FEBRÚAR 2008 FÖSTUDAGUR ● ÉG HEF MJÖG EIN- FALDAN SMEKK Í Gerðarsafni stendur yfir sýning á verkum úr eigu hjónanna Sævars Karls Ólasonar og Erlu Þórarinsdóttur. Verkunum hafa þau safnað undanfarin 40 ár og kennir ýmissa grasa í safninu. Þar er til dæmis að finna úrval verka eftir Gunnlaug Blöndal, Kristján Davíðsson og marga af þekktustu samtíma- listamönnum þjóðarinnar auk áhugaverðra verka eftir erlenda listamenn. Í þeim flokki eru til dæmis sjaldgæfar litógrafíur eftir Salvador Dalí frá árinu 1971 þar sem hann myndgerir hugmyndir sínar um klæðnað spjátrunga framtíðarinnar. Á sýningunni gefur einn- ig að líta röð handunninna veggspjalda sem listamenn hafa gert fyrir sýningar sínar í galleríi Sævars Karls, sem komið var á laggirnar árið 1988. Þessi fjölbreyttu veggspjöld mynda áhugaverða röð, þar sem hægt er að rekja sögu gallerísins allt til upphafsins og fá yfirlit yfir þau fjölbreyttu verk sem þar hafa verið sýnd. Vegleg sýningarskrá hefur verið gefin út í tengslum við hana. Þar skrifar Guðbergur Bergsson um hlutskipti kaup- manna og málverkasafnara auk þess sem þar má finna ítarlegt viðtal Guðbjargar Kristjánsdótt- ur við Erlu og Sævar Karl.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.