Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 28

Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 28
28 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Árin í kringum 1970 vöktu hagfræðingar og aðrir máls á nauðsyn þess að hafa stjórn á fiskveiðum við Ísland, þar eð fiskstofnar þyldu ekki lengur frjálsa sókn á miðin. Lagt var til, að veiðum væri stjórnað með gjaldheimtu, þannig að útgerðir greiddu ríkinu fyrir aðgang að fiskimiðunum. Takmarkaður aðgangur hlaut að kalla á aðgangs- eyri, veiðigjald. Annar viðtakandi gjaldsins en ríkið kom ekki til álita, þar eð fiskimiðin hlutu að teljast vera sameign þjóðarinnar, þótt ekkert ákvæði þess efnis væri þá komið í lög. Þessi einfalda markaðslausn á ofveiðivandanum mætti strax þungum mótbyr í því markaðsfirrta andrúmslofti, sem þjóðin þurfti enn að búa við, þótt viðreisnarstjórnin 1959-71 hefði leyst eða losað suma hörðustu hnútana, einkum með því að leiðrétta gengisskráningu krónunnar og afnema beina styrki til sjávarútvegsins. Stjórnmála- menn héldu þó áfram að skammta lánsfé og gjaldeyri, og fiskverð var ákveðið í reykfylltum her- bergjum. Þvæla var allsráðandi í umræðum um efnahagsmál, og hagstjórnin og hagskipulagið voru því marki brennd, kollsteypurnar ráku hver aðra, verðbólga og verkföll. Þess var naumast að vænta, að skynsamleg markaðs- lausn á ofveiðivandanum næði fram að ganga við þessar aðstæð- ur. Ég man eftir fundi, þar sem prófessor í Háskóla Íslands benti áheyrendum sínum á, hversu fráleitt það myndi þykja að veita veiðimönnum ókeypis aðgang að laxveiðiám. Þá reis einn helzti virðingarmaður útvegsins og alþingismaður upp úr sæti sínu og spurði með þjósti: Er prófessorinn að líkja þorski við lax? Umræður á Alþingi voru á svipuðu stigi. Skipuleg mannréttindabrot Landssamband íslenskra útvegs- manna féllst á að draga úr sókn á miðin gegn því, að þeir fengju þá að hirða allan ávinninginn af hags- bótunum. Þeir hjá LÍÚ sömdu lagafrumvarpið, sem Alþingi samþykkti nánast án nokkurrar vitrænnar umræðu í desember 1983. Í lögunum, sem þá voru samþykkt, var kveðið á um ókeypis úthlutun aflakvóta til skipa miðað við veiðireynslu 1980- 83, sem hvíldi sumpart á fyrri úthlutunum. Þá lá þó fyrir lögfræðiálit Gauks Jörundssonar prófessors þess efnis, að laga- heimild hefði brostið til slíkrar úthlutunar árin næst á undan, en það álit kom ekki fyrir sjónir almennings fyrr en nú um daginn, 25 árum of seint. Svo virðist sem upphafleg úthlutun aflaheimilda á grundvelli veiðireynslu 1980-83 hafi því ekki aðeins verið ranglát, eins og margir hafa æ síðan haldið fram, þar eð fiskimenn og aðrir sátu ekki allir við sama borð, heldur einnig beinlínis ólögleg. Lögmæti heimildar sjávarútvegsráðuneytisins til ókeypis kvótaúthlutunar 1983 og eftirleiðis er einnig umdeilt. Förum fljótt yfir sögu. Kvóta- kerfið var fest í sessi með úthlutun varanlegra veiðiheimilda til skipa 1990, og var þá enn miðað við veiðireynslu 1980-83. Samkvæmt dómi Hæstaréttar 1998 stríðir kvótakerfið gegn jafnræðis- og atvinnufrelsisákvæðum í stjórnar- skránni (Valdimarsmál), en rétturinn skipti um skoðun 2000 undir þrýstingi frá ríkisstjórninni (Vatneyrarmál). Síðari dómurinn