Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 4
4 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR SKIPULAGSMÁL „Mikil lista- og menningarstarfsemi hefur verið þarna í gegnum árin og við ætlum að virkja það inn í þetta eins og við mögulega getum,“ segir Níels Pálmar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Festa ehf. Félagið á öll hús á svokölluðum Sirkusreit, nema húsin við Laugaveg 13 og 15 og Klapparstíg 26. Festar sérhæfa sig í þróun fasteignaverkefna og útleigu með áherslu á miðborg Reykjavíkur. Fyrstu húsin á reitn- um voru keypt árið 1998. Hjá Festum er unnið með tvær tillögur að uppbyggingu á reitnum. Í báðum þeirra er gert ráð fyrir að fjöldi húsa muni víkja. Er gert ráð fyrir hóteli þar sem í öðru tilfellinu verði hótelbyggingin við Hverfis- götuna en í hinu verði hún í ellefu hæða turni á miðjum reitnum. Verði turninn lítið sýnilegur frá götum í kring þar sem hús í næsta nágrenni skyggi á hann. Reiturinn verði annars nýttur undir verslanir, veitingastaði, skemmti staði, matvörumarkað og er svo gert ráð fyrir 300 bílastæð- um undir húsinu. Að auki verði fjöl- nota menningarsalur á reitnum. „Við viljum sjá líf á þessum reit, mikla grósku og fjölbreytt mann- líf,“ segir Hanna G. Benediktsdótt- ir, fjármálastjóri Festa. Er stefnt að því að leggja tillög- urnar fyrir skipulagsráð í næstu viku. „Embættismenn borgarskipu- lags hafa haft þessar tillögur síðan í nóvember, til skoðunar,“ segir Benedikt Sigurðsson, stjórnarfor- maður Festa, en vegna umróts í pólitíkinni hafi menn ekki getað unnið markvisst í kynningu. „Laugavegur 17 er það stórt hús að það verður ekki flutt,“ segir Benedikt en áætlað er að endur- byggja húsið. Er það eina húsið í eigu Festa sem eftir stendur sam- kvæmt annarri tillögunni. Sam- kvæmt hinni tillögunni mun Hverfis gata 26 einnig standa en byggt verði ofan á húsið. „Með endur- gerð á Lauga- vegi 17 telj- um við okkur vera að koma til móts við umræðuna um útlit götu- myndar,“ segir Hanna. Mesta breyt- ingin verði Hverfisgötu- megin á reitnum. Hljóma- lindarhúsið er mjög illa farið að innan að sögn Benedikts en áætlanir Festa myndu lítið breytast þótt ákveðið yrði að friða húsið, eins og Húsafriðunar- nefnd hyggst leggja til. Yrði húsið þá við torg sem báðar áætlanir gera ráð fyrir. „Friðun hússins myndi ekki setja verkefnið úr lagi,“ segir hann en samkvæmt núgildandi deiliskipulagi er heimilt að rífa húsið eða flytja það. „Sé það vilji borgaryfirvalda að húsið standi á sama stað þá verður svo að vera,“ segir Benedikt. Þá segir Benedikt rekstraraðila í húsunum hafa strax í upphafi verið látna vita að til niðurrifs gæti komið nánast hvenær sem væri. Að núverandi rekstraraðili Sirkuss hafi komið til árið 2000. „Við keypt- um Sirkushúsið árið 1998 og þá var staðurinn lokaður.“ „Við breytingu á meirihluta á ekki að umturna skipulagsmálum,“ segir Benedikt. „Það er langtíma- stefna sem menn taka og svo er hægt að þróa hana með mismun- andi hætti.“ Hann segir deiliskipu- lag á reitnum samþykkt árið 2003 og fimm ár ekki langan tíma í skipu- lagi og hönnun. olav@frettabladid.is Áætlað að rífa flest húsin Festar fasteignafélag á mestan hluta húsa á Sirkusreitnum svokallaða en félagið áætlar mikla uppbyggingu á svæðinu sem kallar á niðurrif flestra þeirra. Eitt hús verði rifið við Laugaveg en annað endurbyggt. BANDARÍKIN, AP Hillary Clinton og Barack Obama hafa ákveðið að grafa stríðsöxina. Þau komu fram sameiginlega í sjónvarpi á fimmtudag þar sem þau sýndu hvort öðru virðingu og vinsemd. Clinton sagði að ef næsti forseti Bandaríkjanna yrði repúblikani, þá væru kjósendur aðeins að fá meira af því sama. Síðan leit hún til Obama og sagði: „Við munum breyta landinu okkar.“ Þau sækjast bæði eftir að verða forsetaefni Demókrataflokksins þegar kosið verður í haust. Demókratar voru margir hverjir farnir að óttast að illdeilur þeirra síðustu vikur gætu kostað þau bæði sigur í forsetakosningunum. - gb Clinton og Obama: Segjast nú hætt öllum illdeilum OBAMA OG CLINTON Ganga með friði til forkosninganna á þriðjudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP „Við breytingu á meiri- hluta á ekki að umturna skipulagsmálum.