Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 46
34 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Framhaldsskólar Tilefni þessarar greinar er frétt þess efnis í Fréttablaðinu 31. janúar síðast- liðinn að tveir skólameistarar hafi verið áminntir fyrir brot í starfi og þrír aðrir skólameistarar hafi fengið tiltal vegna sömu saka. Ástæðan sé ýktar tölur um fjölda nemenda sem luku prófi í viðkom- andi skólum. Jafnframt er því haldið fram að umræddir skólameistarar hafi með þessu framferði dregið sínum skólum fé á kostnað annarra framhaldsskóla. Það kemur ekki á óvart að ágreiningur um talningu nemenda sé rótin að þeim ágreiningi sem er uppi á milli viðkomandi skólameistara og ráðuneytisins. Fyrir það fyrsta hefur skort á að reglur um frágang gagna vegna talningar nemenda séu skýr- ar og í öðru lagi hefði mátt standa mun betur að því að upplýsa okkur sem eigum að vinna eftir þessum reglum, einkum þegar teknar hafa verið einhliða ákvarðan- ir um breytingar á framkvæmdinni. Þá hefur frá upphafi reiknilíkans skort á svör við þeirri spurningu hver eigi að greiða fyrir þá nemendur sem skólarnir hafa sannanlega verið að þjóna en eru ekki við- urkenndir við þá talningu sem ræður öllu þegar kemur að fjárveitingum til skól- anna. Í umræddri grein í Fréttablaðinu er því haldið fram að umræddir skóla- meistarar hafi með framferði sínu aflað sínum skólum fjár á kostnað annarra framhaldsskóla. Eins og staðið er að fjárveitingum til skól- anna er ekki að sjá að þessi full- yrðing standist. Ekkert bendir til þess að aðrir skólar hafi borið skarðan hlut frá borði vegna þessa. Veiting áminningar Formleg áminning embættis- manns er afar alvarleg gjörð og getur orðið undanfari brottrekstrar úr starfi ef ekki verða gerðar breytingar á þeim atriðum sem áminning er grundvölluð á. Meðal ann- ars vegna þessa gerir stjórnsýslan afar skýrar kröfur til þess stjórnvalds sem veit- ir áminningu um að málsmeðferðin sé vönduð. Það hvílir því stíf rannsóknar- skylda á stjórnvaldi. Því ber í senn að vera leiðbeinandi og upplýsandi um málsatvik. Stjórnvaldi ber að gæta að andmælarétti á öllum stigum máls og við ákvörðunartöku, sem er íþyngjandi, ber stjórnvaldi ský- laust að gæta hófsemi og jafnræðis. Ákvörðun þarf að vera málefnaleg og studd skýrum rökum þar sem tiltekið er hvaða reglur hafi verið brotnar. Uppfylli stjórn- vald ekki þessi ákvæði getur sá sem áminn- ingu sætir sótt það að fá áminningu fellda niður, þá annaðhvort á grundvelli þess að ekki hafi verið nægjanlega gætt að forms- atriðum í málsmeðferðinni eða vegna þess að efnisleg rök séu ekki nægjanlega sterk forsenda áminningar. Jafnframt er gert ráð fyrir því í lögunum að stjórnvald sem veitir áminningu geti upp á sitt einsdæmi ákveðið að draga hana til baka, liggi fyrir því fag- leg rök. Góð stjórnsýsla Það að menntamálaráðuneytið geri úttekt á þeim þáttum sem notaðir eru sem grundvöllur fjárveitinga til framhaldsskóla er í sjálfu sér ágætt. Með því er ráðuneytið m.a. að sinna eftir- litshlutverki sínu og framfylgja stefnu rík- isstjórnarinnar um breyttar kröfur til for- stöðumanna ríkisstofnana. Það eru vaxandi kröfur í þjóðfélaginu um árangursstjórnun í ríkisrekstri og er það gott. Til þess að þau markmið gangi eftir þarf í senn að færa vald og ábyrgð til stjórnenda ríkisstofnana og laga starfsaðstæður þeirra sem mest að aðstæðum stjórnenda einkafyrirtækja. Margt jákvætt hefur verið gert í þessum málum á undanförnum árum en enn þá mega forstöðumenn ríkisstofnana búa við það að starfa eftir gömlum og úreltum lögum og reglugerðum. Þá mega skóla- meistarar framhaldsskólanna búa við það ástand að regluverki fjárveitinga til skól- anna hefur verið breytt ítrekað, án þess að upplýsingar um þær breytingar skili sér til skólanna. Ósamræmi er á milli ákvæða um valdsvið og ábyrgð skólameistara í lögum og reglum og þeirra tilmæla sem komið hafa frá fagráðuneytinu. Dæmi um þetta eru ákvæði um talningu nemenda og ein- kunnagjöf í einstökum námsgreinum. Þetta ósamræmi, og stundum óskýr og frekar óformleg tilmæli embættismanna, á án vafa sinn þátt í því að nú hefur tveimur skólameisturum verið veitt áminning í starfi. Tilmæli ráðuneytis verða að vera skýr og byggja á skýrum ákvæðum laga og reglugerða. Í það minnsta verður að vera fullt samræmi á milli bókstafsins og fram- kvæmda. Eftirlitshlutverk ráðuneyta Meginmarkmið eftirlitshlutverks ráðu- neytisins hlýtur að vera að bæta