Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 07.02.2008, Qupperneq 48
36 7. febrúar 2008 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Frumvarp um framhaldsskóla Ný framhaldsskólalög eru nú í deiglunni. Umsagnaraðilar eru óðum að kunngjöra athuga- semdir sínar við frumvarpið og nokkuð ljóst að sínum augum lítur hver á silfrið. Ekki ætla ég mér þá dul að fjalla í stuttu máli um lagafrumvarpið í heild sinni, enda hafa til þess bærir aðilar skilað inn ítarlegum greinargerðum þar að lútandi. Mér rennur hins vegar blóðið til skyldunnar að fjalla um eitt ákvæði þess sem ég tel að feli í sér athyglisverða nýjung í skóla- starfi. Mér er málið skylt enda hef ég tjáð mig á svipuðum nótum áður. Ég er að tala um 20. grein frum- varpsins. Samkvæmt henni er framhaldsskólum heimilt að bjóða nám í framhaldi af skilgreindum námslokum á framhaldsskóla- stigi. Þetta nám getur veitt sér- stök eða aukin réttindi, það skal metið í einingum „og þegar við á í námseiningum háskóla“ segir þar. Ráðherra skal staðfesta námsbrautarlýsingar fyrir slíkt nám og heiti viðkom- andi prófgráða. Frumgreina- og háskóla- kennsla við framhaldsskóla Að því er best verður séð mun þetta ákvæði opna framhaldsskólunum þá leið að taka upp undirbúnings- eða frumgreinanám fyrir háskóla, jafnvel nám á grunnháskólastigi. Sé þetta réttur skilningur er um að ræða merkilega nýjung sem gefur möguleika á nýjum tengingum milli framhaldsskólanna og háskólastigsins í landinu. Ég hef lengi verið talsmaður þess að menntamálaráðuneytið heimili íslenskum framhaldsskól- um að bæta við námsframboð sitt eftir stúdentspróf og taka upp kennslu á grunnháskólastigi. Á málþingi um uppbyggingu háskólanáms á Vestfjörðum vorið 2004 færði ég fyrir þessu rök. Sömuleiðis í Morgunblaðsgrein stuttu síðar. Á þeim tíma mætti hugmyndin hóflegri tortryggni – sem vonlegt er – því allar breytingar í skóla- starfi þurfa að sjálf- sögðu yfirvegun og umhugsun. Það gleður mig því sannarlega að sjá þennan möguleika settan fram í því laga- frumvarpi um fram- haldsskólana sem nú liggur fyrir þinginu. Hlutverk framhalds- skóla landsins er í stöðugri þróun og end- urskoðun. Á undanförnum árum hafa skilin milli grunnskóla og framhaldsskóla orðið óljósari með tilkomu almennra námsbrauta við framhaldsskólana sem segja má að séu nokkurs konar brú milli skólastiga. Það er því vissulega tímabært að huga að tengingun- um hinumegin líka, þ.e. á milli framhaldsskólans og háskóla- stigsins. Hvað er háskóli? Lögum samkvæmt er háskóli stofnun sem „jafnframt sinnir rannsóknum ef svo er kveðið á í reglum um starfsemi hvers skóla“. Háskóla er ætlað að „veita nemendum sínum menntun til þess að sinna sjálfstætt vísinda- legum verkefnum, nýsköpun og listum og til þess að gegna ýmsum störfum í þjóðfélaginu þar sem æðri menntunar er krafist. Háskólum er ætlað að miðla fræðslu til almennings og veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar“ (lög nr. 136/1997, 2. gr.). Allir háskólar gera ákveðnar kröfur til þess að nemendur til- einki sér ákveðin vinnubrögð í rannsóknar- og námsaðferðum, sem og að þeir búi yfir ákveðinni undirstöðuþekkingu sem alla jafna er kennd á fyrstu stigum háskólanáms. Þeir sem lokið hafa meistara- eða kandídatsprófi úr háskóla eru þannig færir um að kenna á háskólastigi. Það eru því fyrst og fremst þekkingarkröfur sem gerðar eru til háskólakenn- ara. En eins og við vitum er það ekkert skilyrði að sjálf háskóla- kennslan fari fram innan veggja stofnunar sem nefnist háskóli – háskóli er auðvitað bara hugtak. Fram hefur komið að Háskóli Íslands hefur á undanförnum árum átt fullt í fangi með að sinna sívaxandi nemendafjölda, þar sem mestur þunginn hvílir á svo- kölluðu grunnnámi háskólastigs- ins. Í raun og veru er ekkert því til fyrirstöðu að þessar undir- stöðugreinar séu kenndar ann- arsstaðar, t.d. í framhaldsskólun- um, og þá sem eðlilegt framhald stúdentsprófs. Er enginn vafi á því að það myndi efla mjög menntastarf á landsbyggðinni að koma upp grunnháskóladeildum við framhaldsskólana, einkum á stöðum þar sem formlegar háskólastofnanir eru ekki til fyrir og íbúar ennfremur of fáir til þess að standa undir slíkum stofnunum. Með því að festa ofangreint ákvæði í lög um framhaldsskóla má segja að opnast hafi nýjar dyr milli skólastiga og einnig nýjar leiðir í menntunarmöguleikum á landsbyggðinni. Það er fagnaðar- efni. Höfundur er sérfræðingur og verkefnastjóri við Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands. Háskóli er bara hugtak UMRÆÐAN Fiskveiðistjórn Margt hefur verið ritað um réttlæti og ranglæti kvótakerfisins