og annar eins voru kærðir til Mannréttindanefndar SÞ, en þar sitja 18 af fremstu mannréttinda- sérfræðingum heims. Nefndin úrskurðaði, að fiskveiðistjórnar- kerfið stríddi gegn alþjóðasamn- ingi um borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að virða, og þá steytir kerfið einnig á jafnræðis- ákvæðinu í stjórnarskránni. Úrskurði Mannréttindanefndar- innar verður ekki áfrýjað. Alþingi hefur orðið uppvíst að skipulegum mannréttindabrotum langt aftur í tímann með fulltingi Hæstaréttar. Villa Alþingis var að taka sérhagsmuni útgerðarinnar fram yfir almannahag. Kvótakerfið er reist á innbyrðis þversögn. Það er reist á upphaflegri úthlutun, sem var ranglát og líklega einnig ólögleg, og síðan var útvegsmönn- um leyft að láta kvótana ganga kaupum og sölum. Frjálst framsal var æskilegt af hagkvæmnis- ástæðum, en það krafðist réttlátr- ar og löglegrar úthlutunar í upphafi. Þarna liggur undirrót lögleysunnar og mannréttinda- brotanna, sem hafa kallað ómældar hörmungar yfir fjölda fólks um allt land og leyft öðrum að maka krókinn. Vandinn liggur með öðrum orðum ekki í tilvist aflakvótanna, heldur í tilurð þeirra. Kvótakerfið virðist að auki hafa ýtt undir önnur lögbrot, bæði brottkast og löndun fram hjá vikt, í ríkari mæli en yfirvöld hafa fram að þessu fengizt til að viðurkenna. Sama heygarðshorn Sigurður Líndal prófessor heldur því enn fram opinberlega, að eignarréttarákvæði í 72. grein stjórnarskrárinnar réttlæti kvótakerfið. Þessi skoðun var snar þáttur í málsvörn ríkisins fyrir Mannréttindanefndinni, en nefndin hafnaði henni með þeim rökum, að gera þyrfti greinarmun á lögmætum eignum og öðrum, eins og Aðalheiður Ámundadóttir laganemi í Háskólanum á Akur- eyri lýsir vel í lærðri ritgerð, sem mun birtast fljótlega í Lögfræð- ingi, tímariti laganema fyrir norðan. Löglaust og siðlaust Í DAG | Mannréttindabrot ÞORVALDUR GYLFASON B arátta frambjóðenda um forsetaframboðsútnefningu stóru flokkanna tveggja vestanhafs, demókrata og rep- úblikana, mun teygjast meira á langinn en búizt var við fyrir fáeinum vikum. Enginn afgerandi sigurvegari stóð uppi eftir „þriðjudaginn mikla“ þegar forkosningar fóru fram í 22 ríkjum Bandaríkjanna. Jafnvel John McCain, sem náði að vísu góðu forskoti á keppi- nauta sína í Repúblikanaflokknum, stendur greinilega veikt að vígi í mörgum ríkjum sem veldur því að báðir keppinautar hans neita enn að játa sig sigraða og halda baráttunni áfram. Hjá demókrötum má kalla niðurstöðuna jafntefli með smávægilegu forskoti fyrir Hillary Clinton á Barack Obama. Allt er enn opið. Að báðir keppinautar McCains, baptistaklerkurinn Mike Huck- abee frá Arkansas og auðkýfingurinn Mitt Romney frá Massa- chusetts, skuli halda áfram baráttunni styrkir reyndar stöðu hans þar sem Huckabee og Romney taka fylgi frá hvor öðrum. Það er fylgi kristilegra íhaldsmanna sem jafnan hafa reynzt ráða miklu um það hver velst til forsetaframboðs fyrir Repúblikanaflokkinn. Það er nánast fordæmislaust í sögu forsetakosninga vestra að framboðsbaráttan skuli vera svona opin eftir að forkosningar hafa farið fram í svo mörgum ríkjum. Bandarískir kjósendur fá óvænt meiri tíma til að velta fyrir sér kostum og göllum