Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 68
44 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Bergþóra Magnúsdóttir Litadýrð einkennir vor- og sumartískuna fyrir 2008 þar sem blóm og blómamunstur af öllum stærðum og gerðum gegna stóru hlutverki. Á Haute Couture-sýningu Jean Pauls Gaultier voru blómamunstur með austurlensku ívafi áberandi í gullfallegum kjólum hans sem minntu einna helst á ævintýri 1001 nætur. Útfærsla Balenciaga á blómunum var þó með aðeins öðru sniði þar sem litir blómanna voru tempraðri og heildarútlitið dramatískara. Christan Laxcroix notaði blóm óspart í Haute Couture-línu sína sem sýnd var í janúar en sýning hans hefur hlotið töluverða gagnrýni þar sem hún þótti að mörgu leyti minna á margt sem hann hefur gert áður. Sýningin var engu að síður ævintýri líkust þar sem andi mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo sveif yfir vötnum. BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ Guðdómlega karrígula Marc Jacobs-tösku frá Kron kron. Æðislegan peysukjól frá Soniu Rykiel, fæst í verslun- inni Kron kron. OKKUR LANGAR Í … BLÓMAMUNSTUR Æðislegur kjóll alskreyttur blómum frá Eley Kishimoto fyrir sumar 2008. SUMARLEGT Blómstrandi kjóll frá Haute Couture- sýningu Jean Pauls Gaultier fyrir sumar 2008. Fagurrauðan Soniu Rykiel-blómakjól frá versluninni Kron kron. BLÓMLEGUR Unaðsleg- ur kjóll frá Soniu Rykiel fyrir sumar 2008. ÆVINTÝRA- HEIMUR LAXCROIX Guðdómlega fagurt himin- blátt pils með blómamunstri og hvítur rómantískur jakki frá Haute Couture-línu Christan Laxcroix. > TÍSKUFRÉTTIR VIKUNNAR Lífsbjörg vikunnar. Andlitsvatn frá Bobbi Brown, sem hressir, frískar og kætir frostbitna húð. Bobbi Brown var stofnað af sjálfri Bobbi Brown, þriggja barna móður og förðunarfræðingi, árið 1991 en vörurnar frá fyrirtæk- inu hafa notið mikilla vinsælda um heim allan. Andlitsvatnið þykir ein af snilldaruppfinningum fyrirtæk- isins og ætti að vera skyldueign hverrar konu. DRAMATÍK Seiðandi blómakjóll með dramatískum undirtón frá sýningu Balenciaga fyrir sumar 2008. Ermarnar á kjólnum minna einna helst á blómaknúppa. Háhraðatíska fyrir alla, alltaf Þar sem ég er ekki á útrásarlaunum bankastjóra tók ég spænsku verslun- arkeðjunni Zöru fagnandi þegar hún opnaði fyrstu verslun sína á Íslandi árið 2002. En Zara býður upp á eftirlíkingar af hátískufatnaði á viðráðan- legu veðri. Amancio Ortega stofnaði verslunina Zöru í heimaborg sinni, Galicia á Spáni, árið 1975 en velgengni hennar fór strax fram úr björtustu vonum og nú eru rúmlega eitt þúsund Zöru-verslanir víðs vegar í heiminum. Í byrjun áttunda áratugarins tók Ortega að þróa nýjar framleiðsluaðferðir sem gerðu honum kleift að flýta framleiðsluferli fatnaðarins. Á þessum tíma voru yfirleitt tvær til þrjár fatalínur í boði á hverju ári þar sem framleiðsla hverrar línu tók um sex mánuði. Ortega vildi geta fylgt tískustraumum líðandi stundar og þróaði því líkan sem kallað hefur verið „instant fashion“ eða skynditíska. Í stað þess að vera með einn aðalhönnuð réði Ortega til sín marga hönnuði en í dag vinna kringum tvö hundruð fatahönnuðir í hönnunardeild Zöru. Zara framleiðir sömuleiðis efnin sem keðjan notar og sparar þannig tíma og fjármuni um leið og Zara nær þannig ákveðnu forskoti á samkeppnisaðilana. Hjá Zöru tekur það tíu daga frá því hugmynd er komin á borðið hjá hönnuði þangað til flíkin er komin í verslanir Zöru en sama ferli tekur í kringum 30 daga hjá sænska stórrisanum H&M sem hefur á síðustu árum átt undir högg að sækja vegna velgengni Zöru. Eftirlíkingar á fatnaði hátískuhönnuða koma meira að segja oft fyrr í verslanir Zöru en í sjálf tískuhúsin og það dregur vissulega úr glansinum og eftirvæntingunni sem ríkti hér á árum áður í kringum „Ready to wear“-línurnar. Þessir framleiðsluhættir hafa haft veruleg áhrif á tískuheiminn þar sem neysluvenjur og kröfur viðskipta- vinarins hafa breyst frá því sem áður var. Markaðsstefna Zöru tekur mið af því að halda viðskiptavininum áhugasömum með því að bjóða upp á nýjar vörur í hverri viku. Zara auglýsir ekki en opnar búðir sínar við stærstu og fjölförnustu göturnar í hverri borg þannig að gluggaútstilling- arnar gegna mikilvægu hlutverki en um leið er þessi markaðsstefna enn einn liðurinn í því að halda verðinu niðri. Veldi Zöru hefur svo sannarlega breytt hugsunarhætti hins almenna neytanda þótt vissulega mætti finna einhverja vankanta á því „fjöldaframleidda“ þjóðfélagi sem við lifum í, þar sem allt snýst um verð fremur en gæði. Zara hefur engu að síður gert okkur öllum kleift að klæðast því sem hæst ber hverju sinni án þess þó að fara á hausinn. RÓMANTÍSKUR SUMARKJÓLL Fyrir þær sem leggja ekki í blóma- munstrin, kjóll frá Eley Kishimoto fyrir sumar 2008. Bowel Biotics+ Einstök formúla fyrir heilbrigði maga og ristils - ráðlagt af meltingarlæknum og heilsusérfræðingum Physillium Husk Prebiotica Inulin FOS Probiotics 5 tegundir mjólkursýrugerla Vinsælasta magaheilsuefnið í Bretlandi og víðar Ummæli íslenskra neytenda: „Það besta og fljótvirkasta sem við höfum prófað” Bowel Biotics+ Kids Sérstaklega samsett svo hæfi meltingu barna Fæst í apótekum og heilsubúðum Celsus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.