Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.02.2008, Blaðsíða 20
20 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur > Fjöldi lögskilnaða á árunum 1971 til 2006 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is Hvaða lið sem keppir í bandarísku meist- aradeildinni í amerískum fótbolta verður Bandaríkjameistari ræðst árlega í svonefnd- um Super Bowl-leik, sem er jafnan áhorfs- mesta sjónvarpsefnið á hverju ári vestra. Sunnudagurinn sem leikurinn fer fram á (Super Bowl Sunday) er þjóðhátíðardagur í reynd; til að mynda neyta Bandaríkjamenn ekki meiri matar á neinum einum öðrum degi ársins nema á þakkargjörðardaginn. Vinsælustu söngvarar Bandaríkjanna keppast um að fá að troða upp fyrir leikinn og í leikhléinu. Hver er uppruni Super Bowl? Fyrsti svonefndi Super Bowl-leikurinn var leikinn 15. janúar 1967, en þar áttust við meistaralið þeirra tveggja fótboltasambanda sem þá störfuðu í Bandaríkjunum, National Football League (NFL) og American Football League (AFL). Samböndin tvö sameinuðust formlega árið 1970 og síðan þá hefur Super Bowl-leikurinn verið bikarmeistaraleikur NFL, þar sem við eigast meistaralið beggja deilda sambandsins, American Football Confer- ence (AFC) og National Football Conference (NFC). Hvert er fyrirkomulagið? Super Bowl-meistaratitill hvers árs er númeraður með rómverskum tölustöfum í stað þess að vera kenndur við ártalið. Þannig eru New York Giants, sem unnu leikinn nú á sunnudag, meist- arar Super Bowl XLII. Þeir eru þar með meistarar leiktíðarinnar árið 2007, þótt úrslitaleikurinn sjálfur hafi ekki farið fram fyrr en komið var fram á árið 2008. Hver leiktíð hefst að jafnaði í lok ágúst; leiknar eru 16 umferðir, þrjár útsláttarumferðir áður en kemur að úrslita- leiknum Super Bowl. Sigurvegari hvers Super Bowl-leiks fær Vince Lom bardi-bikarinn svo- nefnda, sem er nefndur eftir þjálfara Green Bay Packers, liðinu sem vann fyrstu tvo Super Bowl-leikina og þrjá af fimm meistaratitlum NFL á sjöunda áratugnum, áður en Super Bowl kom til. Vince Lombardy lést í sept- ember 1970 og í kjölfarið var bikarinn nefndur eftir honum. FBL-GREINING: „SUPER BOWL”-ÚRSLITALEIKURINN Í AMERÍSKUM FÓTBOLTA Áhorfsmesta sjónvarpsefnið vestra 1971 1976 1981 1986 1991 1996 2001 2006 306 383 463 498 547 530 551 498 Ákveðið hefur verið að hafa afgreiðslu lögreglu- stöðvar- innar við Hverf- isgötu lokaða á næturna. Í staðinn kemur dyrasími sem kemur gestum í samband við lög- reglumann. Með þessu sparar lögreglan 20 milljónir króna á ári. Stefán Eiríksson er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hvers konar verkefni komu til lögreglumanna á næturna? Það voru alls konar mál. Til dæmis fólk sem hefur verið að óska eftir því að gista í fanga- geymslum, til dæmis útigangs- fólk. Þangað hefur líka komið fólk sem er að leita að öðru fólki sem það grunar að sé í fanga- geymslum. Hefur heimsóknum fjölgað eða fækkað á síðustu misserum? Almennt séð hefur heimsóknum fækkað mikið. Eftir þessa miklu farsímavæðingu er auðveldara fyrir fólk að ná sambandi við lögreglu hvar sem það er statt. Menn óska í yfirgnæfandi meiri- hluta tilvika eftir aðstoð lögreglu í gegnum síma. Hverjir munu sinna fólki sem kemur á stöðina að nóttu til? Lögregluvarðstjórarnir sem eru inni og sinna málum sem eru þar. Ef það verður mikið álag verður því einfaldlega mætt með því að kalla lögreglumenn inn til starfa. SPURT & SVARAÐ NÆTUROPNUN Á LÖGREGLUSTÖÐ Álag minnkað vegna farsíma STEFÁN EIRÍKSSON Lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins Hillary Clinton og Barack Obama þurfa næstu vikur eða jafnvel mánuði að berj- ast áfram um útnefningu Demókrataflokksins. John McCain virðist hins vegar næsta öruggur um að verða forsetaefni repúblikana. Forkosningabaráttan í Bandaríkj- unum snýst um að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna, sem greiða atkvæði á flokksþingum repúblikana og demókrata í haust þar sem forsetaefni flokkanna verða endanlega valin. Eftir þriðjudaginn mikla, þegar kjörmenn voru samtímis valdir í rúmlega 20 af 50 ríkjum Banda- ríkjanna, hefur Hillary Clinton tryggt sér atkvæði 845 kjörmanna á flokksþingi Demókrataflokksins í lok ágúst, en Barack Obama hefur tryggt sér atkvæði 765 kjörmanna. Munurinn er vel innan við hundrað atkvæði, sem er ekki mikið þegar horft er til þess að á flokksþinginu sitja 4.049 kjör- menn og til þess að ná sigri þarf frambjóðandi að fá að minnsta kosti 2.025 atkvæði. Risinn úr öskustónni Meðal repúblikana virðist