Fréttablaðið - 07.02.2008, Side 24
24 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR
nám, fróðleikur og vísindi
16
Arabíska Græn-
lenska
Úrdú
1
6
Breski arkitektinn Mark
Dudek er sérfræðingur
í hönnun skólahúsnæðis.
Hann tekur nú þátt í bygg-
ingu skóla á Urriðaholti
sem kemst nálægt því að
gera draumabyggingu hans
að veruleika jafnvel þótt
skólabörn leggi til hug-
myndir um það hvernig hún
eigi að vera.
„Þeim mun fleiri sem koma að
hönnun byggingarinnar, þeim
mun betur nýtist hún samfélag-
inu,“ segir Mark. „Ég hef fengist
við að hanna skólabyggingar í
heimalandi mínu, Bretlandi. Þar
eru menn þó nokkuð fastir í hug-
myndunum um hinn hefðbundna
skóla. En við hönnun skólans á
Urriðaholti förum við óhefð-
bundnar leiðir enda viljum við
reisa skóla eins og þeir eiga að
vera á 21. öldinni. Við viljum að
skólinn verði nýttur allan sólar-
hringinn alla daga vikunnar. Á
Bretlandi er venjan sú að fólk
hittist á torginu sem síðar verður
eins konar félagsmiðstöð bæjar-
ins. Við ætlum að fela skólanum
svipað hlutverk. Til dæmis höfum
við rætt um að þarna verði kaffi-
hús þar sem eldri borgarar geta
hist, fengið sér að borða og að
aðstaða verði fyrir tölvukennslu
fyrir þá svo dæmi séu nefnd. Satt
að segja hef ég ákveðna hugmynd
um draumaskólabyggingu sem
verður eitt með náttúrunni og ég
hef tröllatrú á því að þessi bygg-
ing verði nálægt þeirri draum-
sýn.“
Fjölmargir leggja hugmyndir
sínar í púkk sem vinnuhópurinn
tekur svo mið af. Þeirra á meðal
eru börn sem spurð voru hvernig
þau vildu hafa skólann sinn. Vitan-
lega er ekki hægt að verða við
öllum þeim hugmyndum. Til
dæmis vildi einn þeirra að ungl-
ingum væri bannaður aðgangur að
skólanum þar sem meðal þeirra
leyndust mörg hrekkjusvín. En
öðrum hugmyndum er hægt að
verða við og ekki er loku fyrir það
skotið að glæsilegur þakgluggi
verði í miðri skólabyggingunni
rétt eins og einn ungur nemandi
stakk upp á.
Mikil áhersla verður lögð á að
skólar á Urriðaholti verði í farar-
broddi í almennri þróun umhverf-
isvænna skóla og á byggingin sjálf
að bera því glöggt vitni. Á holtinu
finnst hin sjaldgæfa jurt sóldögg
og ekki ber á öðru en að hún hafi
veitt hönnuðum innblástur því allt
bendir til þess að byggingin verði
eins og jurtin sú þar sem bygging-
ar vísa frá miðju rétt eins og
krónublöð blómsins. jse@frettabladid.is
Blómahúsið á holtinu
MARK DUDEK Breski arkitektinn fær nokkra útrás í þessu íslenska verkefni en hann segir landa sína helst til íhaldssama þegar
kemur að skólabyggingum. Á Urriðaholti er hins vegar verið að byggja skóla með kröfur og þarfir fólks á 21. öld í huga.
FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Grunnskólar
> Fjöldi nemenda árið 2006 með viðkomandi erlend
móðurmál.
HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS
Félagsstofnun stúdenta (FS) stendur fyrir málþingi föstudaginn 29. febrúar, um
samfellu á yngsta skólastiginu með virkt nám að leiðarljósi. Segir um dagskrá
málþingsins að í ljósi umræðu um kröfu í samfélaginu um fjölgun ungbarna-
leikskóla sé ljóst að marka þurfi skýra stefnu
þess skólastigs og brúa það bil sem myndast
milli mismunandi leikskóla.
Málþingið fer fram á Háskólatorgi við Háskóla
Íslands og hefst klukkan 13.30. Er það öllum
opið og er þátttökugjald 4.500 krónur en 2.500
krónur fyrir nema. Skráning fer fram á slóðinni
www.congress.is
■ Málþing
Virkt nám – sterkari sjálfsmynd
Ískalt íslenskt vatn
- hvenær sem er
GE kæliskáparnir eru öflugir,
endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Verð frá:
Kr. 209.790 stgr.
