Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 6
6 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR ALÞINGI Kjartan Ólafsson, Sjálf- stæðisflokki, segir kvótakerfi í mjólkurframleiðslu íþyngjandi fyrir bændur og vill skoða aðrar leiðir við stuðning ríkisins við mjólkurbændur. Hann horfir til dæmis til þess kerfis sem notað er við grænmet- isframleiðslu en þar er tiltekinni fjárhæð varið til stuðnings við framleiðslu hverrar tegundar og fá bændur hlut af henni í hlutfalli við framleiðslu sína. Segir hann kerfið opið og að allir geti hafið framleiðslu. Kjartan viðraði þessi sjónarmið á þingfundi í gær eftir að Valgerð- ur Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hafði opin- berað áhyggjur sínar af yfirlýs- ingum Einars K. Guðfinnssonar landbúnaðarráðherra um hug- mynd Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins. Felur hún í sér að ríkið kaupi upp allan mjólkurkvóta af bændum. Einar kvaðst í Morgun- blaðinu í gær tilbúinn að skoða hugmynd Vilhjálms. Arnbjörg Sveinsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagðist reiðubúin að skoða allar leiðir en taldi ólíklegt að sam- staða næðist um hugmynd Vil- hjálms. Birkir Jón Jónsson, Framsókn- arflokki, varaði við öllum hug- myndum í þá átt að ríkið léti af stuðningi við landbúnaðinn. - bþs DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann sló annan mann í andlitið, reif í auga hans og beit í lærið á honum í Vest- mannaeyjum hinn 1. apríl 2006. Fórnarlambið hlaut glóðarauga, bitfar og stórt mar á innanverðu lærinu. Árásarmaðurinn játaði að hafa veist að manninum, en kannaðist ekki við að hafa bitið hann í lærið. Til viðbótar við refsinguna var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu um 180.000 krónur í bætur auk sakarkostn- aðar. - sþs Fékk tveggja mánaða skilorð: Maður beit í læri annars F í t o n / S Í A www.ss.is Endalausir möguleikar! Fáðu þér SS skinku á 20% afslætti í næstu verslunarferð, leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín .... brauðterta, samloka, heitur brauðréttur, salat… …og nú þú! 20% afsláttur Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur - Smáralind - Spöngin - Garðatorg - Setberg - Keflavík - Grindavík - Selfoss - Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur - Grundarfjörður - Búðardalur - Ísafjörður - Bolungarvík - Patreksfjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd - Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupstaður - Reyðarfjörður - Eskifjörður www.lyfja.is - Lifið heil VEISTU AÐ VATN ER BESTI SVALADRYKKURINN? ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 3 59 11 0 1/ 07 Komdu núna í Bílaland B&L og kynntu þér kostina Glæsilegt úrval lúxusbílaLÚXUS Opið virka daga frá kl. 10 til 18 og á laugardögum frá kl. 12 til 16 Bílaland B&L, Grjóthálsi 1 - 110 Reykjavík 575 1230 - luxusbilar@bilaland.is. 575 1230 L.R RANGE ROVER V8 diesel Nýskr: 12/2006, 3600cc, 5 dyra, Sjálfskiptur, Grár, Ekinn 25.000 þ. Verð: 11.100.000 ALLIR INNFLUTTIR OG ÞJÓNUSTAÐIR AF UMBOÐI Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill breyta stuðningi ríkisins við mjólkurbændundur: Fyrirmyndin sótt í grænmetið KJARTAN ÓLAFS- SON Vill skoða hvort hyggilegt sé að styðja við mjólkurbændur með sama hætti og grænmetis- ræktendur eru studdir. Greiðsl- um verið hagað í samræmi við hlutfall af heild- arframleiðslu. STYRKUR „Það hefur virkilega vantað upplýsingar um stjúp tengsl en ég vona að ég geti nú bætt úr því,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem var ein þeirra sem hlaut styrk úr styrktarsjóði Baugs Group í gær. Þetta var í fimmta sinn sem úthlutað var úr sjóðnum en samtals numu styrkirnir 35 og hálfri milljón króna. Tæplega 350 umsóknir bárust að þessu sinni en 46 einstaklingar og félög fengu styrk í þetta sinn. Styrkinn hyggst Valgerður nota til að vinna handbók um málefni stjúpfjölskyldna sem hún telur gleymda stærð í samfélaginu. Meðal annarra verkefna sem fengu styrk var til að mynda gerð námsgagna sem vinna á fyrir börn sem hafa íslensku sem annað tungumál. Þá var fyrirtækinu Ad Astra, sem veitir bráðgerum börnum í efri bekkjum grunnskóla verkefni við hæfi, veittur styrkur til að halda námskeið með