frambjóðenda. Í grófum dráttum má segja að konur og aldraðir hafi hallað sér að Hillary en svartir og yngri kjósendur að Obama. Það kemur ekki á óvart. Þegar skoðuð eru þau gögn sem safnað hefur verið um kosningahegðun ólíkra hópa kjósenda í forkosningunum hingað til er reyndar ekkert klippt og skorið um það hvernig hinir ýmsu kjósendahópar standa gagnvart frambjóðendunum – en það óvenju- lega er jú að þar takast á annars vegar frambjóðandi sem vonast til að verða fyrsta konan í valdamesta embætti heims, og hins vegar frambjóðandi sem vonast til að verða fyrsti þeldökki maðurinn í embættinu. Hillary hefur til að mynda afgerandi meira fylgi en Obama meðal Bandaríkjamanna af rómansk-amerískum uppruna, sem nú eru 16 prósent allra kjósenda, og fylgi hvítra karla skipta þau með sér að jöfnu. Átta af tíu svörtum kjósendum kjósa aftur á móti Obama. Í þeim ríkjum þar sem forkosningar fara fram á næstunni – þar á meðal í Louisiana, Nebraska, Washington-ríki og Washington-borg – álíta kosningarýnar að samsetning kjósenda geri það sennilegt að Obama geti þar saxað eitthvað á forskot Hillary. Hvort þeirra muni, þegar upp verður staðið, tryggja sér meirihluta hinna alls rúmlega 2.000 fulltrúa sem kjósa munu forsetaframbjóðanda Demókrata- flokksins í sumarlok kann jafnvel að ráðast í röðum þeirra full- trúa sem ekki eru kjörnir í forkosningum – það eru hinir svonefndu „ofurfulltrúar“, þingmenn, ríkisstjórar og háttsettir flokksmenn – sem ráða því hvernig þeir verja atkvæði sínu á flokksþinginu. Hvað sem líður óánægju kristilegra íhaldsmanna í Repúblikana- flokknum með John McCain virðist nú fátt geta hindrað að hann tryggi sér útnefningu flokksins. Og þeir repúblikanar sem vilja gera sér raunhæfar vonir um að þeirra frambjóðandi eigi mögu- leika í forsetakosningunum sjálfum í nóvember hljóta að sjá að enginn annar en McCain en vænlegri til að höfða til nógu breiðs kjósendahóps til að það verði raunin. McCain er jafnframt sá rep- úblikani sem með trúverðugustum hætti getur firrt sig ábyrgð á óvinsældum Bush-stjórnarinnar. Staðan í forkosningaslagnum vestra eftir „þriðjudaginn mikla“: Allt opið enn AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Hvað gera Guðlaugur og Jóhanna? UMRÆÐAN Kjaramál Tónninn í láglaunahópum samfélagsins er að harðna. Skiljanlega og sem betur fer. Starfsmenn á velferðarstofnunum samfélagsins eru ýmsir við það að gefast upp, bæði vegna óforsvaranlegs álags og lágra launa. Ástandið er fyrir löngu orðið ólíðandi og nú ríður á að ríkisstjórnin axli ábyrgð. Ég er sannfærður um að ef ekki verður samið af raunsæi við starfshópa innan þeirra geira sem búa við ófullnægjandi kjör þá mun velferðarkerfið springa í skipulegum og óskipulegum launauppreisnum fyrr eða síðar. Áframhaldandi ástand bitnar á þeim sem síst skyldi, börnum, öldruðum, veikum og fötluðum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra sagði nýlega að í komandi kjarasamning- um yrði að hækka laun kennara verulega. Orð í tíma töluð, en nú þarf líka að láta verkin tala. Laun grunnskólakennara ganga einfaldlega ekki upp. Allir flokkar lýstu því yfir í síðustu Alþingis- kosningum að eindreginn vilji væri til staðar við að