Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 36
● hús&heimili Æskan rifjast upp fyrir Önnu S. Björnsdóttur ljóðskáldi þegar hún lítur í forláta spegil sem móðir hennar átti. „Mamma mín, Hulda Kristjánsdóttir, var saumakona og hún saumaði alltaf kjóla á okkur systurnar, en við erum þrjár. Við tókum svo spegilinn niður, komum honum fyrir í stól og spegluðum okkur,“ lýsir Anna. Hún segir ávallt nauðsynlegt að líta í spegil fortíðarinnar og endur- skoða sig með gagnrýnum hug. „Ég hugsa að listamenn þurfi jafnvel að gera meira af því. Það er nauðsyn- legt að líta í spegil fortíðar, nútíð- ar og framtíðar,“ segir Anna. Hún heldur að spegillinn sé frá Mið- Evrópu en hann var keptur um miðja síðstu öld. „Foreldrar mínir sigldu töluvert, sem var ekki svo algengt á þeim tíma, og keyptu þau spegilinn á slíku ferðalagi. Hann er úr smíðajárni, með blómamunstri og alveg hrikalega þungur. Spegillinn trónir fyrir ofan fal- legt borð sem er einnig frá móður Önnu. „Afasystir mín, Salóme Guð- mundsdóttir, gaf mömmu borð- ið og hún lánaði mér það þegar ég hóf minn búskap. Þegar hún fór svo fram á að fá það aftur var ég treg til að láta það af hendi. Ég hef nú ekki oft grenjað til mín hluti en hún náði því hreinlega ekki af mér og endaði á því að gefa mér það,“ segir Anna og hlær. Anna hefur gefið út tólf ljóða- bækur og á 20 ára útgáfuafmæli á árinu. Hún hefur starfað sem kenn- ari síðan 1969 og hluta af kennslu- ferlinum kennt úti á landi. „Mig langar að skrifa kennslusögu mína og senda um leið smá kveðju út í sveit. Ég veit ekki alveg í hvernig formi bókin verður en hún leitar á mig.“ -ve Lítur í spegil fortíðar ● Önnu S. Björnsdóttur þykir vænt um gamla muni sem áður voru í eigu móður hennar. Þar á meðal er fallegur spegill með blómamunstri. Spegillinn, borðið og kistillinn undir borðinu eru allt munir frá móður Önnu, Huldu Kristjánsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● Forsíðumynd: Eyþór Árnason tók þessa mynd á nýlega uppgerðu heimili í Smáíbúðahverfinu . Útgáfu- félag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabla- did.is og Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Aug- lýsingar: Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönn- uður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. ● HEILLALJÓS SEM SKIPTA LITUM Heillaljósin eru töfrakerti frá Kína sem fást í ýmsum litum. Þau heita á ensku SPA Candles og stafar frá þeim fagurri birtu því auk logans á kveiknum lýsast þau upp innan frá og skipta stöðugt um lit. Í neðri hluta kertanna eru nefnilega díóður og það eru þær sem skapa töfrana. Ekki spillir að kertin bera veikan en frískandi ilm. Þau eiga að endast í um það bil 50 klukkustundir og mælt er með þriggja tíma notkun í einu til að vaxið brenni sem jafnast. Þess á milli eiga kertin að geymast á dimmum stað því í þeim eru ljósskynjarar sem fara í gang í dags- ljósi og stytta líftíma rafhlaðnanna. E inhverjir myndu ætla að mér þætti það feiknarsport að flytja. Af- bragðs dægradvöl á laugardegi. Það er ekki rétt. Mér finnst fátt leiðinlegra og skil ekki hvernig ég kem mér í þær aðstæður að vera að flytja í þriðja skipti á rúmum tveimur árum. Eða skil og skil ekki. Ég veit jú alveg hvernig börnin verða til og bjó til eitt sjálf. Væri ég 17 ára Bubbi gæti ég bara afgreitt þetta með því að fara aldrei suður og henda mér á togara. Mér finnst það næstum skárri tilhugsun en þurfa að stækka við mig og flytja með mitt hafurtask af fjórðu hæð. Ég sé sem sagt fram á að þurfa þó nokkra hjálp með borðstofuborðið og antíkskápana. Blóð er þykkara en vatn og því býst ég við að ætt- ingjarnir komi þar sterkastir inn. Hér eru nokkur góð ráð hvernig fara má að því að flytja á einfald- an hátt: Þú hringir í nokkra þögla og sterka frænd- ur, sérstaklega þá sem kepptu í sjó- manni í fjölskyldu- boðum í gamla daga. Þú setur upp leikvöll sem er þín eigin íbúð og gerir þetta að keppni. Lætur þá fara í „hver er fljótastur á klukkustund“, telur kass- ana. Lofar pitsu og bjór og segir að sætar vinkon- ur verði á staðnum. Lov- ísa vinkona verði í sundbol. Þá mæta allir. Ef burð- ardýrin eiga börn lætur þú vinkonurnar passa þau. Svo er líka fínt að etja þeim saman. Talar um í laumi hvað hinir séu aumir. Og svona. Hvað þeir hinir geti örugglega ekki lyft buffinu hans afa. „Annað en þú, sterki frændi.“ Þetta er svo einfalt. Þú feng- ir naut til þess að stökkva fram af svölunum væri pitsa og bjór fyrir neðan. Ekki gefa samt mat fyrr en að verki loknu, annars endar þetta bara í sjómanna- keppni á stofugólfinu eins og í Eyjum í denn þegar fólk mátti prísa sig sælt að koma heim með heilar tennur úr fermingarveislunni. Lykillinn er: Matur og sam- keppni. Flutningar HEIMILISHALD JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR Þú hringir í nokkra þögla og sterka frændur, sérstak- lega þá sem kepptu í sjómanni í fjölskylduboðum í gamla daga. Þú setur upp leikvöll sem er þín eigin íbúð og gerir þetta að keppni. 2. FEBRÚAR 2008 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.