fjölbreyttum námsfögum. Verkefnum Listahátíðar var einnig gefinn gaumur. Arkitektarnir og ljósmyndararnir Anna Leoniak og Fiann Paul fengu styrk til að fara fara um landið, taka ljósmyndir af íslenskum börnum á aldrinum þriggja til sjö ára og klæða húsin við Lækjargötu, sem brunnu á liðnu ári, með myndun- um af þeim. - kdk Úthlutað var 35 og hálfri milljón úr styrktarsjóði Baugs í gær: Fjölskyldur og listir í fyrirrúmi STUTT VIÐ BAKIÐ Á FJÖLSKYLDUM Áslaug Ósk Hinriksdóttir tók við hálfrar milljónar króna styrk sem veittur var til þess að styðja við fjölskyldu hennar en Þuríður Arna Óskarsdóttir, dóttir hennar, glímir við alvarleg veikindi sem reynt hafa á fjölskylduna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEILBRIGÐISMÁL Um 250 manns bíða eftir að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Það eru um fimm- tíu fleiri en biðu í desember og þótti ástandið þá óviðunandi. Ástæða tafanna er að skæðar nið- urgangssýkingar hafa smitast milli sjúklinga á deildinni auk þess sem plássleysi á gjörgæslu hefur ítrek- að orðið til þess að fresta þarf aðgerðum á hjartadeild. Mikil þrengsli hafa verið á hjartadeild og sjúklingar hafa iðu- lega þurft að liggja á göngunum og allt í upp í fjórtán manns þurft að deila með sér einu klósetti. Við slíkar aðstæður eykst hætta á smiti milli sjúklinga verulega. Þórarinn Guðnason, hjartasérfræð- ingur á Land- spítalanum, segir að þó hjarta- og æða- sjúkdómar séu langalgengasta dánarorsök Íslendinga sé vandamálinu of lítill gaumur gefinn en árlega deyja 700 manns af fyrrgreindum sjúkdómum hér á landi. Hann segir biðlistann eftir hjartaþræðingu nú um átta mánuði og lengjast stöðugt. „Ég þekki til aðstæðna á sjúkra- húsum í Svíþjóð. Þar er hreinlega bannað að fólk liggi á göngum vegna reglna um eldvarnir. Þetta er svo auðvitað líka afar slæmt þegar grípa þarf til endurlífgana, sem ekki eru óalgengar á hjarta- deildum, því erfitt er að koma tækjum eftir ganginum þegar sjúk- lingar liggja þar,“ segir hann. Í grein sem Þórarinn ritar í nýj- asta hefti Læknablaðsins deilir hann auk þess hart á þær aðstæður sem heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar þurfi að búa við á hjarta- deildinni. Sjúklingar sem séu í sjúkrarúmi á gangi spítalans þurfi að pissa í bekken eða flösku liggj- andi þar sem umferð gesta og sjúk- linga sé stöðug. Þá sé deildin meðal annars fjársvelt og háð gjafafé til að endurnýja tækjakost. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir hjarta- deildar, segir tvö hjartaþræðingar- tæki nú í notkun á deildinni, annað sé frá árinu 2001 en hitt nokkuð eldra. „Það eldra er meira en tíu ára gamalt og ef okkur á að takast að anna öllum þeim sjúklingum sem bíða þyrftum við þriðja tækið,“ segir Þórarinn en slíkt tæki myndi kosta á bilinu 70 til 100 milljónir. „Á Íslandi hefur náðst einn besti árangur í heimi á ýmsum sviðum hjartalækninga. Þrátt fyrir það má þessi sjúkdómaflokkur ekki gleym- ast enda er hann aðaldánarorsök Íslendinga,“ segir hann. karen@frettabladid.is Hjartadeild lömuð vegna iðrasýkingar 250 manns bíða eftir að komast í hjartaþræðingu á Landspítalanum. Á hjarta- deild hefur verið unnið hörðum höndum að því að anna sjúklingum. Listinn lengist þó stöðugt ekki síst vegna sýkinga á deildinni en þar eru þrengsli mikil. GESTUR ÞORGEIRSSON ÞÓRARINN GUÐNASON ÞRENGSLI Á HJARTADEILD Í þrengslum eykst hættan á smiti milli sjúklinga. Þórarinn Guðnason hjartasérfræðingur bendir á að erfitt sé að koma endurlífgun- artækjum eftir göngunum þegar sjúklingar þurfa að liggja þar í rúmum. Þrátt fyrir aðstæðurnar er árangur íslenskra lækna á ýmsum sviðum hjartalækninga með því besta sem gerist í heiminum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á hjartadeildinni hafa sjúklingar smitast af svokallaðri Noro-veirusýkingu en hún veldur uppköstum og niðurgangi. Veiran er ekki hættuleg þeim sem eru frískir en aldraðir og sjúkir geta veikst alvarlega og því ekki komist í aðgerðir. SKÆÐ IÐRASÝKING Mun fasteignamarkaðurinn í Reykjavík kólna enn frekar á næstunni? Já 73,8% Nei 26,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Þekkir þú einhvern sem glímir við tölvufíkn? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.