AFSLÁTTUR
30%
Sólveig Anna Bóasdóttir guðfræðingur vinn-
ur nú að útgáfu bókar með greinum eftir
hana sem fjalla til dæmis um ástina, skiln-
ing á manninum sem kynveru og hjóna-
band í nútímanum með hliðsjón af kristni.
„Ég er búin að vera í þessu í sjö ár,“ segir
Sólveig Anna. „Ég er með doktorsgráðu í
siðfræði í guðfræði. Doktorsritgerðin fjallaði
um heimilisofbeldi en undanfarin ár hef
ég farið meira út í að skoða ást, kynlíf og
hjónaband með hliðsjón af kristni. Ég hef
blandað mér mikið í umræðuna um hvort
hjónaband samkynhneigðra sé rétt eða
ekki og skrifað margar greinar á því sviði,
sem hafa birst bæði á Íslandi og erlendis.“
Sólveig vinnur nú að því að safna þessum
greinum saman í eina bók, sem hún væntir
að komi út með vorinu.
Um hjónaband samkynhneigðra segir
Sólveig Anna sína niður-
stöðu vera í stuttu máli
að það sé lýðræðiskrafa
samtímans að hópar á borð
við samkynhneigða eigi
fullan rétt á því að ganga í
hjónaband. „Þar af leiðandi
tel ég ekki rétt að takmarka
hjónaband eingöngu við
karl og konu. Ástæðan er
sú að innihald hjónabands
er ást; ást samkynhneigðra
er jafn góð og ást gagnkyn-
hneigðra.“
Sólveig kveðst hafa
fengið sterk viðbrögð við
greinum sínum. „Yfirstjórn
kirkjunnar er ekki par hrifin, enda komst
hún að þveröfugri niðurstöðu á síðasta
kirkjuþingi, þar sem sam-
þykkt var að hinn ævaforni
skilningur á hjónabandinu
skyldi standa. Það sem mér
finnst athugavert við þá
niðurstöðu er að engu er
haldið opnu. Það er ekki
sagt að þetta megi skoða
síðar heldur er eins og þetta
sé síðasta orðið. Það finnst
mér ekki vera góð guðfræði;
að ætla að ákveða það fyrir
alla framtíð hvernig hjóna-
bandið eigi að vera.
Mér finnst að samtíminn,
sá andi mannréttinda, frels-
is og lýðræðis sem svífur
yfir vötnum í bæði fræðunum og samfélag-
inu, knýi fram þessar breytingar.“
FRÆÐIMAÐURINN: SÓLVEIG ANNA BÓASDÓTTIR GUÐFRÆÐINGUR
Fjallar um ástina með hliðsjón af kristni
„Fram undir árið 1940 líktist
kennaramenntun meira gagn-
fræðaskólanámi,“ segir Kristín
Aðalsteinsdóttir, deildarforseti
kennaradeildar Háskólans á Akur-
eyri, aðspurð um helstu breyting-
ar á grunnskólakennaramenntun
á Íslandi.
Kristín er höfundur bókarinnar
Að styrkja haldreipi skólastarfs-
ins, Menntun grunnskólakennara
á Íslandi í 100 ár, en eins og titill-
inn ber með sér kemur bókin út í
tilefni þess að 100 ár eru liðin frá
því að kennaramenntun hófst á
Íslandi.
Í bókinni fjallar Kristín meðal
annars um baráttu fyrir formlegri
menntun kennara og átök á milli
stjórnvalda, stjórnenda mennta-
stofnana og fagfólks um skipulag
og markmið kennaramenntunar.
Kristín segir lög um kennara-
menntun alltaf vera að breytast.
„Árið 1947 koma lög sem áttu að
stuðla að kennslufræðilegum
rannsóknum,“ segir Kristín sem
telur ótrúlegt að slík lög skuli
koma svo snemma fram á Íslandi.
„Ég tel þau hafa markað tímamót
þar sem þau sýndu nýjan skilning
á hlutverki skóla. Með þessum
lögum koma fram breytt viðhorf
og vilji til framfara.“
Þá segir Kristín önnur tímamót
vera árið 1963. „Þá er farið að tala
um að nemendur þurfi að þroska
með sér sjálfstæð vinnubrögð og
að leiðsögn sé í samræmi við hæfi-
leika nemenda,“ segir Kristín og
að við það hafi verið sleginn nýr
tónn. - ovd
Í ár eru hundrað ár liðin frá því að formleg kennaramenntun hófst á Íslandi:
Breytt viðhorf og framfaravilji
KENNARAMENNTUN Á ÍSLANDI Þróun
og staða kennaramenntunar á Íslandi er
rakin í nýrri bók.