hins vegar fátt ætla að koma í veg fyrir sigur Johns McCain, sem hefur tryggt sér 613 kjörmenn og er því kominn með verulegt forskot – bæði á Mitt Romney, sem er með 269 kjörmenn, og Mike Huckabee, sem nokkuð óvænt hefur tryggt sér 190 kjörmenn. „Ég hef ekkert á móti þessu,“ segir McCain, greinilega hæst- ánægður með að standa loksins með pálmann í höndunum eftir að hafa mánuðum saman mátt þola það að vera hálfpartinn utangarðs í forkosningabaráttunni hjá rep- úblikönum. McCain náði samt ekki alveg þeim góða árangri sem honum hafði verið spáð í skoðanakönnun- um. Á flokksþingi repúblikana í byrjun september verða 2.380 kjörmenn, þannig að hann vantar enn 578 kjörmenn til að tryggja sér sigur. Romney gerir sér því enn vonir um að ná upp forskoti McCains, og á þar helst von í því að geta gert sér mat úr þeirri hörðu andstöðu við McCain sem finna má í hinum harða hægrikjarna Repúblikana- flokksins. Romney tapar hins vegar á því að Mike Huckabee ætlar ekki heldur að gefast upp alveg strax, þannig að nú slást þeir tveir um fylgið sem ekki fer til McCains. Hlakka til baráttunnar Bæði Clinton og Obama voru hæst- ánægð með úrslit þriðjudagsins og ætla að berjast áfram af krafti. Hvorugt þeirra vill taka af skarið strax og lýsa sig reiðubúið til að verða varaforsetaefni hins, enda möguleikar beggja til sigurs enn góðir. „Ég hlakka til að halda áfram kosningabaráttunni og umræð- unni um það hvernig við eigum að skilja við þessa þjóð handa næstu kynslóð,“ sagði Clinton við stuðn- ingsmenn sína í New York. Úrslit- in hljóta þó að hafa orðið henni nokkur vonbrigði því hún hefur lengst af staðið miklu betur en Obama í skoðanakönnunum. Obama var reyndar töluvert sig- urvissari í Chicago þar sem hann sagði háværum stuðningshópi sínum: „Tími okkar er kominn. Hreyfing okkar er raunveruleg. Og breytingar eru að verða í Bandaríkjunum.“ Óvissa áfram Ekki er útlit fyrir að málin muni skýrast mikið hjá demókrötum næstu vikurnar. Svo mjótt er á mununum að hvorki Obama né Clinton græða í raun mikið á því að vinna einn og einn sigur á hinu nema yfirburðirnir séu þeim mun meiri. Takist þeim Clinton og Obama að halda kosningabaráttunni á vin- gjarnlegu nótunum eins og nú upp á síðkastið þá getur líklega fátt komið í veg fyrir sigur þeirra saman í forsetakosningunum í nóvember, þar sem annað yrði varaforsetaefni hins. Færist hins vegar aukin harka í baráttu þeirra, eins og sjá mátti fyrir nokkrum vikum, þá á McCain tvímælalaust eftir að græða á því að geta fylgst með þeim draga hvort annað í svaðið. Bandarísk- um kjósendum hugnast slíkt lítt. Nú þegar eru menn farnir að horfa til forkosninganna í Louisi- ana, Nebraska og Washingtonríki á laugardaginn, en síðan kemur röðin að Maryland og Virginíu þriðjudaginn 12. febrúar og svo Washingtonborg viku síðar. Síðustu forkosningarnar verða 3. júní í Suður-Dakóta, Montana og Nýju-Mexíkó. Barátta demókrata heldur áfram Í MIÐRI KOSNINGAVÍMUNNI Hillary Clinton þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að brosa í fyrrinótt þegar úrslitin voru að tínast inn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Á flokksþingi demókrata í lok ágúst greiða 4049 kjörmenn atkvæði þegar forsetaefni flokksins er valið. Þessi hópur skiptist í 3253 „skuldbundna“ kjörmenn, sem eru bundnir af úrslitum forkosninga og greiða atkvæði samkvæmt því, og svo 796 „ofurkjörmenn“, eins og þeir eru kallaðir, en það eru þingmenn flokksins, ríkisstjórar, fyrrverandi forsetar og aðrir helstu leiðtogar flokksins. Þeir ganga óbundnir til atkvæða á flokksþing- inu. Á flokksþingi Repúblikanaflokks- ins, sem haldið verður í byrjun september, eru kjörmennirnir tölu- vert færri, eða 2380 í heild. Eins og hjá demókrötum ganga flestir þeirra bundnir til atkvæða, en 463 eru óbundnir af úrslitum forkosn- inga og geta því varið atkvæði sínu að vild þegar að úrslitastundu kemur á flokksþinginu. Eftir því sem niðurstöður forkosninganna verða jafnari þá harðnar jafnframt baráttan um hylli óbundnu kjörmannanna, og er þá hart sótt að þeim með loforðum um framkvæmdir og hagsmuna- gæslu heima í héraði hvers og eins. Frambjóðendur, sem detta út úr baráttunni eftir að hafa tryggt sér einhverja kjörmenn, geta haft auk þess haft áhrif á niðurstöðuna á flokksþinginu með því að lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðanda. Kjörmönnum þeirra er þó frjálst að greiða atkvæði óháð þeirri stuðn- ingsyfirlýsingu. KJÖRMENN OG OFURKJÖRMENN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.