Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 10
10 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
KÍNA, AP Fjárhagslegur og pólitísk-
ur órói, flóðbylgjur og sjúkdóms-
faraldrar eru meðal þess sem kín-
verskir spekingar spá á ári
rottunnar sem gengur í garð í dag,
samkvæmt kínversku tímatali.
Vissara er því að hafa allan vara á
sér næstu tólf mánuðina taki fólk
mark á slíkum spám á annað borð.
Orsök þessara válegu atburða
sem eru í kortunum segja þeir þá að
vatn og jörð, tvö af fimm frumefn-
um sem talin eru uppspretta alls,
rekast á þetta árið. „Jörð er venju-
lega vatni yfirsterkari en hún er of
veik til að stjórna rottunni, sem er
sterkasta táknmynd vatnsins,“
segir Raymond Lo, meistari í feng
shui, aldagamalli kínverskri speki
sem snýst um að ná heilsu, jafn-
vægi og velgengni með tilhögun
dagsetninga og talna, byggingar-
hönnunar og uppröðun hluta.
Ár rottunnar er hið fyrsta í tólf
ára hringrás kínverska tímatalsins
og bera öll árin dýraheiti. Sagan
segir að rottan sé fyrst eftir að hafa
sigrað hin dýrin ellefu í kapphlaupi,
ekki vegna þess að hún var fljótust,
heldur vegna kænsku.
Eftir að hafa logið að tígrisdýrinu
um dagsetningu keppninnar fór
rottan mesta hluta leiðar innar á
baki uxans áður en hún stökk af og
hljóp lokaspölinn í mark fyrst allra.
- sdg
Vissara er að hafa vara á sér næsta árið:
Svartsýn spá
á ári rottunnar
ÁRIÐ GENGIÐ Í GARÐ Miklum óróa er spáð á ári rottunnar.
Við eigum
40 ára afmæli
Fyrir 40 árum tók Árbæjarútibú Landsbankans til
starfa. Við ætlum að fagna þessum tímamótum
með afmælisveislu fyrir alla viðskiptavini, gesti og
gangandi, á morgun föstudaginn 8. febrúar.
Fjölbreytt dagskrá og veitingar frá kl. 10 – 17
10.00 Sproti kíkir í heimsókn
13.00 Sproti kíkir í heimsókn
14.00 Landsbankinn veitir styrk til SÍBS
14.30 Fimleikadeild Fylkis sýnir listir sínar
15.00 Söngkvartettinn OPUS
16.00 Birgitta Haukdal, Hreimur og
Vignir Snær taka lagið
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Landsbankinn
Árbæjarútibú
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið