Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 34

Fréttablaðið - 07.02.2008, Page 34
[ ] Húsgögn frá hinu svokallaða Biedermeier- tímabili eru hagnýt og fáguð. Biedermeier-tímabilið vísar til byggingalistar, húsgagnahönnunar og ýmissa listgreina frá árunum 1815 til 1848 í Evrópu. Það er frá því Vínarþing- ið var haldið í lok valdatíma Napóleóns Bonaparte og þar til borgarastéttirnar gerðu uppreisn. Biedermeier sem nafn á tímabili varð þó ekki til fyrr en um 1900. Nafnið vísar til dulnefnisins Gottlieb Biedermair, en undir því skrifuðu læknirinn Adolf Kussmaul og lögfræðingurinn Ludwig Eichrodt ljóð í blaðið Fliegende Blätter í München árið 1855. Oft voru þetta gamansamar vísur og ádeilur. Nafnið settu þeir saman úr tveimur ljóðum eftir Joseph Victor von Scheffel sem höfðu verið birt í sama blaði árið 1848. Biedermeier-stíllinn hafði mikil áhrif á húsgagnagerð í hinum þýskumælandi heimi en breiddist þaðan til Skandinavíu. Í upphafi var áhersla á skýrar línur, mínimalisma í skreytingum og fágun. Húsgögnin áttu ekki að endurspegla íburð heldur lýsa þægindum og vera hagnýt. Fyrstu húsgögnin af þessari gerð urðu til í Vínarborg og voru ensk húsgögn höfð sem fyrir- mynd. Mikil áhersla var lögð á gæði handverksins. Síðar færðist stíllinn meira í áttina að rómantík og íburðarmikill útskurður og skreytingar urðu meira áberandi enda hin rísandi millistétt viljug að sýna nýtilkomið ríkidæmi sitt. Í húsgögn frá þessu tímabili var notaður efniviður frá Evrópu eins og kirsu- berjaviður, askur og eik frekar en innflutt efni eins og mahóganí. solveig@frettabladid.is Blómaskeið listamanna Biedermei- er-tímabilið náði frá 1815 til 1848 og hafði mikil áhrif á bókmenntir og listir en einnig arkitektúr og húsgagnagerð. Sorpa breytti gjaldskrá sinni 1. janúar síðastliðinn. Hækkunin er samkvæmt vísitölu. www.sorpa.is N O RD IC PH O TO S/G ETTY Suðurlandsbraut 10 Reykjavík Sími 568 3920 & 897 1715www.billiard.is Púl er kúl kúlu fyrir kúlu verður byrjandinn að meistara Hágæða 6 vasa púlborð á einstöku verði PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. E...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARK R.PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSA E...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARK RPARKET FLÍSAR PARKET FLÍSA... ... ... . ...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARKE PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR. E...FLÍSAR...PARKET...FLÍSAR...PARK R.PARKET...FLÍSAR...PARKET...FLÍSA Ú LÞúsundir fermetra af flísum með 20-70% afslætti Plastparket frá 890 kr/m 2 Eikarparket 14 mm 3 stafa verð kr 2.290 kr/m 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.