við stjórn fiskveiða. Að jafnaði hefur verið byggt á þeirri forsendu að því hafi verið komið á árið 1984, kvótanum hafi verið úthlutað með hliðsjón af þriggja ára veiðireynslu og síðan hafi menn ekki komist inn í kerfið nema með því að kaupa af þeim sem þá fengu veiðileyfum og kvótum úthlutað. Á þessum grundvelli hafa ófáir gagnrýnt kerfið og talið það ósanngjarnt. Aðrir hafa talið þessa skipan réttlætanlega og byggt á mikilvægi eignarréttarins fyrir frjáls viðskipti með takmörkuð gæði. Vandinn við þessa nálgun er að forsendurnar eru einfaldanir á mun flóknari veruleika. Illu heilli rötuðu þessar einfaldanir í niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu veiðileyfamáli frá árinu 1998 og nú aftur fyrir Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna sem í nýlegu áliti sínu taldi að íslenska ríkið hefði brotið gegn réttindum tveggja kvótalausra íslenskra sjómanna samkvæmt hinni almennu jafnræðisreglu 26. gr. alþjóðlegs samnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Málsatvik og röksemdir kvótalausu sjómannanna Atvik málsins sem fjallað var um í áliti Mannrétt- indanefndarinnar voru þau að tveir menn voru til sjós á tímabilinu 1. nóvember 1980 til 31. október 1983 (viðmiðunartímabil). Þeir hófu útgerð 24 brl. vélbáts árið 1998. Enginn kvóti fylgdi bátnum og höfnuðu stjórnvöld því að úthluta útgerðarfyrirtæki mannanna kvóta á grundvelli gildandi laga. Þeir veiddu án kvóta árið 2001 og með dómi Hæstaréttar 20. mars 2003 var þeim refsað fyrir brot á lögum um stjórn fiskveiða. Í kvörtun mannanna til Mannréttindanefndarinnar var í fyrsta lagi byggt á því að sá aðstöðumunur, sem væri á milli þeirra annars vegar og hins vegar þeirra sem stunduðu útgerð á viðmiðunartímabilinu, væri brot á hinni almennu jafnræðisreglu. Í öðru lagi var byggt á því að samkvæmt lögum væru Íslands- mið sameign íslensku þjóðarinnar en þrátt fyrir það væri kvótum úthlutað ótímabundið til eigenda skipa sem annaðhvort hefðu stundað útgerð á viðmiðunartímabilinu eða öðlast slíka kvóta fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti. Kvörtunin snerist því í hnotskurn um aðgengi að fiskveiðum á Íslandi og hvort það hefði fullnægt hinni almennu jafnræðisreglu að útgerðum fiskiskipa hefðu verið veittar ótímabundnar og framseljanlegar aflaheimildir á grundvelli þeirra viðmiða sem gert var með lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990. Á hvaða forsendum á að svara hinni lagalegu spurningu? Til að leita svara við þessari lagalegu spurningu verður að leggja til grundvallar réttar upplýsingar sem leiða má af framkvæmd laga sem hafa gilt um stjórn fiskveiða fyrir og eftir daga kvótakerfisins. Þegar Mannréttindanefndin ákvað að taka málið efnislega fyrir í júlí 2006 kom fram hvaða lagastaðreyndir nefndin taldi hafa gilt um stjórn fiskveiða á Íslandi síðan árið 1984. Íslenska ríkið greip til efnislegra varna með því að skila greinargerð í janúar 2007 og svo virðist sem ríkinu hafi ekki heppnast að leiðrétta þann ófullnægj- andi skilning sem Mannréttindanefndin hafði um lagastaðreyndir málsins. Að mati undirritaðs voru tveimur grundvallaratriðum um íslenska fiskveiðistjórnkerfið ekki gerð viðunandi skil í vörn íslenska ríkisins. Í fyrsta lagi var ekki lýst hversu auðveldlega menn gátu hafið fiskveiðar í atvinnuskyni á tímabilinu 1984-1990 og að það atvinnu- frelsi hafi leitt til umframveiði miðað við heildaraflavið- mið ráðherra og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Í öðru lagi var réttarstaða hafalmenninga hér á landi ekki nægilega útskýrð né að ekki hafi verið myndaður lagalegur eignarréttur þjóðarinnar eða ríkisins yfir nytjastofnum á Íslandsmiðum. Þessu tveimur atriðum verða gerð nánari skil í næstu greinum. Höfundur er sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands. Álit Mannréttindanefndar SÞ I HELGI ÁSS GRÉTARSSON ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR www.skrifstofa.isÁrmúla 22 108 Reykjavík • Sími 533 5900 • Fax 533 5901 • skrifstofa@skrifstofa.isOpnunartími: mánud. - föstud. 9:00 til 18:00 og laugard. 11:00 - 15:00 BR O S 01 37 /2 00 7 Þreytist þú eftir langan vinnudag? Verð frá kr. 49.900 Lausnin gæti einfaldlega verið að skipta reglulega um stellingar. Núna bjóðum við úrval af hæðarstillanlegum rafmagnsskrifborðum. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 09 96 0 2 /0 8 TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is eða í síma 50 50 100 * Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 7. feb.–31. des. KÖBENVerð frá 12.890 kr.*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.