Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 16
16 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Demókratar í öld- ungadeild Bandaríkjaþings krefj- ast þess að rannsókn verði gerð á því hvort pyntingar, sem starfs- menn leyniþjónustunnar CIA hafa beitt fanga í vörslu sinni, brjóti í bága við bandarísk lög. Michael Hayden, yfirmaður CIA, viðurkenndi á þriðjudag, fyrstur bandarískra embættis- manna, að vatnspyntingum hafi verið beitt á þrjá fanga á árunum 2002 og 2003. Fangarnir þrír eru Khalid Sheikh Mohammed, Abu Zubayda og Abd al-Rahim al-Nashri. Þeir voru allir handteknir í tengslum við svokall- að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum, sem hófst í kjölfar árásanna á New York og Washing- ton hinn 11. september 2001. Vatnspynting er fólgin í því að fangi er bundinn niður, klæði er strekkt yfir andlit hans og vatni hellt ofan á þannig að fanginn fær það sterklega á tilfinninguna að hann sé að drukkna. Þessi aðferð hefur öldum saman talist til pyntinga. Jafnt mannrétt- indasamtök sem stjórnvöld lýð- ræðisríkja hafa fordæmt hana. Hayden bannaði notkun þessar- ar aðferðar árið 2006, en Mike McConnell, æðsti yfirmaður allra leyniþjónustustofnana Bandaríkj- anna, segir enn mögulegt að starfs- menn CIA beiti henni, en þá að fengnu samþykki forseta og dóms- málaráðherra. - gb Bandaríska leyniþjónustan CIA viðurkennir að hafa beitt pyntingum: Þrír fangar voru pyntaðir VATNSPYNTING Í nóvember síðast- liðnum sýndu nokkrir mótmælendur hvernig umrædd pyntingaraðferð er framkvæmd fyrir utan dómsmálaráðu- neytið í Washington. NORDICPHOTOS/AFP TÓKÝÓ, AP Ópíumræktun á svæðum uppreisnarmanna í suður- og suðvesturhluta Afganistans mun aukast til muna á þessu ári og fjármagna baráttu talibana, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Um níutíu prósent af ólöglegu heróíni á heimsmarkaði koma frá Afganistan og áætla Sameinuðu þjóðirnar að hlutur talibana nemi um hundrað milljónum Banda- ríkjadala. Alþjóðlegir aðilar hafa bent á niðurstöður skýrslunnar og gagnrýna aðgerðir stjórnvalda. Herða þurfi á baráttunni gegn eiturlyfjasölum, spilltum stjórn- málamönnum og skæruliðum. - gsh Talibanar í Afganistan: Hagnast á auk- inni ópíumrækt A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is RV U N IQ U E 02 08 02 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Hreinar hendur - örugg samskipti Á tilboðií febrúar 2008DAX Handspritt, krem og sápur DAX Sótthreinsiservíettur 20 stk. 393 kr. DAX Hand & húðkrem 600 ml með dælu 496 kr. DAX Handáburður 250 ml 259 kr. DAX Handspritt 60 5 ltr. 1.492 kr. DAX Handspritt 60 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handspritt 70 600 ml með dælu 296 kr. DAX Handsápa mild 600 ml með dælu 198 kr. SJÁVARÚTVEGUR Allt bendir til þess að fyrsti kjarasamningurinn sem gerður hefur verið milli Lands- sambands smábátaeigenda og Sjó- mannasambandsins hafi verið felldur. Búið er að greiða atkvæði um samninginn í tíu af fimmtán svæðisfélögunum hjá smábátaeig- endum og hefur samningurinn verið felldur í þeim öllum. „Ég reikna ekki með að það verði nein breyting þar á en við munum samt funda með fulltrúum sjómanna á næstunni,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Kjarasamningurinn hefur verið felldur með öllum greiddum atkvæðum með þremur undan- tekningum. Þrír smábátaeigendur, sem sitja í samninganefnd, hafa greitt atkvæði með samningnum „enda er mönnum skylt að styðja samning sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að gera“, segir Örn. Smábátaeigendur hafa einkum gert tvær athugasemdir við samn- ingsdrögin. Í þeim eru ákveðin atriði sem gefa útgerðarmönnum ekki frjálsar hendur um það hvernig aflaverðmæti er skipt á milli skipstjóra og háseta. Þá segir Örn að mikil óvissa sé um það hvert iðgjald af slysatryggingu verður þar sem bæturnar taki mið af skaðabótalögum. „Þeir telja að þetta iðgjald sé það hátt að það sé betra að bjóða upp á hefðbundna tryggingu,“ segir hann. Örn vonast til að samninga- nefndinni takist að laga þessi atriði verði samningurinn felldur í öllum félögum. Hann bendir á að þetta sé í fyrsta skipti sem farið sé í þá vinnu að gera kjarasamninga enda hafi útgerðarmenn talið að flest réttindi sem lúta að sjómönn- um séu tryggð í lögum. Ríkur vilji sé til að gera kjarasamning. „Aðalástæðan fyrir því að gera kjarasamning er sú að breyting hefur orðið á útgerðarmynstrinu. Fyrir tíu til fimmtán árum gerðu flestir út einir en nú hafa bátarnir stækkað og fleiri eru um borð. Þá er að sjálfsögðu ástæða til að tryggja kjör launþega með samn- ingum,“ segir hann. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambandsins, segir að atkvæði hafi verið greidd í öllum tuttugu félögum innan Sjómanna- sambandsins. Ekkert verði gefið upp um niðurstöðuna strax en útgerðarmenn hafi fellt samning- inn. ghs@frettabladid.is Felldu kjara- samning á smábátum Fyrsti kjarasamningur smábátaeigenda og sjómanna hefur verið felldur í þeim svæðisfélögum smábátaeig- enda þar sem atkvæði hafa verið greidd. Aðeins þrír samningamenn hafa greitt atkvæði með honum. Í BÁTNUM Smábátaeigendur gera athugasemdir við það að hafa ekki frjálsar hendur um hvernig aflaverðmæti skiptist milli skipstjóra og háseta. Þá telja þeir óvissu um það hvert iðgjald af slysatryggingu verður. Samningurinn nær til þriggja veiði- aðferða; netaveiða, línuveiða þar sem beitt er í landi og línuveiða á vélbát. ■ Ákveðin prósenta af aflaverð- mæti á öllum þessum veiðiað- ferðum á að fara í laun. Ákveðin prósenta af þessari prósentu tryggir lágmarkskjör háseta. ■ Einnig er í samningnum ákvæði um mánaðarlega kauptryggingu. ■ Ákvæði er um slysa- og veik- indarétt sem er að nokkru leyti þegar tryggður í lögum. ■ Fæðispeningar og hlífðarfatn- aður. SAMNINGSDRÖGIN KÁT Á KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐ Þessi unga snót skemmti sér konunglega á kjöt- kveðjuhátíðinni í Rio Janeiro.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.