Fréttablaðið - 02.02.2008, Blaðsíða 22
22 2. febrúar 2008 LAUGARDAGUR
FÖSTUDAGUR, 25. JANÚAR.
Á fjósbitanum
Sigurður Líndal lagaprófessor
húðstrýkir Sjálfstæðisflokkinn og
vesalings Árna Mathiessen í
magnaðri grein í Fréttablaðinu í
dag. Það er betra seint en aldrei
þegar innanbúðarmenn koma auga
á sílspikaða spillinguna á fjósbit-
anum í flokknum sínum.
Mér er nokk sama þótt Sjálf-
stæðisflokkurinn fyrirgeri
ærunni. Það er meira áhyggjuefni
að Alþingi Íslendinga hefur verið
að glata virðingu sinni undir for-
sæti Sólveigar Pétursdóttur, Hall-
dórs Blöndals og Sturlu Böðvars-
sonar.
Löggjafarvaldið er orðið að
pöntunarlager fyrir framkvæmda-
valdið sem er líka farið að seilast
gróflega inn á yfirráðasvæði
dómsvaldsins.
Ég gladdist
þegar ég hélt
að valdbeit-
ingarferli
Davíðs
Oddssonar
lauk loksins og
fagnaði því að
Geir Haarde, sem ég hélt að
væri vænn og heiðarlegur maður,
tók við hinu háa embætti forsætis-
ráðherra.
Ég kæri mig ekki um einræði
hérna, ekki heldur ráðherraræði,
heldur vil ég lýðræði og þingræði
eins og stjórnarskráin okkar gerir
ráð fyrir og sjálfstæða og óháða
dómstóla.
Úr því að forsætisráðherra
hefur ekki manndóm í sér til að
láta ráðherra fara sem ofbýður
þjóðinni með misbeitingu á valdi
sínu – úr því að samráðherrar hans
hugsa meira um eigin metorð og
pólitískar brellur í framtíðinni en
leikreglur lýðræðisins á líðandi
stund – úr því að Samfylking
stendur núorðið fyrir Samtrygg-
ing – þá skal ég sjálfur bera
fram kröfuna um
að Árni
Mathiesen
eigi að víkja úr ríkisstjórn Íslands.
Þessi embættisfærsla hans gleym-
ist ekki. Látum hann róa.
Þótt ég sé orðinn soldið gleym-
inn er engin hætta á því að ég
gleymi þessu svínaríi og á það skal
ég minna reglulega, þar til lögum
og reglum í þjóðfélaginu og fólk-
inu í landinu hefur verið sýnd sú
lágmarksvirðing að láta ráðherra
víkja úr embætti fyrir að gera
minna gagn en ógagn.
Ég er ekki að tala um að hann
þurfi að biðjast fyrirgefningar,
greiða sekt eða fara í fangelsi eða
segjast iðrast. Ég vil bara losna
við hann úr minni þjónustu. Sem
allra fyrst. Takk fyrir.
LAUGARDAGUR, 26. JAN-
ÚAR.
Heilsufæði á 300
krónur
Fann nýjan grænmet-
isstað. Tvíréttaður
hádegisverður
kostar 90 tékk-
neskar krónur – það
er þrjú hundruð kall.
Þessi staður er í 300
m göngufæri frá
mér, lítill og hippa-
legur staður í Borz-
ov-stræti sem nýtur
þeirrar sérstöðu að
vera stysta
gatan í Prag.
Maturinn
þarna er
ljómandi
góður og sá metnaður ríkir í eld-
húsinu að framreiða grænmetis-
rétti sem eru jafn bragðgóðir og
fallegir og máltíðir úr öðrum
efnum. Það er alltaf smekkfullt
inni á þessum stað. Heillar aldar
áróður fyrir hollustu grænmetis
er farinn að skila sér.
Hádegismatinn byrja hipparnir
um hálftólf og þá fer matargestina
að drífa að. Sumir síðhærðir í
mussum og bera bakpoka. En holl-
ustan höfðar greinilega ekki ein-
göngu til velviljaðra skuggabaldra
með rastafléttur, því þarna úir og
grúir líka af karlmönnum í jakka-
fötum og kvenfólki í buxna-
drögt um. Og svo er þarna ein og
ein amerísk ekkja með fjólublátt
hár.
Staðurinn heitir LEHKÁ HLAVA
(SKÝR KOLLUR) og stendur
skammt frá Karlsbrúnni yfir
Moldá.
SUNNUDAGUR, 27. JANÚAR.
Tilgerð í bloggmállýsk-
um
Stundum þegar
ég hef lítið
fyrir stafni
kíki ég inn á
bloggsíður á
mbl.
is
og
visir.is. Þar
kennir ýmissa grasa.
Margar góðar og jákvæðar hug-
myndir eru þarna á kreiki í bland
við fremur leiðinlegt röfl um sjálf-
sagða hluti.
Öfugt við það sem tíðkast á
venjulegu ritmáli virðast margir
keppast við að skrifa götumál eða
herma eftir málfari unglinga.
Væntanlega sér til uppyngingar
blogga sumir á prentsmiðjuensku
sem er fremur hallærislegt eða
tilgerðarlegt tungumál. Á svip-
stundu rekst maður þarna á orð-
skrípi eins „Djísúskræst“, „Dónts-
úmíplísjeræt“, „Úje“,
„Kræmíariver“, „Lofjúgæs“,
„Bætmítoðtebónækenteikit“ og
„Smjúts á alla“.
Og útlensku er slett af því meiri
áfergju sem ritarinn skilur minna
í merkingu orðanna sem hann
slettir.
Dæmi: „Ef ég hefði „cloud“ til
að breyta...“
Þarna er höfundur að reyna að
rifja upp ameríska orðið „clout“
sem þýðir vald eða áhrif en lendir
úti á túni og notar valdalaust „ský“
(cloud) í staðinn.
Sjálfur hef ég engin efni á því
að þykjast vera ofstækismaður
um málhreinsun en það mundi
skerpa bæði hugsun og tjáningu
margra efnilegra bloggara ef þeir
temdu sér að sýna tungumálinu
okkar lágmarksvirðingu.
ÞRIÐJUDAGUR, 29. JANÚAR.
Fordómar að ofan
Fordómar í garð þeirra
sem þjást af geðrænum
sjúkdómum lifa góðu lífi
enn þann dag í dag. Því
miður.
Samt eru geðsjúk-
dómar hvorki verri
né betri en aðrir
sjúkdómar sem
valda fólki þján-
ingum og gera
óvinnufært um
lengri eða
skemmri tíma.
Sjálfur hef ég strítt
við þunglyndi ára-
tugum saman svo að
ég hef fylgst vel með
því hvernig umræð-
an hefur þróast.
Þessi umræða tók
stórt skref aftur á
bak núna um helgina
þegar borgarstjórinn í Reykjavík
tjáði sig um að hann hefði orðið
fyrir „andlegu mótlæti“.
„Andlegt mótlæti“ er afar óljóst
hugtak sem mér vitanlega er
hvergi að finna í sjúkdómaregistri
læknisfræðinnar og þaðan af síður
hægt að fá læknisvottorð og frí í
vinnunni út af andlegu mótlæti –
nema það hafi valdið manni ein-
hverjum viðurkenndum sjúkdómi
sem gerir mann óvinnufæran um
lengri eða skemmri tíma.
Hitt er annað mál að andlegt
mótlæti getur valdið geðröskun-
um eða geðsjúkdómum eins og
þunglyndi.
Þunglyndi er slæmur sjúkdóm-
ur en hann skánar aldeilis ekki við
að fólk hætti að þora að nefna
hann sínu rétta nafni.
MIÐVIKUDAGUR, 30. JANÚAR.
Við skrifborðið
Það kann að virðast mikil bíræfni
að skrifa bók um sjálfan sig. Vissu-
lega leita efasemdir á hugann.
Að skrifa án þess að fela sig á
bak við tilbúnar persónur er sold-
ið eins og að stunda vísindarann-
sóknir á sínum eigin líkama í stað
þess að nota hvítar mýs eða ein-
hver önnur tilraunadýr.
Ég er mitt eigið tilraunadýr.
Mýsnar þurfa alla vega ekki að
óttast að ég meiði þær.
FIMMTUDAGUR, 31. JANÚAR.
Lesbók á listasafni
Þórir vinur minn er svo hugulsam-
ur að hann er hræddur um að ég
verði fyrir „andlegu mótlæti“ ef
ég sit of lengi við tölvuna mína.
Í dag kom hann og dreif mig
með sér á Tékkneska lista-
safnið. Þar er að finna
marga góða gripi.
Þarna var til dæmis
mjög tilkomumikil
höggmynd sem mér
sýndist vera af Gunn-
ari á Hlíðarenda með
spenntan boga en
engan bogastreng.
Mest kom mér þó á
óvart að sjá þarna uppi á
vegg síðu úr gamalli
Moggalesbók sem Dieter
Roth hefur einhvern tím-
ann rifið út úr blaðinu og
skellt í ódýran ramma.
Svona er listin löng og lífið
stutt.
KÆRA DAGBÓK
Þráinn Bertelsson skrifar
„Dóntsúmíplísjeræt“
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað spillinguna á fjósbitanum, pöntunarlager framkvæmdavalds-
ins, tilgerðarlegar bloggmállýskur, andlegt mótlæti, Gunnar á Hlíðarenda og Moggalesbók á listasafni.
Viltu eflast í starfi?
Menntamálaráðuneytið býður
leik- og grunnskólakennurum
15 e VIÐBÓTARNÁM
íslenska, danska, enska,
stærðfræði, náttúrufræði
Ný námskeið hefjast í
febrúar og mars
Skráningarfrestur
er til 15. febrúar
Nánari upplýsingar
eru á vef SRR í Kennaraháskóla Íslands
http://srr.khi.is