Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 33

Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 33
FIMMTUDAGUR 7. febrúar 2008 Á eftir herratísku næsta vetrar var hátíska komandi sumars á sýningar- pöllunum í París á dögunum. Christian Lacroix sýndi nokkra tugi hátísku- kjóla, hvern öðrum glæsilegri. Sýningin fór fram í Georges Pompidou- safninu í miðborginni þar sem tískuhúsið lagði undir sig alla jarðhæð safnsins. Kjólarnir voru líkt og málverk úr suðri, svipmyndir innblásnar meðal annars af stúlkunum frá Arle, heimaborg hönnuðarins. Mikið af sterkum litum og formum frá ýmsum tímum, jafnt frá barokki með miklum pilsum til áranna milli 3.-4. áratugarins á tuttugustu öldinni með beinar línur. Falleg sýning en eins og vantaði einhverja heildarmynd, rauðan þráð sem gengi í gegnum sýninguna, líkt og mátti finna hjá Gaultier og Dior. Á fremsta bekk mátti sjá Önnu Wintour frá bandaríska Vogue með sín kunnuglegu svörtu sólgleraugu, þá hina sömu og hinn illgjarni ritstjóri í kvikmyndinni „Djöfullinn klæðist Prada“ er byggður á. Með horaða og föla stúlku sér við hlið sem hafði ekki borðað í viku og tók niður athuga- semdir ritstjórans. Stundum stutt á milli skáldskapar og veruleika. Hjá Jean-Paul Gaultier var þemað hafmeyjur. Stigu þær upp úr sjónum á land með hárið síða blautt eins og hæfir prinsessum hafsins. Hreistur sem minnti á hafið og sporður hafmeyjunnar einkenndi hönnunina og ýmiss konar glitrandi efni, hvort sem var í skóm eða fatnaði. Gaultier blandar einnig saman Swarovski-steinum og blúnduefni. Brúðurin, sem eins og hefðin vill er síðasta fyrirsætan sem stígur fram á sviðið, átti við ákveðið vandamál að stríða enda með sporð. Hún mætti því að sýningarpallinn með gylltar hækjur í stíl við brúðar- kjólinn! En kraftaverk gerast enn og á miðju sviðinu fleygði hún hækjunum og gekk um eins og land- krabba sæmir. Hinn ítalski Valentino kvaddi með virktum í París með sinni síðustu hátískusýningu en hann dregur sig nú í hlé eftir 45 ár í bransanum. Ekki var að sjá að Valentino vantaði innblástur. Hver kjóllinn var öðrum glæsilegri enda hann þekktur fyrir fágaða hönnun og klassíska. Sýning hans var óður til kvenlegrar fegurðar og boðsgestir risu úr sætum og heiðruðu hönnuðinn með löngu lófaklappi að henni lokinni. Hann var af þessu tilefni sæmdur orðu Parísar- borgar af Bertrand Delanoë borgarstjóra, fyrir framlag sitt til tískunnar sem er mikilvægur hluti af menningunni hér í borg. Valentino þakkaði fyrir sig með orðum úr lagi Josephine Baker frá þriðja áratug síðustu aldar, „j´ai deux amour, mon pays et Paris“, ég elska tvennt, landið mitt og París. Enda kjólarnir saumaðir í Róm og fluttir til Parísar fyrir sýninguna á Rodin-höggmyndasafninu. bergb75@free.fr Stutt milli skáldskapar og veruleika Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Augu ársins TVEGGJA BURSTA MASKARI GERIR FALLEG AUGU ENN FEGURRI Á STÓRUM STUNDUM. Elizabeth Arden hefur sett á markað nýjung sem er tveggja bursta maskari með nærandi formúlu sem mýkir augnhárin og gefur þeim glans. Stærri burstinn leng- ir, þykkir og aðskil- ur augnhár á meðan smærri burstinn greiðir úr hárum og lagar, auk þess að ná til svæða sem erfitt er að nálg- ast. Lýst eftir sundskýlu LUMI FÓLK Á SUNDSKÝLUM, SÓL- GLERAUGUM OG FERÐATÖSKUM FRÁ SEVENTÍS-TÍMABILINU GETA SLÍKIR MUNIR GENGIÐ Í ENDURNÝJUN LÍFDAGA Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU. Ragnar Kjartansson, leikmynda- og búningahönnuður, leitar þessa dagana dyrum og dyngjum að búningum fyrir leikritið Sólarferð sem verður frum- sýnt í Þjóð- leikhúsinu 15. febrúar. Hann vantar sund skýl- ur, bikiní, sólgleraugu og ferðatöskur frá áttunda áratugnum. Leikritið gerist árið 1976 en svo virðist sem sundfatatískan á þeim tíma hafi verið það vandræðaleg að skýlum og bikiníum hafi hreinlega verið fargað. Að minnsta kosti er ekki um auðugan garð að gresja í búningadeild Þjóðleikhússins og biður Ragnar fólk sem á til dæmis litríkar sundskýlur og ferðatöskur frá þessum tíma, sem það má sjá af, að koma þeim til dyravarðar Þjóðleikhússins. - ve Síðumúla 3 • Reykjavík • s. 553 7355 Hæðasmára 4 • Kópavogi • s. 555 7355 síðustu dagar útsölu enn meiri verðlækkun Bæjarlind 6 • s. 554 7030 Eddufelli 2 • s. 557 1730 Opið virka daga 10 - 18 Opið laugard. í Bæjarlind 10 - 16 og Eddufelli 10 - 14 Skólavörðustígur 2. Sími: 445-2020 www.birna.net

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.