“ BENEDIKT SIGURÐSSON STJÓRNARFORMAÐUR FESTAR EHF. AKRANES Ungur maður á torfæru- hjóli reyndi á föstudaginn var að komast undan lögreglunni á Akranesi þegar hún hugðist ræða við hann. Vegna hálku þótti lögreglu ekki á það hættandi að veita mannin- um eftirför en hann var réttinda- laus, hjálmlaus og með farþega á hjólinu. Þekktu lögreglumenn til unga mannsins og höfðu samband við forráðamenn hans. Kom hann á lögreglustöð, gekkst við broti sínu og baðst afsökunar á hegðun sinni. Getur ökumaðurinn búist við sektum upp á tugi þúsunda króna fyrir athæfið. - ovd Réttinda- og hjálmlaus: Stakk af frá lögreglu á hjóli Hvalur á reki við Garðskaga Hvalshræ sást á reki um eina og hálfa sjómílu norður af Garðskaga á fimmtudag. Gæti hvalurinn verið vara- samur fyrir smærri báta þar sem hann sést ekki vel í sjónum. Gert er ráð fyrir að hann reki inn á Faxaflóann og inn fyrir Garðskaga. FAXAFLÓI $  %&  ' () *   # # # # #  + # ! , "  !  !  !  ! !  " "  +  +  + + +  BÚFJÁRHALD Ungum mönnum tókst að koma kindunum sex úr sjálfheldunni á syllu í Ólafsvík- ur enni á miðvikudag. Þær eru þó enn í fjallinu þar sem enginn kemst til þeirra en hafa nóg að bíta. „Við notuðum bara snæfellskt hugvit og kjark til að reka þær af syllunni,“ segir Óttar Sveinbjörns- son, formaður landbúnaðarnefndar Snæfellsbæjar. „Það fóru ungir og vaskir menn úr byggðarlaginu á snjósleðum upp á ennið, bundu svo spotta í lóðabelg sem þeir drógu síðan eftir syllunni og náðu þannig að reka þær úr sjálfheldunni. Þær kæmust alveg í burtu núna en þær kjósa að vera í skjóli þarna við bergið. Við ætlum því bara að bíða þangað til þiðnar en þá náum við þeim niður.“ Upphaflega voru kindurnar sjö en ein er nú dauð en talið er að hún hafi runnið á klakanum og fallið fram af. Óttar hafði sagt við Fréttablaðið að hinna kindanna biði ekkert nema dauðinn ef þær fengjust ekki af syllunni þar sem þær höfðu ekkert að bíta. - jse Snæfellsku hugviti beitt á kindurnar sex sem voru á syllu í Ólafsvíkurenni: Ráku rollurnar úr sjálfheldunni KINDURNAR SEX Á SYLLU Í ÓLAFSVÍKURENNI Tekist hefur að reka kindurnar af syllunni í Ólafsvíkurenni en ungir menn notuðu til þess sitt snæfellska hugvit. Þær eru enn í fjallinu þar sem enginn kemst til þeirra en hafa þó eitthvað að éta en því var ekki að fagna í sjálfheldunni á syllunni. NÍELS PÁLMAR BENEDIKTSSON GENGIÐ 01.02.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 126,1138 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 64,52 64,82 128,43 129,05 95,97 96,51 12,873 12,949 11,957 12,027 10,139 10,199 0,6062 0,6098 102,83 103,45 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR 1. Laugavegur 21 – Kaffi Hljóma- lind – Hljómalindarhúsið 2. Laugavegur 19 – Veitingastað- urinn Indókína og íbúðir 3. Laugavegur 17 – Barnafataversl- unin Du Pareil au Même og íbúðir 4. Laugavegur 15 – Verslanir, snyrtistofa og íbúðir - Verslun Bláa lónsins, Franch Michelsen úrsmíðameistari, Snyrtistofan Mandý, Spilaverslun Magna 5. Laugavegur 13 – Verslanir og skrifstofur – Gullkúnst Helgu, Loftmyndir ehf., Arkitektastofa, Ísgraf ehf., Rannís, Verslunin Tiger, Umboðsmaður barna 6. Smiðjustígur 4 – Íbúðir 7. Smiðjustígur 4a 8. Smiðjustígur 6 – Skemmtistað- urinn Grand Rokk 9. Hverfisgata 26 – Veitingahúsið Celtic Cross og teiknistofan Arkitektúr.is 10. Hverfisgata 28 – Íbúðarhús 11. Hverfisgata 32 – Iðnaðar- og íbúðarhús 12. Hverfisgata 32a – Íbúðarhús – Rifið 13. Hverfisgata 32b – Íbúðarhús – Rifið 14. Hverfisgata 34 - Iðnaðar- og íbúðarhús 15. Klapparstígur 26 – Hótel Klöpp 16. Klapparstígur 28 – Atvinnu- og íbúðarhúsnæði – Sjá-viðmóts- prófanir, Sprettur þróun ehf. 17. Klapparstígur 30 – Skemmtistað- urinn Sirkus 2 1904 3 1909 og 1918 4 1930 5 1954 6 1951 7 8 1930 9 1939 10 1905 11 1904 12 1859 13 1907 14 1910 15 1947 16 1932 17 1917 1 1916
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.