Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 35

Fréttablaðið - 07.02.2008, Síða 35
[ ] Við íþróttaiðkun og hreyfingu eru teygjur nauðsynlegar og verða framfarir í þeim eins og öðrum íþróttagreinum. Nú um helgina verður haldið nám- skeið í teygjum hjá Íþróttaaka- demíunni í Reykjanesbæ í sam- vinnu við Sportmenntun. Þar verða kennd fjögur mismunandi form af teygjum og sum hver í fyrsta skipti hér á landi. Kennari á námskeiðinu er Haraldur Magnússon osteópati og einkaþjálfari en hann setti saman námskeiðið upp úr teygju- hluta IAK-einkaþjálfaranámsins. Hann segir námskeiðið einkum ætlað fagfólki í heilsugeiranum, til dæmis einkaþjálfurum og íþrótta- kennurum, en námskeiðið sé einn- ig opið fróðleiksfúsum og þeim sem nota teygjur mikið í þjálfun sinni. „Þetta er nýtt námskeið og ekki bara verið að kenna þessar hefð- bundnu teygjur,“ segir Haraldur. „Þarna verður mikið nýtt efni og allavega ein af þessum teygjum hefur aldrei verið kennd á Íslandi áður en það eru sjálfsbandvefs-los- andi teygjur sem eru mikið notað- ar erlendis hjá atvinnumönnum. Svo eru það PNF- teygjur sem hafa heldur ekki verið kenndar einka- þjálfurum hér áður og svo hreyfiteygj- ur sem eru sér- hæfðar teygjur, ætlaðar áður en maður fer að hreyfa sig. Við förum líka yfir þessar gömlu góðu stöðu- teygjur því þótt fólk hafi teygt í tíu ár þá er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt við teygj- una sem bætir árangurinn.“ Haraldur segir þörf á svona námskeiði til að viðhalda teygj- um og endurnýja tækni við teygjuæfingar hjá þjálfurum því þær eru nauðsynlegur hluti af allri hreyfingu. „Þörfin liggur eigin- lega í því að við erum alltaf að gera sömu gömlu teygjurn- ar. Það er búin að vera mikil þróun erlendis sem hefur hreinlega ekki komið hingað og það er orðin þörf á nýjungum.“ Námskeiðinu verður skipt upp í fræðilegan hluta þar sem farið verður yfir lífeðlisfræðilegan þátt teygja og í verklegan hluta þar sem farið verð- ur kerfisbundið í gegn- um teygjurnar. „Íþróttakennarar og þjálfarar teygja mikið út frá vöðvafræði. Við viljum kenna fólki að skilja teygjurnar og kenna því hvernig það getur gert þær áhrifaríkari. Við förum ýtarlega í hverja teygju og sýnum hvernig hægt er að ná betri árangri með því til dæmis bara að beita sér öðruvísi og betur í teygj- unni.“ heida@ frettabla- did.is Margt nýtt í teygjum Haraldur Magnússon Óákveðni og viljaleysi getur haft slæm áhrif á heilsu. Með viljastyrk og ákveðni er hægt að horfast í augu við vanda- málin en við það minnka þau og hverfa jafnvel. 6. - 9. mars Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík. WWW.GAP.IS 4 • Hjarta og æðakerfi • Kólesteról í blóði • Blóðþrýsting • Liði • Orkuflæði líkamans • Minni og andlega líðan • Námsárangur • Þroska heila og miðtaugakerfi fósturs á meðgöngu • Rakastig húðar Í fitusýrum er að finna tvo undirstöðuþætti sem eru okkur lífsnauðsynlegir á sama hátt og prótín, kolvetni, vítamín og steinefni. Omega fitusýrur byggja upp ónæmiskerfið á marga vegu og hafa jákvæð áhrif á: Udo‘s Choice fæst í apótekum og heilsubúðum Fullkomin blanda! Udo's choice 3•6•9 olíublandan er fullkomin blanda af lífsnauðsynlegum fitusýrum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsu okkar. Udo’s 3•6•9 olíublandan er sérvalin blanda náttúrulegra, óunninna, lífsnauðsynlegra fitusýra. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi SÚKKULAÐIVAX HAFRAVAX SÚKKULAÐISTRIMLAR F. ANDLIT OG LÍKAMA ATH. Súkkulaðivax hentar vel fyrir viðkvæma líkamshluta ÚTSÖLUSTAÐIR: Apótek og snyrtivöruverslanir Háreyðingavax sem hægt er að hita í örbylgjuofni og einnig vaxstrimlar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.