stjórn- sýsluna, styrkja faglegt starf og stuðla að jákvæðum breytingum í skólastarfi. Ráðu- neytið þarf sjálft að ganga fram fyrir skjöldu með vönduðum vinnubrögðum og góðri stjórnsýslu. Það á ekki að vera uppi efi um að svo sé. Það á ekki að leika vafi á því hvort íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun hvílir á traustum grunni. Það má ekki vera uppi efi um að það hafi verið gætt hófsemi og jafnræðis við ákvörðunartöku sem byggi á grundvelli reglna sem í senn eru skýrar og öllum ljósar. Höfundur er rektor Menntaskólans við Sund. Áminning skólameistara og góð stjórnsýsla UMRÆÐAN Aldarafmæli Hafnar- fjarðar Frá því um aldamótin 1900 hafa fiskveiðar ekki einungis verið meg- inatvinnuvegur Hafnfirð- inga heldur sú starfsemi, sem skapaði vöxt bæjar- ins í upphafi og fram yfir miðja síðustu öld. Fisk- veiðar voru undirstaða annarra atvinnuvega í Hafnarfirði þ..e verslunar og iðnaðar, en að landbúnaði hefur fremur lítið kveðið. Síðasti áratugur 19. aldar var Hafnfirðingum erfiður. Þá var aflaleysi við Faxaflóa og fyrir aldamótin fækkaði fólki að mun í Hafnarfirði. Skömmu eftir alda- mótin færðist nýtt líf í útgerð í Hafnarfirði. Útgerðarmenn keyptu þilskip og fjölgaði fólki þar um 977 íbúa á árabilinu 1900–1907. Þessi íbúafjölgun varð til þess, að Hafn- arfjörður fékk kaupstaðarréttindi með lögum um bæjarstjórn í Hafn- arfirði, sem voru staðfest af kon- ungi 22. nóvember 1907 og voru númer 75. Samkvæmt þessum lögum öðlaðist Hafnarfjörður kaupstaðarréttindi 1. júní 1908. Þilskipaveiðar Hafnfirðinga voru komnar í ákveðið horf um 1890. Venjulega byrjuðu kútter- veiðar 1. marz fyrir Suðurlandi þ.e. á Selvogsbanka, Eyrarbakka „bugt“ og á Vestmannaeyjamiðum. Var þá oftast verið að heiman í hálfan mánuð og stundum þriggja vikna tíma. Um vertíðarlok 11. maí var staldrað við í Hafnarfirði nálega viku- tíma og voru skipin þá venjulega hreinsuð. Vor túr var farinn eftir lokin og var þá siglt vest- ur fyrir land og fiskað þar fram að Jónsmessu. Þá var haldið heim til Hafnarfjarðar, og voru skipin hreinsuð um botninn. Að þessu loknu var siglt norður fyrir land og hét sú ferð „miðsumar- stúr“. Var þá fiskað úti fyrir Vest- urlandi og á Húnaflóa. Venjulega var komið úr þessari för í ágúst- mánuði og þá farinn svonefndur „hausttúr“ vestur fyrir land og ekki komið heim aftur fyrr en um og eftir miðjan september. Þilskip- unum var þá lagt við vetrarfestar úti á firðinum og þau síðan hreins- uð bæði utan og innan og máluð. Þeir sem voru sjómenn á þess- um skipum stunduðu ekki verka- mannavinnu, en áttu oft nokkrar kindur og höfðu kartöflugarða í hraunbollunum ofan við bæinn, en það gerðu margir Hafnfirðingar. Flestir sjómenn í Hafnarfirði lifðu við langar útivistir. Þess vegna voru synir og dætur sjó- manna oft kennd við mæður sínar. Í Hafnarfirði hafa aðeins verið tvær áttir þ.e. vestur og suður og ein vindáttin suðvestanátt eða „útsynningur“. Þegar lengra var milli vertíða t.d. frá hausti til vors og í gæftaleysi var fátt um að vera hjá sjómönnum og varð það siður hjá þeim, að hittast og spjalla, stóðu þeir þá undir húsgöflum í kring um verslanir og veitinga- staði. Stóðu sjómennirnir þá við gafla og hliðar þessara húsa í skjóli undan suðvestanáttinni. Á gömlum myndum af Flygenringshúsi (Vesturgötu 2), en þar var veit- ingastaðurinn Björninn, má sjá för í málninguna eftir að sjómennirnir höfðu hallað sér upp að húsinu. Þessir menn voru kallaðir Gafl- arar og voru flestir þeirra aðflutt- ir þurrabúðarmenn. Gaflarar og útgerðarmenn í Hafnarfirði lögðu grunninn að vexti Hafnarfjarðar á sínum tíma. Það hafa margir tekið við árinni og fleytt þróuninni áfram í Hafnar- firði, togarasjómenn, bátasjó- menn, álversmenn o.s.frv. Versl- un, iðnaður og þjónusta hafa samhliða vaxið og allt þetta hefur bætt lífskjör Hafnfirðinga mann fram af manni. Því legg ég til, að allir Hafnfirð- ingar fyrr og síðar megi telja sig Gaflara frá og með 1. janúar 2008, því þeir hafa allir tekið þátt í þró- uninni, einmitt þegar við minn- umst 100 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðarkaupstaðar. Ég óska bæjarstjórn Hafnar- fjarðar og öllum Hafnfirðingum/ Göflurum til hamingju með afmælis árið. Höfundur er lögfræðingur. Hafnfirðingar – Gaflarar MÁR VILHJÁLMSSON GISSUR V. KRISTJÁNSSON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 7. feb.–31. des. FRANKFURTVerð frá 14.890 kr.*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.