hækka ekki einungis laun grunnskólakenn- ara heldur einnig annarra starfsmanna almannaþjónustunnar, og þá allra helst í umönnunargeiranum. Að þessu er meira að segja vikið sérstaklega í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Öllum hlýtur því að vera ljóst að ekki verður lengur við svo ósann- gjörn laun búið. Það verður einfaldlega ógerlegt að reka velferðarstofnanir samfélagsins án róttækra breytinga í launaumhverfinu. Ég sakna þess að þeir ráðherrar, sem fara með heilbrigðismál og félagsmál, þau Guðlaugur Þór Þórðarson og Jóhanna Sigurðardóttir, séu líkt og menntamála- ráðherra spurð hvað þeim finnist um laun starfs- fólks á dvalarheimilum aldraðra, sjúkrahúsum og stofnunum fyrir fatlaða. Það verður fylgst með því að ríkisstjórn Þorgerðar Katrínar geri yfirlýsingar menntamála- ráðherrans um bætt laun kennara ekki ómerkar. Neyðarástandi í grunnþjónustu samfélagsins verður að ljúka. Hvað ætla Guðlaugur Þór og Jóhanna að gera? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. ÖGMUNDUR JÓNASSON Við erum að flytja og því höfum við til sölu notuð skrifstofuhúsgögn, þ.e. skrifborð, skápa, skrifstofustóla ofl. Einnig ísskápa, borð, stóla o.fl. í eldhúsið. Selst ódýrt. Upplýsingar á skrifstofutíma gefur Hanna Dóra Haraldsdóttir í síma 530-8400 eða hdh@1912.is www.nathan. i s Notuð skrifstofuhúsgögn til sölu Góðar hugmyndir Árni Johnsen telur að engum sé betur treystandi til að segja fréttir af Alþingi en Alþingi sjálfu. Hann hefur því viðrað þá hugmynd að Alþingi haldi úti eigin sjónvarpsstöð sem flytji þá betri og réttari fréttir af störfum þingsins en fjölmiðlar gera í dag. Á sama tíma leggur Össur Skarphéðinsson til að forseti Íslands færi sér tæknina í nyt og birtist sem almynd þegar hann þarf að halda ræður en á ekki heimangengt. Hvort tveggja eru þetta góðar hugmyndir, svo góðar að rithöfund- urinn George Orwell sló þeim saman í eitt í skáldsögunni 1984. Þar greindi ríkismið- illinn í Eyjaálfu frá ástandi mála og hvarvetna blöstu við almyndir af þjóðhöfðingjanum. Össur og Árni eiga það eitt eftir að búa til „nýmæli“ eða „newspeak“ eins og það hét í bókinni. Árni hefur þó unnið þakklátt brautryðjendastarf í þeim efnum, til dæmis þegar hann umbreytti orðinu „afbrot“ í „tæknileg mistök“. Atvinnustefnunni framfylgt Samfylkingin hefur lítt fjallað um álit Mannréttinda- nefndar SÞ, sem komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið bryti á mannréttind- um. Þó hafa sjávarútvegs- málin verið Samfylkingunni hugleikin. Mannrétt- indanefndin telur kvótakerfið meðal annars brjóta í bága við jafnræðis- reglu því það tryggi jafnan aðgang að auðlindinni, sem er skilgreind sem sameign þjóðarinnar í lögum um stjórn fiskveiða. Álitið rímar vel við ályktanir sem samþykktar voru á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra og finna má í atvinnustefnu flokksins. Þar er meðal annars kveðið á um að þjóðareign á sameigin- legum auðlindum þjóðarinnar verði bundin í stjórnarskrá og að nýliðun í útgerð verði auðvelduð. Þetta eru varla orðin tóm. Í ljósi álits Mann- réttindanefndarinnar hlýtur Samfylkingin að láta til skarar skríða. bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.